Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Lovísa Arnardóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 5. nóvember 2024 06:51 Sex greiddu atkvæði í Dixville Knotch í nótt. Harris fékk þrjú atkvæði og Trump þrjú. Því var jafntefli. Vísir/Getty Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í dag í kosningum sem samkvæmt könnunum í það minnsta virðast ætla að verða á meðal þeirra mest spennandi í sögunni. Valið stendur á milli Demókratans Kamölu Harris og Repúblikanans Donalds Trump. Fyrstu kjörstaðir opna klukkan tíu að íslenskum tíma, en það er þó aðeins í nokkrum ríkjum enda klukkan ekki nema fimm um nótt þar á bæ. Nú þegar hafa um áttatíu milljónir manna kosið utan kjörfundar sem er sögulega mikið, ef kosningar í heimsfaraldri eru undanskildar þar sem mun fleiri gerðu slíkt. Í síðustu kosningum greiddu atkvæði um 160 milljónir manns. Frambjóðendurnir tveir eru enn á ferð og flugi þótt mið nótt sé nú komin þar sem þau eru. Trump var í miklu stuði í Grand Rapids í Michigan.Vísir/EPA Lokarallí Trumps fór fram í Grand Rapids í Michican, sem er eitt af sveifluríkjunum. Þar eyddi hann nokkru púðri í að úthúða keppinaut sínum og kallaði Harris meðal annars vinstrisinnaðan vitleysing. Hann var mjög sigurreifur í ræðu sinni og segist viss um að sigur hans verði sá mesti í pólitískri sögu Bandaríkjanna. Hvatti unga kjósendur á kjörstað Harris var hins vegar á rólegri nótum í sinni lokaræðu sem hún hélt í Fíladelfíu í Pennsylvaníu, sem er annað mikilvægt sveifluríki, sennilega það mikilvægasta. Hún vék varla orði að keppinaut sínum í ræðu sinni heldur undirstrikaði mikilvægi þess að fá unga kjósendur á kjörstað. Þá þakkaði hún stuðningsmönnum sínum fyrir baráttuna og sagði hana hafa sameinað fólk af öllum stigum lífsins og frá öllum ríkjum landsins. Kamala Harris hélt lokaræðu sína í Fíladelfíu þar sem Lady Gaga og Oprah Winfrey komu fram henni til stuðnings.Vísir/EPA Jafntefli í Dixville Notch Fyrstu niðurstöður úr smábænum Dixville Notch liggja nú fyrir en þar var jafntefli. Donald Trump og Kamala Harris fengu bæði þrjú atkvæði. Bærinn er við landamæri Kanda og hefur það verið hefð allt frá árinu 1960 að opna kjörstað þar á miðnætti og lýsa yfir úrslitum snemma. Á vef CNN segir að fjórir Repúblikanar hafi kosið í atkvæðagreiðslunni og tveir sem ekki hafa lýst yfir stuðningi við ákveðinn flokk. Í frétt CNN segir að hefð sé fyrir því að allir kjósendur bæjarins komi saman á hóteli í bænum til að kjósa á miðnætti um leið og kjörstaðurinn opnar. Um leið og allir eru búnir að kjósa eru atkvæði talin og niðurstaða kynnt, löngu áður en kjörstaðir opna annars staðar. Í Fulton sýslu var undirbúningur hafinn í gær vegna kosninganna sem fara fram í dag. Þar byrjaði starfsfólk að vinna úr utankjörfundaratkvæðum.Vísir/EPA Söguleg niðurstaða sama hvað Stjórnmálafræðingur sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að sama hvernig kosningarnar fara verði niðurstaðan söguleg. Segja má að Harris og Trump hafi verið hnífjöfn í könnunum frá upphafi og munurinn hefur bara minnkað eftir því sem hefur liðið á. „Það er ótrúlega skrítið að það sé ekki farið að draga meira í sundur með þeim. Ef við horfum meira á það hvernig fylgið er að þróast, miðað við stöðuna í morgun, lítur út fyrir að Harris sé aðeins að bæta við sig,“ sagði Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, í gær. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Kamala Harris Tengdar fréttir Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Unnar Steinn Sigurðsson, leiklistarnemi í New York, skellti sér á umtalaðan kosningafund Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og forsetaframbjóðanda, í Madison Square Garden á dögunum. Unnar segir upplifunina hafa verið óraunverulega. 4. nóvember 2024 23:01 Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Lögmaður America PAC, pólitísks aðgerðasjóðs auðjöfursins Elons Musk, sagði í dómsal í dag að svokallaðir sigurvegar milljón dala keppni, þar sem einn kjósandi í sveifluríki hefur fengið milljón dala á dag, séu ekki valdir af handahófi. Þess í stað séu „sigurvegararnir“ valdir sérstaklega til að verða talsmenn aðgerðasjóðsins. 4. nóvember 2024 22:01 „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Þeir stuðningsmenn Kamölu Harris og Donald Trump sem ég hef rætt við síðustu daga eiga þrennt sameiginlegt; þeim er umhugað um fjölskyldur sínar, eru sannfærðir um að sinn kandídat vinni og hugsa til þess með hryllingi að andstæðingurinn komist til valda. 4. nóvember 2024 11:26 Mest lesið „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Innlent Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Innlent Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Innlent Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Innlent Veita almenningi innsýn í fjölbreytt störf Innlent Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Innlent Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Innlent „Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur“ Innlent „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Innlent Fleiri fréttir Eru Rússar að hörfa frá Sýrlandi? Réttað yfir unglingi vegna „níðingsveiða“ Stakk sér í skorstein á flótta undan lögreglu Macron kynnir nýjan forsætisráðherra Gefur líka milljón í embættistökusjóð Trumps Tæplega hundrað eldflaugum og tvö hundruð drónum skotið að Úkraínu Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Búist við að Macron skipi forsætisráðherra í dag Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Sjá meira
Fyrstu kjörstaðir opna klukkan tíu að íslenskum tíma, en það er þó aðeins í nokkrum ríkjum enda klukkan ekki nema fimm um nótt þar á bæ. Nú þegar hafa um áttatíu milljónir manna kosið utan kjörfundar sem er sögulega mikið, ef kosningar í heimsfaraldri eru undanskildar þar sem mun fleiri gerðu slíkt. Í síðustu kosningum greiddu atkvæði um 160 milljónir manns. Frambjóðendurnir tveir eru enn á ferð og flugi þótt mið nótt sé nú komin þar sem þau eru. Trump var í miklu stuði í Grand Rapids í Michigan.Vísir/EPA Lokarallí Trumps fór fram í Grand Rapids í Michican, sem er eitt af sveifluríkjunum. Þar eyddi hann nokkru púðri í að úthúða keppinaut sínum og kallaði Harris meðal annars vinstrisinnaðan vitleysing. Hann var mjög sigurreifur í ræðu sinni og segist viss um að sigur hans verði sá mesti í pólitískri sögu Bandaríkjanna. Hvatti unga kjósendur á kjörstað Harris var hins vegar á rólegri nótum í sinni lokaræðu sem hún hélt í Fíladelfíu í Pennsylvaníu, sem er annað mikilvægt sveifluríki, sennilega það mikilvægasta. Hún vék varla orði að keppinaut sínum í ræðu sinni heldur undirstrikaði mikilvægi þess að fá unga kjósendur á kjörstað. Þá þakkaði hún stuðningsmönnum sínum fyrir baráttuna og sagði hana hafa sameinað fólk af öllum stigum lífsins og frá öllum ríkjum landsins. Kamala Harris hélt lokaræðu sína í Fíladelfíu þar sem Lady Gaga og Oprah Winfrey komu fram henni til stuðnings.Vísir/EPA Jafntefli í Dixville Notch Fyrstu niðurstöður úr smábænum Dixville Notch liggja nú fyrir en þar var jafntefli. Donald Trump og Kamala Harris fengu bæði þrjú atkvæði. Bærinn er við landamæri Kanda og hefur það verið hefð allt frá árinu 1960 að opna kjörstað þar á miðnætti og lýsa yfir úrslitum snemma. Á vef CNN segir að fjórir Repúblikanar hafi kosið í atkvæðagreiðslunni og tveir sem ekki hafa lýst yfir stuðningi við ákveðinn flokk. Í frétt CNN segir að hefð sé fyrir því að allir kjósendur bæjarins komi saman á hóteli í bænum til að kjósa á miðnætti um leið og kjörstaðurinn opnar. Um leið og allir eru búnir að kjósa eru atkvæði talin og niðurstaða kynnt, löngu áður en kjörstaðir opna annars staðar. Í Fulton sýslu var undirbúningur hafinn í gær vegna kosninganna sem fara fram í dag. Þar byrjaði starfsfólk að vinna úr utankjörfundaratkvæðum.Vísir/EPA Söguleg niðurstaða sama hvað Stjórnmálafræðingur sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að sama hvernig kosningarnar fara verði niðurstaðan söguleg. Segja má að Harris og Trump hafi verið hnífjöfn í könnunum frá upphafi og munurinn hefur bara minnkað eftir því sem hefur liðið á. „Það er ótrúlega skrítið að það sé ekki farið að draga meira í sundur með þeim. Ef við horfum meira á það hvernig fylgið er að þróast, miðað við stöðuna í morgun, lítur út fyrir að Harris sé aðeins að bæta við sig,“ sagði Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, í gær.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Kamala Harris Tengdar fréttir Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Unnar Steinn Sigurðsson, leiklistarnemi í New York, skellti sér á umtalaðan kosningafund Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og forsetaframbjóðanda, í Madison Square Garden á dögunum. Unnar segir upplifunina hafa verið óraunverulega. 4. nóvember 2024 23:01 Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Lögmaður America PAC, pólitísks aðgerðasjóðs auðjöfursins Elons Musk, sagði í dómsal í dag að svokallaðir sigurvegar milljón dala keppni, þar sem einn kjósandi í sveifluríki hefur fengið milljón dala á dag, séu ekki valdir af handahófi. Þess í stað séu „sigurvegararnir“ valdir sérstaklega til að verða talsmenn aðgerðasjóðsins. 4. nóvember 2024 22:01 „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Þeir stuðningsmenn Kamölu Harris og Donald Trump sem ég hef rætt við síðustu daga eiga þrennt sameiginlegt; þeim er umhugað um fjölskyldur sínar, eru sannfærðir um að sinn kandídat vinni og hugsa til þess með hryllingi að andstæðingurinn komist til valda. 4. nóvember 2024 11:26 Mest lesið „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Innlent Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Innlent Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Innlent Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Innlent Veita almenningi innsýn í fjölbreytt störf Innlent Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Innlent Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Innlent „Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur“ Innlent „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Innlent Fleiri fréttir Eru Rússar að hörfa frá Sýrlandi? Réttað yfir unglingi vegna „níðingsveiða“ Stakk sér í skorstein á flótta undan lögreglu Macron kynnir nýjan forsætisráðherra Gefur líka milljón í embættistökusjóð Trumps Tæplega hundrað eldflaugum og tvö hundruð drónum skotið að Úkraínu Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Búist við að Macron skipi forsætisráðherra í dag Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Sjá meira
Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Unnar Steinn Sigurðsson, leiklistarnemi í New York, skellti sér á umtalaðan kosningafund Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og forsetaframbjóðanda, í Madison Square Garden á dögunum. Unnar segir upplifunina hafa verið óraunverulega. 4. nóvember 2024 23:01
Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Lögmaður America PAC, pólitísks aðgerðasjóðs auðjöfursins Elons Musk, sagði í dómsal í dag að svokallaðir sigurvegar milljón dala keppni, þar sem einn kjósandi í sveifluríki hefur fengið milljón dala á dag, séu ekki valdir af handahófi. Þess í stað séu „sigurvegararnir“ valdir sérstaklega til að verða talsmenn aðgerðasjóðsins. 4. nóvember 2024 22:01
„Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Þeir stuðningsmenn Kamölu Harris og Donald Trump sem ég hef rætt við síðustu daga eiga þrennt sameiginlegt; þeim er umhugað um fjölskyldur sínar, eru sannfærðir um að sinn kandídat vinni og hugsa til þess með hryllingi að andstæðingurinn komist til valda. 4. nóvember 2024 11:26
Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Innlent
Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Innlent