Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar 24. desember 2025 07:30 Í framhaldi af góðri grein frá Einari Steingrímssyni í skoðunardálki Vísis langar mig að bæta við nokkrum orðum. Einar er slunginn við að skynja vilja meirihluta landsmanna í fjölmörgum málefnum, þar á meðal í sjónarspilinu mikla, sem átti sér stað við afsögn Ásthildar Lóu úr embætti barna- og menntamálaráðherra núverandi ríkisstjórnar undir forsæti Kristrúnar Frostadóttur. Þegar rýnt er í sjónarspilið sem átti sér stað við afsögn Ástu Lóu úr embætti, þá er það fyrsta sem kemur upp í hugann hvort Ásta Lóa hafi framkvæmt eitthvað ólöglegt athæfi. Svarið er nei. Ásta Lóa framkvæmdi ekkert ólöglegt athæfi. Hún eignaðist barn og það er ekki ólöglegt athæfi. Braut Ásta Lóa á móti siðasregum ráðherra með því að hafa átt barn með sjálfráða einstaklingi og hún einnig sjálfráða. Nei. Hvað gerðist eiginlega? Búmm! Á einu augnabliki kom fram í fréttum RÚV að Ásta Lóa hafði eignast barn þegar hún var tuttugu og tveggja ára gömul. Framámenn ríkisstjórnarinnar fá risafréttir úr fjölmiðli allra landsmanna, RÚV, að fjandinn sé laus. Barna- og menntamálaráðherra hafi ekki bara brotið siðareglur ráðherra háttvirtrar ríkisstjórnar, heldur hafi hún einnig brotið landslög. Niðurstaða: Valkyrjurnar klikkuðu í að bakka upp kollega sinn. Hvílík svívirða! Að sitja við sama borð og bjóða samstarfsmanni sínum upp á japanskt „harakiri“ í beinni útsendingu. Hvílíkt sjónarspil! Ykkur verður kannski fyrirgefið vegna reynsluleysis og tilburðum um að reyna með öllum ráðum að halda velli sem samstæð ríkisstjórn. Hver veit. Einar Steingrímsson, túlkun þín á svívirðu RÚV er réttlætanleg. Það verða að koma einhverjir eftirmálar af þessari falsfrétt. Einar þú bendir réttilega á bestu lausn. Ég bíð einnig eftir afsögn tveggja háttvirtra einstaklinga, starfsmanna RÚV. Í framhaldi af þessu langar mig til að birta tölvupóst sem ég sendi formanni Flokks fólksins af þessu tilefni. „Sæl Inga. Eyjólfur Pétur Hafstein heiti ég og er eftirlaunaþegi á sjötugasta og fimmta aldursári. Tilgangur minn með þessu bréfkorni er að fá þig til að hugsa aðeins um stöðu Ástu Lóu innan þingflokks Flokks fólksins. Ég vil meina að það hafi bæði verið hræðsla og fljótfærni sem hafi ráðið úrslitum um að Ásta Lóa hvarf frá störfum sem ráðherra mennta- og barnamála ríkisstjórnarinnar. Í fyrsta lagi var það fljótfærni Ástu Lóu að segja af sér ráðherradómi. Ásta Lóa hefur fundið fyrir gífurlegri pressu úr öllum áttum og í því augnabliki ákveðið að réttast væri fyrir sig að „bregðast“ engum með því að fórna sjálfri sér og sínum stóru pólitísku draumum, þeim draumum sem hún brann svo fyrir. Ásta Lóa vildi ekki bregðast Flokki fólksins og ekki eyðileggja það mikla starf sem áunnist hafði við myndun ríkisstjórnarinnar. Það sem Ásta Lóa hafði til „saka unnið“ var að hafa eignast barn á unga aldri. Hún braut engin lög, hún særði ekki siðferðiskennd nokkurs manns, ekki alla vega þeirra sem eldri eru og hafa marga fjöruna sopið. Aðeins þeir sem vildu Flokki fólksins og nýju ríkisstjórninni allt til miska notuðu tækifærið til þess að skammast út í atvikið. Ég sá aldrei merki um að fólk vildi persónu Ástu Lóu nokkuð illt, nema ef væri í pólitískum tilgangi. Um svipað leiti og drengur Ástu Lóu fæddist, kannski örlítið fyrr var viðtal í einu af dagblöðunum við litlu systur mína um hvernig það væri að vera yngsta amma landsins aðeins 29 ára gömul! Ég skrifa þér þetta bréfkorn vegna þess að ég þekki vel til kosta Ástu Lóu sem kennara og samstarfsmanns. Við Ásta Lóa störfuðum saman við Árbæjarskóla um tíma bæði sem kennarar. Ég er menntaður kennari, auk þess get ég titlað mig sem sérfræðing í uppeldis- og kennslufræði, þar sem ég hef gengið í gegnum doktorsnám við Uppsala háskóla í Svíþjóð. Á þessum tíma var ég fagstjóri í stærðfræði og Ásta Lóa leitaði stundum til mín og bað mig um að hjálpa sér við að útskýra nokkur stærðfræðidæmi sem hún hafði gleymt hvernig leysa ætti. Hún gekk sallaróleg inn í stofu til mín þar sem ég var að kenna, settist við kennaraborðið og bað mig um að hjálpa sér. Það skipti hana engu máli hvort krakkarnir mínir kæmust að því að hún „kynni“ ekki að leysa dæmin, Hún vildi bara fá skýringu í hvelli svo hún gæti útskýrt fyrir nemandanum sem beið hennar í lesverinu hvernig leysa ætti dæmið. Svona er Ásta Lóa, alltaf tilbúin að hjálpa og ekki að fela fyrir neinum það að hún gæti ekki leyst þrautina. Það sem Ástu Lóu langaði að gera, sem ráðherra, var meðal annars að valdefla kennara. Kennarar eru stundum eins og lítil peð sem fátt geta gert ef eitthvað bjátar á. Stundum eins og á milli steins og sleggju, foreldra og skólastjórnenda. Og þegar skólastjórnendur eru eins og viljalaust verkfæri í höndum ákveðinna og sterkra foreldra, er ekki mikils stuðnings að vænta fyrir kennara frá skólastjórnendum, yfirmönnum þeirra. Annað var það sem hún vildi koma í verk sem ráðherra. Það var að setja strangar reglur á símanotkun grunnskólanemenda á skólatímum, auk fjölda annara hluta. Ég verð að segja eins og er að þeir sem sitja í forsvari fagráðuneyta eins og til dæmis barna- og menntamálaráðuneytisins, verða að hafa bein í nefinu og fulla reynslu af kennslu og skólastarfi. Ef ekki, þá er hætta á að þeir detti út sem brautryðjendur fyrir nýjar og betri stefnur í menntamálum þjóðarinnar og eftirláti það brautryðjendastarf í hendur misvitra embættismanna ráðuneytisins. Jæja Inga mín, ég ætla ekki að hafa þetta lengra að sinni. Aðeins að nefna það að fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis er mjög hæf í embætti ráðherra barna- og menntamála, hún hefur þá yfirsýn og reynslu sem þarf til að valda þessu starfi. Hún er eini kandidat Flokks fólksins sem ræður við þetta mikilvæga verkefni (að öllum öðrum ólöstuðum). Með virðingu og velvilja.“ Höfundur er fyrrverandi kennari og sérfræðingur í menntamálum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Í framhaldi af góðri grein frá Einari Steingrímssyni í skoðunardálki Vísis langar mig að bæta við nokkrum orðum. Einar er slunginn við að skynja vilja meirihluta landsmanna í fjölmörgum málefnum, þar á meðal í sjónarspilinu mikla, sem átti sér stað við afsögn Ásthildar Lóu úr embætti barna- og menntamálaráðherra núverandi ríkisstjórnar undir forsæti Kristrúnar Frostadóttur. Þegar rýnt er í sjónarspilið sem átti sér stað við afsögn Ástu Lóu úr embætti, þá er það fyrsta sem kemur upp í hugann hvort Ásta Lóa hafi framkvæmt eitthvað ólöglegt athæfi. Svarið er nei. Ásta Lóa framkvæmdi ekkert ólöglegt athæfi. Hún eignaðist barn og það er ekki ólöglegt athæfi. Braut Ásta Lóa á móti siðasregum ráðherra með því að hafa átt barn með sjálfráða einstaklingi og hún einnig sjálfráða. Nei. Hvað gerðist eiginlega? Búmm! Á einu augnabliki kom fram í fréttum RÚV að Ásta Lóa hafði eignast barn þegar hún var tuttugu og tveggja ára gömul. Framámenn ríkisstjórnarinnar fá risafréttir úr fjölmiðli allra landsmanna, RÚV, að fjandinn sé laus. Barna- og menntamálaráðherra hafi ekki bara brotið siðareglur ráðherra háttvirtrar ríkisstjórnar, heldur hafi hún einnig brotið landslög. Niðurstaða: Valkyrjurnar klikkuðu í að bakka upp kollega sinn. Hvílík svívirða! Að sitja við sama borð og bjóða samstarfsmanni sínum upp á japanskt „harakiri“ í beinni útsendingu. Hvílíkt sjónarspil! Ykkur verður kannski fyrirgefið vegna reynsluleysis og tilburðum um að reyna með öllum ráðum að halda velli sem samstæð ríkisstjórn. Hver veit. Einar Steingrímsson, túlkun þín á svívirðu RÚV er réttlætanleg. Það verða að koma einhverjir eftirmálar af þessari falsfrétt. Einar þú bendir réttilega á bestu lausn. Ég bíð einnig eftir afsögn tveggja háttvirtra einstaklinga, starfsmanna RÚV. Í framhaldi af þessu langar mig til að birta tölvupóst sem ég sendi formanni Flokks fólksins af þessu tilefni. „Sæl Inga. Eyjólfur Pétur Hafstein heiti ég og er eftirlaunaþegi á sjötugasta og fimmta aldursári. Tilgangur minn með þessu bréfkorni er að fá þig til að hugsa aðeins um stöðu Ástu Lóu innan þingflokks Flokks fólksins. Ég vil meina að það hafi bæði verið hræðsla og fljótfærni sem hafi ráðið úrslitum um að Ásta Lóa hvarf frá störfum sem ráðherra mennta- og barnamála ríkisstjórnarinnar. Í fyrsta lagi var það fljótfærni Ástu Lóu að segja af sér ráðherradómi. Ásta Lóa hefur fundið fyrir gífurlegri pressu úr öllum áttum og í því augnabliki ákveðið að réttast væri fyrir sig að „bregðast“ engum með því að fórna sjálfri sér og sínum stóru pólitísku draumum, þeim draumum sem hún brann svo fyrir. Ásta Lóa vildi ekki bregðast Flokki fólksins og ekki eyðileggja það mikla starf sem áunnist hafði við myndun ríkisstjórnarinnar. Það sem Ásta Lóa hafði til „saka unnið“ var að hafa eignast barn á unga aldri. Hún braut engin lög, hún særði ekki siðferðiskennd nokkurs manns, ekki alla vega þeirra sem eldri eru og hafa marga fjöruna sopið. Aðeins þeir sem vildu Flokki fólksins og nýju ríkisstjórninni allt til miska notuðu tækifærið til þess að skammast út í atvikið. Ég sá aldrei merki um að fólk vildi persónu Ástu Lóu nokkuð illt, nema ef væri í pólitískum tilgangi. Um svipað leiti og drengur Ástu Lóu fæddist, kannski örlítið fyrr var viðtal í einu af dagblöðunum við litlu systur mína um hvernig það væri að vera yngsta amma landsins aðeins 29 ára gömul! Ég skrifa þér þetta bréfkorn vegna þess að ég þekki vel til kosta Ástu Lóu sem kennara og samstarfsmanns. Við Ásta Lóa störfuðum saman við Árbæjarskóla um tíma bæði sem kennarar. Ég er menntaður kennari, auk þess get ég titlað mig sem sérfræðing í uppeldis- og kennslufræði, þar sem ég hef gengið í gegnum doktorsnám við Uppsala háskóla í Svíþjóð. Á þessum tíma var ég fagstjóri í stærðfræði og Ásta Lóa leitaði stundum til mín og bað mig um að hjálpa sér við að útskýra nokkur stærðfræðidæmi sem hún hafði gleymt hvernig leysa ætti. Hún gekk sallaróleg inn í stofu til mín þar sem ég var að kenna, settist við kennaraborðið og bað mig um að hjálpa sér. Það skipti hana engu máli hvort krakkarnir mínir kæmust að því að hún „kynni“ ekki að leysa dæmin, Hún vildi bara fá skýringu í hvelli svo hún gæti útskýrt fyrir nemandanum sem beið hennar í lesverinu hvernig leysa ætti dæmið. Svona er Ásta Lóa, alltaf tilbúin að hjálpa og ekki að fela fyrir neinum það að hún gæti ekki leyst þrautina. Það sem Ástu Lóu langaði að gera, sem ráðherra, var meðal annars að valdefla kennara. Kennarar eru stundum eins og lítil peð sem fátt geta gert ef eitthvað bjátar á. Stundum eins og á milli steins og sleggju, foreldra og skólastjórnenda. Og þegar skólastjórnendur eru eins og viljalaust verkfæri í höndum ákveðinna og sterkra foreldra, er ekki mikils stuðnings að vænta fyrir kennara frá skólastjórnendum, yfirmönnum þeirra. Annað var það sem hún vildi koma í verk sem ráðherra. Það var að setja strangar reglur á símanotkun grunnskólanemenda á skólatímum, auk fjölda annara hluta. Ég verð að segja eins og er að þeir sem sitja í forsvari fagráðuneyta eins og til dæmis barna- og menntamálaráðuneytisins, verða að hafa bein í nefinu og fulla reynslu af kennslu og skólastarfi. Ef ekki, þá er hætta á að þeir detti út sem brautryðjendur fyrir nýjar og betri stefnur í menntamálum þjóðarinnar og eftirláti það brautryðjendastarf í hendur misvitra embættismanna ráðuneytisins. Jæja Inga mín, ég ætla ekki að hafa þetta lengra að sinni. Aðeins að nefna það að fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis er mjög hæf í embætti ráðherra barna- og menntamála, hún hefur þá yfirsýn og reynslu sem þarf til að valda þessu starfi. Hún er eini kandidat Flokks fólksins sem ræður við þetta mikilvæga verkefni (að öllum öðrum ólöstuðum). Með virðingu og velvilja.“ Höfundur er fyrrverandi kennari og sérfræðingur í menntamálum
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun