Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 9. nóvember 2024 18:02 "Lokum ehf-gatinu með aðferðum sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum til að koma í veg fyrir að launagreiðslur séu ranglega taldar fram sem fjármagnstekjur." Tilvitnaði textinn hér að ofan, er ein af tekjuöflunartillögum Samfylkingar í svokölluðu plani þeirra. Pípari eða annars konar sjálfstætt starfandi iðnaðarmaður sem stofnar ehf-félag um rekstur sinn, greiðir sér, samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Skattsins, laun upp á 817.000. kr. á mánuði í formi reiknaðs endurgjalds, sé hann einn eða með annan starfsmann í vinnu hjá sér. Aukist umsvif píparans svo mikið að hann þurfi að bæta við sig starfsmanni eða starfsmönnum, hækkar þetta reiknaða endurgjald, samkvæmt reglum sem einnig má finna á heimasíðu Skattsins. Af þessum 817.000 kr. fara 203.960 kr. í tekjuskatt og útsvar eða tæplega 25% af heildarlaununum. Af þessum launum greiðir svo félagið auðvitað tryggingargjald 6,35%. Þar sem þessi pípari, eigandi félagsins, vill eiga eithvað til efri áranna, ákveður hann að félagið greiði 10% af upphæði heildarlauna í mótframlag í lífeyrissjóð. Gjaldstofn tryggingargjaldsins verður því 817.000 kr. plús mótframlagið 81.700 kr. eða 898.700 kr. Tryggingargjaldið verður því 57.067 kr. Fari svo að téður pípari geti greitt sér út arð af rekstri ehf-félags síns, er það vegna þess að félagið er rekið með hagnaði. Að tekjur félagsins eru hærri en gjöld félagsins. Af hagnaði félagsins er greiddur 20% tekjuskattur lögaðila og svo 22% fjármagnstekjuskattur af arðinum. Það má halda því til haga, svona í framhjáhlaupi, að önnur tekjuöflunartillaga Samfylkingarnar gengur út á hækkun fjármagnstekjuskatt í 25%. Það er því ansi frjálsleg túlkun, þegar að Samfylkingin túlkar arðgreiðslur til eiganda ehf-félags vegna hagnaðar þess sem launatekjur. Enda eru arðgreiðslur, ekki hluti launakjara. Óíkt því sem að kaupréttur hlutabréfa í fyrirtækjum sannarlega er. Eins og formanni Samfylkingarnar ætti, af gefnu tilefni, nú að vera fullkunnugt um. Þessi frjálslega túlkun sýnir kannski bara fyrst og fremst að Samfylkingin er, þrátt fyrir að umbúðirnar eigi að sýna annað, bara klassískur gamaldags vinstri flokkur. Vinstri menn hafa gjarnan öfundast út í velgengni annarra en þeirra sjálfra og haft öll sín horn í síðu einkaframtaksins. Fyrir velgengni skuli ætíð refsað með hærri og nýjum sköttum! Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Kristinn Karl Brynjarsson Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Sjá meira
"Lokum ehf-gatinu með aðferðum sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum til að koma í veg fyrir að launagreiðslur séu ranglega taldar fram sem fjármagnstekjur." Tilvitnaði textinn hér að ofan, er ein af tekjuöflunartillögum Samfylkingar í svokölluðu plani þeirra. Pípari eða annars konar sjálfstætt starfandi iðnaðarmaður sem stofnar ehf-félag um rekstur sinn, greiðir sér, samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Skattsins, laun upp á 817.000. kr. á mánuði í formi reiknaðs endurgjalds, sé hann einn eða með annan starfsmann í vinnu hjá sér. Aukist umsvif píparans svo mikið að hann þurfi að bæta við sig starfsmanni eða starfsmönnum, hækkar þetta reiknaða endurgjald, samkvæmt reglum sem einnig má finna á heimasíðu Skattsins. Af þessum 817.000 kr. fara 203.960 kr. í tekjuskatt og útsvar eða tæplega 25% af heildarlaununum. Af þessum launum greiðir svo félagið auðvitað tryggingargjald 6,35%. Þar sem þessi pípari, eigandi félagsins, vill eiga eithvað til efri áranna, ákveður hann að félagið greiði 10% af upphæði heildarlauna í mótframlag í lífeyrissjóð. Gjaldstofn tryggingargjaldsins verður því 817.000 kr. plús mótframlagið 81.700 kr. eða 898.700 kr. Tryggingargjaldið verður því 57.067 kr. Fari svo að téður pípari geti greitt sér út arð af rekstri ehf-félags síns, er það vegna þess að félagið er rekið með hagnaði. Að tekjur félagsins eru hærri en gjöld félagsins. Af hagnaði félagsins er greiddur 20% tekjuskattur lögaðila og svo 22% fjármagnstekjuskattur af arðinum. Það má halda því til haga, svona í framhjáhlaupi, að önnur tekjuöflunartillaga Samfylkingarnar gengur út á hækkun fjármagnstekjuskatt í 25%. Það er því ansi frjálsleg túlkun, þegar að Samfylkingin túlkar arðgreiðslur til eiganda ehf-félags vegna hagnaðar þess sem launatekjur. Enda eru arðgreiðslur, ekki hluti launakjara. Óíkt því sem að kaupréttur hlutabréfa í fyrirtækjum sannarlega er. Eins og formanni Samfylkingarnar ætti, af gefnu tilefni, nú að vera fullkunnugt um. Þessi frjálslega túlkun sýnir kannski bara fyrst og fremst að Samfylkingin er, þrátt fyrir að umbúðirnar eigi að sýna annað, bara klassískur gamaldags vinstri flokkur. Vinstri menn hafa gjarnan öfundast út í velgengni annarra en þeirra sjálfra og haft öll sín horn í síðu einkaframtaksins. Fyrir velgengni skuli ætíð refsað með hærri og nýjum sköttum! Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar