Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. nóvember 2024 11:07 Kjörseðillinn í Maricopa er engin smásmíði að þessu sinni; tvö A4 blöð, prentuð báðum megin. Kosið er um forseta, þingmenn, ýmis embætti og nefndarsæti og fjölda tillagna, meðal annars er varða þungunarrof. AP/Matt York Allur viðbúnaður í Maricopa-sýslu í Arizona í Bandaríkjunum hefur verið aukinn fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í dag, eftir ásakanir um kosningasvindl 2020. Að sögn Nate Young, sem fer fyrir upplýsingamálum hjá skjaladeild sýslunnar, sem annast meðal annars utankjörfundaratkvæðagreiðslur, hefur verið unnið markvisst að því að upplýsa kjósendur um framkvæmd kosninganna. Hólmfríður Gísladóttir fréttamaður Vísis er stödd í Bandaríkjnum og mun flytja fréttir þaðan fram yfir forsetakosningar sem fara fram þriðjudaginn 5. nóvember. Á vefsíðu Maricopa má finna svör við ýmsum spurningum sem vöknuðu í kjölfar ásakana Repúblikana árið 2020 en að auki er nú streymt í beinni úr salnum þar sem talninginn fer fram og hægt að fylgjast með í gegnum yfir 20 myndavélar. Þá hafa starfsmenn sýslunnar unnið þrælsniðugt myndskeið, þar sem ferðalagi utankjörfundaratkvæðis er fylgt eftir, frá því að það er sent út og þar til það er talið. Hugað að öryggi kjósenda og starfsmanna Íbúar Maricopa-sýslu telja um 4,4 milljónir, eða um 62 prósent íbúa Arizona. Borgin Phoenix tilheyrir meðal annars Maricopa en sýslan er sú þriðja stærsta í Bandaríkjunum og fjölmennari en 24 ríki. Starfsmenn á kjördag verða tæplega 3.000 talsins en auk þess að auka enn frekar gagnsæi í talningarferlinu hefur verið unnið markvisst að því að tryggja öryggi þeirra og annarra á kjörstað, eftir að starfsmönnum var hótað 2020. Fá þeir meðal annars sérstaka þjálfun í viðbrögðum við ógnunum, auk þess sem sérstök miðstöð mun fylgjast með því sem fram fer á hinum ýmsu kjörstöðum og lögreglumenn frá ýmsum embættum, meðal annars Alríkislögreglunni, grípa inn í ef ástandið þykir ótryggt. Vegna áreitis hefur starfsmönnum verið ráðlagt að halda sig til hlés á samfélagsmiðlum yfir kosningarnar og þá hefur reglum verið breytt þannig að ekki er lengur hægt að fá aðgang að persónuupplýsingum starfsmanna, eins og áður var. Hér má finna frétt BBC um framkvæmd kosninganna í Maricopa. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Þeir stuðningsmenn Kamölu Harris og Donald Trump sem ég hef rætt við síðustu daga eiga þrennt sameiginlegt; þeim er umhugað um fjölskyldur sínar, eru sannfærðir um að sinn kandídat vinni og hugsa til þess með hryllingi að andstæðingurinn komist til valda. 4. nóvember 2024 11:26 Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump „Takk fyrir að bjarga lífi mínu!“ segir vinalegur maður á sextugsaldri um leið og hann skýst inn í hótel-lyftuna á leið niður í móttökuna. Hetjudáðin sem ég afrekaði var að troða fætinum á milli hurðanna þegar þær voru í þann mund að lokast svo maðurinn kæmist með. 3. nóvember 2024 12:16 „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir „Ég er bara komin með nóg af þessu,“ svarar ung kona á bak við afgreiðsluborðið á veitingastað nærri hótelinu mínu, þegar ég spyr hvers vegna hún ætlar ekki að kjósa. 2. nóvember 2024 15:03 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Sjá meira
Að sögn Nate Young, sem fer fyrir upplýsingamálum hjá skjaladeild sýslunnar, sem annast meðal annars utankjörfundaratkvæðagreiðslur, hefur verið unnið markvisst að því að upplýsa kjósendur um framkvæmd kosninganna. Hólmfríður Gísladóttir fréttamaður Vísis er stödd í Bandaríkjnum og mun flytja fréttir þaðan fram yfir forsetakosningar sem fara fram þriðjudaginn 5. nóvember. Á vefsíðu Maricopa má finna svör við ýmsum spurningum sem vöknuðu í kjölfar ásakana Repúblikana árið 2020 en að auki er nú streymt í beinni úr salnum þar sem talninginn fer fram og hægt að fylgjast með í gegnum yfir 20 myndavélar. Þá hafa starfsmenn sýslunnar unnið þrælsniðugt myndskeið, þar sem ferðalagi utankjörfundaratkvæðis er fylgt eftir, frá því að það er sent út og þar til það er talið. Hugað að öryggi kjósenda og starfsmanna Íbúar Maricopa-sýslu telja um 4,4 milljónir, eða um 62 prósent íbúa Arizona. Borgin Phoenix tilheyrir meðal annars Maricopa en sýslan er sú þriðja stærsta í Bandaríkjunum og fjölmennari en 24 ríki. Starfsmenn á kjördag verða tæplega 3.000 talsins en auk þess að auka enn frekar gagnsæi í talningarferlinu hefur verið unnið markvisst að því að tryggja öryggi þeirra og annarra á kjörstað, eftir að starfsmönnum var hótað 2020. Fá þeir meðal annars sérstaka þjálfun í viðbrögðum við ógnunum, auk þess sem sérstök miðstöð mun fylgjast með því sem fram fer á hinum ýmsu kjörstöðum og lögreglumenn frá ýmsum embættum, meðal annars Alríkislögreglunni, grípa inn í ef ástandið þykir ótryggt. Vegna áreitis hefur starfsmönnum verið ráðlagt að halda sig til hlés á samfélagsmiðlum yfir kosningarnar og þá hefur reglum verið breytt þannig að ekki er lengur hægt að fá aðgang að persónuupplýsingum starfsmanna, eins og áður var. Hér má finna frétt BBC um framkvæmd kosninganna í Maricopa.
Hólmfríður Gísladóttir fréttamaður Vísis er stödd í Bandaríkjnum og mun flytja fréttir þaðan fram yfir forsetakosningar sem fara fram þriðjudaginn 5. nóvember.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Þeir stuðningsmenn Kamölu Harris og Donald Trump sem ég hef rætt við síðustu daga eiga þrennt sameiginlegt; þeim er umhugað um fjölskyldur sínar, eru sannfærðir um að sinn kandídat vinni og hugsa til þess með hryllingi að andstæðingurinn komist til valda. 4. nóvember 2024 11:26 Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump „Takk fyrir að bjarga lífi mínu!“ segir vinalegur maður á sextugsaldri um leið og hann skýst inn í hótel-lyftuna á leið niður í móttökuna. Hetjudáðin sem ég afrekaði var að troða fætinum á milli hurðanna þegar þær voru í þann mund að lokast svo maðurinn kæmist með. 3. nóvember 2024 12:16 „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir „Ég er bara komin með nóg af þessu,“ svarar ung kona á bak við afgreiðsluborðið á veitingastað nærri hótelinu mínu, þegar ég spyr hvers vegna hún ætlar ekki að kjósa. 2. nóvember 2024 15:03 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Sjá meira
„Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Þeir stuðningsmenn Kamölu Harris og Donald Trump sem ég hef rætt við síðustu daga eiga þrennt sameiginlegt; þeim er umhugað um fjölskyldur sínar, eru sannfærðir um að sinn kandídat vinni og hugsa til þess með hryllingi að andstæðingurinn komist til valda. 4. nóvember 2024 11:26
Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump „Takk fyrir að bjarga lífi mínu!“ segir vinalegur maður á sextugsaldri um leið og hann skýst inn í hótel-lyftuna á leið niður í móttökuna. Hetjudáðin sem ég afrekaði var að troða fætinum á milli hurðanna þegar þær voru í þann mund að lokast svo maðurinn kæmist með. 3. nóvember 2024 12:16
„Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir „Ég er bara komin með nóg af þessu,“ svarar ung kona á bak við afgreiðsluborðið á veitingastað nærri hótelinu mínu, þegar ég spyr hvers vegna hún ætlar ekki að kjósa. 2. nóvember 2024 15:03
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“