Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. nóvember 2024 16:32 Pawel Bartoszek sagði Bjarna Benediktsson fara með rangt mál þess efnis að Reykjavík ætti í ágreiningi við Kópavog um útvíkkun vaxtamarka. Hildur Björnsdóttir kom flokksfélaga sínum til varnar og sagði meirihlutann í Reykjavík víst hafa staðið gegn slíkum áformum. Vísir/Arnar/Vilhelm Pawel Bartoszek segir Bjarna Benediktsson hafa ruglast þegar hann sagði ágreining milli Kópavogs og Reykjavíkur um vaxtamörk. Ágreiningurinn væri í raun milli Kópavogs og Garðabæjar. Hildur Björnsdóttir andmælir Pawel og segir fulltrúa meirihlutans víst hafa skotið niður áform utan vaxtarmarka. „Við horfum upp á það núna að Kópavogur og Reykjavíkurborg eru í ágreiningi um vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins. Þetta er auðvitað ekki boðlegt. Það er land sem er til reiðu og hægt að byggja á. En Reykjavíkurborg neitar og vill stunda meiri þéttingu,“ sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra í kappræðum RÚV á föstudagskvöld. Pawel Bartoszek, frambjóðandi Viðreisnar og varaborgarfulltrúi flokksins, segir í Facebook-færslu að Bjarni hafi þarna ruglast á sveitarfélögum. „Það hafa ekki komið neinar formlegar óskir frá Kópavogi um stækkun vaxtarmarka sem Reykjavíkurborg hefur tekið fyrir og neitað. Einfaldur lestur fundargerða svæðisskipulagsnefndar leiðir það í ljós,“ segir hann. „En Kópavogur neitar!“ Pawel segir að hins vegar komið fram formlegt erindi frá Garðabæ um stækkun vaxtarmarka á svæði sem heitir Rjúpnahlíð. Markmiðið með þeim breytingum hafi verið að stuðla að auknu framboði húsnæðis með rými fyrir athafnasvæði. Pawel segir Bjarna hafa ruglast aðeins.Vísir/Arnar „Svæðisskipulagsnefnd samþykkti að auglýsa umrædda tillögu og greiddu báðir fulltrúar Reykjavíkurborgar atkvæði með því. Hins vegar var málið tekið fyrir í bæjarstjórn Kópavogs og fellt þar. Ástæðan fyrir því voru grenndarsjónarmið og það má að sjálfsögðu sýna þeim virðingu. En engu að síður skal rétt vera rétt,“ segir Pawel í færslunni. Því finnst honum að Bjarni hefði átt að segja: „Við erum að horfa upp á það núna að Garðabær og Kópavogur eru í ágreiningi um vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins. Það er auðvitað ekki boðlegt! Það er land sem er til reiðu og hægt að byggja á. En Kópavogur neitar!“ Rifjar upp innlegg „frá Píratanum knáa“ Nú hefur Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks í Reykjavík, tjáð sig á Facebook og andmælir þar skrifum Pawels. Hún rifjar fyrst upp þegar bæjarstjórn Kópavogs undirritaði viljayfirlýsingu um uppbyggingu húsnæðis að Gunnarshólma, svæði utan skilgreindra vaxtarmarka höfuðborgarsvæðisins og viðbrögð við henni. Hildur Björnsdóttir svarar Pawel fullum hálsi og segir hann fara með rangt mál.Stöð 2/Arnar „Formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, Dóra Björt Guðjónsdóttir, var ekki lengi að andmæla áformunum opinberlega. Hún sagði ótækt að leggja fram slík áform utan vaxtarmarka og að húsnæðisuppbygging ætti að fara fram innan skilgreindra þéttbýlisreita. Hún sendi skýr skilaboð um það að Reykjavíkurborg myndi ekki fallast á beiðni um útvíkkun vaxtarmarka í þágu uppbyggingar að Gunnarshólma,“ skrifar Hildur í færslunni og bætir við: „Ekki óvænt innlegg frá Píratanum knáa sem hefur verið í forsvari fyrir einstrengingslega nálgun á húsnæðisuppbygginu borgarinnar undanliðin ár.“ Samfylkingin hafi andmælt tilfærslum vaxtamarka Hildur segir að það rími vel við afgreiðslu meirihlutans á tillögu Sjálfstæðismanna um útvíkkun vaxtarmarka borgarinnar. „Á haustdögum lögðum við til að borgarstjórn hæfi viðræður innan svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins um tilfærslu vaxtarmarkanna svo hægt væri að skipuleggja mun stærra svæði undir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík, enda ekki vanþörf á. Það er skemmst frá því að segja að Samfylking varði miklu púðri í að andmæla hugmyndunum og meirihlutinn gat ekki fallist á tillöguna,“ skrifar hún einnig í færslunni. Hún segir svo að Ragnar Þór Ingólfsson, frambjóðandi Flokks fólksins, hafi hitt naglann á höfuðið í gærdag þegar hann sagði rót verðbólguvandans liggja í húsnæðisskorti og að sá vandi yrði ekki leystur nema brotið yrði nýtt land og ráðist í stórfellda uppbyggingu húsnæðis hérlendis. Ekki náðist í Pawel til að fá viðbrögð við hans við orðum Hildar. Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Samfylkingin Flokkur fólksins Píratar Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir Spyr hvort eigi ekki líka að girða gamla fólkið af Formaður Landssambands eldri borgara segir uppbyggingu húsnæðis fyrir eldra fólk í Gunnarshólma vera vonda hugmynd sem gangi þvert gegn öllum ríkjandi áherslum í málaflokknum. Hann efast um að velferð eldra fólks hafi ráðið för við ákvörðunina. 12. febrúar 2024 17:13 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Sjá meira
„Við horfum upp á það núna að Kópavogur og Reykjavíkurborg eru í ágreiningi um vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins. Þetta er auðvitað ekki boðlegt. Það er land sem er til reiðu og hægt að byggja á. En Reykjavíkurborg neitar og vill stunda meiri þéttingu,“ sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra í kappræðum RÚV á föstudagskvöld. Pawel Bartoszek, frambjóðandi Viðreisnar og varaborgarfulltrúi flokksins, segir í Facebook-færslu að Bjarni hafi þarna ruglast á sveitarfélögum. „Það hafa ekki komið neinar formlegar óskir frá Kópavogi um stækkun vaxtarmarka sem Reykjavíkurborg hefur tekið fyrir og neitað. Einfaldur lestur fundargerða svæðisskipulagsnefndar leiðir það í ljós,“ segir hann. „En Kópavogur neitar!“ Pawel segir að hins vegar komið fram formlegt erindi frá Garðabæ um stækkun vaxtarmarka á svæði sem heitir Rjúpnahlíð. Markmiðið með þeim breytingum hafi verið að stuðla að auknu framboði húsnæðis með rými fyrir athafnasvæði. Pawel segir Bjarna hafa ruglast aðeins.Vísir/Arnar „Svæðisskipulagsnefnd samþykkti að auglýsa umrædda tillögu og greiddu báðir fulltrúar Reykjavíkurborgar atkvæði með því. Hins vegar var málið tekið fyrir í bæjarstjórn Kópavogs og fellt þar. Ástæðan fyrir því voru grenndarsjónarmið og það má að sjálfsögðu sýna þeim virðingu. En engu að síður skal rétt vera rétt,“ segir Pawel í færslunni. Því finnst honum að Bjarni hefði átt að segja: „Við erum að horfa upp á það núna að Garðabær og Kópavogur eru í ágreiningi um vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins. Það er auðvitað ekki boðlegt! Það er land sem er til reiðu og hægt að byggja á. En Kópavogur neitar!“ Rifjar upp innlegg „frá Píratanum knáa“ Nú hefur Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks í Reykjavík, tjáð sig á Facebook og andmælir þar skrifum Pawels. Hún rifjar fyrst upp þegar bæjarstjórn Kópavogs undirritaði viljayfirlýsingu um uppbyggingu húsnæðis að Gunnarshólma, svæði utan skilgreindra vaxtarmarka höfuðborgarsvæðisins og viðbrögð við henni. Hildur Björnsdóttir svarar Pawel fullum hálsi og segir hann fara með rangt mál.Stöð 2/Arnar „Formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, Dóra Björt Guðjónsdóttir, var ekki lengi að andmæla áformunum opinberlega. Hún sagði ótækt að leggja fram slík áform utan vaxtarmarka og að húsnæðisuppbygging ætti að fara fram innan skilgreindra þéttbýlisreita. Hún sendi skýr skilaboð um það að Reykjavíkurborg myndi ekki fallast á beiðni um útvíkkun vaxtarmarka í þágu uppbyggingar að Gunnarshólma,“ skrifar Hildur í færslunni og bætir við: „Ekki óvænt innlegg frá Píratanum knáa sem hefur verið í forsvari fyrir einstrengingslega nálgun á húsnæðisuppbygginu borgarinnar undanliðin ár.“ Samfylkingin hafi andmælt tilfærslum vaxtamarka Hildur segir að það rími vel við afgreiðslu meirihlutans á tillögu Sjálfstæðismanna um útvíkkun vaxtarmarka borgarinnar. „Á haustdögum lögðum við til að borgarstjórn hæfi viðræður innan svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins um tilfærslu vaxtarmarkanna svo hægt væri að skipuleggja mun stærra svæði undir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík, enda ekki vanþörf á. Það er skemmst frá því að segja að Samfylking varði miklu púðri í að andmæla hugmyndunum og meirihlutinn gat ekki fallist á tillöguna,“ skrifar hún einnig í færslunni. Hún segir svo að Ragnar Þór Ingólfsson, frambjóðandi Flokks fólksins, hafi hitt naglann á höfuðið í gærdag þegar hann sagði rót verðbólguvandans liggja í húsnæðisskorti og að sá vandi yrði ekki leystur nema brotið yrði nýtt land og ráðist í stórfellda uppbyggingu húsnæðis hérlendis. Ekki náðist í Pawel til að fá viðbrögð við hans við orðum Hildar.
Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Samfylkingin Flokkur fólksins Píratar Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir Spyr hvort eigi ekki líka að girða gamla fólkið af Formaður Landssambands eldri borgara segir uppbyggingu húsnæðis fyrir eldra fólk í Gunnarshólma vera vonda hugmynd sem gangi þvert gegn öllum ríkjandi áherslum í málaflokknum. Hann efast um að velferð eldra fólks hafi ráðið för við ákvörðunina. 12. febrúar 2024 17:13 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Sjá meira
Spyr hvort eigi ekki líka að girða gamla fólkið af Formaður Landssambands eldri borgara segir uppbyggingu húsnæðis fyrir eldra fólk í Gunnarshólma vera vonda hugmynd sem gangi þvert gegn öllum ríkjandi áherslum í málaflokknum. Hann efast um að velferð eldra fólks hafi ráðið för við ákvörðunina. 12. febrúar 2024 17:13