Austurland í gíslingu..? Eiður Ragnarsson skrifar 19. nóvember 2024 11:33 Fyrir réttum 50 árum síðan fögnuðu landsmenn því að lokið var við að hringtengja ísland með vígslu á brúnni yfir Skeiðará. Mikilvægur áfangi náðist með þessu fyrir austulandsfjórðung og opnaði þetta nýja möguleika á ferðum og flutningum um landið. Síðan þessi viðburður átti sér stað hefur mikið áunnist í samgöngumálum vegir hafa styrkst út um allt land. Samgöngumál eru flestum hugleikin, þau hafa jú áhrif á okkar möguleika til að sækja vini og kunningja heim, möguleika á að sækja þjónustu milli byggðarlaga og eru í raun æðakerfi samfélagsins. Því er mikilvægt að vegakerfið sinni því hlutverki sem allra best. Bent hefur verið á að vegakerfið sé í raun ekki bara samgöngumál eða byggðamál, heldur einnig heilbrigðismál, skólamál og stjórnsýslumál, það eru jú þó nokkur hluti Íslendinga sem þarf að nýta vegakerfið til að komast í áðurnefnda þjónustu. En þrátt fyrir að margar góðar endurbætur og nýfamkvæmdir hefi farið fram í vegakerfinu á þessum 50 árum er ýmsu öðru ábótavant. Vegagerðin metur það sjálf svo að „innviðaskuld“ í viðhaldi sé um 140 milljarðar, sem þýðir í raun að endurbætur og viðhald á vegköflum sem nú þegar eru til staðar, hafi setið algjörlega á hakanum. Fyrir kosningar (eins og núna) ganga okkar ágætu kjörnu fulltrúar og þeir hinir sem vilja verða kjörnir fulltrúar um og ræða landsins gagn og nauðsynjar og þar m.a. vegamál. Mikið hefur borið á því í umræðunni að leggja þurfi nýja vegi hér og bora jarðgöng þar, en minna hefur borið á því að ræða hvaða vegkaflar teljast í raun það lélegir að hætta stafi af og að þeir geti ekki sinnt sínu hlutverki sem æðakerfi samfélagsins. Komum við þá að titil þessa pistils. Nýverið var frétt flutt um verktaka sem var að vinna verk á Súðavík. Þessi verktaki er með aðsetur á Reyðarfirði. Hafði hann flutt tækjabúnað frá Reyðarfirði vestur á firði landleiðina fyrr á árinu. Þegar verki var lokið og halda átti heim með úthaldið bar svo við að hann fékk ekki þær undanþágur sem þurfti til að flytja sinn búnað heim. Þurfti því að flytja búnað landleiðina í Þorlákshöfn, með skipi til Færeyja og þaðan til baka með skipi til austurlands. Annar verktaki hefur aðsetur á Höfn, hann hefur verið að vinna verk á suðurlandi, en nú kemst hann ekki heim með sinn búnað af sömu orsökum og sá Reyðfirski þurfti að millilenda í Færeyjum. Það eru brýrnar sem takmarka flutningsgetu vegakerfinsins, báðar liggja þær yfir jökulvötn, báðar eru komnar á aldur og báðar þarf að endurbyggja. Jökulsá á Breiðarmerkursandi var brúuð 1967 og í dag fara um þessa er í dag umtalsvert meir umferð en hún var hugsuð fyrir, daglega yfir sumartíman eru þar umferðarteppur vegna mikillar umferðar og burðargeta er takmörkuð ásamt því að umferð gangadi vegfarenda um þessa einbreiðu brú er talsverð. Jökulsá á Fjöllum var brúuð 1947 og er því orðin meira en 50 ára gömul og hefur takmarkanir á þyngd einnig. Ný brú er fullhönnuð og hefur verið síðan 2013 og því lítið því til fyrirstöðu að fara af stað með það verk. Þessar tvær brýr þurfa endurnýjun hið fyrsta, til að tryggja að austfirðingar hafa möguleika á flutningum til og frá fjórðungnum. En að því sögðu þá ber að nefna að þær eru fleiri, t.d. Sléttuá í Reyðarfirði sem lýtur líka takmörkunum á þynd og Lagarfjóstbrú sem er komin vel til ára sinna. Að lokum Hvergi á hringveginum eru einbreiðar brýr fleiri en í Skaftafellssýslum og Suður Múlasýslu. Milli Kirkjubæjarklausturs og Reyðarfjarðar eru þær samtals 28 og þá eru bara 2 eftir á hringveginum öllum, áðurnefnd Jökulsá á Fjöllum og á Skjálfanda við Fosshól. Einnig má benda á að sennilega eru elstu partar hringvegarinns einnig hér fyrir austan, vegir sem byggðir voru upp á sínum tíma fyrir margfalt minni og léttari umferð en er í dag og því má færa fyrir því ansi sterk rök að innivðaskuld vegagerðarinnar sé einna stærst hér austanlands, sérstaklega þegar kemur að einbreiðum brúm. Vil ég því hvetja næstu þingmenn NA kjördæmis að einhenda sér í lagfæringu á þessu strax að loknum kosningum. Höfundur er íbúi á Djúpavogi og áhugamaður um samgöngumál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Samgöngur Vegagerð Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Fyrir réttum 50 árum síðan fögnuðu landsmenn því að lokið var við að hringtengja ísland með vígslu á brúnni yfir Skeiðará. Mikilvægur áfangi náðist með þessu fyrir austulandsfjórðung og opnaði þetta nýja möguleika á ferðum og flutningum um landið. Síðan þessi viðburður átti sér stað hefur mikið áunnist í samgöngumálum vegir hafa styrkst út um allt land. Samgöngumál eru flestum hugleikin, þau hafa jú áhrif á okkar möguleika til að sækja vini og kunningja heim, möguleika á að sækja þjónustu milli byggðarlaga og eru í raun æðakerfi samfélagsins. Því er mikilvægt að vegakerfið sinni því hlutverki sem allra best. Bent hefur verið á að vegakerfið sé í raun ekki bara samgöngumál eða byggðamál, heldur einnig heilbrigðismál, skólamál og stjórnsýslumál, það eru jú þó nokkur hluti Íslendinga sem þarf að nýta vegakerfið til að komast í áðurnefnda þjónustu. En þrátt fyrir að margar góðar endurbætur og nýfamkvæmdir hefi farið fram í vegakerfinu á þessum 50 árum er ýmsu öðru ábótavant. Vegagerðin metur það sjálf svo að „innviðaskuld“ í viðhaldi sé um 140 milljarðar, sem þýðir í raun að endurbætur og viðhald á vegköflum sem nú þegar eru til staðar, hafi setið algjörlega á hakanum. Fyrir kosningar (eins og núna) ganga okkar ágætu kjörnu fulltrúar og þeir hinir sem vilja verða kjörnir fulltrúar um og ræða landsins gagn og nauðsynjar og þar m.a. vegamál. Mikið hefur borið á því í umræðunni að leggja þurfi nýja vegi hér og bora jarðgöng þar, en minna hefur borið á því að ræða hvaða vegkaflar teljast í raun það lélegir að hætta stafi af og að þeir geti ekki sinnt sínu hlutverki sem æðakerfi samfélagsins. Komum við þá að titil þessa pistils. Nýverið var frétt flutt um verktaka sem var að vinna verk á Súðavík. Þessi verktaki er með aðsetur á Reyðarfirði. Hafði hann flutt tækjabúnað frá Reyðarfirði vestur á firði landleiðina fyrr á árinu. Þegar verki var lokið og halda átti heim með úthaldið bar svo við að hann fékk ekki þær undanþágur sem þurfti til að flytja sinn búnað heim. Þurfti því að flytja búnað landleiðina í Þorlákshöfn, með skipi til Færeyja og þaðan til baka með skipi til austurlands. Annar verktaki hefur aðsetur á Höfn, hann hefur verið að vinna verk á suðurlandi, en nú kemst hann ekki heim með sinn búnað af sömu orsökum og sá Reyðfirski þurfti að millilenda í Færeyjum. Það eru brýrnar sem takmarka flutningsgetu vegakerfinsins, báðar liggja þær yfir jökulvötn, báðar eru komnar á aldur og báðar þarf að endurbyggja. Jökulsá á Breiðarmerkursandi var brúuð 1967 og í dag fara um þessa er í dag umtalsvert meir umferð en hún var hugsuð fyrir, daglega yfir sumartíman eru þar umferðarteppur vegna mikillar umferðar og burðargeta er takmörkuð ásamt því að umferð gangadi vegfarenda um þessa einbreiðu brú er talsverð. Jökulsá á Fjöllum var brúuð 1947 og er því orðin meira en 50 ára gömul og hefur takmarkanir á þyngd einnig. Ný brú er fullhönnuð og hefur verið síðan 2013 og því lítið því til fyrirstöðu að fara af stað með það verk. Þessar tvær brýr þurfa endurnýjun hið fyrsta, til að tryggja að austfirðingar hafa möguleika á flutningum til og frá fjórðungnum. En að því sögðu þá ber að nefna að þær eru fleiri, t.d. Sléttuá í Reyðarfirði sem lýtur líka takmörkunum á þynd og Lagarfjóstbrú sem er komin vel til ára sinna. Að lokum Hvergi á hringveginum eru einbreiðar brýr fleiri en í Skaftafellssýslum og Suður Múlasýslu. Milli Kirkjubæjarklausturs og Reyðarfjarðar eru þær samtals 28 og þá eru bara 2 eftir á hringveginum öllum, áðurnefnd Jökulsá á Fjöllum og á Skjálfanda við Fosshól. Einnig má benda á að sennilega eru elstu partar hringvegarinns einnig hér fyrir austan, vegir sem byggðir voru upp á sínum tíma fyrir margfalt minni og léttari umferð en er í dag og því má færa fyrir því ansi sterk rök að innivðaskuld vegagerðarinnar sé einna stærst hér austanlands, sérstaklega þegar kemur að einbreiðum brúm. Vil ég því hvetja næstu þingmenn NA kjördæmis að einhenda sér í lagfæringu á þessu strax að loknum kosningum. Höfundur er íbúi á Djúpavogi og áhugamaður um samgöngumál.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun