Her af iðnaðarmönnum við framkvæmdir á Stuðlum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. október 2024 12:16 Funi Sigurðsson er framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Barna- og fjölskyldustofu og starfandi forstöðumaður Stuðla. Vonast er til að starfsemi geti hafist að nýju á Stuðlum á allra næstu dögum eftir eldsvoða um helgina. Miklar framkvæmdir standa yfir í húsnæðinu en rannsókn lögreglu á tildrögum brunans stendur enn yfir. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er rannsókn vegna eldsvoðans á meðferðarheimilinu Stuðlum á laugardaginn ekki lokið og tæknideild enn að störfum á vettvangi. Sautján ára piltur lést í eldsvoðanum og einn starfsmaður var fluttur á bráðamóttöku vegna reykeitrunar. Viðkomandi heilsast ágætlega miðað við aðstæður að sögn Funa Sigurðssonar, framkvæmdastjóra meðferðarsviðs Barna- og fjölskyldustofu. Miklar framkvæmdir standa nú yfir í húsnæðinu á Stuðlum með það fyrir augum að hægt verði að hefja starfsemi að nýju sem allra fyrst. „Við erum bara á fullu hér að reyna að laga það sem hægt er að laga inni á Stuðlum þannig við getum hafið einhverja starfsemi þar. Það vonandi tekst bara á alveg næstu dögum. Hér er hersveit af iðnaðarmönnum að störfum að reyna að gera og græja það sem hægt er,“ segir Funi. Gert var samkomulag um tímabundin afnot af húsnæði SÁÁ að Vogi þar sem börn af Stuðlum hafa verið vistuð í kjölfar brunans. „Það er náttúrlega bara verið að aðlaga sig að því. Það eru náttúrlega ekki alveg sömu aðstæður og við erum vön þannig það er bara verið að finna út úr því og reynum að halda eins mikilli rútínu og við getum,“ segir Funi. „Við í rauninni fáum bara afnot af heilli deild sem er bara alveg afmörkuð frá annarri starfsemi og erum bara með starfsfólk okkar þar og þau eru að sinna börnunum.“ En þetta er væntanlega ólíkur hópur sem er í vistun af ólíkum ástæðum og þarf ólíka þjónustu? „Já, það þýðir bara að við höfum í rauninni þurft að nota rosalegan stóran hluta af okkar fólki í verkefni þannig að við getum afmarkað þessa hópa. Þetta eru náttúrlega mismunandi viðfangsefni þannig að það reynir talsvert á það, en við gerum það bara með mannafla,“ svarar Funi. Börn og uppeldi Barnavernd Lögreglumál Meðferðarheimili Reykjavík Málefni Stuðla Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er rannsókn vegna eldsvoðans á meðferðarheimilinu Stuðlum á laugardaginn ekki lokið og tæknideild enn að störfum á vettvangi. Sautján ára piltur lést í eldsvoðanum og einn starfsmaður var fluttur á bráðamóttöku vegna reykeitrunar. Viðkomandi heilsast ágætlega miðað við aðstæður að sögn Funa Sigurðssonar, framkvæmdastjóra meðferðarsviðs Barna- og fjölskyldustofu. Miklar framkvæmdir standa nú yfir í húsnæðinu á Stuðlum með það fyrir augum að hægt verði að hefja starfsemi að nýju sem allra fyrst. „Við erum bara á fullu hér að reyna að laga það sem hægt er að laga inni á Stuðlum þannig við getum hafið einhverja starfsemi þar. Það vonandi tekst bara á alveg næstu dögum. Hér er hersveit af iðnaðarmönnum að störfum að reyna að gera og græja það sem hægt er,“ segir Funi. Gert var samkomulag um tímabundin afnot af húsnæði SÁÁ að Vogi þar sem börn af Stuðlum hafa verið vistuð í kjölfar brunans. „Það er náttúrlega bara verið að aðlaga sig að því. Það eru náttúrlega ekki alveg sömu aðstæður og við erum vön þannig það er bara verið að finna út úr því og reynum að halda eins mikilli rútínu og við getum,“ segir Funi. „Við í rauninni fáum bara afnot af heilli deild sem er bara alveg afmörkuð frá annarri starfsemi og erum bara með starfsfólk okkar þar og þau eru að sinna börnunum.“ En þetta er væntanlega ólíkur hópur sem er í vistun af ólíkum ástæðum og þarf ólíka þjónustu? „Já, það þýðir bara að við höfum í rauninni þurft að nota rosalegan stóran hluta af okkar fólki í verkefni þannig að við getum afmarkað þessa hópa. Þetta eru náttúrlega mismunandi viðfangsefni þannig að það reynir talsvert á það, en við gerum það bara með mannafla,“ svarar Funi.
Börn og uppeldi Barnavernd Lögreglumál Meðferðarheimili Reykjavík Málefni Stuðla Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira