Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Kjartan Kjartansson skrifar 28. október 2024 08:50 Það var ekki bjart yfir Shigeru Ishiba forsætisráðherra Japans þegar hann ræddi við blaðamenn um úrslit þingkosninganna í gær. AP/Kyodo News Samsteypustjórn Shigeru Ishiba, forsætisráðherra Japans, missti meirihluta sinn í þingkosningum sem fóru fram um helgina. Úrslitin eru sögð skapa óvissu í japönskum stjórnmálum þrátt fyrir að ólíklegt sé talið að stjórnarskipti verði. Frjálslyndi lýðræðisflokkur (LDP), sem hefur verið við völd nánast óslitið frá 1955, hefur átt í vök að verjast vegna fjármálahneykslismála undanfarið. Hneykslið er talið ástæða þess að samsteypustjórn Ishiba og Komeito-flokksins tapaði 64 þingsætum og meirihluta í neðri deild japanska þingsins í kosningunum um helgina. Það eru verstu úrslit stjórnarinnar frá því að hún tapaði völdum til skamms tíma árið 2009, að sögn AP-fréttastofunnar. Úrslitin gætu þvingað Ishiba til þess að finna þriðja flokkinn til að taka inn í samsteypustjórnina. Hann segir að LDP ætli áfram að leiða samsteypustjórn og sé opinn fyrir því að vinna með stjórnarandstöðuflokkum. „Til þessa hafa úrslitin verið afar slæm og við tökum þeim mjög alvarlega. Ég tel að kjósendur séu að segja okkur að líta meira inn á við og að verða flokkur sem uppfyllir væntingar þeirra,“ sagði Ishiba við ríkisútvarpið NHK í gærkvöldi. Ishiba tók við embætti forsætisráðherra 1. október og boðaði strax til kosningana í von um að endurnýja umboð stjórnarinnar eftir að Fumio Kishida, forvera hans í embætti, mistókst að lægja öldurnar eftir hneykslismálin. Hátt settir þingmenn og ráðherrar frá LDP urðu uppvísir að því að stinga undan ágóða úr fjáröflun flokksins. Í sumum tilfellum fengu fulltrúar flokksins jafnvirði milljóna króna í eigin vasa án þessa að greiða af þeim skatt. Þessar leynilegu og ólöglegu sporslur mæltust sérstaklega illa fyrir hjá almenningi sem glímir nú við verðbólgu, dýrtíð og stöðnuð laun, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Japan Tengdar fréttir Mun boða til kosninga um leið og hann tekur við Shigeru Ishiba, leiðtogi japanska stjórnarflokksins Frjálslynda lýðræðisflokksins, segir að hann muni boða til þingkosninga í landinu þann 27. október um leið og hann tekur formlega við embætti forsætisráðherra á morgun. 30. september 2024 07:40 Ishiba verður næsti forsætisráðherra Japans Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn í Japan hefur valið Shigeru Ishiba, fyrrverandi varnarmálaráðherra, sem næsta formann flokksins. Hann verður því næsti forsætisráðherra landsins og mun hann taka við af Fumio Kishida sem tilkynnti í síðasta mánuði að hann hugðist ekki sækjast eftir endurkjöri og láta af embætti. 27. september 2024 07:52 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sjá meira
Frjálslyndi lýðræðisflokkur (LDP), sem hefur verið við völd nánast óslitið frá 1955, hefur átt í vök að verjast vegna fjármálahneykslismála undanfarið. Hneykslið er talið ástæða þess að samsteypustjórn Ishiba og Komeito-flokksins tapaði 64 þingsætum og meirihluta í neðri deild japanska þingsins í kosningunum um helgina. Það eru verstu úrslit stjórnarinnar frá því að hún tapaði völdum til skamms tíma árið 2009, að sögn AP-fréttastofunnar. Úrslitin gætu þvingað Ishiba til þess að finna þriðja flokkinn til að taka inn í samsteypustjórnina. Hann segir að LDP ætli áfram að leiða samsteypustjórn og sé opinn fyrir því að vinna með stjórnarandstöðuflokkum. „Til þessa hafa úrslitin verið afar slæm og við tökum þeim mjög alvarlega. Ég tel að kjósendur séu að segja okkur að líta meira inn á við og að verða flokkur sem uppfyllir væntingar þeirra,“ sagði Ishiba við ríkisútvarpið NHK í gærkvöldi. Ishiba tók við embætti forsætisráðherra 1. október og boðaði strax til kosningana í von um að endurnýja umboð stjórnarinnar eftir að Fumio Kishida, forvera hans í embætti, mistókst að lægja öldurnar eftir hneykslismálin. Hátt settir þingmenn og ráðherrar frá LDP urðu uppvísir að því að stinga undan ágóða úr fjáröflun flokksins. Í sumum tilfellum fengu fulltrúar flokksins jafnvirði milljóna króna í eigin vasa án þessa að greiða af þeim skatt. Þessar leynilegu og ólöglegu sporslur mæltust sérstaklega illa fyrir hjá almenningi sem glímir nú við verðbólgu, dýrtíð og stöðnuð laun, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.
Japan Tengdar fréttir Mun boða til kosninga um leið og hann tekur við Shigeru Ishiba, leiðtogi japanska stjórnarflokksins Frjálslynda lýðræðisflokksins, segir að hann muni boða til þingkosninga í landinu þann 27. október um leið og hann tekur formlega við embætti forsætisráðherra á morgun. 30. september 2024 07:40 Ishiba verður næsti forsætisráðherra Japans Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn í Japan hefur valið Shigeru Ishiba, fyrrverandi varnarmálaráðherra, sem næsta formann flokksins. Hann verður því næsti forsætisráðherra landsins og mun hann taka við af Fumio Kishida sem tilkynnti í síðasta mánuði að hann hugðist ekki sækjast eftir endurkjöri og láta af embætti. 27. september 2024 07:52 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sjá meira
Mun boða til kosninga um leið og hann tekur við Shigeru Ishiba, leiðtogi japanska stjórnarflokksins Frjálslynda lýðræðisflokksins, segir að hann muni boða til þingkosninga í landinu þann 27. október um leið og hann tekur formlega við embætti forsætisráðherra á morgun. 30. september 2024 07:40
Ishiba verður næsti forsætisráðherra Japans Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn í Japan hefur valið Shigeru Ishiba, fyrrverandi varnarmálaráðherra, sem næsta formann flokksins. Hann verður því næsti forsætisráðherra landsins og mun hann taka við af Fumio Kishida sem tilkynnti í síðasta mánuði að hann hugðist ekki sækjast eftir endurkjöri og láta af embætti. 27. september 2024 07:52