Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 3. nóvember 2024 22:51 Dóra Björt Guðjónsdóttir formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar sgeir umræðu um víkkun vaxtarmarka í þágu uppbyggingar hreinan og beinan áróður uppbyggingaraðila. Sjálfstæðisflokkurinn kokgleypi þann áróður. Vísir/Vilhelm Formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir fokið í flest skjól ef orð hennar um víkkun vaxtarmarka í viðtali í Bítinu teljist sem stjórnvaldsákvörðun. Beiðni um færslu vaxtarmarka á höfuðborgarsvæðinu hafi ekki komið formlega inn á borð borgarstjórnar. Dóra Björt Guðjónsdóttir formaður umhverfis- og skipulagsráðssegir Sjálfstæðisflokkinn hafa kokgleypt áróður uppbyggingaraðila um að nauðsynlegt sé að víkka vaxtarmörk í þágu byggingar á „einangruðu elligettói á viðkvæmu vatnsverndarsvæði“ í Gunnarshólma. Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík gagnrýndi Dóru fyrr í dag fyrir að andmæla áformum um uppbyggingu húsnæðis að Gunnarshólma. Tekist á um orð Bjarna Forsaga málsins er sú að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði í kappræðum RÚV á föstudagskvöld að Kópavogsbæ og Reykjavíkurborg greini á um vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins. „Þetta er auðvitað ekki boðlegt. Það er land sem er til reiðu og hægt að byggja á. En Reykjavíkurborg neitar og vill stunda meiri þéttingu,“ sagði Bjarni í kappræðunum. Pawel Bartoszek sagði í Facebook færslu í dag að Bjarni hafi ruglast á sveitarfélögum. Ágreiningurinn standi milli Kópavogs og Garðabæjar. Svæðisskipulagsnefnd hafi samþykkt að auglýsa tillögu um stækkun vaxtarmarka á svæði sem heitir Rjúpnahlíð. Málið hafi verið tekið fyrir í bæjarstjórn Kópavogs og fellt þar. Þá tók Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokks í Reykjavík til máls á Facebook og andmælti ummælum Pawels. Hún sagði Dóru Björt Guðjónsdóttur, formann umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, hafa verið fljót að andmæla áformum um útvíkkun vaxtarmarka í þágu uppbyggingar að Gunnarshólma. Dóra hafi með því sent skýr skilaboð um að borgarstjórn myndi ekki fallast á áformin. „Ég verð að undirstrika, fyrst misskilningur virðist vera uppi um ferli málsins, að orð mín í Bítinu á Bylgjunni eru ekki ígildi formlegrar samþykktar eða stjórnvaldsákvörðunar í samhengi við beiðni um færslu vaxtarmarkanna, beiðni sem hefur í reynd ekki einu sinni komið formlega fram,“ skrifar Dóra Björt í færslu á Facebook. Einangrað elligettó Dóra vísar í viðtalið hér að neðan, sem tekið var í janúar og fjallar um fyrirætlanir meirihlutans í Kópavogi um uppbyggingu svokallaðs lífsgæðakjarna við Gunnarshólma. Þar segir hún undarlegt að Kópavogsbær hafi fleygt fram viljayfirlýsingu um uppbygginguna án þess að ræða við önnur sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins. Þá segir hún hugmyndina óraunsæja þrátt fyrir að vera fallega. Í Facebook færslunni segir Dóra fyndið að hlusta á Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins impra á því sem góðri hugmynd og lausninni við húsnæðisvandanum að skapa einangrað elligettó á viðkvæmu vatnsverndarsvæði. Það sé hugmynd Kópavogs sem hefur verið í umræðunni. Pláss fyrir 57 þúsund íbúðir Þá segir hún að hugmyndin um víkkun vaxtarmarkanna í þágu uppbyggingar sé „hreinn og beinn áróður sem á uppsprettu sína hjá uppbyggingaraðilum sem hafa keypt sér ódýrt landbúnaðarland og vilja fá út úr því sem mestan gróða.“ Sjálfstæðisflokkurinn hafi kokgleypt þá hugmynd að nauðsynlega þurfi að færa vaxtarmörkin, en innan þeirra sé laust svæði fyrir uppbyggingu 57 þúsund íbúða. „Vandinn liggur því minnst í lóðaskorti eða þéttingu byggðar. Hann liggur í efnahagsástandinu, verðbólgunni og vaxtarkjörunum en ég get svo sem skilið að það henti Sjálfstæðisflokknum ágætlega að færa athygli fólks frá þeirra takmarkaða árangri þegar kemur að því að skapa efnahagslegan stöðugleika hér á landi. Þá er voða gott að geta bara kennt meirihlutanum í Reykjavíkurborg um. Einföld skilaboð sem svo eru margfölduð og ítrekuð. Áróðursmaskínan sefur aldrei,“ segir í færslu Dóru. Píratar Reykjavík Kópavogur Garðabær Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Viðreisn Skipulag Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Dóra Björt Guðjónsdóttir formaður umhverfis- og skipulagsráðssegir Sjálfstæðisflokkinn hafa kokgleypt áróður uppbyggingaraðila um að nauðsynlegt sé að víkka vaxtarmörk í þágu byggingar á „einangruðu elligettói á viðkvæmu vatnsverndarsvæði“ í Gunnarshólma. Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík gagnrýndi Dóru fyrr í dag fyrir að andmæla áformum um uppbyggingu húsnæðis að Gunnarshólma. Tekist á um orð Bjarna Forsaga málsins er sú að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði í kappræðum RÚV á föstudagskvöld að Kópavogsbæ og Reykjavíkurborg greini á um vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins. „Þetta er auðvitað ekki boðlegt. Það er land sem er til reiðu og hægt að byggja á. En Reykjavíkurborg neitar og vill stunda meiri þéttingu,“ sagði Bjarni í kappræðunum. Pawel Bartoszek sagði í Facebook færslu í dag að Bjarni hafi ruglast á sveitarfélögum. Ágreiningurinn standi milli Kópavogs og Garðabæjar. Svæðisskipulagsnefnd hafi samþykkt að auglýsa tillögu um stækkun vaxtarmarka á svæði sem heitir Rjúpnahlíð. Málið hafi verið tekið fyrir í bæjarstjórn Kópavogs og fellt þar. Þá tók Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokks í Reykjavík til máls á Facebook og andmælti ummælum Pawels. Hún sagði Dóru Björt Guðjónsdóttur, formann umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, hafa verið fljót að andmæla áformum um útvíkkun vaxtarmarka í þágu uppbyggingar að Gunnarshólma. Dóra hafi með því sent skýr skilaboð um að borgarstjórn myndi ekki fallast á áformin. „Ég verð að undirstrika, fyrst misskilningur virðist vera uppi um ferli málsins, að orð mín í Bítinu á Bylgjunni eru ekki ígildi formlegrar samþykktar eða stjórnvaldsákvörðunar í samhengi við beiðni um færslu vaxtarmarkanna, beiðni sem hefur í reynd ekki einu sinni komið formlega fram,“ skrifar Dóra Björt í færslu á Facebook. Einangrað elligettó Dóra vísar í viðtalið hér að neðan, sem tekið var í janúar og fjallar um fyrirætlanir meirihlutans í Kópavogi um uppbyggingu svokallaðs lífsgæðakjarna við Gunnarshólma. Þar segir hún undarlegt að Kópavogsbær hafi fleygt fram viljayfirlýsingu um uppbygginguna án þess að ræða við önnur sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins. Þá segir hún hugmyndina óraunsæja þrátt fyrir að vera fallega. Í Facebook færslunni segir Dóra fyndið að hlusta á Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins impra á því sem góðri hugmynd og lausninni við húsnæðisvandanum að skapa einangrað elligettó á viðkvæmu vatnsverndarsvæði. Það sé hugmynd Kópavogs sem hefur verið í umræðunni. Pláss fyrir 57 þúsund íbúðir Þá segir hún að hugmyndin um víkkun vaxtarmarkanna í þágu uppbyggingar sé „hreinn og beinn áróður sem á uppsprettu sína hjá uppbyggingaraðilum sem hafa keypt sér ódýrt landbúnaðarland og vilja fá út úr því sem mestan gróða.“ Sjálfstæðisflokkurinn hafi kokgleypt þá hugmynd að nauðsynlega þurfi að færa vaxtarmörkin, en innan þeirra sé laust svæði fyrir uppbyggingu 57 þúsund íbúða. „Vandinn liggur því minnst í lóðaskorti eða þéttingu byggðar. Hann liggur í efnahagsástandinu, verðbólgunni og vaxtarkjörunum en ég get svo sem skilið að það henti Sjálfstæðisflokknum ágætlega að færa athygli fólks frá þeirra takmarkaða árangri þegar kemur að því að skapa efnahagslegan stöðugleika hér á landi. Þá er voða gott að geta bara kennt meirihlutanum í Reykjavíkurborg um. Einföld skilaboð sem svo eru margfölduð og ítrekuð. Áróðursmaskínan sefur aldrei,“ segir í færslu Dóru.
Píratar Reykjavík Kópavogur Garðabær Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Viðreisn Skipulag Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira