„Þær eru bara hetjur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. nóvember 2024 15:28 Helga Ingvadóttir, móðir landsliðsfyrirliðans Sunnu Jónsdóttur, ásamt syni Sunnu sem er klár í slaginn. Vinstra megin er Jón Ragnar, faðir Sunnu. Vísir/VPE Helga Ingvadóttir, móðir landsliðsfyrirliðans Sunnu Jónsdóttur, er mætt á þriðja stórmótið og fyrsta Evrópumótið síðan 2010. Hún verður á meðal um rúmlega hundrað Íslendinga sem verða í stúkunni þegar Ísland mætir Hollandi klukkan 17:00 í Innsbruck. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Innsbruck Þónokkrir Íslendingar voru komnir saman á Hilton-hótelinu sem er á móti keppnishöllinni hér í bæ þegar fréttamann bar að garði um tveimur og hálfum klukkutíma fyrir leik. Fleiri eru á leiðinni en fjölmörg þeirra sem mæta á leik dagsins lentu í Munchen í hádeginu og eru nýmætt til Innsbruck. Íslenskir stuðningsmenn í Innsbruck.Vísir/VPE Á meðal gesta á hótelbarnum var Helga Ingvadóttir, móðir Sunnu Jónsdóttur. „Þetta er stórkostlegt. Bara ofboðslega gaman. Maður er stoltur fyrir hönd stelpnanna og okkar allra,“ segir Helga í samtali við fréttamann. Hún mætti á HM í Noregi í fyrra en er nú mætt á fyrsta Evrópumótið í 14 ár. Hún var líka á staðnum þegar Sunna fór, þá 21 árs, á fyrsta stórmótið sem Ísland tók þátt í. „Það var æðislegt líka en örugglega er þetta orðið stærra og meira núna,“ segir Helga sem segir stelpuna aðeins hafa breyst síðan. „Hún hefur þroskast heilmikið og er í öðru hlutverki núna.“ Vísir/VPE „Frá því hún var níu ára ætlaði hún sér bara að vera handboltakona. Það hefur gengið svona líka glimrandi vel. Það er æðislegt að hún hafi getað verið í þessu áhugamáli sínu svona lengi,“ segir Helga. Varðandi mótið fram undan kveðst Helga stolt af liðinu að hafa tryggt sér sæti á mótinu. Leikirnir þrír verði þó strembnir. „Þetta er ofsalega sterkur riðill en öll reynsla sem fæst er góð. Þær eru bara hetjur að vera komnar inn á mótið. En auðvitað eru þetta risa þjóðir sem þær eru að keppa við.“ Ísland og Holland mætast klukkan 17:00. Leiknum verður lýst beint á Vísi. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Tengdar fréttir „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson býst við hörkuleik við Hollendinga sem íslenska kvennalandsliðið mætir í fyrsta leik á EM í Innsbruck í dag. Biðin hefur verið löng eftir því að hefja leik á mótinu og spennan mikil. 29. nóvember 2024 12:32 Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Íslenska kvennalandsliðið í handbolta hefur leik á fyrsta Evrópumóti liðsins síðan 2012 þegar það mætir sterku hollensku liði klukkan 17:00 í Ólympíuhöllinni í Innsbruck í dag. Komið er að fyrsta prófinu eftir mikla lærdómstörn. 29. nóvember 2024 10:02 „Stolt af sjálfri mér“ Steinunn Björnsdóttir þreytir frumraun sína á stórmóti er Ísland mætir Hollandi á EM í handbolta í Innsbruck seinni partinn í dag. Rúmt ár er frá því að hún eignaðist sitt annað barn og var hreint ekki fyrirséð að þetta yrði raunin. 29. nóvember 2024 08:01 „Þetta er mjög ljúft“ Berglind Þorsteinsdóttir nýtur þess vel að vera mætt með íslenska kvennalandsliðinu á stórmót í annað sinn. Undirbúningur liðsins hefur gengið vel fyrir stóra prófraun gegn Hollandi á morgun. 28. nóvember 2024 23:17 Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Enski boltinn Leik lokið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Körfubolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Innsbruck Þónokkrir Íslendingar voru komnir saman á Hilton-hótelinu sem er á móti keppnishöllinni hér í bæ þegar fréttamann bar að garði um tveimur og hálfum klukkutíma fyrir leik. Fleiri eru á leiðinni en fjölmörg þeirra sem mæta á leik dagsins lentu í Munchen í hádeginu og eru nýmætt til Innsbruck. Íslenskir stuðningsmenn í Innsbruck.Vísir/VPE Á meðal gesta á hótelbarnum var Helga Ingvadóttir, móðir Sunnu Jónsdóttur. „Þetta er stórkostlegt. Bara ofboðslega gaman. Maður er stoltur fyrir hönd stelpnanna og okkar allra,“ segir Helga í samtali við fréttamann. Hún mætti á HM í Noregi í fyrra en er nú mætt á fyrsta Evrópumótið í 14 ár. Hún var líka á staðnum þegar Sunna fór, þá 21 árs, á fyrsta stórmótið sem Ísland tók þátt í. „Það var æðislegt líka en örugglega er þetta orðið stærra og meira núna,“ segir Helga sem segir stelpuna aðeins hafa breyst síðan. „Hún hefur þroskast heilmikið og er í öðru hlutverki núna.“ Vísir/VPE „Frá því hún var níu ára ætlaði hún sér bara að vera handboltakona. Það hefur gengið svona líka glimrandi vel. Það er æðislegt að hún hafi getað verið í þessu áhugamáli sínu svona lengi,“ segir Helga. Varðandi mótið fram undan kveðst Helga stolt af liðinu að hafa tryggt sér sæti á mótinu. Leikirnir þrír verði þó strembnir. „Þetta er ofsalega sterkur riðill en öll reynsla sem fæst er góð. Þær eru bara hetjur að vera komnar inn á mótið. En auðvitað eru þetta risa þjóðir sem þær eru að keppa við.“ Ísland og Holland mætast klukkan 17:00. Leiknum verður lýst beint á Vísi.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Tengdar fréttir „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson býst við hörkuleik við Hollendinga sem íslenska kvennalandsliðið mætir í fyrsta leik á EM í Innsbruck í dag. Biðin hefur verið löng eftir því að hefja leik á mótinu og spennan mikil. 29. nóvember 2024 12:32 Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Íslenska kvennalandsliðið í handbolta hefur leik á fyrsta Evrópumóti liðsins síðan 2012 þegar það mætir sterku hollensku liði klukkan 17:00 í Ólympíuhöllinni í Innsbruck í dag. Komið er að fyrsta prófinu eftir mikla lærdómstörn. 29. nóvember 2024 10:02 „Stolt af sjálfri mér“ Steinunn Björnsdóttir þreytir frumraun sína á stórmóti er Ísland mætir Hollandi á EM í handbolta í Innsbruck seinni partinn í dag. Rúmt ár er frá því að hún eignaðist sitt annað barn og var hreint ekki fyrirséð að þetta yrði raunin. 29. nóvember 2024 08:01 „Þetta er mjög ljúft“ Berglind Þorsteinsdóttir nýtur þess vel að vera mætt með íslenska kvennalandsliðinu á stórmót í annað sinn. Undirbúningur liðsins hefur gengið vel fyrir stóra prófraun gegn Hollandi á morgun. 28. nóvember 2024 23:17 Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Enski boltinn Leik lokið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Körfubolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Sjá meira
„Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson býst við hörkuleik við Hollendinga sem íslenska kvennalandsliðið mætir í fyrsta leik á EM í Innsbruck í dag. Biðin hefur verið löng eftir því að hefja leik á mótinu og spennan mikil. 29. nóvember 2024 12:32
Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Íslenska kvennalandsliðið í handbolta hefur leik á fyrsta Evrópumóti liðsins síðan 2012 þegar það mætir sterku hollensku liði klukkan 17:00 í Ólympíuhöllinni í Innsbruck í dag. Komið er að fyrsta prófinu eftir mikla lærdómstörn. 29. nóvember 2024 10:02
„Stolt af sjálfri mér“ Steinunn Björnsdóttir þreytir frumraun sína á stórmóti er Ísland mætir Hollandi á EM í handbolta í Innsbruck seinni partinn í dag. Rúmt ár er frá því að hún eignaðist sitt annað barn og var hreint ekki fyrirséð að þetta yrði raunin. 29. nóvember 2024 08:01
„Þetta er mjög ljúft“ Berglind Þorsteinsdóttir nýtur þess vel að vera mætt með íslenska kvennalandsliðinu á stórmót í annað sinn. Undirbúningur liðsins hefur gengið vel fyrir stóra prófraun gegn Hollandi á morgun. 28. nóvember 2024 23:17
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða