Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar 26. nóvember 2024 16:20 Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á öflugt heilbrigðiskerfi og nýjar lausnar, t.d. með einfaldari kerfum og nýjum tæknilausnum. Þar skiptir sköpum að þjónustan sé veitt tímanlega, að ekki skapist biðlistar með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið og einstaklinginn og að þjónustan sé aðgengileg öllum, óháð efnahag. Það er ekki síður mikilvægt að huga að því hvað gerist áður en við þiggjum þjónustuna, hvaða forvarnir er verið að vinna markvisst að til að koma í veg fyrir langvinna lífstílstengda sjúkdóma í þessum stærsta útgjaldalið ríkisins ár hvert. Lýðheilsa með mælanlegum árangri Öldrun þjóðarinnar er staðreynd. Á dögunum birti KPMG Ísland greiningu á öldrun út frá ríkisfjármálum og mönnun. Þess er vænst að viðhorf til öldrunar breytist og að litið verði á eldra fólk sem virði en ekki byrði. Öldrun þjóðarinnar endurspeglar miklar breytingar í samfélaginu en við horfum fram á lengri líftíma nú en þau sem á undan okkur komu. Þessari stöðu fylgja líka breytt viðhorf varðandi heilbrigðismál, íþróttir sem forvarnir og vellíðan þjóðarinnar. Þannig hefur Sjálfstæðisflokkurinn sett fram viðmið um að við tökum þennan þátt fastari tökum. Það gerum við með því að setja inn fleiri mælanlegri þætti. Þætti sem styðja og efla einstaklinga til að huga að heilsu og vellíðan. Jafnframt verði verkefnum sem efla virkni og stuðla að meiri hreyfingu og heilsu- og geðrækt fjölgað. Allt í senn. Lýðheilsa sem skapar virði Lýðheilsuhugtakið er ákveðin heilsuvernd eða forvörn. Slíkt getur sparað þjóðarbúinu mikla peninga. En við þekkjum líka og tengjum sjálfsagt öll við það hvernig nágrannar okkar Norðmenn arka fjöll og ganga mikið. Slíkt er hluti af menningu Norðmanna og gott dæmi um hvernig heilsa og vellíðan verður hluti af menningu þjóðar. Hér verður ekki vísað í samanburðar rannsóknir á milli landa, heldur nefni ég þetta meira til að tengja við það hvernig við getum lagst á árarnar og gert heilsu og hreyfingu hluta af dagsdaglegu lífi okkar. Hreyfing sem heldur íbúum sem lengst sjálfstæðum í heimahúsum, áður en við þurfum að þiggja þjónustu heilbrigðiskerfisins. Í þessari stöðu hlýtur að vera æskilegt að sem flestir sæki þjónustu í lágmarki vegna góðrar andlegrar og líkamlegrar heilsu. Til að styðja við og byrgja brunninn þarf að vinna með forvirkar aðgerðir, verkefni og áherslur í málaflokki heilbrigðis og öldrunarmála. Jafnvel breytta hugsun og vinna í átt að breyttri menningu og breyttum viðhorfum. Til að tryggja og virkja almenna þátttöku fólks í lýðheilsuaðgerðum þarf að breyta viðhorfum í samfélaginu. Lýðheilsa og sjálfstæði borgaranna Sjálfstæðisflokkur hefur heitið því að ráðast í lýðheilsuátak og ná mælanlegum árangri. Það þýðir að ráðast þarf í heilsueflandi hugsun, heilsueflandi menningu og innleiða verkefni og stefnur sem styðja við og auka heilsulæsi fólks og stjórnmálanna. Það er til að mynda mikill sparnaður fólgin í því að sífellt aldraðri þjóð sé gert kleift að búa við sjálfstæði í heimahúsi en ekki á sjúkrastofnun eða heimili fyrir eldri borgara. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að tryggja fjárhagslegt sjálfstæði eldri borgara og stuðla að vellíðan okkar borganna er aldurinn færist yfir. Við viljum öflugt heilbrigðiskerfi og nýjar lausnir en jafnframt viljum við setja okkur fleiri mælanlega markmið í lýðheilsulegu tillit og með forvarnargildi og sparnað samfélags í huga. Það er ekki bara læknastéttarinnar og landlæknis að vinna að forvörnum þjóðarinnar heldur þarf að nýta nýjar leiðir, nýjar hugmyndir og nýjar nálganir í samfélaginu til að meðhöndla langvinna lífstílstengda sjúkdóma í þessum stærsta útgjaldalið ríkisins ár hvert. Styðjum Sjálfstæðisflokkinn á kjördag! Höfundur er viðskiptafræðingur og skipar 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Heilbrigðismál Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á öflugt heilbrigðiskerfi og nýjar lausnar, t.d. með einfaldari kerfum og nýjum tæknilausnum. Þar skiptir sköpum að þjónustan sé veitt tímanlega, að ekki skapist biðlistar með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið og einstaklinginn og að þjónustan sé aðgengileg öllum, óháð efnahag. Það er ekki síður mikilvægt að huga að því hvað gerist áður en við þiggjum þjónustuna, hvaða forvarnir er verið að vinna markvisst að til að koma í veg fyrir langvinna lífstílstengda sjúkdóma í þessum stærsta útgjaldalið ríkisins ár hvert. Lýðheilsa með mælanlegum árangri Öldrun þjóðarinnar er staðreynd. Á dögunum birti KPMG Ísland greiningu á öldrun út frá ríkisfjármálum og mönnun. Þess er vænst að viðhorf til öldrunar breytist og að litið verði á eldra fólk sem virði en ekki byrði. Öldrun þjóðarinnar endurspeglar miklar breytingar í samfélaginu en við horfum fram á lengri líftíma nú en þau sem á undan okkur komu. Þessari stöðu fylgja líka breytt viðhorf varðandi heilbrigðismál, íþróttir sem forvarnir og vellíðan þjóðarinnar. Þannig hefur Sjálfstæðisflokkurinn sett fram viðmið um að við tökum þennan þátt fastari tökum. Það gerum við með því að setja inn fleiri mælanlegri þætti. Þætti sem styðja og efla einstaklinga til að huga að heilsu og vellíðan. Jafnframt verði verkefnum sem efla virkni og stuðla að meiri hreyfingu og heilsu- og geðrækt fjölgað. Allt í senn. Lýðheilsa sem skapar virði Lýðheilsuhugtakið er ákveðin heilsuvernd eða forvörn. Slíkt getur sparað þjóðarbúinu mikla peninga. En við þekkjum líka og tengjum sjálfsagt öll við það hvernig nágrannar okkar Norðmenn arka fjöll og ganga mikið. Slíkt er hluti af menningu Norðmanna og gott dæmi um hvernig heilsa og vellíðan verður hluti af menningu þjóðar. Hér verður ekki vísað í samanburðar rannsóknir á milli landa, heldur nefni ég þetta meira til að tengja við það hvernig við getum lagst á árarnar og gert heilsu og hreyfingu hluta af dagsdaglegu lífi okkar. Hreyfing sem heldur íbúum sem lengst sjálfstæðum í heimahúsum, áður en við þurfum að þiggja þjónustu heilbrigðiskerfisins. Í þessari stöðu hlýtur að vera æskilegt að sem flestir sæki þjónustu í lágmarki vegna góðrar andlegrar og líkamlegrar heilsu. Til að styðja við og byrgja brunninn þarf að vinna með forvirkar aðgerðir, verkefni og áherslur í málaflokki heilbrigðis og öldrunarmála. Jafnvel breytta hugsun og vinna í átt að breyttri menningu og breyttum viðhorfum. Til að tryggja og virkja almenna þátttöku fólks í lýðheilsuaðgerðum þarf að breyta viðhorfum í samfélaginu. Lýðheilsa og sjálfstæði borgaranna Sjálfstæðisflokkur hefur heitið því að ráðast í lýðheilsuátak og ná mælanlegum árangri. Það þýðir að ráðast þarf í heilsueflandi hugsun, heilsueflandi menningu og innleiða verkefni og stefnur sem styðja við og auka heilsulæsi fólks og stjórnmálanna. Það er til að mynda mikill sparnaður fólgin í því að sífellt aldraðri þjóð sé gert kleift að búa við sjálfstæði í heimahúsi en ekki á sjúkrastofnun eða heimili fyrir eldri borgara. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að tryggja fjárhagslegt sjálfstæði eldri borgara og stuðla að vellíðan okkar borganna er aldurinn færist yfir. Við viljum öflugt heilbrigðiskerfi og nýjar lausnir en jafnframt viljum við setja okkur fleiri mælanlega markmið í lýðheilsulegu tillit og með forvarnargildi og sparnað samfélags í huga. Það er ekki bara læknastéttarinnar og landlæknis að vinna að forvörnum þjóðarinnar heldur þarf að nýta nýjar leiðir, nýjar hugmyndir og nýjar nálganir í samfélaginu til að meðhöndla langvinna lífstílstengda sjúkdóma í þessum stærsta útgjaldalið ríkisins ár hvert. Styðjum Sjálfstæðisflokkinn á kjördag! Höfundur er viðskiptafræðingur og skipar 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norður.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar