„Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. nóvember 2024 16:49 Arnar Pétursson, þjálfari Íslands. EPA-EFE/Beate Oma Dahle Arnar Pétursson er ánægður að hafa tilkynnt leikmannahóp fyrir komandi Evrópumót kvenna í handbolta sem Ísland tekur þátt í. Mótið hefst í lok mánaðar. Blaðamannafundur vegna leikmannahópsins átti upprunalega að fara fram í gær en var svo frestað með skömmum fyrirvara. Arnar segir frestunina ekki hafa með leikmannahópinn að gera og engar breytingar hafi orðið á honum á síðustu 24 tímum. „Þetta var ekki vandamál sem sneri að því. Nei, nei það urðu engar breytingar.“ Ísland er í riðli með Hollandi, Þýskalandi og Úkraínu á EM. Riðill Íslendinga verður leikinn í Innsbruck í Austurríki. Tvö efstu liðin komast áfram í milliriðla. Líkt og ávallt er komast ekki allir að og getur verið strembið að velja og hafna í hópinn. Því fylgja líka erfið símtöl til þeirra sem komast ekki með út. „Manni þykir vænt um þessar stelpur sem maður hefur unnið með í mörg ár. Þær vilja allar taka þátt í þessu og vera með. Það er erfitt að færa þessar fregnir en svona er þetta. Að sama skapi getur maður fagnað því að samkeppnin er að verða meiri og meiri,“ segir Arnar. Klippa: „Það er erfitt að færa þessar fregnir en svona er þetta“ Sandra Erlingsdóttir er ekki í hópnum en hún er nýbyrjuð að spila eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn í sumar. „Við kölluðum hana auðvitað heim í síðasta verkefni og hún lítur undravel út eftir ekki lengri tíma en þetta og er á mjög góðri leið. Hún hefði þurft kannski aðeins lengri tíma til að ná þessu og verður því eftir heima, því miður,“ segir Arnar. Dana Björg Guðmundsdóttir, vinstri hornamaður Volda í Noregi, er í hópnum en hún lék sína fyrstu landsleiki þegar Ísland vann Pólland í tvígang í síðasta mánuði. Sömu sögu er að segja af Katrínu Önnu Ásmundsdóttur, hægri hornamanni, en þær koma inn í stað Lilju Ágústsdóttur og Þóreyjar Önnu Ásgeirsdóttur frá HM í fyrra. „Við fáum þarna inn Katrínu Önnu sem hefur verið að gera mjög góða hluti með yngri landsliðum Íslands undanfarin mót. Hinu megin erum við að fá inn Dönu sem er auðvitað nýliði en kemur mjög fersk inn. Ég er mjög spennt að sjá þær á þessu móti,“ segir Arnar. Reynslumeiri leikmenn koma einnig inn í hópinn. Rut Jónsdóttir er í hópnum en hún lék með Íslandi á EM 2010 og 2012 og þá spilar Steinunn Björnsdóttir á sínu fyrsta stórmóti. „Báðar miklir karakterar og leiðtogar sem þekkja leikinn mjög vel. Það eru góð ára yfir þeim báðum, þær gefa mikið og gott af sér svo það er mjög sterkt að hafa þær þarna inni,“ segir Arnar. Elín Klara fær tækifæri á stóra sviðinu eftir grátleg örlög fyrir ári síðan.Vísir/Anton Brink Elín Klara Þorkelsdóttir er þá í leikmannahópnum en hún missti af HM í fyrra við grátlegar aðstæður þegar hún meiddist illa rétt fyrir mót. „Við fáum Elínu Klöru inn sem var ekki með á síðasta móti. Ég er bara spenntur fyrir því að takast á við þetta mót með þessum hópi sem ég er með í höndunum. Við getum horft til dæmis til miðjustöðunnar þar sem við erum með Elínu Klöru og Elínu Rósu sem hafa verið að stíga upp sem bestu leikmenn í deildinni hérna heima. Þetta er bara spennandi og skemmtilegt verkefni,“ segir Arnar. Viðtalið má sjá í heild að ofan. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Fótbolti Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Sport Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Enski boltinn Fleiri fréttir Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Sjá meira
Blaðamannafundur vegna leikmannahópsins átti upprunalega að fara fram í gær en var svo frestað með skömmum fyrirvara. Arnar segir frestunina ekki hafa með leikmannahópinn að gera og engar breytingar hafi orðið á honum á síðustu 24 tímum. „Þetta var ekki vandamál sem sneri að því. Nei, nei það urðu engar breytingar.“ Ísland er í riðli með Hollandi, Þýskalandi og Úkraínu á EM. Riðill Íslendinga verður leikinn í Innsbruck í Austurríki. Tvö efstu liðin komast áfram í milliriðla. Líkt og ávallt er komast ekki allir að og getur verið strembið að velja og hafna í hópinn. Því fylgja líka erfið símtöl til þeirra sem komast ekki með út. „Manni þykir vænt um þessar stelpur sem maður hefur unnið með í mörg ár. Þær vilja allar taka þátt í þessu og vera með. Það er erfitt að færa þessar fregnir en svona er þetta. Að sama skapi getur maður fagnað því að samkeppnin er að verða meiri og meiri,“ segir Arnar. Klippa: „Það er erfitt að færa þessar fregnir en svona er þetta“ Sandra Erlingsdóttir er ekki í hópnum en hún er nýbyrjuð að spila eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn í sumar. „Við kölluðum hana auðvitað heim í síðasta verkefni og hún lítur undravel út eftir ekki lengri tíma en þetta og er á mjög góðri leið. Hún hefði þurft kannski aðeins lengri tíma til að ná þessu og verður því eftir heima, því miður,“ segir Arnar. Dana Björg Guðmundsdóttir, vinstri hornamaður Volda í Noregi, er í hópnum en hún lék sína fyrstu landsleiki þegar Ísland vann Pólland í tvígang í síðasta mánuði. Sömu sögu er að segja af Katrínu Önnu Ásmundsdóttur, hægri hornamanni, en þær koma inn í stað Lilju Ágústsdóttur og Þóreyjar Önnu Ásgeirsdóttur frá HM í fyrra. „Við fáum þarna inn Katrínu Önnu sem hefur verið að gera mjög góða hluti með yngri landsliðum Íslands undanfarin mót. Hinu megin erum við að fá inn Dönu sem er auðvitað nýliði en kemur mjög fersk inn. Ég er mjög spennt að sjá þær á þessu móti,“ segir Arnar. Reynslumeiri leikmenn koma einnig inn í hópinn. Rut Jónsdóttir er í hópnum en hún lék með Íslandi á EM 2010 og 2012 og þá spilar Steinunn Björnsdóttir á sínu fyrsta stórmóti. „Báðar miklir karakterar og leiðtogar sem þekkja leikinn mjög vel. Það eru góð ára yfir þeim báðum, þær gefa mikið og gott af sér svo það er mjög sterkt að hafa þær þarna inni,“ segir Arnar. Elín Klara fær tækifæri á stóra sviðinu eftir grátleg örlög fyrir ári síðan.Vísir/Anton Brink Elín Klara Þorkelsdóttir er þá í leikmannahópnum en hún missti af HM í fyrra við grátlegar aðstæður þegar hún meiddist illa rétt fyrir mót. „Við fáum Elínu Klöru inn sem var ekki með á síðasta móti. Ég er bara spenntur fyrir því að takast á við þetta mót með þessum hópi sem ég er með í höndunum. Við getum horft til dæmis til miðjustöðunnar þar sem við erum með Elínu Klöru og Elínu Rósu sem hafa verið að stíga upp sem bestu leikmenn í deildinni hérna heima. Þetta er bara spennandi og skemmtilegt verkefni,“ segir Arnar. Viðtalið má sjá í heild að ofan.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Fótbolti Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Sport Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Enski boltinn Fleiri fréttir Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Sjá meira