Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar 18. nóvember 2024 16:31 Ekki er liðin vika frá því að ég skoraði á stjórnmálaflokkana, í skoðanagrein hér, að setja velferð dýra á meðal oddamála fyrir komandi kosningar. Þeir hafa ekki þorað því utan eins núna. Ég átti ekki nokkra von á viðbrögðum þó ég hafi rökstutt það með því að vísan í elju Tryggva Gunnarssonar þingmanns um þar síðustu aldamót. Tryggvi kom dýravernd bókstaflega í gang á Íslandi á opinberum vettvangi. Fyrstu íslensku dýraverndarlögin má heita að séu verk hans og hann kallaði einmitt konur til verka, þær hefðu sanna tilfinningu fyrir dýravernd. Ég nærri hopaði hæð mína í lofti þegar ég opna netið eftir hádegi í dag og sé að eðalkratinn Þórunn Sveinbjarnardóttir frambjóðandi hefur skrifað skoðanagrein á visir.is um mikilvægi velferðar dýra. Í greininni drepur hún á nokkrum mikilvægum atriðum sem komandi þing má til með að taka á því dýravernd á Íslandi er á brauðfótum. Áhugaleysi síðustu ríkisstjórnar algert og eftirlit með eftirlitsaðilanum Matvælastofnun ekkert. Ég leyfi mér að segja að VG séu nú að verða fyrir barðinu á því og ekki er ris íhaldsins og framsóknar hátt, sem betur fer. Svo langt gekk sú slaka stjórn, óvinveitt dýravernd, að hún var samþykk því að það væri í lagi að murka líf úr hvölum byggt á lögum sem ættu með réttu heima á Grund. Einkum hefur þó einn íhaldsframbjóðandi hamrað á þeirri rökleysu og ekki er aðstoðarmaður forsætisráðherra í Matvælaráðuneytinu skárri. Að sama skapi setti hún engar hindranir á þjáningar blóðmera svo fátt eitt sé nefnt. - Ekki nokkur samúð með dýrum. Ég hef skrifað það áður að mér dytti ekki í hug að fara á kjörstað ef engin stjórnmálaflokkur nennir að ræða velferð dýra fyrir komandi kosningar. Það hefur einfaldlega verið prinsipp mál hjá mér. - Á því verður breyting nú. Ég mun berjast fyrir því að Þórunn nái þingsæti í mínu kjördæmi, með því að fara á kjörstað. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Árnason Dýraheilbrigði Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skoðun Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Ekki er liðin vika frá því að ég skoraði á stjórnmálaflokkana, í skoðanagrein hér, að setja velferð dýra á meðal oddamála fyrir komandi kosningar. Þeir hafa ekki þorað því utan eins núna. Ég átti ekki nokkra von á viðbrögðum þó ég hafi rökstutt það með því að vísan í elju Tryggva Gunnarssonar þingmanns um þar síðustu aldamót. Tryggvi kom dýravernd bókstaflega í gang á Íslandi á opinberum vettvangi. Fyrstu íslensku dýraverndarlögin má heita að séu verk hans og hann kallaði einmitt konur til verka, þær hefðu sanna tilfinningu fyrir dýravernd. Ég nærri hopaði hæð mína í lofti þegar ég opna netið eftir hádegi í dag og sé að eðalkratinn Þórunn Sveinbjarnardóttir frambjóðandi hefur skrifað skoðanagrein á visir.is um mikilvægi velferðar dýra. Í greininni drepur hún á nokkrum mikilvægum atriðum sem komandi þing má til með að taka á því dýravernd á Íslandi er á brauðfótum. Áhugaleysi síðustu ríkisstjórnar algert og eftirlit með eftirlitsaðilanum Matvælastofnun ekkert. Ég leyfi mér að segja að VG séu nú að verða fyrir barðinu á því og ekki er ris íhaldsins og framsóknar hátt, sem betur fer. Svo langt gekk sú slaka stjórn, óvinveitt dýravernd, að hún var samþykk því að það væri í lagi að murka líf úr hvölum byggt á lögum sem ættu með réttu heima á Grund. Einkum hefur þó einn íhaldsframbjóðandi hamrað á þeirri rökleysu og ekki er aðstoðarmaður forsætisráðherra í Matvælaráðuneytinu skárri. Að sama skapi setti hún engar hindranir á þjáningar blóðmera svo fátt eitt sé nefnt. - Ekki nokkur samúð með dýrum. Ég hef skrifað það áður að mér dytti ekki í hug að fara á kjörstað ef engin stjórnmálaflokkur nennir að ræða velferð dýra fyrir komandi kosningar. Það hefur einfaldlega verið prinsipp mál hjá mér. - Á því verður breyting nú. Ég mun berjast fyrir því að Þórunn nái þingsæti í mínu kjördæmi, með því að fara á kjörstað. Höfundur er lögfræðingur.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun