Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. nóvember 2024 11:07 Kjörseðillinn í Maricopa er engin smásmíði að þessu sinni; tvö A4 blöð, prentuð báðum megin. Kosið er um forseta, þingmenn, ýmis embætti og nefndarsæti og fjölda tillagna, meðal annars er varða þungunarrof. AP/Matt York Allur viðbúnaður í Maricopa-sýslu í Arizona í Bandaríkjunum hefur verið aukinn fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í dag, eftir ásakanir um kosningasvindl 2020. Að sögn Nate Young, sem fer fyrir upplýsingamálum hjá skjaladeild sýslunnar, sem annast meðal annars utankjörfundaratkvæðagreiðslur, hefur verið unnið markvisst að því að upplýsa kjósendur um framkvæmd kosninganna. Hólmfríður Gísladóttir fréttamaður Vísis er stödd í Bandaríkjnum og mun flytja fréttir þaðan fram yfir forsetakosningar sem fara fram þriðjudaginn 5. nóvember. Á vefsíðu Maricopa má finna svör við ýmsum spurningum sem vöknuðu í kjölfar ásakana Repúblikana árið 2020 en að auki er nú streymt í beinni úr salnum þar sem talninginn fer fram og hægt að fylgjast með í gegnum yfir 20 myndavélar. Þá hafa starfsmenn sýslunnar unnið þrælsniðugt myndskeið, þar sem ferðalagi utankjörfundaratkvæðis er fylgt eftir, frá því að það er sent út og þar til það er talið. Hugað að öryggi kjósenda og starfsmanna Íbúar Maricopa-sýslu telja um 4,4 milljónir, eða um 62 prósent íbúa Arizona. Borgin Phoenix tilheyrir meðal annars Maricopa en sýslan er sú þriðja stærsta í Bandaríkjunum og fjölmennari en 24 ríki. Starfsmenn á kjördag verða tæplega 3.000 talsins en auk þess að auka enn frekar gagnsæi í talningarferlinu hefur verið unnið markvisst að því að tryggja öryggi þeirra og annarra á kjörstað, eftir að starfsmönnum var hótað 2020. Fá þeir meðal annars sérstaka þjálfun í viðbrögðum við ógnunum, auk þess sem sérstök miðstöð mun fylgjast með því sem fram fer á hinum ýmsu kjörstöðum og lögreglumenn frá ýmsum embættum, meðal annars Alríkislögreglunni, grípa inn í ef ástandið þykir ótryggt. Vegna áreitis hefur starfsmönnum verið ráðlagt að halda sig til hlés á samfélagsmiðlum yfir kosningarnar og þá hefur reglum verið breytt þannig að ekki er lengur hægt að fá aðgang að persónuupplýsingum starfsmanna, eins og áður var. Hér má finna frétt BBC um framkvæmd kosninganna í Maricopa. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Þeir stuðningsmenn Kamölu Harris og Donald Trump sem ég hef rætt við síðustu daga eiga þrennt sameiginlegt; þeim er umhugað um fjölskyldur sínar, eru sannfærðir um að sinn kandídat vinni og hugsa til þess með hryllingi að andstæðingurinn komist til valda. 4. nóvember 2024 11:26 Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump „Takk fyrir að bjarga lífi mínu!“ segir vinalegur maður á sextugsaldri um leið og hann skýst inn í hótel-lyftuna á leið niður í móttökuna. Hetjudáðin sem ég afrekaði var að troða fætinum á milli hurðanna þegar þær voru í þann mund að lokast svo maðurinn kæmist með. 3. nóvember 2024 12:16 „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir „Ég er bara komin með nóg af þessu,“ svarar ung kona á bak við afgreiðsluborðið á veitingastað nærri hótelinu mínu, þegar ég spyr hvers vegna hún ætlar ekki að kjósa. 2. nóvember 2024 15:03 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Að sögn Nate Young, sem fer fyrir upplýsingamálum hjá skjaladeild sýslunnar, sem annast meðal annars utankjörfundaratkvæðagreiðslur, hefur verið unnið markvisst að því að upplýsa kjósendur um framkvæmd kosninganna. Hólmfríður Gísladóttir fréttamaður Vísis er stödd í Bandaríkjnum og mun flytja fréttir þaðan fram yfir forsetakosningar sem fara fram þriðjudaginn 5. nóvember. Á vefsíðu Maricopa má finna svör við ýmsum spurningum sem vöknuðu í kjölfar ásakana Repúblikana árið 2020 en að auki er nú streymt í beinni úr salnum þar sem talninginn fer fram og hægt að fylgjast með í gegnum yfir 20 myndavélar. Þá hafa starfsmenn sýslunnar unnið þrælsniðugt myndskeið, þar sem ferðalagi utankjörfundaratkvæðis er fylgt eftir, frá því að það er sent út og þar til það er talið. Hugað að öryggi kjósenda og starfsmanna Íbúar Maricopa-sýslu telja um 4,4 milljónir, eða um 62 prósent íbúa Arizona. Borgin Phoenix tilheyrir meðal annars Maricopa en sýslan er sú þriðja stærsta í Bandaríkjunum og fjölmennari en 24 ríki. Starfsmenn á kjördag verða tæplega 3.000 talsins en auk þess að auka enn frekar gagnsæi í talningarferlinu hefur verið unnið markvisst að því að tryggja öryggi þeirra og annarra á kjörstað, eftir að starfsmönnum var hótað 2020. Fá þeir meðal annars sérstaka þjálfun í viðbrögðum við ógnunum, auk þess sem sérstök miðstöð mun fylgjast með því sem fram fer á hinum ýmsu kjörstöðum og lögreglumenn frá ýmsum embættum, meðal annars Alríkislögreglunni, grípa inn í ef ástandið þykir ótryggt. Vegna áreitis hefur starfsmönnum verið ráðlagt að halda sig til hlés á samfélagsmiðlum yfir kosningarnar og þá hefur reglum verið breytt þannig að ekki er lengur hægt að fá aðgang að persónuupplýsingum starfsmanna, eins og áður var. Hér má finna frétt BBC um framkvæmd kosninganna í Maricopa.
Hólmfríður Gísladóttir fréttamaður Vísis er stödd í Bandaríkjnum og mun flytja fréttir þaðan fram yfir forsetakosningar sem fara fram þriðjudaginn 5. nóvember.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Þeir stuðningsmenn Kamölu Harris og Donald Trump sem ég hef rætt við síðustu daga eiga þrennt sameiginlegt; þeim er umhugað um fjölskyldur sínar, eru sannfærðir um að sinn kandídat vinni og hugsa til þess með hryllingi að andstæðingurinn komist til valda. 4. nóvember 2024 11:26 Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump „Takk fyrir að bjarga lífi mínu!“ segir vinalegur maður á sextugsaldri um leið og hann skýst inn í hótel-lyftuna á leið niður í móttökuna. Hetjudáðin sem ég afrekaði var að troða fætinum á milli hurðanna þegar þær voru í þann mund að lokast svo maðurinn kæmist með. 3. nóvember 2024 12:16 „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir „Ég er bara komin með nóg af þessu,“ svarar ung kona á bak við afgreiðsluborðið á veitingastað nærri hótelinu mínu, þegar ég spyr hvers vegna hún ætlar ekki að kjósa. 2. nóvember 2024 15:03 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
„Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Þeir stuðningsmenn Kamölu Harris og Donald Trump sem ég hef rætt við síðustu daga eiga þrennt sameiginlegt; þeim er umhugað um fjölskyldur sínar, eru sannfærðir um að sinn kandídat vinni og hugsa til þess með hryllingi að andstæðingurinn komist til valda. 4. nóvember 2024 11:26
Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump „Takk fyrir að bjarga lífi mínu!“ segir vinalegur maður á sextugsaldri um leið og hann skýst inn í hótel-lyftuna á leið niður í móttökuna. Hetjudáðin sem ég afrekaði var að troða fætinum á milli hurðanna þegar þær voru í þann mund að lokast svo maðurinn kæmist með. 3. nóvember 2024 12:16
„Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir „Ég er bara komin með nóg af þessu,“ svarar ung kona á bak við afgreiðsluborðið á veitingastað nærri hótelinu mínu, þegar ég spyr hvers vegna hún ætlar ekki að kjósa. 2. nóvember 2024 15:03