Skoðun

Bob Marley og ís­lenskar kosningar

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar

Bob Marley er líklegast einn mesti friðarsinni síðustu áratugina ásamt John Lennon og Ghandi.

Bob Marley sá heiminn ekki eins og ,,Ég og þú."

Eða ,,Við og þeir."

Hann sá heiminn eins og ,,Ég og Ég."

Eining.

Hann sá heiminn sem einingu og barðist friðsamlega með tónlist sinni sem fjallaði mest um ást, frið og einingu mannkyns. Hann barðist friðsamlega með ástríðu sinni, sköpunargáfu og röddinni sinni. Með tónlist sinni.

Strákur sem fæddist í fátækt og varð vegna skilaboða sinna og karakters ein stærsta tónlistar og friðarstjarna plánetunnar.

Hann reyndi að vekja mannkynið upp á mjög erfiðum tímum, stríðstímum.

Og tónlist hann og skilaboð um frið og einingu eru ennþá að berast um jörðina þó hann sé farinn af jörðinni. Hann er ennþá að hafa áhrif á mannkynið til góðs vegna þess hvað hann skildi eftir sig.

Boðskap um frið, ást og einingu mannkyns.

Tónlist hans um frið, einingu og ást er spiluð á hverjum degi um alla jörðina og berst áfram til nýrra kynslóða.

,,Ég og Èg." ,,Ein spegilmynd."

,,Við erum öll eitt." - Bob Marley

Þannig leiðtoga þurfum við á Íslandi. Við þurfum leiðtoga sem sjá okkur öll sem eitt eins og Bob Marley.

Við þurfum leiðtoga sem hjálpar öllu landinu en ekki bara hlutum þess og ákveðnu fólki heldur öllum.

Við þurfum leiðtoga sem berjast fyrir réttlæti ALLRA.

Við þurfum leiðtoga sem berjast fyrir heilbrigðiskerfinu okkar, skólakerfinu, sköttum, húsnæðismálum og svo framvegis en tala bara ekki um það.

Við þurfum leiðtoga sem ,,gera" en ekki bara ,,tala."

Við þurfum leiðtoga sem hugsa:

,,Einn fyrir alla, allir fyrir einn."

Við þurfum leiðtoga sem hugsar um ÞIG en ekki bara ÞÁ.

Við þurfum leiðtoga með ástríðu eins og Bob Marley til að byggja landið upp á réttan og góðan hátt fyrir börnin okkar og komandi kynslóðir framtíðinnar.

Við þurfum leiðtoga sem sér sjálfan sig í Íslensku þjóðinni.

Við þurfum leiðtoga sem sameinar en aðskilur ekki.

Við þurfum leiðtoga sem ,,hefur þegar" sýnt okkur ástríðu sína, traust, metnað og vilja til að gera landið okkar betra allsstaðar.

Við þurfum leiðtoga sem sér sjálfan sig í þér og það er Inga Sæland og Flokkur fólksins.

Skoðaðu alla flokkana og síðustu tvö kjörtímabil og segðu að ég hafi rangt fyrir mér.

Við þurfum leiðtoga sem vinnur í lausnum en ekki hindrunum.

Við þurfum leiðtoga sem sér alla þjóðina í sér þegar hún horfir í spegil. Við þurfum friðarsinna og manneskju með ástríðu og kraft til að gera og breyta hlutunum til góðs en ekki bara tala um þá.

Við þurfum Ingu Sæland og Flokk Fólksins.

Við þurfum einingu en ekki sundrung.

Við þurfum einhvern sem berst fyrir ÞIG en ekki bara ÞÁ.

Við þurfum einhvern sem mætir á Alþingi og breytir hlutunum.

Veldu ÞIG og með því þá velur þú okkur öll.

Veldu Flokk Fólksins. Veldu ÞIG.

Höfundur er kjósandi Flokks fólksins.




Skoðun

Skoðun

Enginn á að vera hryggur um jólin

Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar

Skoðun

„Nei“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Sjá meira


×