„Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Jakob Bjarnar skrifar 1. desember 2024 09:05 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, lék við hvurn fingur í nótt enda telst hún einn helsti sigurvegari kosninganna. Hún virðist með öll spil á hendi. Egill segir kálið ekki sopið þó í ausuna sé komið en hvað vill Inga? vísir/vilhelm Egill Helgason sjónvarpsmaður rýndi í spilin í nótt og að hans sögn er afhroð vinstrisins rosalegt. Menn reyna nú að sjá fyrir hvaða ríkisstjórnarmynstur er inni í myndinni nú að loknum sannkölluðum jarðskjálftakosningum, líkt og Þorsteinn Pálsson Viðreisnarmaður og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í myndveri kosningasjónvarps Stöðvar 2. Egill, sem lengi hefur fylgst grannt með stjórnmálum á Íslandi, veltir því upp á sinni Facebook-síðu hvort það hljóti ekki að vera Flokkur fólksins sem ráði því hvaða ríkisstjórn tekur hér við völdum eftir kosningarnar? En sá flokkur er að hans mati býsna illa skilgreinanlegur flokkur: „Er hann til vinstri eða er hann til hægri? Afhroð vinstrisins er rosalegt. Samfylkingin vinnur sinn stóra sigur en restin af vinstrinu er í rúst. Þrír flokkar, Píratar, VG og Sósíalistar og enginn þeirra kemur manni á þing.“ Spáir í stöðuna að afloknum kosningum. Hugsanlega reynist sigur Samfylkingarinnar sannkallaður Pyrrhosarsigur.Vísir/Vilhelm Egill segir að þetta hljóti að kalla á endurhugsun. „Sjálfstæðisflokkur undir tuttugu prósentum er alveg nýr veruleiki - stórtap. Sigur Miðflokksins er minni en á horfðist í skoðanakönnunum - flokkurinn rak mjög skrítna kosningabaráttu sem var á mörkum einhvers konar skops. Samt er ekkert óhugsandi að flokkurinn verði í stjórn.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins rak að mati Egils skrítna kosningabaráttu en ekki sé óhugsandi að flokkurinn lendi í stjórn.Ragnar Visage Egill nefnir möguleikann Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur og Flokkur fólksins. Og hann spyr: „Hver býður best í Ingu?“ Vangaveltum sínum lýkur Egill á að spyrja hvað Viðreisn vilji? „Hún getur valið að vinna til hægri eða vinstri - en seinni kosturinn er ekki mögulegur án FF. Ný ríkisstjórn verður sennilega skrítin blanda, kannski mynduð af flokkum sem langar ekkert sérlega mikið að vinna saman og varla neitt sérlega stöðug. Getur maður spáð því að verði ekkert rosalega langt í næstu kosningar?“ Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Flokkur fólksins Viðreisn Samfylkingin Alþingi Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Egill, sem lengi hefur fylgst grannt með stjórnmálum á Íslandi, veltir því upp á sinni Facebook-síðu hvort það hljóti ekki að vera Flokkur fólksins sem ráði því hvaða ríkisstjórn tekur hér við völdum eftir kosningarnar? En sá flokkur er að hans mati býsna illa skilgreinanlegur flokkur: „Er hann til vinstri eða er hann til hægri? Afhroð vinstrisins er rosalegt. Samfylkingin vinnur sinn stóra sigur en restin af vinstrinu er í rúst. Þrír flokkar, Píratar, VG og Sósíalistar og enginn þeirra kemur manni á þing.“ Spáir í stöðuna að afloknum kosningum. Hugsanlega reynist sigur Samfylkingarinnar sannkallaður Pyrrhosarsigur.Vísir/Vilhelm Egill segir að þetta hljóti að kalla á endurhugsun. „Sjálfstæðisflokkur undir tuttugu prósentum er alveg nýr veruleiki - stórtap. Sigur Miðflokksins er minni en á horfðist í skoðanakönnunum - flokkurinn rak mjög skrítna kosningabaráttu sem var á mörkum einhvers konar skops. Samt er ekkert óhugsandi að flokkurinn verði í stjórn.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins rak að mati Egils skrítna kosningabaráttu en ekki sé óhugsandi að flokkurinn lendi í stjórn.Ragnar Visage Egill nefnir möguleikann Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur og Flokkur fólksins. Og hann spyr: „Hver býður best í Ingu?“ Vangaveltum sínum lýkur Egill á að spyrja hvað Viðreisn vilji? „Hún getur valið að vinna til hægri eða vinstri - en seinni kosturinn er ekki mögulegur án FF. Ný ríkisstjórn verður sennilega skrítin blanda, kannski mynduð af flokkum sem langar ekkert sérlega mikið að vinna saman og varla neitt sérlega stöðug. Getur maður spáð því að verði ekkert rosalega langt í næstu kosningar?“
Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Flokkur fólksins Viðreisn Samfylkingin Alþingi Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira