Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir og Elín Oddný Sigurðardóttir skrifa 22. desember 2025 08:00 Íslenskir friðarsinnar hafa efnt til friðargöngu niður Laugaveginn á Þorláksmessu síðastliðin 45 ár en fyrsta gangan var á farin árið 1980. Árlega tekur fjöldi fólks sér hlé frá jólastressinu til að leggja sitt af mörkum og taka undir kröfuna um frið og afvopnun í heiminum og eiga sannkallaða friðarstund. Fyrstu þrjú árin stóðu Samtök herstöðvaandstæðinga fyrir Þorláksmessugöngum og voru þær helgaðar baráttunni gegn kjarnorkuvá og til að vekja athygli á hættunni á gjöreyðingarstríði. Snemma á níunda áratugnum voru stofnaðar margar friðarhreyfingar hér á landi og mynduðu þær saman Samstarfshóp friðarhreyfinga sem hefur skipulagt göngurnar æ síðan. Friðargöngur eru einnig árlega á sama tíma á Akureyri og Ísafirði. Frá upphafi var baráttan gegn kjarnorkuvopnum meðal annars á höfunum umhverfis Ísland mjög áberandi. Eftir fall Sovétríkjanna og lok Kalda stríðsins töldu margir að friðsamlegra yrði í heiminum en sú varð því miður ekki raunin. Kjarnorkuafvopnun stórveldanna gekk hægt og stríð brutust út víða meðal annars í Evrópu. Friðarsinnar fengu því ótal tilefni til að benda á og mótmæla stríðsátökum og drápum á óbreyttum borgurum víða um heim. Á Þorláksmessu 1990 var til dæmis lýst áhyggjum vegna innrásar Íraka í Kúveit og aukinnar hættu á styrjöld við Persaflóa sem braust út ári seinna. Á tíunda áratugnum voru stríðsátök í fyrrum Júgóslavíu fordæmd og heræfingum á Íslandi mótmælt. Þá var einnig vakin athygli á kjarnorkusprengingum Frakka, Indverja og Pakistana. Stríðunum í Afganistan og Írak í byrjun þessarar aldar var mótmælt og hvatt til þess að friðsamlegar lausnir yrðu fundnar. Á Þorláksmessu 2001 var því mótmælt að hryðjuverkamaðurinn Sharon stjórnaði Ísrael í skjóli Bandaríkjastjórnar. Ástandið í Palestínu gerði það að verkum að ekki væri lengur hægt að taka heilshugar undir jólasálminn “Bjart er yfir Betlehem”. Eins og allir vita átti ástandið í Palestínu eftir að versna enn meira og enda með þjóðarmorði Ísraelshers á íbúum Gaza. Málstaður friðar skiptir ekki síður máli í dag en fyrir fjörutíu og fimm árum þegar gangan var fyrst gengin. Stríðsátök geysa víða í heiminum og þjóðarmorð er framið í beinni útsendingu fjölmiðla. Óheyrilegum fjárhæðum er enn sóað í vígvæðingu og ekkert lát virðist vera á hernaðarátökum um allan heim. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur boðað stóraukin útgjöld til hernaðarmála, þvert gegn vilja íslensks almennings. Friðarsinnar benda á að friður verður aldrei tryggður með vopnum og aukin vígvæðing eykur aðeins hættuna á stríði. Við bendum á að friðsamlegar lausnir eru einu lausnirnar sem duga. Gengið verður á þremur stöðum þann 23.desember. Í Reykjavík verður safnast saman á Hlemmi frá klukkan 17:45 þar sem friðarhreyfingarnar selja göngufólki rafkerti og þaðan verður gengið niður á Austurvöll. Á Akureyri verður gengið frá Samkomuhúsinu á Ráðhústorg og á Ísafirði frá Ísafjarðarkirkju að Silfurtorgi. Allar göngurnar leggja af stað klukkan 18. Fh. Samstarfshóps Friðarhreyfinga Ingibjörg Haraldsdóttir, formaður Samstarfshóps FriðarhreyfingaElín Oddný Sigurðardóttir, stjórnarmeðlimur Samstarfshóps Friðarhreyfinga Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskir friðarsinnar hafa efnt til friðargöngu niður Laugaveginn á Þorláksmessu síðastliðin 45 ár en fyrsta gangan var á farin árið 1980. Árlega tekur fjöldi fólks sér hlé frá jólastressinu til að leggja sitt af mörkum og taka undir kröfuna um frið og afvopnun í heiminum og eiga sannkallaða friðarstund. Fyrstu þrjú árin stóðu Samtök herstöðvaandstæðinga fyrir Þorláksmessugöngum og voru þær helgaðar baráttunni gegn kjarnorkuvá og til að vekja athygli á hættunni á gjöreyðingarstríði. Snemma á níunda áratugnum voru stofnaðar margar friðarhreyfingar hér á landi og mynduðu þær saman Samstarfshóp friðarhreyfinga sem hefur skipulagt göngurnar æ síðan. Friðargöngur eru einnig árlega á sama tíma á Akureyri og Ísafirði. Frá upphafi var baráttan gegn kjarnorkuvopnum meðal annars á höfunum umhverfis Ísland mjög áberandi. Eftir fall Sovétríkjanna og lok Kalda stríðsins töldu margir að friðsamlegra yrði í heiminum en sú varð því miður ekki raunin. Kjarnorkuafvopnun stórveldanna gekk hægt og stríð brutust út víða meðal annars í Evrópu. Friðarsinnar fengu því ótal tilefni til að benda á og mótmæla stríðsátökum og drápum á óbreyttum borgurum víða um heim. Á Þorláksmessu 1990 var til dæmis lýst áhyggjum vegna innrásar Íraka í Kúveit og aukinnar hættu á styrjöld við Persaflóa sem braust út ári seinna. Á tíunda áratugnum voru stríðsátök í fyrrum Júgóslavíu fordæmd og heræfingum á Íslandi mótmælt. Þá var einnig vakin athygli á kjarnorkusprengingum Frakka, Indverja og Pakistana. Stríðunum í Afganistan og Írak í byrjun þessarar aldar var mótmælt og hvatt til þess að friðsamlegar lausnir yrðu fundnar. Á Þorláksmessu 2001 var því mótmælt að hryðjuverkamaðurinn Sharon stjórnaði Ísrael í skjóli Bandaríkjastjórnar. Ástandið í Palestínu gerði það að verkum að ekki væri lengur hægt að taka heilshugar undir jólasálminn “Bjart er yfir Betlehem”. Eins og allir vita átti ástandið í Palestínu eftir að versna enn meira og enda með þjóðarmorði Ísraelshers á íbúum Gaza. Málstaður friðar skiptir ekki síður máli í dag en fyrir fjörutíu og fimm árum þegar gangan var fyrst gengin. Stríðsátök geysa víða í heiminum og þjóðarmorð er framið í beinni útsendingu fjölmiðla. Óheyrilegum fjárhæðum er enn sóað í vígvæðingu og ekkert lát virðist vera á hernaðarátökum um allan heim. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur boðað stóraukin útgjöld til hernaðarmála, þvert gegn vilja íslensks almennings. Friðarsinnar benda á að friður verður aldrei tryggður með vopnum og aukin vígvæðing eykur aðeins hættuna á stríði. Við bendum á að friðsamlegar lausnir eru einu lausnirnar sem duga. Gengið verður á þremur stöðum þann 23.desember. Í Reykjavík verður safnast saman á Hlemmi frá klukkan 17:45 þar sem friðarhreyfingarnar selja göngufólki rafkerti og þaðan verður gengið niður á Austurvöll. Á Akureyri verður gengið frá Samkomuhúsinu á Ráðhústorg og á Ísafirði frá Ísafjarðarkirkju að Silfurtorgi. Allar göngurnar leggja af stað klukkan 18. Fh. Samstarfshóps Friðarhreyfinga Ingibjörg Haraldsdóttir, formaður Samstarfshóps FriðarhreyfingaElín Oddný Sigurðardóttir, stjórnarmeðlimur Samstarfshóps Friðarhreyfinga
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar