Á lokametrunum í kosningabaráttu Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 4. nóvember 2024 06:48 Trump hélt í gær kosningafund í Lititz í Pennsylvaníu. Vísir/EPA Forsetaframbjóðendurnir bandarísku, þau Kamala Harris og Donald Trump eru nú á lokametrunum í kosningabaráttu sinni en á morgun ganga Bandaríkjamenn að kjörborðinu. Í gær þeyttust þau á milli sveifluríkjanna svokölluðu og komu fram á fjölmörgum viðburðum. Í gær hélt Trump því fram að nú þegar væru komnar fram vísbendingar um kosningsvindl, sérstaklega í Pennsylvaníu, einu mikilvægasta sveifluríkinu. Í því ríki eru utankjörfundaratkvæði leyfð og nú þegar hafa tæpar tvær milljónir manna nýtt sér það, en kjördagur er ekki almennur frídagur í Bandaríkjunum. Trump segir, án nokkurra sannanna, að þetta þýði aukið svindl í kosningunum. Hann segist á móti utankjörfundaratkvæðum og að réttast væri að kjósa á einum degi og tilkynna um úrslitin samdægurs. Hann kom einnig fram á fundum í Norður-Karólínu og Georgíu. Harris hefur hinsvegar verið að leggja áherslu á ástandið á Gasa-ströndinni og segist ætla gera allt sem í hennar valdi stendur til að koma á friði á svæðinu. Þetta sagði hún þegar hún kom við í Michigan í gær, en það er einmitt ríkið þar sem flestir bandaríkjamenn af arabískum uppruna búa. Allar kannanir benda til þess að afar lítill munur sé á frambjóðendunum, ekki síst í sveifluríkjunum umtöluðu og ljóst að það stefnir í afar spennandi kosninganótt á morgun. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Kamala Harris Tengdar fréttir Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump „Takk fyrir að bjarga lífi mínu!“ segir vinalegur maður á sextugsaldri um leið og hann skýst inn í hótel-lyftuna á leið niður í móttökuna. Hetjudáðin sem ég afrekaði var að troða fætinum á milli hurðanna þegar þær voru í þann mund að lokast svo maðurinn kæmist með. 3. nóvember 2024 12:16 Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Spennan magnast fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á þriðjudag. Ný skoðanakönnun á fylgi frambjóðendanna í Iowa hefur vakið athygli; niðurstöður hennar benda til þess að Kamala Harris sé þar með þriggja stiga forskot á Donald Trump. 3. nóvember 2024 10:40 „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir „Ég er bara komin með nóg af þessu,“ svarar ung kona á bak við afgreiðsluborðið á veitingastað nærri hótelinu mínu, þegar ég spyr hvers vegna hún ætlar ekki að kjósa. 2. nóvember 2024 15:03 Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira
Í gær hélt Trump því fram að nú þegar væru komnar fram vísbendingar um kosningsvindl, sérstaklega í Pennsylvaníu, einu mikilvægasta sveifluríkinu. Í því ríki eru utankjörfundaratkvæði leyfð og nú þegar hafa tæpar tvær milljónir manna nýtt sér það, en kjördagur er ekki almennur frídagur í Bandaríkjunum. Trump segir, án nokkurra sannanna, að þetta þýði aukið svindl í kosningunum. Hann segist á móti utankjörfundaratkvæðum og að réttast væri að kjósa á einum degi og tilkynna um úrslitin samdægurs. Hann kom einnig fram á fundum í Norður-Karólínu og Georgíu. Harris hefur hinsvegar verið að leggja áherslu á ástandið á Gasa-ströndinni og segist ætla gera allt sem í hennar valdi stendur til að koma á friði á svæðinu. Þetta sagði hún þegar hún kom við í Michigan í gær, en það er einmitt ríkið þar sem flestir bandaríkjamenn af arabískum uppruna búa. Allar kannanir benda til þess að afar lítill munur sé á frambjóðendunum, ekki síst í sveifluríkjunum umtöluðu og ljóst að það stefnir í afar spennandi kosninganótt á morgun.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Kamala Harris Tengdar fréttir Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump „Takk fyrir að bjarga lífi mínu!“ segir vinalegur maður á sextugsaldri um leið og hann skýst inn í hótel-lyftuna á leið niður í móttökuna. Hetjudáðin sem ég afrekaði var að troða fætinum á milli hurðanna þegar þær voru í þann mund að lokast svo maðurinn kæmist með. 3. nóvember 2024 12:16 Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Spennan magnast fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á þriðjudag. Ný skoðanakönnun á fylgi frambjóðendanna í Iowa hefur vakið athygli; niðurstöður hennar benda til þess að Kamala Harris sé þar með þriggja stiga forskot á Donald Trump. 3. nóvember 2024 10:40 „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir „Ég er bara komin með nóg af þessu,“ svarar ung kona á bak við afgreiðsluborðið á veitingastað nærri hótelinu mínu, þegar ég spyr hvers vegna hún ætlar ekki að kjósa. 2. nóvember 2024 15:03 Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira
Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump „Takk fyrir að bjarga lífi mínu!“ segir vinalegur maður á sextugsaldri um leið og hann skýst inn í hótel-lyftuna á leið niður í móttökuna. Hetjudáðin sem ég afrekaði var að troða fætinum á milli hurðanna þegar þær voru í þann mund að lokast svo maðurinn kæmist með. 3. nóvember 2024 12:16
Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Spennan magnast fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á þriðjudag. Ný skoðanakönnun á fylgi frambjóðendanna í Iowa hefur vakið athygli; niðurstöður hennar benda til þess að Kamala Harris sé þar með þriggja stiga forskot á Donald Trump. 3. nóvember 2024 10:40
„Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir „Ég er bara komin með nóg af þessu,“ svarar ung kona á bak við afgreiðsluborðið á veitingastað nærri hótelinu mínu, þegar ég spyr hvers vegna hún ætlar ekki að kjósa. 2. nóvember 2024 15:03