Austurland í gíslingu..? Eiður Ragnarsson skrifar 19. nóvember 2024 11:33 Fyrir réttum 50 árum síðan fögnuðu landsmenn því að lokið var við að hringtengja ísland með vígslu á brúnni yfir Skeiðará. Mikilvægur áfangi náðist með þessu fyrir austulandsfjórðung og opnaði þetta nýja möguleika á ferðum og flutningum um landið. Síðan þessi viðburður átti sér stað hefur mikið áunnist í samgöngumálum vegir hafa styrkst út um allt land. Samgöngumál eru flestum hugleikin, þau hafa jú áhrif á okkar möguleika til að sækja vini og kunningja heim, möguleika á að sækja þjónustu milli byggðarlaga og eru í raun æðakerfi samfélagsins. Því er mikilvægt að vegakerfið sinni því hlutverki sem allra best. Bent hefur verið á að vegakerfið sé í raun ekki bara samgöngumál eða byggðamál, heldur einnig heilbrigðismál, skólamál og stjórnsýslumál, það eru jú þó nokkur hluti Íslendinga sem þarf að nýta vegakerfið til að komast í áðurnefnda þjónustu. En þrátt fyrir að margar góðar endurbætur og nýfamkvæmdir hefi farið fram í vegakerfinu á þessum 50 árum er ýmsu öðru ábótavant. Vegagerðin metur það sjálf svo að „innviðaskuld“ í viðhaldi sé um 140 milljarðar, sem þýðir í raun að endurbætur og viðhald á vegköflum sem nú þegar eru til staðar, hafi setið algjörlega á hakanum. Fyrir kosningar (eins og núna) ganga okkar ágætu kjörnu fulltrúar og þeir hinir sem vilja verða kjörnir fulltrúar um og ræða landsins gagn og nauðsynjar og þar m.a. vegamál. Mikið hefur borið á því í umræðunni að leggja þurfi nýja vegi hér og bora jarðgöng þar, en minna hefur borið á því að ræða hvaða vegkaflar teljast í raun það lélegir að hætta stafi af og að þeir geti ekki sinnt sínu hlutverki sem æðakerfi samfélagsins. Komum við þá að titil þessa pistils. Nýverið var frétt flutt um verktaka sem var að vinna verk á Súðavík. Þessi verktaki er með aðsetur á Reyðarfirði. Hafði hann flutt tækjabúnað frá Reyðarfirði vestur á firði landleiðina fyrr á árinu. Þegar verki var lokið og halda átti heim með úthaldið bar svo við að hann fékk ekki þær undanþágur sem þurfti til að flytja sinn búnað heim. Þurfti því að flytja búnað landleiðina í Þorlákshöfn, með skipi til Færeyja og þaðan til baka með skipi til austurlands. Annar verktaki hefur aðsetur á Höfn, hann hefur verið að vinna verk á suðurlandi, en nú kemst hann ekki heim með sinn búnað af sömu orsökum og sá Reyðfirski þurfti að millilenda í Færeyjum. Það eru brýrnar sem takmarka flutningsgetu vegakerfinsins, báðar liggja þær yfir jökulvötn, báðar eru komnar á aldur og báðar þarf að endurbyggja. Jökulsá á Breiðarmerkursandi var brúuð 1967 og í dag fara um þessa er í dag umtalsvert meir umferð en hún var hugsuð fyrir, daglega yfir sumartíman eru þar umferðarteppur vegna mikillar umferðar og burðargeta er takmörkuð ásamt því að umferð gangadi vegfarenda um þessa einbreiðu brú er talsverð. Jökulsá á Fjöllum var brúuð 1947 og er því orðin meira en 50 ára gömul og hefur takmarkanir á þyngd einnig. Ný brú er fullhönnuð og hefur verið síðan 2013 og því lítið því til fyrirstöðu að fara af stað með það verk. Þessar tvær brýr þurfa endurnýjun hið fyrsta, til að tryggja að austfirðingar hafa möguleika á flutningum til og frá fjórðungnum. En að því sögðu þá ber að nefna að þær eru fleiri, t.d. Sléttuá í Reyðarfirði sem lýtur líka takmörkunum á þynd og Lagarfjóstbrú sem er komin vel til ára sinna. Að lokum Hvergi á hringveginum eru einbreiðar brýr fleiri en í Skaftafellssýslum og Suður Múlasýslu. Milli Kirkjubæjarklausturs og Reyðarfjarðar eru þær samtals 28 og þá eru bara 2 eftir á hringveginum öllum, áðurnefnd Jökulsá á Fjöllum og á Skjálfanda við Fosshól. Einnig má benda á að sennilega eru elstu partar hringvegarinns einnig hér fyrir austan, vegir sem byggðir voru upp á sínum tíma fyrir margfalt minni og léttari umferð en er í dag og því má færa fyrir því ansi sterk rök að innivðaskuld vegagerðarinnar sé einna stærst hér austanlands, sérstaklega þegar kemur að einbreiðum brúm. Vil ég því hvetja næstu þingmenn NA kjördæmis að einhenda sér í lagfæringu á þessu strax að loknum kosningum. Höfundur er íbúi á Djúpavogi og áhugamaður um samgöngumál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Samgöngur Vegagerð Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson Skoðun Halldór 28.06.2025 Halldór Sniðgangan á Rapyd slær öll met Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þjónusta sem gleður – skilar sér beint í kassann Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn – Rödd skynseminnar í borginni Ómar Már Jónsson skrifar Skoðun Virði barna og ungmenna Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Sættir þú þig við þetta? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Alþingi gleymir aftur fötluðum börnum Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Fyrir réttum 50 árum síðan fögnuðu landsmenn því að lokið var við að hringtengja ísland með vígslu á brúnni yfir Skeiðará. Mikilvægur áfangi náðist með þessu fyrir austulandsfjórðung og opnaði þetta nýja möguleika á ferðum og flutningum um landið. Síðan þessi viðburður átti sér stað hefur mikið áunnist í samgöngumálum vegir hafa styrkst út um allt land. Samgöngumál eru flestum hugleikin, þau hafa jú áhrif á okkar möguleika til að sækja vini og kunningja heim, möguleika á að sækja þjónustu milli byggðarlaga og eru í raun æðakerfi samfélagsins. Því er mikilvægt að vegakerfið sinni því hlutverki sem allra best. Bent hefur verið á að vegakerfið sé í raun ekki bara samgöngumál eða byggðamál, heldur einnig heilbrigðismál, skólamál og stjórnsýslumál, það eru jú þó nokkur hluti Íslendinga sem þarf að nýta vegakerfið til að komast í áðurnefnda þjónustu. En þrátt fyrir að margar góðar endurbætur og nýfamkvæmdir hefi farið fram í vegakerfinu á þessum 50 árum er ýmsu öðru ábótavant. Vegagerðin metur það sjálf svo að „innviðaskuld“ í viðhaldi sé um 140 milljarðar, sem þýðir í raun að endurbætur og viðhald á vegköflum sem nú þegar eru til staðar, hafi setið algjörlega á hakanum. Fyrir kosningar (eins og núna) ganga okkar ágætu kjörnu fulltrúar og þeir hinir sem vilja verða kjörnir fulltrúar um og ræða landsins gagn og nauðsynjar og þar m.a. vegamál. Mikið hefur borið á því í umræðunni að leggja þurfi nýja vegi hér og bora jarðgöng þar, en minna hefur borið á því að ræða hvaða vegkaflar teljast í raun það lélegir að hætta stafi af og að þeir geti ekki sinnt sínu hlutverki sem æðakerfi samfélagsins. Komum við þá að titil þessa pistils. Nýverið var frétt flutt um verktaka sem var að vinna verk á Súðavík. Þessi verktaki er með aðsetur á Reyðarfirði. Hafði hann flutt tækjabúnað frá Reyðarfirði vestur á firði landleiðina fyrr á árinu. Þegar verki var lokið og halda átti heim með úthaldið bar svo við að hann fékk ekki þær undanþágur sem þurfti til að flytja sinn búnað heim. Þurfti því að flytja búnað landleiðina í Þorlákshöfn, með skipi til Færeyja og þaðan til baka með skipi til austurlands. Annar verktaki hefur aðsetur á Höfn, hann hefur verið að vinna verk á suðurlandi, en nú kemst hann ekki heim með sinn búnað af sömu orsökum og sá Reyðfirski þurfti að millilenda í Færeyjum. Það eru brýrnar sem takmarka flutningsgetu vegakerfinsins, báðar liggja þær yfir jökulvötn, báðar eru komnar á aldur og báðar þarf að endurbyggja. Jökulsá á Breiðarmerkursandi var brúuð 1967 og í dag fara um þessa er í dag umtalsvert meir umferð en hún var hugsuð fyrir, daglega yfir sumartíman eru þar umferðarteppur vegna mikillar umferðar og burðargeta er takmörkuð ásamt því að umferð gangadi vegfarenda um þessa einbreiðu brú er talsverð. Jökulsá á Fjöllum var brúuð 1947 og er því orðin meira en 50 ára gömul og hefur takmarkanir á þyngd einnig. Ný brú er fullhönnuð og hefur verið síðan 2013 og því lítið því til fyrirstöðu að fara af stað með það verk. Þessar tvær brýr þurfa endurnýjun hið fyrsta, til að tryggja að austfirðingar hafa möguleika á flutningum til og frá fjórðungnum. En að því sögðu þá ber að nefna að þær eru fleiri, t.d. Sléttuá í Reyðarfirði sem lýtur líka takmörkunum á þynd og Lagarfjóstbrú sem er komin vel til ára sinna. Að lokum Hvergi á hringveginum eru einbreiðar brýr fleiri en í Skaftafellssýslum og Suður Múlasýslu. Milli Kirkjubæjarklausturs og Reyðarfjarðar eru þær samtals 28 og þá eru bara 2 eftir á hringveginum öllum, áðurnefnd Jökulsá á Fjöllum og á Skjálfanda við Fosshól. Einnig má benda á að sennilega eru elstu partar hringvegarinns einnig hér fyrir austan, vegir sem byggðir voru upp á sínum tíma fyrir margfalt minni og léttari umferð en er í dag og því má færa fyrir því ansi sterk rök að innivðaskuld vegagerðarinnar sé einna stærst hér austanlands, sérstaklega þegar kemur að einbreiðum brúm. Vil ég því hvetja næstu þingmenn NA kjördæmis að einhenda sér í lagfæringu á þessu strax að loknum kosningum. Höfundur er íbúi á Djúpavogi og áhugamaður um samgöngumál.
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar