„Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Jakob Bjarnar skrifar 1. desember 2024 09:05 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, lék við hvurn fingur í nótt enda telst hún einn helsti sigurvegari kosninganna. Hún virðist með öll spil á hendi. Egill segir kálið ekki sopið þó í ausuna sé komið en hvað vill Inga? vísir/vilhelm Egill Helgason sjónvarpsmaður rýndi í spilin í nótt og að hans sögn er afhroð vinstrisins rosalegt. Menn reyna nú að sjá fyrir hvaða ríkisstjórnarmynstur er inni í myndinni nú að loknum sannkölluðum jarðskjálftakosningum, líkt og Þorsteinn Pálsson Viðreisnarmaður og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í myndveri kosningasjónvarps Stöðvar 2. Egill, sem lengi hefur fylgst grannt með stjórnmálum á Íslandi, veltir því upp á sinni Facebook-síðu hvort það hljóti ekki að vera Flokkur fólksins sem ráði því hvaða ríkisstjórn tekur hér við völdum eftir kosningarnar? En sá flokkur er að hans mati býsna illa skilgreinanlegur flokkur: „Er hann til vinstri eða er hann til hægri? Afhroð vinstrisins er rosalegt. Samfylkingin vinnur sinn stóra sigur en restin af vinstrinu er í rúst. Þrír flokkar, Píratar, VG og Sósíalistar og enginn þeirra kemur manni á þing.“ Spáir í stöðuna að afloknum kosningum. Hugsanlega reynist sigur Samfylkingarinnar sannkallaður Pyrrhosarsigur.Vísir/Vilhelm Egill segir að þetta hljóti að kalla á endurhugsun. „Sjálfstæðisflokkur undir tuttugu prósentum er alveg nýr veruleiki - stórtap. Sigur Miðflokksins er minni en á horfðist í skoðanakönnunum - flokkurinn rak mjög skrítna kosningabaráttu sem var á mörkum einhvers konar skops. Samt er ekkert óhugsandi að flokkurinn verði í stjórn.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins rak að mati Egils skrítna kosningabaráttu en ekki sé óhugsandi að flokkurinn lendi í stjórn.Ragnar Visage Egill nefnir möguleikann Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur og Flokkur fólksins. Og hann spyr: „Hver býður best í Ingu?“ Vangaveltum sínum lýkur Egill á að spyrja hvað Viðreisn vilji? „Hún getur valið að vinna til hægri eða vinstri - en seinni kosturinn er ekki mögulegur án FF. Ný ríkisstjórn verður sennilega skrítin blanda, kannski mynduð af flokkum sem langar ekkert sérlega mikið að vinna saman og varla neitt sérlega stöðug. Getur maður spáð því að verði ekkert rosalega langt í næstu kosningar?“ Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Flokkur fólksins Viðreisn Samfylkingin Alþingi Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Funda áfram á morgun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fleiri fréttir Rútuslys á Suðurlandsvegi Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Sjá meira
Egill, sem lengi hefur fylgst grannt með stjórnmálum á Íslandi, veltir því upp á sinni Facebook-síðu hvort það hljóti ekki að vera Flokkur fólksins sem ráði því hvaða ríkisstjórn tekur hér við völdum eftir kosningarnar? En sá flokkur er að hans mati býsna illa skilgreinanlegur flokkur: „Er hann til vinstri eða er hann til hægri? Afhroð vinstrisins er rosalegt. Samfylkingin vinnur sinn stóra sigur en restin af vinstrinu er í rúst. Þrír flokkar, Píratar, VG og Sósíalistar og enginn þeirra kemur manni á þing.“ Spáir í stöðuna að afloknum kosningum. Hugsanlega reynist sigur Samfylkingarinnar sannkallaður Pyrrhosarsigur.Vísir/Vilhelm Egill segir að þetta hljóti að kalla á endurhugsun. „Sjálfstæðisflokkur undir tuttugu prósentum er alveg nýr veruleiki - stórtap. Sigur Miðflokksins er minni en á horfðist í skoðanakönnunum - flokkurinn rak mjög skrítna kosningabaráttu sem var á mörkum einhvers konar skops. Samt er ekkert óhugsandi að flokkurinn verði í stjórn.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins rak að mati Egils skrítna kosningabaráttu en ekki sé óhugsandi að flokkurinn lendi í stjórn.Ragnar Visage Egill nefnir möguleikann Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur og Flokkur fólksins. Og hann spyr: „Hver býður best í Ingu?“ Vangaveltum sínum lýkur Egill á að spyrja hvað Viðreisn vilji? „Hún getur valið að vinna til hægri eða vinstri - en seinni kosturinn er ekki mögulegur án FF. Ný ríkisstjórn verður sennilega skrítin blanda, kannski mynduð af flokkum sem langar ekkert sérlega mikið að vinna saman og varla neitt sérlega stöðug. Getur maður spáð því að verði ekkert rosalega langt í næstu kosningar?“
Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Flokkur fólksins Viðreisn Samfylkingin Alþingi Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Funda áfram á morgun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fleiri fréttir Rútuslys á Suðurlandsvegi Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Sjá meira