„Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. nóvember 2024 16:49 Arnar Pétursson, þjálfari Íslands. EPA-EFE/Beate Oma Dahle Arnar Pétursson er ánægður að hafa tilkynnt leikmannahóp fyrir komandi Evrópumót kvenna í handbolta sem Ísland tekur þátt í. Mótið hefst í lok mánaðar. Blaðamannafundur vegna leikmannahópsins átti upprunalega að fara fram í gær en var svo frestað með skömmum fyrirvara. Arnar segir frestunina ekki hafa með leikmannahópinn að gera og engar breytingar hafi orðið á honum á síðustu 24 tímum. „Þetta var ekki vandamál sem sneri að því. Nei, nei það urðu engar breytingar.“ Ísland er í riðli með Hollandi, Þýskalandi og Úkraínu á EM. Riðill Íslendinga verður leikinn í Innsbruck í Austurríki. Tvö efstu liðin komast áfram í milliriðla. Líkt og ávallt er komast ekki allir að og getur verið strembið að velja og hafna í hópinn. Því fylgja líka erfið símtöl til þeirra sem komast ekki með út. „Manni þykir vænt um þessar stelpur sem maður hefur unnið með í mörg ár. Þær vilja allar taka þátt í þessu og vera með. Það er erfitt að færa þessar fregnir en svona er þetta. Að sama skapi getur maður fagnað því að samkeppnin er að verða meiri og meiri,“ segir Arnar. Klippa: „Það er erfitt að færa þessar fregnir en svona er þetta“ Sandra Erlingsdóttir er ekki í hópnum en hún er nýbyrjuð að spila eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn í sumar. „Við kölluðum hana auðvitað heim í síðasta verkefni og hún lítur undravel út eftir ekki lengri tíma en þetta og er á mjög góðri leið. Hún hefði þurft kannski aðeins lengri tíma til að ná þessu og verður því eftir heima, því miður,“ segir Arnar. Dana Björg Guðmundsdóttir, vinstri hornamaður Volda í Noregi, er í hópnum en hún lék sína fyrstu landsleiki þegar Ísland vann Pólland í tvígang í síðasta mánuði. Sömu sögu er að segja af Katrínu Önnu Ásmundsdóttur, hægri hornamanni, en þær koma inn í stað Lilju Ágústsdóttur og Þóreyjar Önnu Ásgeirsdóttur frá HM í fyrra. „Við fáum þarna inn Katrínu Önnu sem hefur verið að gera mjög góða hluti með yngri landsliðum Íslands undanfarin mót. Hinu megin erum við að fá inn Dönu sem er auðvitað nýliði en kemur mjög fersk inn. Ég er mjög spennt að sjá þær á þessu móti,“ segir Arnar. Reynslumeiri leikmenn koma einnig inn í hópinn. Rut Jónsdóttir er í hópnum en hún lék með Íslandi á EM 2010 og 2012 og þá spilar Steinunn Björnsdóttir á sínu fyrsta stórmóti. „Báðar miklir karakterar og leiðtogar sem þekkja leikinn mjög vel. Það eru góð ára yfir þeim báðum, þær gefa mikið og gott af sér svo það er mjög sterkt að hafa þær þarna inni,“ segir Arnar. Elín Klara fær tækifæri á stóra sviðinu eftir grátleg örlög fyrir ári síðan.Vísir/Anton Brink Elín Klara Þorkelsdóttir er þá í leikmannahópnum en hún missti af HM í fyrra við grátlegar aðstæður þegar hún meiddist illa rétt fyrir mót. „Við fáum Elínu Klöru inn sem var ekki með á síðasta móti. Ég er bara spenntur fyrir því að takast á við þetta mót með þessum hópi sem ég er með í höndunum. Við getum horft til dæmis til miðjustöðunnar þar sem við erum með Elínu Klöru og Elínu Rósu sem hafa verið að stíga upp sem bestu leikmenn í deildinni hérna heima. Þetta er bara spennandi og skemmtilegt verkefni,“ segir Arnar. Viðtalið má sjá í heild að ofan. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Körfubolti Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Sport Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Sjá meira
Blaðamannafundur vegna leikmannahópsins átti upprunalega að fara fram í gær en var svo frestað með skömmum fyrirvara. Arnar segir frestunina ekki hafa með leikmannahópinn að gera og engar breytingar hafi orðið á honum á síðustu 24 tímum. „Þetta var ekki vandamál sem sneri að því. Nei, nei það urðu engar breytingar.“ Ísland er í riðli með Hollandi, Þýskalandi og Úkraínu á EM. Riðill Íslendinga verður leikinn í Innsbruck í Austurríki. Tvö efstu liðin komast áfram í milliriðla. Líkt og ávallt er komast ekki allir að og getur verið strembið að velja og hafna í hópinn. Því fylgja líka erfið símtöl til þeirra sem komast ekki með út. „Manni þykir vænt um þessar stelpur sem maður hefur unnið með í mörg ár. Þær vilja allar taka þátt í þessu og vera með. Það er erfitt að færa þessar fregnir en svona er þetta. Að sama skapi getur maður fagnað því að samkeppnin er að verða meiri og meiri,“ segir Arnar. Klippa: „Það er erfitt að færa þessar fregnir en svona er þetta“ Sandra Erlingsdóttir er ekki í hópnum en hún er nýbyrjuð að spila eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn í sumar. „Við kölluðum hana auðvitað heim í síðasta verkefni og hún lítur undravel út eftir ekki lengri tíma en þetta og er á mjög góðri leið. Hún hefði þurft kannski aðeins lengri tíma til að ná þessu og verður því eftir heima, því miður,“ segir Arnar. Dana Björg Guðmundsdóttir, vinstri hornamaður Volda í Noregi, er í hópnum en hún lék sína fyrstu landsleiki þegar Ísland vann Pólland í tvígang í síðasta mánuði. Sömu sögu er að segja af Katrínu Önnu Ásmundsdóttur, hægri hornamanni, en þær koma inn í stað Lilju Ágústsdóttur og Þóreyjar Önnu Ásgeirsdóttur frá HM í fyrra. „Við fáum þarna inn Katrínu Önnu sem hefur verið að gera mjög góða hluti með yngri landsliðum Íslands undanfarin mót. Hinu megin erum við að fá inn Dönu sem er auðvitað nýliði en kemur mjög fersk inn. Ég er mjög spennt að sjá þær á þessu móti,“ segir Arnar. Reynslumeiri leikmenn koma einnig inn í hópinn. Rut Jónsdóttir er í hópnum en hún lék með Íslandi á EM 2010 og 2012 og þá spilar Steinunn Björnsdóttir á sínu fyrsta stórmóti. „Báðar miklir karakterar og leiðtogar sem þekkja leikinn mjög vel. Það eru góð ára yfir þeim báðum, þær gefa mikið og gott af sér svo það er mjög sterkt að hafa þær þarna inni,“ segir Arnar. Elín Klara fær tækifæri á stóra sviðinu eftir grátleg örlög fyrir ári síðan.Vísir/Anton Brink Elín Klara Þorkelsdóttir er þá í leikmannahópnum en hún missti af HM í fyrra við grátlegar aðstæður þegar hún meiddist illa rétt fyrir mót. „Við fáum Elínu Klöru inn sem var ekki með á síðasta móti. Ég er bara spenntur fyrir því að takast á við þetta mót með þessum hópi sem ég er með í höndunum. Við getum horft til dæmis til miðjustöðunnar þar sem við erum með Elínu Klöru og Elínu Rósu sem hafa verið að stíga upp sem bestu leikmenn í deildinni hérna heima. Þetta er bara spennandi og skemmtilegt verkefni,“ segir Arnar. Viðtalið má sjá í heild að ofan.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Körfubolti Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Sport Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Sjá meira