Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar 24. nóvember 2024 06:01 Bjarni Benediktsson, nú ekki minna en þrefalldur ráðherra, líka forsætisráðherra - þó að hann hafi fyrir nokkru talizt vanhæfur í ráðherradóm af Umboðsmanni Alþingis - skrifar grein hér á Vísi 15. nóvember undir fyrirsögninni: „Krónur, evrur og fullveldi“ Bjarni hefur verið einn áhrifamesti stjórnmálamaður landsins síðasta áratug, ákveðinn hluti þjóðarinnar hefur, undarlegt nokk, treyst honum til þess, og er því með ólíkindum, hversu illa Bjarni virðist að sér, hálf baranalegur, um ýms erlend, alþjóðleg, efnahagsmál. Það er ekki nema von, að hér hafi gengið á ýmsu, með stjórn efnhagsmála, með Bjarna sem fjármála- og efnahagsráðherra. Stöðugleiki krónunnar byggir á okurvöxtum Fyrst talar hann í nefndri grein um, að Íslenzka krónan hafi verið mjög stöðug síðasta áratug, án þess að skilja, að þessi stöðugleiki byggist mest á þeim krónu-okurvöxtum, sem hér hafa gilt, margfaldir vextir á við t.a.m. Evru-vexti. Ef okurvextirnir hefðu ekki gilt og haldið krónunni uppi, má ætla, að krónan hefði hrunið, enn einu sinni, kannske væru nú 200-250 krónur í Evru, í stað um 150. Auðvitað er það rétt, að mikill gjadeyrisvarasjóður, oft upp á um 1.000 milljarða, kemur þarna líka til, en gerir Bjarni sér ekki grein fyrir, hversu mikið sá gjaldeyrisvarasjóður kostar; hversu mikið mætti spara, ef ekki þyrfti að halda honum úti, til að styðja veiklaða krónuna, og, þá um leið, hversu mikið mætti gera með þessa fjármuni til að endurreisa íslenzka innviði, styrkja atvinnuvegi og auka velsæld? ESB er 27 hagkerfi, ekki eitt Bjarni talar svo um hagvöxt í ESB, Bandaríkjunum og á Íslandi, og ber þar saman þróun mála, eins og ESB og Bandaríkin séu sambærileg hagkerfi. Blessaður mannstaulinn veit greinilega ekki, eða skilur, að ESB er ríkjasamband 27 ríkja, sem hvert um sig er eigið, sjálfstætt, hagkerfi, þó að 20 þessara ríkja nýti sér Evruna sem gjaldmiðil. Bandaríkin aftur á móti eru sambandsríki, eitt ríki, eitt hagkerfi, 50 fylkja, eða undirríkja, sem er auðvitað allt annað mál. Mörg þeirra sjálfstæðu ríkja og hagkerfa, sem nú mynda ESB, voru um áratugaskeið lömuð, undir hæl Sovjetríkjanna, meðan þau voru og hétu og drottnuðu yfir Austu-Evrópu. Þessi ríki þurfa auðvitað tíma til að ná upp sinni velferð, þó að hagvöxtur sé þar víða öflugur. Dæmi um ESB-ríki/hagkerfi, þar sem hagvöxtur er langum meiri en hér, eru t.a.m. Lúxemborg, með VLF upp á USD 151.000 á mann/á ári og Írland með USD 128.000 á mann/á ári, á sama tíma VLF á mann/á ári á Íslandi er USD 79.000 ár ári. VLF er þó ekki málið, heldur kaupmátturinn Bjarni segir svo m.a. þetta: „Til samanburðar hefur hagvöxtur á Íslandi verið hátt í þrefalt hraðari frá 2013 eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Hagvöxtur sem hefur skapað störf og leitt til þess að kaupmáttarvöxtur hér er margfalt hraðari en í ESB“. Skv. þessu á kaupmáttarvöxtur hér á Íslandi að hafa verið miklu hraðari og meiri en í ríkjum ESB. Önnur eins bábilja hins þrefallda ráðherra! Virt efnahagsstofnun í Þýzkalandi, Laenderdaten.info, gerði á tímabilinu 2022-2023 úttekt á því, hver kaupmáttur hinna ýmsu þjóða, ekki bara Evrópuþjóða, væri. Voru, annars vegar, reiknaðar út meðaltekjur (VLF) þegna hvers lands og svo það, hver framfærslukostnaður á mann, í sama landi, væri. Framfærslukosntnaður var reiknaður á grundvelli þessara kostnaðarliða: Húsnæðiskostnaður; leiga, hiti, rafmagn, vatn Matarkostnaður; matvælakarfan, drykkir, veitingastaðir Fatnaður; Föt hvers konar og skótau Heilsa og líkamsrækt; Lyf og læknar, snyrtivörur, heilsurækt Ferðamennska; Bíll, benzín, olía og rafmagn, tryggingar, opinberar samgöngur Frítími og menning; bíó, hljómleikar, leikhús, íþróttir, tómstundir Samskipti; sími, internet, kaplasjónvarp, streymisþjónusta Menntun; bækur, blöð, áskriftir, endurmenntunarnámskeið, skólagjöld. Stofnunin stilliti dæminu þannig upp, að staðan í Þýzkalandi, tekjur og framfærslukostnaður þar, mynduðu samanburðargrundvöllinn: Var kaupmáttarvísitalan þar sett á 100 stig. Samanburðurinn sýndi svo, hvar kaupmátturinn og þá um leið hin efnahagslega velferð íbúanna, væri meiri eða minni, en í Þýzkalandi. Dæmi um þjóðfélög, þar sem þegnarnir búa yfir meiri kaupkrafti en Þjóðverjar, voru Noregur (133,6% miðað við Þýzkaland á 100%), Lúxemborg (131,5%), Singapúr (126,4%), Bermúdaeyjar (123,5%), Færeyjar (114,1%) – Færeyingar búa, sem sagt, við afgerandi meiri velferð en Þjóðverjar – Írland (113,1%), Sviss (110,7%), USA (109,4%), Svíþjóð (104,8%), Holland (104,4%), Austurríki (102,6%), Hong Kong (100,4%). Allar þessar þjóðir búa, sem sagt, við meiri efnahagslega velferð en Þjóðverjar. Fá meira fyrir peningana sína, og hafa það þannig betra. En hvar stöndum við, Íslendingar, með okkar kaupmátt? Því miður aftarlega á merinni. Okkar prósenta miðað við Þýzkaland er 85,6%. Ef okkar kaupmáttur, sem auðvitað er helzti mælikvarðinn á efnalega velferð, peningleg lífsgæði, væri viðmið, væru þessar þjóðir fyrir ofann okkur í kaupmætti: Noregur 56%, Lúxemborg 54%, Singapúr 48%, Bermúdaeyjar 44%, Færeyjar 33%, Íraland 32%, Sviss 29%, USA 28%, Svíþjóð 22%, Holland 22%, Austurríki 20%, Hong Kong 17%, Þýzkaland 17%, Danmörk 17%, Sameinuðu arabísku furstadæmin 13%, Belgía 10%, Macau 9%, Finnland 3%, Ástralía 1%. Í reynd þýður þetta, að kaupmáttur allra hinna Norðurlandanna, Noregs, Færeyja, Svíþjóðar, Danmerkur og Finnlands, er meiri, að hluta til miklu meiri, en okkar Íslending. Það er von að Bjarni tali fjálglega um, að kaupmáttarvöxtur hér sé margfalt hraðari en í ESB/Evrópu, og, að hann sér ánægður og stoltur af sínum verkum. Það hlýtur að fara að koma að því, að landsmenn átti sig á, að það er kominn tími á Bjarna Ben, Sigurð Inga og allt þeirra blessaða lið, svo að ekki sé talað um Sigmund Davíð! Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Bjarni Benediktsson, nú ekki minna en þrefalldur ráðherra, líka forsætisráðherra - þó að hann hafi fyrir nokkru talizt vanhæfur í ráðherradóm af Umboðsmanni Alþingis - skrifar grein hér á Vísi 15. nóvember undir fyrirsögninni: „Krónur, evrur og fullveldi“ Bjarni hefur verið einn áhrifamesti stjórnmálamaður landsins síðasta áratug, ákveðinn hluti þjóðarinnar hefur, undarlegt nokk, treyst honum til þess, og er því með ólíkindum, hversu illa Bjarni virðist að sér, hálf baranalegur, um ýms erlend, alþjóðleg, efnahagsmál. Það er ekki nema von, að hér hafi gengið á ýmsu, með stjórn efnhagsmála, með Bjarna sem fjármála- og efnahagsráðherra. Stöðugleiki krónunnar byggir á okurvöxtum Fyrst talar hann í nefndri grein um, að Íslenzka krónan hafi verið mjög stöðug síðasta áratug, án þess að skilja, að þessi stöðugleiki byggist mest á þeim krónu-okurvöxtum, sem hér hafa gilt, margfaldir vextir á við t.a.m. Evru-vexti. Ef okurvextirnir hefðu ekki gilt og haldið krónunni uppi, má ætla, að krónan hefði hrunið, enn einu sinni, kannske væru nú 200-250 krónur í Evru, í stað um 150. Auðvitað er það rétt, að mikill gjadeyrisvarasjóður, oft upp á um 1.000 milljarða, kemur þarna líka til, en gerir Bjarni sér ekki grein fyrir, hversu mikið sá gjaldeyrisvarasjóður kostar; hversu mikið mætti spara, ef ekki þyrfti að halda honum úti, til að styðja veiklaða krónuna, og, þá um leið, hversu mikið mætti gera með þessa fjármuni til að endurreisa íslenzka innviði, styrkja atvinnuvegi og auka velsæld? ESB er 27 hagkerfi, ekki eitt Bjarni talar svo um hagvöxt í ESB, Bandaríkjunum og á Íslandi, og ber þar saman þróun mála, eins og ESB og Bandaríkin séu sambærileg hagkerfi. Blessaður mannstaulinn veit greinilega ekki, eða skilur, að ESB er ríkjasamband 27 ríkja, sem hvert um sig er eigið, sjálfstætt, hagkerfi, þó að 20 þessara ríkja nýti sér Evruna sem gjaldmiðil. Bandaríkin aftur á móti eru sambandsríki, eitt ríki, eitt hagkerfi, 50 fylkja, eða undirríkja, sem er auðvitað allt annað mál. Mörg þeirra sjálfstæðu ríkja og hagkerfa, sem nú mynda ESB, voru um áratugaskeið lömuð, undir hæl Sovjetríkjanna, meðan þau voru og hétu og drottnuðu yfir Austu-Evrópu. Þessi ríki þurfa auðvitað tíma til að ná upp sinni velferð, þó að hagvöxtur sé þar víða öflugur. Dæmi um ESB-ríki/hagkerfi, þar sem hagvöxtur er langum meiri en hér, eru t.a.m. Lúxemborg, með VLF upp á USD 151.000 á mann/á ári og Írland með USD 128.000 á mann/á ári, á sama tíma VLF á mann/á ári á Íslandi er USD 79.000 ár ári. VLF er þó ekki málið, heldur kaupmátturinn Bjarni segir svo m.a. þetta: „Til samanburðar hefur hagvöxtur á Íslandi verið hátt í þrefalt hraðari frá 2013 eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Hagvöxtur sem hefur skapað störf og leitt til þess að kaupmáttarvöxtur hér er margfalt hraðari en í ESB“. Skv. þessu á kaupmáttarvöxtur hér á Íslandi að hafa verið miklu hraðari og meiri en í ríkjum ESB. Önnur eins bábilja hins þrefallda ráðherra! Virt efnahagsstofnun í Þýzkalandi, Laenderdaten.info, gerði á tímabilinu 2022-2023 úttekt á því, hver kaupmáttur hinna ýmsu þjóða, ekki bara Evrópuþjóða, væri. Voru, annars vegar, reiknaðar út meðaltekjur (VLF) þegna hvers lands og svo það, hver framfærslukostnaður á mann, í sama landi, væri. Framfærslukosntnaður var reiknaður á grundvelli þessara kostnaðarliða: Húsnæðiskostnaður; leiga, hiti, rafmagn, vatn Matarkostnaður; matvælakarfan, drykkir, veitingastaðir Fatnaður; Föt hvers konar og skótau Heilsa og líkamsrækt; Lyf og læknar, snyrtivörur, heilsurækt Ferðamennska; Bíll, benzín, olía og rafmagn, tryggingar, opinberar samgöngur Frítími og menning; bíó, hljómleikar, leikhús, íþróttir, tómstundir Samskipti; sími, internet, kaplasjónvarp, streymisþjónusta Menntun; bækur, blöð, áskriftir, endurmenntunarnámskeið, skólagjöld. Stofnunin stilliti dæminu þannig upp, að staðan í Þýzkalandi, tekjur og framfærslukostnaður þar, mynduðu samanburðargrundvöllinn: Var kaupmáttarvísitalan þar sett á 100 stig. Samanburðurinn sýndi svo, hvar kaupmátturinn og þá um leið hin efnahagslega velferð íbúanna, væri meiri eða minni, en í Þýzkalandi. Dæmi um þjóðfélög, þar sem þegnarnir búa yfir meiri kaupkrafti en Þjóðverjar, voru Noregur (133,6% miðað við Þýzkaland á 100%), Lúxemborg (131,5%), Singapúr (126,4%), Bermúdaeyjar (123,5%), Færeyjar (114,1%) – Færeyingar búa, sem sagt, við afgerandi meiri velferð en Þjóðverjar – Írland (113,1%), Sviss (110,7%), USA (109,4%), Svíþjóð (104,8%), Holland (104,4%), Austurríki (102,6%), Hong Kong (100,4%). Allar þessar þjóðir búa, sem sagt, við meiri efnahagslega velferð en Þjóðverjar. Fá meira fyrir peningana sína, og hafa það þannig betra. En hvar stöndum við, Íslendingar, með okkar kaupmátt? Því miður aftarlega á merinni. Okkar prósenta miðað við Þýzkaland er 85,6%. Ef okkar kaupmáttur, sem auðvitað er helzti mælikvarðinn á efnalega velferð, peningleg lífsgæði, væri viðmið, væru þessar þjóðir fyrir ofann okkur í kaupmætti: Noregur 56%, Lúxemborg 54%, Singapúr 48%, Bermúdaeyjar 44%, Færeyjar 33%, Íraland 32%, Sviss 29%, USA 28%, Svíþjóð 22%, Holland 22%, Austurríki 20%, Hong Kong 17%, Þýzkaland 17%, Danmörk 17%, Sameinuðu arabísku furstadæmin 13%, Belgía 10%, Macau 9%, Finnland 3%, Ástralía 1%. Í reynd þýður þetta, að kaupmáttur allra hinna Norðurlandanna, Noregs, Færeyja, Svíþjóðar, Danmerkur og Finnlands, er meiri, að hluta til miklu meiri, en okkar Íslending. Það er von að Bjarni tali fjálglega um, að kaupmáttarvöxtur hér sé margfalt hraðari en í ESB/Evrópu, og, að hann sér ánægður og stoltur af sínum verkum. Það hlýtur að fara að koma að því, að landsmenn átti sig á, að það er kominn tími á Bjarna Ben, Sigurð Inga og allt þeirra blessaða lið, svo að ekki sé talað um Sigmund Davíð! Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun