Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. nóvember 2024 07:02 Kosningastjórar flokkanna róa nú öllum árum að því að afla flokkum sínum fylgis, og koma sínu fólki til áhrifa. Vísir/Hjalti Í kosningabaráttu er flokkunum mikilvægt að hafa hæft fólk við stýrið. Enda er um að ræða fólkið sem á að eltast við hvert einasta mögulega atkvæði fyrir sinn flokk, og stýra sem mestu fylgi heim. Kosningastjórar flokkanna sem bjóða fram í Alþingiskosningunum 30. nóvember næstkomandi eru meðal annars fyrrverandi ráðherra, tryggir aðstoðarmenn og reynslumikið fjölmiðlafólk. Ljóst er að þó allir hafi kosningastjórar flokkanna sama markmiðið, að afla flokki sínum sem mests fylgis, þá eiga þeir ólík verkefni fyrir höndum, og miserfið. Sumir þeirra þurfa nú að keppast við að hjálpa flokkum sínum, sem fara með himinskautum í könnunum, að verja góða stöðu. Á meðan reyna aðrir að bjarga því sem bjargað verður fyrir flokka sem mælast mun minni en í síðustu kosningum, og í einhverjum tilfellum út af þingi. Enn aðrir gera nú heiðarlega tilraun til að koma stjórnmálaöflunum sem þeir þjóna inn á þing í fyrsta skipti. Hér að neðan má sjá fylgi flokkanna í könnunum Maskínu allt aftur til síðustu Alþingiskosninga. Hér er fjallað kosningastjóra allra þeirra flokka sem bjóða fram í öllum kjördæmum. Aðstoðarmaðurinn sækir á atkvæðamiðin fyrir Ingu Sigurjón Arnórsson, aðstoðarmaður Ingu Sæland formanns Flokks fólksins, er kosningastjóri þar á bæ. Hann er með meistarapróf í alþjóðlegum viðskiptafræðum og BA-gráðu í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði. Hann hefur starfað sem aðstoðarmaður Ingu frá árinu 2017. Sigurjón Arnórsson hefur aðstoðað Ingu Sæland frá árinu 2017.Flokkur fólksins Sigurjón er einn nokkurra kosningastjóra í þessari umfjöllun sem hefur verið viðriðinn starf annarra flokka en þess sem hann starfar nú fyrir. Árið 2013 gaf hann kost á sér í 4. til 6. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar 2014. Hann endaði á listanum, en þó í 19. sæti. Flokkur fólksins mælist með 9,3 prósenta fylgi í nýjustu könnun Maskínu. Samvinna hjá Framsókn, en ekki hvað? Hjá Framsóknarflokknum er enginn einhlítur kosningastjóri yfir landinu öllu, þó skipaðir hafi verið kosningastjórar í hverju kjördæmi fyrir sig. Í samtali við Vísi segir Helgi Héðinsson, framkvæmdastjóri flokksins, að á miðlæga stiginu sé það teymi fólks sem skipti með sér verkum og ábyrgð í þessu tilliti. Því má segja að samvinnustefnan sé í hávegum höfð hjá Framsókn. Meðal fólks í kosningateymi Framsóknar má nefna Helga sjálfan, en hann var ráðinn sem framkvæmdastjóri flokksins í mars á síðasta ári. Hann hefur setið í fjölda stjórna sem aðalmaður og stjórnarformaður, en hefur einnig verið sveitarstjórnarfulltrúi, oddviti og sveitarstjóri Skútustaðahrepps. Hann er einnig fyrsti varaþingmaður Framsóknar í Norðausturkjördæmi. Helgi er framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins og einn af lykilmönnum í kosningateymi hans.Framsókn Í teyminu er einnig Milla Ósk Magnúsdóttir, fyrrverandi fréttamaður á Ríkisútvarpinu. Hún starfaði sem aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra árin 2019 til 2021, og síðan sem aðstoðarmaður Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra þar til í ágúst á þessu ári. Hún er með meistaragráðu í lögfræði. Milla Ósk og Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur, eru hjón. Þau eignuðust sitt fyrsta barn saman í apríl 2022. Milla Ósk Magnúsdóttir hefur verið ráðherrum Framsóknar til halds og trausts undanfarin ár.Stjórnarráðið Sigtryggur Magnason, sem gegnt hefur stöðu aðstoðarmanns Sigurðar Inga Jóhannssonar frá árinu 2018, í alls þremur ráðuneytum, tekur einnig virkan þátt í starfi teymisins. Hann starfaði áður hjá auglýsingastofunum Hvíta húsinu og Íslensku auglýsingastofunni, en auk þess á hann að baki feril í blaðamennsku. Frá 2009 til 2010 var hann óflokksbundinn aðstoðarmaður Katrínar Jakobsdóttur, þegar hún var menntamálaráðherra. Í aðdraganda kosninganna 2021 spurði Sigtryggur Magnason kjósendur hvort það væri ekki bara best að kjósa Framsókn. Margir virðast hafa talið svo vera.Vísir/Vilhelm Telja verður líklegt að Framsóknarmenn hafi lagt mikið kapp á að fá Sigtrygg að borðinu fyrir þessar kosningar, enda er hann maðurinn á bak við slagorð Framsóknar í þingkosningunum 2021: „Er ekki bara best að kjósa Framsókn?“ Nokkur fjöldi kjósenda var einmitt á því að það væri bara best. Flokkurinn fékk 17,3 prósent atkvæða og fór úr átta þingmönnum í þrettán. Samkvæmt nýjustu könnun Maskínu mælist framsókn nú með 6,9 prósenta fylgi. Úr Framsókn í Miðflokk, og loks í Lýðræðisflokkinn Lýðræðisflokkurinn var stofnaður fyrir rúmum mánuði, í lok september. Arnar Þór Jónsson, fyrrverandi dómari, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og forsetaframbjóðandi, er formaður hans. Flokkurinn var stofnaður áður en þing var rofið og ljóst að gengið yrði til kosninga í lok nóvember. Því bíður kosningastjórans nokkuð krefjandi verkefni, að koma flokknum inn á þing tveimur mánuðum eftir stofnun hans. Kosningastjóri flokksins er Sveinn Hjörtur Guðfinnsson. Hann starfaði um langt skeið hjá Neyðarlínunni, sem aðstoðarvarðstjóri og síðar varðstjóri, og sérhæfði sig í verkefnum tengdum áfallateymisvinnu og sorgarstuðningi. Þar að auki er hann menntaður markþjálfi. Sveinn Hjörtur Guðfinnsson á það krefjandi verkefni fyrir höndum að koma stjórnmálaflokki sem stofnaður var tveimur mánuðum fyrir kosningar inn á þing. Sveinn segir í samtali við Vísi að hann hafi ekki tekið þátt í vinnu við forsetaframboð Arnars Þórs, en hafi fylgst vel með vegferð hans. Hann hafi áður verið í Framsóknarflokknum en segist hafa farið þaðan eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var felldur sem formaður. Hann hafi svo tekið þátt í stofnun Miðflokksins, en sagt skilið við hann í kjölfar Klaustursmálsins. Lýðræðisflokkurinn mælist með 1,6 prósent fylgi í nýjustu könnun Maskínu, og næði ekki inn á þing miðað við það. Var með Sigríði í Sjálfstæðisflokki en báðar komnar yfir Laufey Rún Ketilsdóttir heldur utan um kosningamálin hjá Miðflokknum. Hún er lögfræðingur að mennt og lét af störfum sem upplýsingafulltrúi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi í síðasta mánuði, til þess að starfa fyrir Miðflokkinn í kosningabaráttunni sem nú er farin á fullt. Hún hefur starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu og var formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna frá 2015 til 2017. Laufey Rún er fyrrverandi formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna og var aðstoðarmaður Sigríðar Andersen þegar hún var dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins. Nú eru þær báðar mættar í Miðflokkinn.SFS Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Laufey tekur að sér starf á vettvangi stjórnmálanna, en hún starfaði sem aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins á Alþingi frá 2019 til 2023, þegar hún færði sig yfir til SFS. Þar áður var hún aðstoðarmaður Sigríðar Andersen sem var dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins árin 2017 til 2019. Rétt eins og Laufey er Sigríður nú einnig gengin til liðs við Miðflokkinn og leiðir lista flokksins. Laufey og Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og oddviti í Suðvesturkjördæmi, eru par. Þau eignuðust stúlkubarn vorið 2022. Miðflokkurinn mælist með 15,9 prósenta fylgi í nýjustu könnun Maskínu. Hoppar aftur inn hjá Pírötum Eiríkur Rafn Rafnsson stjórnmálafræðingur stýrir kosningaskútu Pírata. Hann starfaði sem aðstoðarmaður Þingflokks Pírata á síðasta kjörtímabili, árin 2017 til 2021, en starfaði fyrir það sem lögreglumaður, meðal annars hjá Embætti sérstaks saksóknara. Eiríkur Rafn Rafnsson fer fyrir kosningabaráttu Pírata.Vísir/Vilhelm Árið 2022 var hann ráðinn til starfa hjá Hopp, sem forstöðumaður stjórnsýslumála. Fyrir rúmum tveimur árum ræddi Eiríkur fjölbreyttan starfsferil sinn í Atvinnulífinu á Vísi. Píratar mælast með 4,5 prósenta fylgi, og þar með utan þings, í nýjustu könnun Maskínu. Fyrrverandi ráðherra stýrir baráttunni Kosningastjóri Samfylkingarinnar er Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi þingmaður og ráðherra fyrir flokkinn. Katrín var alþingismaður frá 2003 til 2016, þar af iðnaðarráðherra á árunum 2009 til 2012 og fjármála- og efnahagsráðherra frá 2012 til 2013, í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Hún hefur starfað innan Samfylkingarinnar frá stofnun hennar árið 2000, og var fyrsti varaformaður ungliðahreyfingar flokksins, Ungra jafnaðarmanna. Katrín Júlíusdóttir stýrir kosningabaráttu Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Katrín starfaði sem framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja á árunum 2016 til 2022. Hún útskrifaðist með MBA frá Háskólanum í Reykjavík 2016 og nam mannfræði við Háskóla Íslands frá árin 1995 til 1999. Árið 2020 hlaut Katrín spennusagnaverðlaunin Svartfuglinn fyrir sína fyrstu skáldsögu, Sykur. Samfylkingin mælist stærsti flokkur landsins, með 22,2 prósenta fylgi, í nýjustu könnun Maskínu. Kannanagúru leiðir atkvæðaveiðar í Valhöll Páll Ásgeir Guðmundsson fer fyrir kosningabaráttu Sjálfstæðismanna. Á vef Sjálfstæðisflokksins kemur fram hverjir stýri kosningabaráttunni í hverju kjördæmi fyrir sig, en fréttastofa hefur fengið staðfest að Páll Ásgeir er efstur í skipuriti kosningastjóra flokksins. Páll Ásgeir ætti að vera flestum, ef ekki öllum, hnútum kunnugur í Sjálfstæðisflokknum, en hann starfaði sem aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar á árunum 2017 til 2022, fyrst í forsætisráðuneytinu og síðar í fjármálaráðuneytinu. Þar áður starfaði hann í 14 ár hjá Gallup, meðal annars sem sviðsstjóri markaðs- og viðhorfsrannsókna í sjö ár. Páll Ásgeir Guðmundsson er sálfræðimenntaður og þekkir vel til starfs Sjálfstæðisflokksins.SA Hann lauk störfum sem aðstoðarmaður árið 2022 og hóf störf hjá Samtökum atvinnulífsins, sem forstöðumaður sameinaðs efnahags- og samkeppnishæfnissviðs. Samkvæmt starfsmannalista á vef SA starfar hann nú sem ráðgjafi samtakanna í stjórnsýslumálum. Páll er með BA-gráðu í sálfræði. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 13,9 prósenta fylgi í nýjustu könnun Maskínu. Kosningastjórinn fráfarandi kominn á lista Guðmundur Auðunsson hagfræðingur hefur verið í hlutverki kosningastjóra Sósíalista. Hann leiddi lista flokksins í Suðurkjördæmi í síðustu Alþingiskosningum, en þá kom flokkurinn ekki manni inn á þing. Guðmundur er þó á leið úr hlutverki kosningastjóra, þar sem hann hefur tekið þriðja sætið á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Flokkurinn er því án kosningastjóra þessa stundina. Guðmundur leiddi lista Sósíalista í Suðurkjördæmi árið 2021. Nú tekur hann þriðja sætið í Reykjavík norður, og hverfur úr stöðu kosningastjóra.Sósíalistaflokkurinn Þetta segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, leiðtogi Sósíalista í kosningunum, í samtali við fréttastofu. Hún er einnig formaður níu manna kosningastjórnar flokksins. Hún segir þó mjög líklegt að stjórnin fái til liðs við sig nýjan kosningastjóra á allra næstu dögum. Sósíalistaflokkurinn mælist með 4,0 prósenta fylgi, og þar með utan þings, í nýjustu könnun Maskínu. Kom inn með nokkrum látum Sunna Valgerðardóttir fer fyrir kosningabaráttu Vinstri grænna. Sunna starfaði áður í fjölmiðlum, í um einn og hálfan áratug. Lengst af starfaði hún hjá Ríkisútvarpinu og sinnti ýmsum hlutverkum, meðal annars almennri fréttamennsku og umsjón fréttaþáttanna Þetta helst og Vikulokanna. Hún hefur einnig starfað á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, þar sem hún sá meðal annars um fréttaskýringaþáttinn Kompás, auk þess að hafa komið við á Fréttablaðinu og Kjarnanum. Sunna stýrir málum hjá Vinstri grænum, sem mælast sem stendur ekki inni á þingi.Vinstri græn Hún var ráðin til starfa fyrir þingflokki VG í lok apríl á þessu ári. Rúmum mánuði síðar birti hún færslu á samfélagsmiðlum þar sem hún sagði samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn vera að þurrka flokkinn út, og vakti þónokkra athygli. Vinstri græn mælast með 3,8 prósenta fylgi í nýjustu könnun Maskínu og næði ekki manni inn á þing miðað við það. Þekkir hvern krók og kima Viðreisnar Svanborg Sigmarsdóttir er kosningastjóri Viðreisnar. Hún hefur starfað sem framkvæmdastjóri Viðreisnar frá árinu 2022, og hefur tekið að sér stöðu kosningastjóra fyrir þessar kosningar. Hún hefur starfað fyrir flokkinn frá árinu 2019, og tók þá við stöðum framkvæmdastjóra borgarstjórnarflokks Viðreisnar og verkefnastjóra sveitarstjórnarmála flokksins. Svanborg Sigmarsdóttir er kosningastjóri Viðreisnar.Viðreisn Áratuginn á undan starfaði Svanborg sem upplýsingafulltrúi hjá hinu opinbera, síðast hjá Ríkisendurskoðun. Hún á einnig að baki feril í fjölmiðlum, nánar til tekið sem blaðamaður hjá Fréttablaðinu. Hún hefur einnig kennt áfanga í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og Háskólann á Bifröst. Viðreisn mælist með 16,2 prósenta fylgi í nýjustu könnnun Maskínu. Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Framsóknarflokkurinn Lýðræðisflokkurinn Miðflokkurinn Píratar Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Sósíalistaflokkurinn Vinstri græn Viðreisn Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Fréttin öll Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Fleiri fréttir Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Sjá meira
Ljóst er að þó allir hafi kosningastjórar flokkanna sama markmiðið, að afla flokki sínum sem mests fylgis, þá eiga þeir ólík verkefni fyrir höndum, og miserfið. Sumir þeirra þurfa nú að keppast við að hjálpa flokkum sínum, sem fara með himinskautum í könnunum, að verja góða stöðu. Á meðan reyna aðrir að bjarga því sem bjargað verður fyrir flokka sem mælast mun minni en í síðustu kosningum, og í einhverjum tilfellum út af þingi. Enn aðrir gera nú heiðarlega tilraun til að koma stjórnmálaöflunum sem þeir þjóna inn á þing í fyrsta skipti. Hér að neðan má sjá fylgi flokkanna í könnunum Maskínu allt aftur til síðustu Alþingiskosninga. Hér er fjallað kosningastjóra allra þeirra flokka sem bjóða fram í öllum kjördæmum. Aðstoðarmaðurinn sækir á atkvæðamiðin fyrir Ingu Sigurjón Arnórsson, aðstoðarmaður Ingu Sæland formanns Flokks fólksins, er kosningastjóri þar á bæ. Hann er með meistarapróf í alþjóðlegum viðskiptafræðum og BA-gráðu í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði. Hann hefur starfað sem aðstoðarmaður Ingu frá árinu 2017. Sigurjón Arnórsson hefur aðstoðað Ingu Sæland frá árinu 2017.Flokkur fólksins Sigurjón er einn nokkurra kosningastjóra í þessari umfjöllun sem hefur verið viðriðinn starf annarra flokka en þess sem hann starfar nú fyrir. Árið 2013 gaf hann kost á sér í 4. til 6. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar 2014. Hann endaði á listanum, en þó í 19. sæti. Flokkur fólksins mælist með 9,3 prósenta fylgi í nýjustu könnun Maskínu. Samvinna hjá Framsókn, en ekki hvað? Hjá Framsóknarflokknum er enginn einhlítur kosningastjóri yfir landinu öllu, þó skipaðir hafi verið kosningastjórar í hverju kjördæmi fyrir sig. Í samtali við Vísi segir Helgi Héðinsson, framkvæmdastjóri flokksins, að á miðlæga stiginu sé það teymi fólks sem skipti með sér verkum og ábyrgð í þessu tilliti. Því má segja að samvinnustefnan sé í hávegum höfð hjá Framsókn. Meðal fólks í kosningateymi Framsóknar má nefna Helga sjálfan, en hann var ráðinn sem framkvæmdastjóri flokksins í mars á síðasta ári. Hann hefur setið í fjölda stjórna sem aðalmaður og stjórnarformaður, en hefur einnig verið sveitarstjórnarfulltrúi, oddviti og sveitarstjóri Skútustaðahrepps. Hann er einnig fyrsti varaþingmaður Framsóknar í Norðausturkjördæmi. Helgi er framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins og einn af lykilmönnum í kosningateymi hans.Framsókn Í teyminu er einnig Milla Ósk Magnúsdóttir, fyrrverandi fréttamaður á Ríkisútvarpinu. Hún starfaði sem aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra árin 2019 til 2021, og síðan sem aðstoðarmaður Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra þar til í ágúst á þessu ári. Hún er með meistaragráðu í lögfræði. Milla Ósk og Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur, eru hjón. Þau eignuðust sitt fyrsta barn saman í apríl 2022. Milla Ósk Magnúsdóttir hefur verið ráðherrum Framsóknar til halds og trausts undanfarin ár.Stjórnarráðið Sigtryggur Magnason, sem gegnt hefur stöðu aðstoðarmanns Sigurðar Inga Jóhannssonar frá árinu 2018, í alls þremur ráðuneytum, tekur einnig virkan þátt í starfi teymisins. Hann starfaði áður hjá auglýsingastofunum Hvíta húsinu og Íslensku auglýsingastofunni, en auk þess á hann að baki feril í blaðamennsku. Frá 2009 til 2010 var hann óflokksbundinn aðstoðarmaður Katrínar Jakobsdóttur, þegar hún var menntamálaráðherra. Í aðdraganda kosninganna 2021 spurði Sigtryggur Magnason kjósendur hvort það væri ekki bara best að kjósa Framsókn. Margir virðast hafa talið svo vera.Vísir/Vilhelm Telja verður líklegt að Framsóknarmenn hafi lagt mikið kapp á að fá Sigtrygg að borðinu fyrir þessar kosningar, enda er hann maðurinn á bak við slagorð Framsóknar í þingkosningunum 2021: „Er ekki bara best að kjósa Framsókn?“ Nokkur fjöldi kjósenda var einmitt á því að það væri bara best. Flokkurinn fékk 17,3 prósent atkvæða og fór úr átta þingmönnum í þrettán. Samkvæmt nýjustu könnun Maskínu mælist framsókn nú með 6,9 prósenta fylgi. Úr Framsókn í Miðflokk, og loks í Lýðræðisflokkinn Lýðræðisflokkurinn var stofnaður fyrir rúmum mánuði, í lok september. Arnar Þór Jónsson, fyrrverandi dómari, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og forsetaframbjóðandi, er formaður hans. Flokkurinn var stofnaður áður en þing var rofið og ljóst að gengið yrði til kosninga í lok nóvember. Því bíður kosningastjórans nokkuð krefjandi verkefni, að koma flokknum inn á þing tveimur mánuðum eftir stofnun hans. Kosningastjóri flokksins er Sveinn Hjörtur Guðfinnsson. Hann starfaði um langt skeið hjá Neyðarlínunni, sem aðstoðarvarðstjóri og síðar varðstjóri, og sérhæfði sig í verkefnum tengdum áfallateymisvinnu og sorgarstuðningi. Þar að auki er hann menntaður markþjálfi. Sveinn Hjörtur Guðfinnsson á það krefjandi verkefni fyrir höndum að koma stjórnmálaflokki sem stofnaður var tveimur mánuðum fyrir kosningar inn á þing. Sveinn segir í samtali við Vísi að hann hafi ekki tekið þátt í vinnu við forsetaframboð Arnars Þórs, en hafi fylgst vel með vegferð hans. Hann hafi áður verið í Framsóknarflokknum en segist hafa farið þaðan eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var felldur sem formaður. Hann hafi svo tekið þátt í stofnun Miðflokksins, en sagt skilið við hann í kjölfar Klaustursmálsins. Lýðræðisflokkurinn mælist með 1,6 prósent fylgi í nýjustu könnun Maskínu, og næði ekki inn á þing miðað við það. Var með Sigríði í Sjálfstæðisflokki en báðar komnar yfir Laufey Rún Ketilsdóttir heldur utan um kosningamálin hjá Miðflokknum. Hún er lögfræðingur að mennt og lét af störfum sem upplýsingafulltrúi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi í síðasta mánuði, til þess að starfa fyrir Miðflokkinn í kosningabaráttunni sem nú er farin á fullt. Hún hefur starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu og var formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna frá 2015 til 2017. Laufey Rún er fyrrverandi formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna og var aðstoðarmaður Sigríðar Andersen þegar hún var dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins. Nú eru þær báðar mættar í Miðflokkinn.SFS Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Laufey tekur að sér starf á vettvangi stjórnmálanna, en hún starfaði sem aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins á Alþingi frá 2019 til 2023, þegar hún færði sig yfir til SFS. Þar áður var hún aðstoðarmaður Sigríðar Andersen sem var dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins árin 2017 til 2019. Rétt eins og Laufey er Sigríður nú einnig gengin til liðs við Miðflokkinn og leiðir lista flokksins. Laufey og Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og oddviti í Suðvesturkjördæmi, eru par. Þau eignuðust stúlkubarn vorið 2022. Miðflokkurinn mælist með 15,9 prósenta fylgi í nýjustu könnun Maskínu. Hoppar aftur inn hjá Pírötum Eiríkur Rafn Rafnsson stjórnmálafræðingur stýrir kosningaskútu Pírata. Hann starfaði sem aðstoðarmaður Þingflokks Pírata á síðasta kjörtímabili, árin 2017 til 2021, en starfaði fyrir það sem lögreglumaður, meðal annars hjá Embætti sérstaks saksóknara. Eiríkur Rafn Rafnsson fer fyrir kosningabaráttu Pírata.Vísir/Vilhelm Árið 2022 var hann ráðinn til starfa hjá Hopp, sem forstöðumaður stjórnsýslumála. Fyrir rúmum tveimur árum ræddi Eiríkur fjölbreyttan starfsferil sinn í Atvinnulífinu á Vísi. Píratar mælast með 4,5 prósenta fylgi, og þar með utan þings, í nýjustu könnun Maskínu. Fyrrverandi ráðherra stýrir baráttunni Kosningastjóri Samfylkingarinnar er Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi þingmaður og ráðherra fyrir flokkinn. Katrín var alþingismaður frá 2003 til 2016, þar af iðnaðarráðherra á árunum 2009 til 2012 og fjármála- og efnahagsráðherra frá 2012 til 2013, í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Hún hefur starfað innan Samfylkingarinnar frá stofnun hennar árið 2000, og var fyrsti varaformaður ungliðahreyfingar flokksins, Ungra jafnaðarmanna. Katrín Júlíusdóttir stýrir kosningabaráttu Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Katrín starfaði sem framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja á árunum 2016 til 2022. Hún útskrifaðist með MBA frá Háskólanum í Reykjavík 2016 og nam mannfræði við Háskóla Íslands frá árin 1995 til 1999. Árið 2020 hlaut Katrín spennusagnaverðlaunin Svartfuglinn fyrir sína fyrstu skáldsögu, Sykur. Samfylkingin mælist stærsti flokkur landsins, með 22,2 prósenta fylgi, í nýjustu könnun Maskínu. Kannanagúru leiðir atkvæðaveiðar í Valhöll Páll Ásgeir Guðmundsson fer fyrir kosningabaráttu Sjálfstæðismanna. Á vef Sjálfstæðisflokksins kemur fram hverjir stýri kosningabaráttunni í hverju kjördæmi fyrir sig, en fréttastofa hefur fengið staðfest að Páll Ásgeir er efstur í skipuriti kosningastjóra flokksins. Páll Ásgeir ætti að vera flestum, ef ekki öllum, hnútum kunnugur í Sjálfstæðisflokknum, en hann starfaði sem aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar á árunum 2017 til 2022, fyrst í forsætisráðuneytinu og síðar í fjármálaráðuneytinu. Þar áður starfaði hann í 14 ár hjá Gallup, meðal annars sem sviðsstjóri markaðs- og viðhorfsrannsókna í sjö ár. Páll Ásgeir Guðmundsson er sálfræðimenntaður og þekkir vel til starfs Sjálfstæðisflokksins.SA Hann lauk störfum sem aðstoðarmaður árið 2022 og hóf störf hjá Samtökum atvinnulífsins, sem forstöðumaður sameinaðs efnahags- og samkeppnishæfnissviðs. Samkvæmt starfsmannalista á vef SA starfar hann nú sem ráðgjafi samtakanna í stjórnsýslumálum. Páll er með BA-gráðu í sálfræði. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 13,9 prósenta fylgi í nýjustu könnun Maskínu. Kosningastjórinn fráfarandi kominn á lista Guðmundur Auðunsson hagfræðingur hefur verið í hlutverki kosningastjóra Sósíalista. Hann leiddi lista flokksins í Suðurkjördæmi í síðustu Alþingiskosningum, en þá kom flokkurinn ekki manni inn á þing. Guðmundur er þó á leið úr hlutverki kosningastjóra, þar sem hann hefur tekið þriðja sætið á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Flokkurinn er því án kosningastjóra þessa stundina. Guðmundur leiddi lista Sósíalista í Suðurkjördæmi árið 2021. Nú tekur hann þriðja sætið í Reykjavík norður, og hverfur úr stöðu kosningastjóra.Sósíalistaflokkurinn Þetta segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, leiðtogi Sósíalista í kosningunum, í samtali við fréttastofu. Hún er einnig formaður níu manna kosningastjórnar flokksins. Hún segir þó mjög líklegt að stjórnin fái til liðs við sig nýjan kosningastjóra á allra næstu dögum. Sósíalistaflokkurinn mælist með 4,0 prósenta fylgi, og þar með utan þings, í nýjustu könnun Maskínu. Kom inn með nokkrum látum Sunna Valgerðardóttir fer fyrir kosningabaráttu Vinstri grænna. Sunna starfaði áður í fjölmiðlum, í um einn og hálfan áratug. Lengst af starfaði hún hjá Ríkisútvarpinu og sinnti ýmsum hlutverkum, meðal annars almennri fréttamennsku og umsjón fréttaþáttanna Þetta helst og Vikulokanna. Hún hefur einnig starfað á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, þar sem hún sá meðal annars um fréttaskýringaþáttinn Kompás, auk þess að hafa komið við á Fréttablaðinu og Kjarnanum. Sunna stýrir málum hjá Vinstri grænum, sem mælast sem stendur ekki inni á þingi.Vinstri græn Hún var ráðin til starfa fyrir þingflokki VG í lok apríl á þessu ári. Rúmum mánuði síðar birti hún færslu á samfélagsmiðlum þar sem hún sagði samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn vera að þurrka flokkinn út, og vakti þónokkra athygli. Vinstri græn mælast með 3,8 prósenta fylgi í nýjustu könnun Maskínu og næði ekki manni inn á þing miðað við það. Þekkir hvern krók og kima Viðreisnar Svanborg Sigmarsdóttir er kosningastjóri Viðreisnar. Hún hefur starfað sem framkvæmdastjóri Viðreisnar frá árinu 2022, og hefur tekið að sér stöðu kosningastjóra fyrir þessar kosningar. Hún hefur starfað fyrir flokkinn frá árinu 2019, og tók þá við stöðum framkvæmdastjóra borgarstjórnarflokks Viðreisnar og verkefnastjóra sveitarstjórnarmála flokksins. Svanborg Sigmarsdóttir er kosningastjóri Viðreisnar.Viðreisn Áratuginn á undan starfaði Svanborg sem upplýsingafulltrúi hjá hinu opinbera, síðast hjá Ríkisendurskoðun. Hún á einnig að baki feril í fjölmiðlum, nánar til tekið sem blaðamaður hjá Fréttablaðinu. Hún hefur einnig kennt áfanga í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og Háskólann á Bifröst. Viðreisn mælist með 16,2 prósenta fylgi í nýjustu könnnun Maskínu.
Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Framsóknarflokkurinn Lýðræðisflokkurinn Miðflokkurinn Píratar Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Sósíalistaflokkurinn Vinstri græn Viðreisn Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Fréttin öll Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Fleiri fréttir Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Sjá meira