Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar 29. nóvember 2024 10:51 Það hefur lítið farið fyrir umræðu um umhverfismál og loftslagsvandann í kosningabaráttunni sem nú er að ljúka. Með einni skýrri undantekningu virðast þeir stjórnmálaflokkar sem bjóða fram til þings ætla að leiða málið hjá sér. Svandís Svavarsdóttir, formaður VG, hefur spurt hvort réttlætanlegt sé að núlifandi kynslóðir gangi svo freklega á takmarkaðar auðlindir jarðar að æ minna verði til skiptanna fyrir þær kynslóðir sem á eftir koma. Undir spurninguna tekur formaður Ungra umhverfissinna, Finnur Ricart Andrason, og býður sig fram til þings fyrir hönd yngstu kynslóðarinnar. Ég kannast vel við málflutning þessa unga manns, því til hans hefur heyrst í ljósvakamiðlum á undangengnum árum, þegar náttúruvá, hlýnun jarðar og loftslagsvandinn hafa verið til umræðu. Hann er sérfræðingur á sviðinu og gerir framúrskarandi vel grein fyrir því hversu mikilsverð umhverfismálin eru af því „róttækar og skjótar loftslagsaðgerðir og alvöru náttúruvernd eru líka heilbrigðismál, jafnréttismál, byggðamál, dýravelferðarmál, mannréttindamál, samgöngumál og efnahags- og velferðarmál.“ Með öðrum orðum: Gott samfélag manna byggist á því að jafnvægi náttúrunnar raskist ekki svo stórlega að maðurinn missi tökin á umhverfi sínu. Álit Loftslagsráðs Á dögunum birti Loftslagsráð álit sitt á endurskoðaðri Aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. Álitið hljómar sem neyðaróp. Í inngangi segir: „ Það stefnir í að árið 2024 verði heitasta ár frá upphafi mælinga. Sú röskun á loftslagi af mannavöldum sem þessu veldur hefur þegar aukið tíðni og umfang hamfara um heim allan með umtalsverðu eigna- og manntjóni. Hætturnar stigmagnast, áhrifin verða sífellt áþreifanlegri, fórnarlömbum fjölgar og vandinn verður erfiðari viðureignar með hverju árinu sem líður.“ Skemmst er að minnast flóðanna í kringum Valencia á Spáni, þar sem á þriðja hundrað manns týndi lífi og gríðarleg eyðilegging blasti við. Í Noregi hafa ár og fljót ítrekað flætt yfir bakka sín og valdið miklum usla. Strandbyggðir og eyjar víða um heim eru að sökkva í sæ vegna hækkandi sjávarmáls. Skógareldar æða yfir æ stærri landsvæði og ógna búsvæðum dýra og manna. Freðmýrar þiðna og losa háskalegar gróðurhúsaloftegundir. Hér á landi hafa ofsarigningar valdið aurskriðum úr fjöllum á Austurlandi, Norðurlandi og Vestfjörðum og stórskaðað blómleg byggðarlög, mannvirki og mikilvæga innviði. Þetta blasir við öllum sem ekki snúa sér undan. Loftslagsráð telur upp alvarlegustu gallana á Aðgerðaráætlun íslenskra stjórnvalda hve hún sé ómarkviss og vanfjármögnuð, henni sé ekki skipt í áfanga og aðeins lítill hluti þeirra fjölmörgu hugmynda sem eru í áætluninni hafa verið metinn með tilliti til loftslagsávinnings, kostnaðar og ábata. En því fyrr sem brugðist er við því meiri verður ábatinn. Hófstilling í ágangi á auðlindir tryggir fleirum gott eða bærilegt líf. Enginn Svartur fössari Loftslagsvandinn mun ekki hverfa þótt flestar stjórnmálahreyfingar og stór hluti kjósenda virðist ætla að leiða hann hjá sér í þessum kosningum. Hitinn verður óbærilegur mönnum á stækkandi svæðum jarðkringlunnar, þótt við hér á Íslandi gætum lent í kuldapolli, vegna breytinga á hafstraumum í sjónum umhverfis okkur. Veðrakerfin eru samtengd um alla jörð og það gildir enginn Svartur fössari og 70 % afsláttur á Íslandi frekar en annars staðar. Við erum ekki stikkfrí! Látum rödd ungra umhverfissina ná inn á alþingi. Tryggjum að Finnur Ricard Andrason ná kjöri fyrir VG. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Jóhannesdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Það hefur lítið farið fyrir umræðu um umhverfismál og loftslagsvandann í kosningabaráttunni sem nú er að ljúka. Með einni skýrri undantekningu virðast þeir stjórnmálaflokkar sem bjóða fram til þings ætla að leiða málið hjá sér. Svandís Svavarsdóttir, formaður VG, hefur spurt hvort réttlætanlegt sé að núlifandi kynslóðir gangi svo freklega á takmarkaðar auðlindir jarðar að æ minna verði til skiptanna fyrir þær kynslóðir sem á eftir koma. Undir spurninguna tekur formaður Ungra umhverfissinna, Finnur Ricart Andrason, og býður sig fram til þings fyrir hönd yngstu kynslóðarinnar. Ég kannast vel við málflutning þessa unga manns, því til hans hefur heyrst í ljósvakamiðlum á undangengnum árum, þegar náttúruvá, hlýnun jarðar og loftslagsvandinn hafa verið til umræðu. Hann er sérfræðingur á sviðinu og gerir framúrskarandi vel grein fyrir því hversu mikilsverð umhverfismálin eru af því „róttækar og skjótar loftslagsaðgerðir og alvöru náttúruvernd eru líka heilbrigðismál, jafnréttismál, byggðamál, dýravelferðarmál, mannréttindamál, samgöngumál og efnahags- og velferðarmál.“ Með öðrum orðum: Gott samfélag manna byggist á því að jafnvægi náttúrunnar raskist ekki svo stórlega að maðurinn missi tökin á umhverfi sínu. Álit Loftslagsráðs Á dögunum birti Loftslagsráð álit sitt á endurskoðaðri Aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. Álitið hljómar sem neyðaróp. Í inngangi segir: „ Það stefnir í að árið 2024 verði heitasta ár frá upphafi mælinga. Sú röskun á loftslagi af mannavöldum sem þessu veldur hefur þegar aukið tíðni og umfang hamfara um heim allan með umtalsverðu eigna- og manntjóni. Hætturnar stigmagnast, áhrifin verða sífellt áþreifanlegri, fórnarlömbum fjölgar og vandinn verður erfiðari viðureignar með hverju árinu sem líður.“ Skemmst er að minnast flóðanna í kringum Valencia á Spáni, þar sem á þriðja hundrað manns týndi lífi og gríðarleg eyðilegging blasti við. Í Noregi hafa ár og fljót ítrekað flætt yfir bakka sín og valdið miklum usla. Strandbyggðir og eyjar víða um heim eru að sökkva í sæ vegna hækkandi sjávarmáls. Skógareldar æða yfir æ stærri landsvæði og ógna búsvæðum dýra og manna. Freðmýrar þiðna og losa háskalegar gróðurhúsaloftegundir. Hér á landi hafa ofsarigningar valdið aurskriðum úr fjöllum á Austurlandi, Norðurlandi og Vestfjörðum og stórskaðað blómleg byggðarlög, mannvirki og mikilvæga innviði. Þetta blasir við öllum sem ekki snúa sér undan. Loftslagsráð telur upp alvarlegustu gallana á Aðgerðaráætlun íslenskra stjórnvalda hve hún sé ómarkviss og vanfjármögnuð, henni sé ekki skipt í áfanga og aðeins lítill hluti þeirra fjölmörgu hugmynda sem eru í áætluninni hafa verið metinn með tilliti til loftslagsávinnings, kostnaðar og ábata. En því fyrr sem brugðist er við því meiri verður ábatinn. Hófstilling í ágangi á auðlindir tryggir fleirum gott eða bærilegt líf. Enginn Svartur fössari Loftslagsvandinn mun ekki hverfa þótt flestar stjórnmálahreyfingar og stór hluti kjósenda virðist ætla að leiða hann hjá sér í þessum kosningum. Hitinn verður óbærilegur mönnum á stækkandi svæðum jarðkringlunnar, þótt við hér á Íslandi gætum lent í kuldapolli, vegna breytinga á hafstraumum í sjónum umhverfis okkur. Veðrakerfin eru samtengd um alla jörð og það gildir enginn Svartur fössari og 70 % afsláttur á Íslandi frekar en annars staðar. Við erum ekki stikkfrí! Látum rödd ungra umhverfissina ná inn á alþingi. Tryggjum að Finnur Ricard Andrason ná kjöri fyrir VG. Höfundur er rithöfundur.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun