Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar 22. nóvember 2024 20:32 Einn verðmætasti fyrirtækjakaupsamingur íslenskarar sögu átti sér stað fyrir ári síðan. Um var að ræða kaup á íslensku fyrirtæki sem að vinnur með fiskroð, ekki útgerðarfyrirtæki, fyrirtæki sem notar fiskroð úr íslenskum sjávarútvegi í sinni framleiðslu. Fyrirtækið sem um ræðir heitir Kerecis og er staðsett á Ísafirði. Kerecis notar roð af þorski til þess að framleiða græðandi plástra og sáraumbúðir. Þykja þessir plástrar hafa það græðandi eiginleika að Kerecis endaði á að vera selt fyrir 180 milljarða króna. Meðal erlendra stofnana sem hafa sýnt plástrunum áhuga má nefna Bandaríska herinn, þriðji fjölmennasti fasther í heimi og gríðarlega stór kaupandi á sjúkravörum. Fiskroð er almennt séð ekki eftirsótt, reyndar er það almennt álitið umframframleiðsla úr fiskvinnslu og fólk með smekk fjarlægir það oftast af fisknum sínum ef það endar á matardisknum. Starfsemi Kerecis er því einstaklega gott dæmi um þau mörgu verðmæti liggja í betri nýtingu auðlinda okkar. Aðeins agnarsmár hluti roðsins sem dregin er af veiddum íslenskum fiski fer í sérstaka framleiðslu. Fræðilega séð gæti starfsemi af þessu tagi stækkað til mikilla muna og fært þjóðarbúinu marga fleiri milljarða króna. Hvort sem er í sjávarútvegi, landbúnaði eða öðrum iðnaði eru ótal fjárfestingartækifæri sem að einungis bíða þess að fjárfestar og/eða vísindamenn uppgvötvi þau. Fyrirtæki eins og Kerecis sem metin eru á hundruði milljarða króna greiða einnig marga milljarða króna í skatta og eru því undirstaðan að því að á Íslandi sé hægt að hafa vegakerfi, heilbrigðiskerfi og menntakerfi. Og menntakerfið er einnig forsenda þess að hér á landi fyrirfinnist hugvit af því tagi að geta látið sér detta eitthvað jafn fáránlegt í hug og að framleiða plástra úr fiskroði. En til þess að sjá megi frekari framþróun og fjárfestingar í þessum geirum er nauðsynlegt að við stjórnvölinn sé flokkur sem að hefur hefur skýra sýn í nýsköpun og atvinnuþróun. Sérstaklega á landsbyggðinni. Hringinn í kringum landið eru byggðarlög sem myndi gefa hægri handlegginn til þess að hafa hjá sér starfsemi á borð við þá sem er í Kerecis. Og hringinn í kringum landið eru ótal tækifæri sem þarf eingungis að skapa og fjárfesta í. Framsóknarflokkurinn hefur og mun áfram vera það afl sem að hvað harðast berst fyrir uppbyggingu sprotafyrirtækja tengd bæði sjávarútvegi og landbúnaði um land allt. Fiskroð á hvert heimili! Höfundur er rithöfundur og varamaður í stjórn Sambands Ungra Framsóknarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Nýsköpun Jóhann Frímann Arinbjarnarson Sjávarútvegur Mest lesið Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Einn verðmætasti fyrirtækjakaupsamingur íslenskarar sögu átti sér stað fyrir ári síðan. Um var að ræða kaup á íslensku fyrirtæki sem að vinnur með fiskroð, ekki útgerðarfyrirtæki, fyrirtæki sem notar fiskroð úr íslenskum sjávarútvegi í sinni framleiðslu. Fyrirtækið sem um ræðir heitir Kerecis og er staðsett á Ísafirði. Kerecis notar roð af þorski til þess að framleiða græðandi plástra og sáraumbúðir. Þykja þessir plástrar hafa það græðandi eiginleika að Kerecis endaði á að vera selt fyrir 180 milljarða króna. Meðal erlendra stofnana sem hafa sýnt plástrunum áhuga má nefna Bandaríska herinn, þriðji fjölmennasti fasther í heimi og gríðarlega stór kaupandi á sjúkravörum. Fiskroð er almennt séð ekki eftirsótt, reyndar er það almennt álitið umframframleiðsla úr fiskvinnslu og fólk með smekk fjarlægir það oftast af fisknum sínum ef það endar á matardisknum. Starfsemi Kerecis er því einstaklega gott dæmi um þau mörgu verðmæti liggja í betri nýtingu auðlinda okkar. Aðeins agnarsmár hluti roðsins sem dregin er af veiddum íslenskum fiski fer í sérstaka framleiðslu. Fræðilega séð gæti starfsemi af þessu tagi stækkað til mikilla muna og fært þjóðarbúinu marga fleiri milljarða króna. Hvort sem er í sjávarútvegi, landbúnaði eða öðrum iðnaði eru ótal fjárfestingartækifæri sem að einungis bíða þess að fjárfestar og/eða vísindamenn uppgvötvi þau. Fyrirtæki eins og Kerecis sem metin eru á hundruði milljarða króna greiða einnig marga milljarða króna í skatta og eru því undirstaðan að því að á Íslandi sé hægt að hafa vegakerfi, heilbrigðiskerfi og menntakerfi. Og menntakerfið er einnig forsenda þess að hér á landi fyrirfinnist hugvit af því tagi að geta látið sér detta eitthvað jafn fáránlegt í hug og að framleiða plástra úr fiskroði. En til þess að sjá megi frekari framþróun og fjárfestingar í þessum geirum er nauðsynlegt að við stjórnvölinn sé flokkur sem að hefur hefur skýra sýn í nýsköpun og atvinnuþróun. Sérstaklega á landsbyggðinni. Hringinn í kringum landið eru byggðarlög sem myndi gefa hægri handlegginn til þess að hafa hjá sér starfsemi á borð við þá sem er í Kerecis. Og hringinn í kringum landið eru ótal tækifæri sem þarf eingungis að skapa og fjárfesta í. Framsóknarflokkurinn hefur og mun áfram vera það afl sem að hvað harðast berst fyrir uppbyggingu sprotafyrirtækja tengd bæði sjávarútvegi og landbúnaði um land allt. Fiskroð á hvert heimili! Höfundur er rithöfundur og varamaður í stjórn Sambands Ungra Framsóknarmanna.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun