Her af iðnaðarmönnum við framkvæmdir á Stuðlum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. október 2024 12:16 Funi Sigurðsson er framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Barna- og fjölskyldustofu og starfandi forstöðumaður Stuðla. Vonast er til að starfsemi geti hafist að nýju á Stuðlum á allra næstu dögum eftir eldsvoða um helgina. Miklar framkvæmdir standa yfir í húsnæðinu en rannsókn lögreglu á tildrögum brunans stendur enn yfir. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er rannsókn vegna eldsvoðans á meðferðarheimilinu Stuðlum á laugardaginn ekki lokið og tæknideild enn að störfum á vettvangi. Sautján ára piltur lést í eldsvoðanum og einn starfsmaður var fluttur á bráðamóttöku vegna reykeitrunar. Viðkomandi heilsast ágætlega miðað við aðstæður að sögn Funa Sigurðssonar, framkvæmdastjóra meðferðarsviðs Barna- og fjölskyldustofu. Miklar framkvæmdir standa nú yfir í húsnæðinu á Stuðlum með það fyrir augum að hægt verði að hefja starfsemi að nýju sem allra fyrst. „Við erum bara á fullu hér að reyna að laga það sem hægt er að laga inni á Stuðlum þannig við getum hafið einhverja starfsemi þar. Það vonandi tekst bara á alveg næstu dögum. Hér er hersveit af iðnaðarmönnum að störfum að reyna að gera og græja það sem hægt er,“ segir Funi. Gert var samkomulag um tímabundin afnot af húsnæði SÁÁ að Vogi þar sem börn af Stuðlum hafa verið vistuð í kjölfar brunans. „Það er náttúrlega bara verið að aðlaga sig að því. Það eru náttúrlega ekki alveg sömu aðstæður og við erum vön þannig það er bara verið að finna út úr því og reynum að halda eins mikilli rútínu og við getum,“ segir Funi. „Við í rauninni fáum bara afnot af heilli deild sem er bara alveg afmörkuð frá annarri starfsemi og erum bara með starfsfólk okkar þar og þau eru að sinna börnunum.“ En þetta er væntanlega ólíkur hópur sem er í vistun af ólíkum ástæðum og þarf ólíka þjónustu? „Já, það þýðir bara að við höfum í rauninni þurft að nota rosalegan stóran hluta af okkar fólki í verkefni þannig að við getum afmarkað þessa hópa. Þetta eru náttúrlega mismunandi viðfangsefni þannig að það reynir talsvert á það, en við gerum það bara með mannafla,“ svarar Funi. Börn og uppeldi Barnavernd Lögreglumál Meðferðarheimili Reykjavík Málefni Stuðla Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er rannsókn vegna eldsvoðans á meðferðarheimilinu Stuðlum á laugardaginn ekki lokið og tæknideild enn að störfum á vettvangi. Sautján ára piltur lést í eldsvoðanum og einn starfsmaður var fluttur á bráðamóttöku vegna reykeitrunar. Viðkomandi heilsast ágætlega miðað við aðstæður að sögn Funa Sigurðssonar, framkvæmdastjóra meðferðarsviðs Barna- og fjölskyldustofu. Miklar framkvæmdir standa nú yfir í húsnæðinu á Stuðlum með það fyrir augum að hægt verði að hefja starfsemi að nýju sem allra fyrst. „Við erum bara á fullu hér að reyna að laga það sem hægt er að laga inni á Stuðlum þannig við getum hafið einhverja starfsemi þar. Það vonandi tekst bara á alveg næstu dögum. Hér er hersveit af iðnaðarmönnum að störfum að reyna að gera og græja það sem hægt er,“ segir Funi. Gert var samkomulag um tímabundin afnot af húsnæði SÁÁ að Vogi þar sem börn af Stuðlum hafa verið vistuð í kjölfar brunans. „Það er náttúrlega bara verið að aðlaga sig að því. Það eru náttúrlega ekki alveg sömu aðstæður og við erum vön þannig það er bara verið að finna út úr því og reynum að halda eins mikilli rútínu og við getum,“ segir Funi. „Við í rauninni fáum bara afnot af heilli deild sem er bara alveg afmörkuð frá annarri starfsemi og erum bara með starfsfólk okkar þar og þau eru að sinna börnunum.“ En þetta er væntanlega ólíkur hópur sem er í vistun af ólíkum ástæðum og þarf ólíka þjónustu? „Já, það þýðir bara að við höfum í rauninni þurft að nota rosalegan stóran hluta af okkar fólki í verkefni þannig að við getum afmarkað þessa hópa. Þetta eru náttúrlega mismunandi viðfangsefni þannig að það reynir talsvert á það, en við gerum það bara með mannafla,“ svarar Funi.
Börn og uppeldi Barnavernd Lögreglumál Meðferðarheimili Reykjavík Málefni Stuðla Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira