Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 27. nóvember 2024 07:10 Fyrir rúmu ári voru fjárlög ársins 2024 til afgreiðslu á Alþingi Íslendinga. Að vana er þar að finna ýmis fylgirit og svokallaða bandorma þar sem gert er fullt af litlum lagabreytingum sem í mörgum tilfellum eru einungis tæknilegs eðlis. Það vildi þó svo til að í einum þessara bandorma var breyting sem var langt frá því að vera ómerkileg vísitöluuppfærsla. Ég á hér við breytingu sem átti að fella niður persónuafslátt hjá íslenskum lífeyrisþegum búsettum erlendis. Í stuttu máli fólst í breytingunni að persónuafsláttur lífeyrisþega búsettra erlendis myndi falla niður 1. janúar 2024. Um örlitla, nánast ósýnilega, breytingu var að ræða, á ákvæði sem breyta átti einhverju í lögum um tekjuskatt – orðið „án“ laumað inn fyrir persónuafslátt og einnar setningar útskýring í greinargerðinni sem fylgdi frumvarpinu sem ÖBÍ réttindasamtök bentu á í umsögn sinni við frumvarpið sem við í Flokki fólksins tókum upp sem baráttumál í kjölfarið. Það var ljóst að ráðherra málaflokksins kom af fjöllum þegar hann var spurður um þetta, en svo komu eftir á skýringar stjórnarþingmanna um að hér væri um að ræða bráðnauðsynlega breytingu til að koma í veg fyrir að ákveðnir auðjöfrar í útlöndum misnoti sér skattaglufu til að fá að njóta tvöfalds persónuafsláttar. Breytingin var illa ígrunduð og réttaráhrif hennar með tilliti til allra lífeyrisþega búsettra erlendis voru ekki úthugsuð. Að frumkvæði Flokks fólksins náðum við að fresta breytingunni um eitt ár. Málið endaði ekki hér og bentum við á þetta óréttlæti, sem átti engu að síður að ganga eftir 1. janúar 2025 að öllu óbreyttu, í óundirbúnum fyrirspurnum við fjármálaráðherra sem varði breytinguna á svipuðum forsendum og heyrst höfðu áður. Í kjölfarið setti Flokkur fólksins það sem ófrávíkjanlegt skilyrði þinglokasamninga í júní að úttekt yrði framkvæmd sem myndi kanna nánar ástæður og áhrif breytingarinnar og athuga hvort hún kæmi niður á þeim lífeyrisþegum sem minnst mega sín. Ef slík úttekt færi ekki fram skyldi falla frá gildistöku ákvæðisins, sem átti að afnema persónuafslátt lífeyrisþega sem búsettir eru erlendis. Endalok málsins voru þau að það kom skýrlega fram í minnisblaði fjármála- og efnahagsráðuneytisins að þótt það kunni að vera einhver ávinningur af breytingu á þessu fyrirkomulagi þá myndu áhrif breytingarinnar lenda afar illa á ákveðnum hópum lífeyrisþega sem eru búsettir erlendis, einkum þeim sem eru að fá örorkulífeyri. Enn fremur kom skýrlega fram að ráðuneytið hefði ekki lokið þeirri vinnu til að tryggja að umræddir hópar myndu ekki lenda í tekjuskerðingum vegna þessarar breytingar. Í kjölfarið samþykktu hinir flokkarnir loks að falla frá afnámi persónuafsláttar lífeyrisþega sem eru búsettir erlendis. Við í Flokki fólksins látum verkin tala og munum alltaf standa gegn óréttlæti. Okkur vantar ekki kjark í þeirri baráttu. Höfundur er varaformaður Flokks fólksins og oddviti í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Kristinsson Flokkur fólksins Suðvesturkjördæmi Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Alþingi Skattar og tollar Eldri borgarar Tryggingar Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Fyrir rúmu ári voru fjárlög ársins 2024 til afgreiðslu á Alþingi Íslendinga. Að vana er þar að finna ýmis fylgirit og svokallaða bandorma þar sem gert er fullt af litlum lagabreytingum sem í mörgum tilfellum eru einungis tæknilegs eðlis. Það vildi þó svo til að í einum þessara bandorma var breyting sem var langt frá því að vera ómerkileg vísitöluuppfærsla. Ég á hér við breytingu sem átti að fella niður persónuafslátt hjá íslenskum lífeyrisþegum búsettum erlendis. Í stuttu máli fólst í breytingunni að persónuafsláttur lífeyrisþega búsettra erlendis myndi falla niður 1. janúar 2024. Um örlitla, nánast ósýnilega, breytingu var að ræða, á ákvæði sem breyta átti einhverju í lögum um tekjuskatt – orðið „án“ laumað inn fyrir persónuafslátt og einnar setningar útskýring í greinargerðinni sem fylgdi frumvarpinu sem ÖBÍ réttindasamtök bentu á í umsögn sinni við frumvarpið sem við í Flokki fólksins tókum upp sem baráttumál í kjölfarið. Það var ljóst að ráðherra málaflokksins kom af fjöllum þegar hann var spurður um þetta, en svo komu eftir á skýringar stjórnarþingmanna um að hér væri um að ræða bráðnauðsynlega breytingu til að koma í veg fyrir að ákveðnir auðjöfrar í útlöndum misnoti sér skattaglufu til að fá að njóta tvöfalds persónuafsláttar. Breytingin var illa ígrunduð og réttaráhrif hennar með tilliti til allra lífeyrisþega búsettra erlendis voru ekki úthugsuð. Að frumkvæði Flokks fólksins náðum við að fresta breytingunni um eitt ár. Málið endaði ekki hér og bentum við á þetta óréttlæti, sem átti engu að síður að ganga eftir 1. janúar 2025 að öllu óbreyttu, í óundirbúnum fyrirspurnum við fjármálaráðherra sem varði breytinguna á svipuðum forsendum og heyrst höfðu áður. Í kjölfarið setti Flokkur fólksins það sem ófrávíkjanlegt skilyrði þinglokasamninga í júní að úttekt yrði framkvæmd sem myndi kanna nánar ástæður og áhrif breytingarinnar og athuga hvort hún kæmi niður á þeim lífeyrisþegum sem minnst mega sín. Ef slík úttekt færi ekki fram skyldi falla frá gildistöku ákvæðisins, sem átti að afnema persónuafslátt lífeyrisþega sem búsettir eru erlendis. Endalok málsins voru þau að það kom skýrlega fram í minnisblaði fjármála- og efnahagsráðuneytisins að þótt það kunni að vera einhver ávinningur af breytingu á þessu fyrirkomulagi þá myndu áhrif breytingarinnar lenda afar illa á ákveðnum hópum lífeyrisþega sem eru búsettir erlendis, einkum þeim sem eru að fá örorkulífeyri. Enn fremur kom skýrlega fram að ráðuneytið hefði ekki lokið þeirri vinnu til að tryggja að umræddir hópar myndu ekki lenda í tekjuskerðingum vegna þessarar breytingar. Í kjölfarið samþykktu hinir flokkarnir loks að falla frá afnámi persónuafsláttar lífeyrisþega sem eru búsettir erlendis. Við í Flokki fólksins látum verkin tala og munum alltaf standa gegn óréttlæti. Okkur vantar ekki kjark í þeirri baráttu. Höfundur er varaformaður Flokks fólksins og oddviti í Suðvesturkjördæmi.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun