„Maður er hálf meyr“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. nóvember 2024 19:24 Steinunn er stolt af liðinu og þakklát fyrir stuðninginn. Vísir/Hulda Margrét „Vá, þetta er rosamikil blanda af svekkelsi en er á sama tíma gríðarlega stolt af liðinu fyrir þessa frammistöðu,“ segir Steinunn Björnsdóttir, annar fyrirliða kvennalandsliðs Íslands í handbolta, eftir naumt tveggja marka tap fyrir Hollandi í fyrsta leik liðsins á EM. „Auðvitað hefði maður tekið þessu fyrirfram, að vera í jöfnum leik gegn Hollandi, þessari sterku þjóð, og eiga séns á að mögulega vinna þær. Það er bara stutt á milli. Ef við hefðum nýtt einhver færi og staðið aðeins betur vörnina og slíkt hefðum við getað unnið þær,“ segir Steinunn enn fremur. Klippa: Steinunn beint í ísbað eftir leik Íslenska liðið kom af miklum krafti inn í leikinn og leiddi allan fyrri hálfleikinn. Það var svekkjandi að staðan hafi verið jöfn í hálfleik en nokkrir tapaðir boltar undir lok fyrri hálfleiks höfðu þar sitthvað að segja. Hollendingar komu af krafti inn í síðari hálfleikinn og Ísland skoraði ekki mark á rúmlega fimm mínútna kafla. „Við vissum að það gætu komið áhlaup en mér fannst við standa ágætlega. Við komum til baka og jöfnum aftur og eigum tækifæri á að komast yfir. Mér finnst það gríðarlega stórt skref fram á við. Ég held að þegar við horfum til baka eigum við eftir að vera stoltar af okkur fyrir þessa frammistöðu,“ segir Steinunn. En þetta sendir ákveðin skilaboð fyrir framhaldið að standa svona í topp fimm landsliði í heiminum, ekki satt? „Algjörlega, ég er bara hjartanlega sammála þér. Það er gríðarlega sterk. Mig langar að nefna stuðninginn sem við fengum úr stúkunni. Maður er hálf meyr yfir því hvað þau voru frábær. Gott að sjá fjölskylduna í stúkunni og svona, það gefur manni extra,“ segir Steinunn sem naut sín vel í góðri stemningu í höllinni, á hennar fyrsta leik á stórmóti. „Þetta var rosalega gaman. Ég viðurkenni að það var smá fiðringur í upphitun og svona. En ég var samt bara frekar slök. Þetta er náttúrulega bara handboltaleikur en á risastóru sviði og í fyrsta skipti þarna. Mér leið mjög vel,“ segir Steinunn. Steinunn spilaði þá um 55 mínútur í leiknum og hljóp mest allra á vellinum. Hvernig er skrokkurinn eftir átökin? „Ég held hann sé bara góður. Ég sá eitthvað ísbað þarna inni í klefa, ég held ég fari að nýta það,“ segir Steinunn létt að endingu. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
„Auðvitað hefði maður tekið þessu fyrirfram, að vera í jöfnum leik gegn Hollandi, þessari sterku þjóð, og eiga séns á að mögulega vinna þær. Það er bara stutt á milli. Ef við hefðum nýtt einhver færi og staðið aðeins betur vörnina og slíkt hefðum við getað unnið þær,“ segir Steinunn enn fremur. Klippa: Steinunn beint í ísbað eftir leik Íslenska liðið kom af miklum krafti inn í leikinn og leiddi allan fyrri hálfleikinn. Það var svekkjandi að staðan hafi verið jöfn í hálfleik en nokkrir tapaðir boltar undir lok fyrri hálfleiks höfðu þar sitthvað að segja. Hollendingar komu af krafti inn í síðari hálfleikinn og Ísland skoraði ekki mark á rúmlega fimm mínútna kafla. „Við vissum að það gætu komið áhlaup en mér fannst við standa ágætlega. Við komum til baka og jöfnum aftur og eigum tækifæri á að komast yfir. Mér finnst það gríðarlega stórt skref fram á við. Ég held að þegar við horfum til baka eigum við eftir að vera stoltar af okkur fyrir þessa frammistöðu,“ segir Steinunn. En þetta sendir ákveðin skilaboð fyrir framhaldið að standa svona í topp fimm landsliði í heiminum, ekki satt? „Algjörlega, ég er bara hjartanlega sammála þér. Það er gríðarlega sterk. Mig langar að nefna stuðninginn sem við fengum úr stúkunni. Maður er hálf meyr yfir því hvað þau voru frábær. Gott að sjá fjölskylduna í stúkunni og svona, það gefur manni extra,“ segir Steinunn sem naut sín vel í góðri stemningu í höllinni, á hennar fyrsta leik á stórmóti. „Þetta var rosalega gaman. Ég viðurkenni að það var smá fiðringur í upphitun og svona. En ég var samt bara frekar slök. Þetta er náttúrulega bara handboltaleikur en á risastóru sviði og í fyrsta skipti þarna. Mér leið mjög vel,“ segir Steinunn. Steinunn spilaði þá um 55 mínútur í leiknum og hljóp mest allra á vellinum. Hvernig er skrokkurinn eftir átökin? „Ég held hann sé bara góður. Ég sá eitthvað ísbað þarna inni í klefa, ég held ég fari að nýta það,“ segir Steinunn létt að endingu.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira