Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar 22. nóvember 2024 20:32 Einn verðmætasti fyrirtækjakaupsamingur íslenskarar sögu átti sér stað fyrir ári síðan. Um var að ræða kaup á íslensku fyrirtæki sem að vinnur með fiskroð, ekki útgerðarfyrirtæki, fyrirtæki sem notar fiskroð úr íslenskum sjávarútvegi í sinni framleiðslu. Fyrirtækið sem um ræðir heitir Kerecis og er staðsett á Ísafirði. Kerecis notar roð af þorski til þess að framleiða græðandi plástra og sáraumbúðir. Þykja þessir plástrar hafa það græðandi eiginleika að Kerecis endaði á að vera selt fyrir 180 milljarða króna. Meðal erlendra stofnana sem hafa sýnt plástrunum áhuga má nefna Bandaríska herinn, þriðji fjölmennasti fasther í heimi og gríðarlega stór kaupandi á sjúkravörum. Fiskroð er almennt séð ekki eftirsótt, reyndar er það almennt álitið umframframleiðsla úr fiskvinnslu og fólk með smekk fjarlægir það oftast af fisknum sínum ef það endar á matardisknum. Starfsemi Kerecis er því einstaklega gott dæmi um þau mörgu verðmæti liggja í betri nýtingu auðlinda okkar. Aðeins agnarsmár hluti roðsins sem dregin er af veiddum íslenskum fiski fer í sérstaka framleiðslu. Fræðilega séð gæti starfsemi af þessu tagi stækkað til mikilla muna og fært þjóðarbúinu marga fleiri milljarða króna. Hvort sem er í sjávarútvegi, landbúnaði eða öðrum iðnaði eru ótal fjárfestingartækifæri sem að einungis bíða þess að fjárfestar og/eða vísindamenn uppgvötvi þau. Fyrirtæki eins og Kerecis sem metin eru á hundruði milljarða króna greiða einnig marga milljarða króna í skatta og eru því undirstaðan að því að á Íslandi sé hægt að hafa vegakerfi, heilbrigðiskerfi og menntakerfi. Og menntakerfið er einnig forsenda þess að hér á landi fyrirfinnist hugvit af því tagi að geta látið sér detta eitthvað jafn fáránlegt í hug og að framleiða plástra úr fiskroði. En til þess að sjá megi frekari framþróun og fjárfestingar í þessum geirum er nauðsynlegt að við stjórnvölinn sé flokkur sem að hefur hefur skýra sýn í nýsköpun og atvinnuþróun. Sérstaklega á landsbyggðinni. Hringinn í kringum landið eru byggðarlög sem myndi gefa hægri handlegginn til þess að hafa hjá sér starfsemi á borð við þá sem er í Kerecis. Og hringinn í kringum landið eru ótal tækifæri sem þarf eingungis að skapa og fjárfesta í. Framsóknarflokkurinn hefur og mun áfram vera það afl sem að hvað harðast berst fyrir uppbyggingu sprotafyrirtækja tengd bæði sjávarútvegi og landbúnaði um land allt. Fiskroð á hvert heimili! Höfundur er rithöfundur og varamaður í stjórn Sambands Ungra Framsóknarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Nýsköpun Jóhann Frímann Arinbjarnarson Sjávarútvegur Mest lesið Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Skoðun Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Sjá meira
Einn verðmætasti fyrirtækjakaupsamingur íslenskarar sögu átti sér stað fyrir ári síðan. Um var að ræða kaup á íslensku fyrirtæki sem að vinnur með fiskroð, ekki útgerðarfyrirtæki, fyrirtæki sem notar fiskroð úr íslenskum sjávarútvegi í sinni framleiðslu. Fyrirtækið sem um ræðir heitir Kerecis og er staðsett á Ísafirði. Kerecis notar roð af þorski til þess að framleiða græðandi plástra og sáraumbúðir. Þykja þessir plástrar hafa það græðandi eiginleika að Kerecis endaði á að vera selt fyrir 180 milljarða króna. Meðal erlendra stofnana sem hafa sýnt plástrunum áhuga má nefna Bandaríska herinn, þriðji fjölmennasti fasther í heimi og gríðarlega stór kaupandi á sjúkravörum. Fiskroð er almennt séð ekki eftirsótt, reyndar er það almennt álitið umframframleiðsla úr fiskvinnslu og fólk með smekk fjarlægir það oftast af fisknum sínum ef það endar á matardisknum. Starfsemi Kerecis er því einstaklega gott dæmi um þau mörgu verðmæti liggja í betri nýtingu auðlinda okkar. Aðeins agnarsmár hluti roðsins sem dregin er af veiddum íslenskum fiski fer í sérstaka framleiðslu. Fræðilega séð gæti starfsemi af þessu tagi stækkað til mikilla muna og fært þjóðarbúinu marga fleiri milljarða króna. Hvort sem er í sjávarútvegi, landbúnaði eða öðrum iðnaði eru ótal fjárfestingartækifæri sem að einungis bíða þess að fjárfestar og/eða vísindamenn uppgvötvi þau. Fyrirtæki eins og Kerecis sem metin eru á hundruði milljarða króna greiða einnig marga milljarða króna í skatta og eru því undirstaðan að því að á Íslandi sé hægt að hafa vegakerfi, heilbrigðiskerfi og menntakerfi. Og menntakerfið er einnig forsenda þess að hér á landi fyrirfinnist hugvit af því tagi að geta látið sér detta eitthvað jafn fáránlegt í hug og að framleiða plástra úr fiskroði. En til þess að sjá megi frekari framþróun og fjárfestingar í þessum geirum er nauðsynlegt að við stjórnvölinn sé flokkur sem að hefur hefur skýra sýn í nýsköpun og atvinnuþróun. Sérstaklega á landsbyggðinni. Hringinn í kringum landið eru byggðarlög sem myndi gefa hægri handlegginn til þess að hafa hjá sér starfsemi á borð við þá sem er í Kerecis. Og hringinn í kringum landið eru ótal tækifæri sem þarf eingungis að skapa og fjárfesta í. Framsóknarflokkurinn hefur og mun áfram vera það afl sem að hvað harðast berst fyrir uppbyggingu sprotafyrirtækja tengd bæði sjávarútvegi og landbúnaði um land allt. Fiskroð á hvert heimili! Höfundur er rithöfundur og varamaður í stjórn Sambands Ungra Framsóknarmanna.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun