Sömu rök og styðja rétt kvenna til þungunarrofs eiga við um dánaraðstoð Ingrid Kuhlman og Steinar Harðarson skrifa 28. október 2024 08:02 Árið 2019 tók Alþingi mikilvægt skref í átt að auknum réttindum kvenna með samþykkt nýrra laga um þungunarrof, lög nr. 43/2019. Lögin, sem staðfesta sjálfsákvörðunarrétt kvenna yfir eigin líkama, voru að áliti margra veruleg réttarbót. Í greinargerð og rökstuðningi með lögunum voru færð sterk rök fyrir mikilvægi þess að viðurkenna og vernda sjálfsákvörðunarrétt kvenna. Í umsögnum um frumvarpið sem bárust í gegnum samráðsgátt má sjá jákvæð viðbrögð heilbrigðisstofnana. Embætti landlæknis lýsti sem dæmi yfir stuðningi við lögin og taldi þau vera mikilvægt skref í átt að auknu sjálfsforræði kvenna. Þá kom fram i umsögn Landspítala að engin kona tæki ákvörðun um að enda meðgöngu á bilinu 18–22 vikur án vandlegrar íhugunar að teknu tilliti til allra aðstæðna. Konum væri best treystandi til að taka slíka ákvörðun um eigin framtíð, líf og líkama. Í dag myndu fáir andmæla þeim sjálfsákvörðunarrétti sem konur öðluðust með lögunum frá 2019. En ættu ekki sömu rök, sem samfélagið hefur almennt fallist á, að eiga við um dánaraðstoð? Er ekki rétt að líta á dánaraðstoð sem „mikilvægt skref í átt að auknu sjálfsforræði einstaklinga“? Og er ekki ljóst að „enginn einstaklingur tæki ákvörðun um að binda enda á eigið líf án vandlegrar íhugunar að teknu tilliti til allra aðstæðna? Honum væri best treystandi til að taka ákvörðun um eigin framtíð, líf og líkama?“ Hægt að heimfæra greinargerðina um þungunarrof yfir á dánaraðstoð Ef við heimfærum 2. kafla greinargerðarinnar með frumvarpinu um þungunarrof yfir á löggjöf um dánaraðstoð, með því að skipta út orðinu þungunarrof fyrir dánaraðstoð og konur fyrir einstaklinga, myndi greinargerðin í stórum dráttum hljóða svona: Mikilvægt væri að Ísland sýndi umheiminum að einstaklingar hér á landi nytu virðingar, ákvörðun þeirra um að fá að deyja á eigin forsendum væri virt sem og sjálfsforræði þeirra og þeir studdir með faglegri fræðslu og ráðgjöf sem byggist á gagnreyndri þekkingu. Er þetta í takt við þróun á sviði mannréttinda sem hefur verið í þá átt að auka sjálfsforræði einstaklingsins. Má í því samhengi nefna fjölmarga alþjóðlega samninga og þróun í dómaframkvæmd á sviði þeirra, svo sem mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjónanna, mannréttindasáttmála Evrópu, samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, samning Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gegn konum, samning Evrópuráðsins um vernd mannréttinda og mannlegrar reisnar með hliðsjón af starfsemi á sviði líffræði og læknisfræði: samningur um mannréttindi og líflæknisfræði. Þá er í 3. gr. mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna kveðið á um að allir eigi rétt til lífs, frelsis og mannhelgi… Nefndin var einhuga um nauðsyn þess setja lög sem heimila dánaraðstoð með það fyrir augum að tryggja og undirstrika réttinn til sjálfsforræðis einstaklinga yfir líkama sínum og rétt hvers einstaklings til þess að taka ákvörðun um eigin dauða. Þessi sjónarmið leggja grunninn að markmiði frumvarpsins um að tryggja að sjálfsforræði einstaklinga sé virt með öruggum aðgangi að heilbrigðisþjónustu fyrir þá einstaklinga sem óska eftir dánaraðstoð. Hér má sjá að bæði þungunarrof og dánaraðstoð byggja á siðferðisviðmiðum sem viðurkenna sjálfstæði og grundvallarrétt hvers einstaklings til að ráða yfir eigin lífi og líkama. Með setningu laga um dánaraðstoð yrði tryggður réttur allra til að taka sjálfstæðar ákvarðanir um eigin líkama og líf, óháð kyni. Hver á að taka ákvörðun um okkar hinstu stund? Það má ekki gleymast að í þeim löndum þar sem dánaraðstoð hefur verið lögleidd eru strangar lagalegar kröfur sem einstaklingar þurfa að uppfylla. Þeir sem fá dánaraðstoð eru oft með mjög langt genginn sjúkdóm, eiga enga von um bata og upplifa óbærilegar þjáningar. Ákvörðunin um dánaraðstoð er auk þess tekin af einstaklingnum sjálfum, sem þarf að vera hæfur til að taka slíka ákvörðun. Sterk rök þurfa að liggja fyrir til að segja að réttur einstaklings til að sækja sjálfviljugur um dánarstoð sé ekki jafn mikils metinn og réttur kvenna til þungunarrofs. Í báðum tilfellum snýst málið um sjálfsforræði, virðingu fyrir persónulegum ákvörðunum og rétt til að ráða yfir eigin líkama og lífi. Höfundar eru stjórnarmenn í Lífsvirðingu, sem berst fyrir löggjöf um dánaraðstoð á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Árið 2019 tók Alþingi mikilvægt skref í átt að auknum réttindum kvenna með samþykkt nýrra laga um þungunarrof, lög nr. 43/2019. Lögin, sem staðfesta sjálfsákvörðunarrétt kvenna yfir eigin líkama, voru að áliti margra veruleg réttarbót. Í greinargerð og rökstuðningi með lögunum voru færð sterk rök fyrir mikilvægi þess að viðurkenna og vernda sjálfsákvörðunarrétt kvenna. Í umsögnum um frumvarpið sem bárust í gegnum samráðsgátt má sjá jákvæð viðbrögð heilbrigðisstofnana. Embætti landlæknis lýsti sem dæmi yfir stuðningi við lögin og taldi þau vera mikilvægt skref í átt að auknu sjálfsforræði kvenna. Þá kom fram i umsögn Landspítala að engin kona tæki ákvörðun um að enda meðgöngu á bilinu 18–22 vikur án vandlegrar íhugunar að teknu tilliti til allra aðstæðna. Konum væri best treystandi til að taka slíka ákvörðun um eigin framtíð, líf og líkama. Í dag myndu fáir andmæla þeim sjálfsákvörðunarrétti sem konur öðluðust með lögunum frá 2019. En ættu ekki sömu rök, sem samfélagið hefur almennt fallist á, að eiga við um dánaraðstoð? Er ekki rétt að líta á dánaraðstoð sem „mikilvægt skref í átt að auknu sjálfsforræði einstaklinga“? Og er ekki ljóst að „enginn einstaklingur tæki ákvörðun um að binda enda á eigið líf án vandlegrar íhugunar að teknu tilliti til allra aðstæðna? Honum væri best treystandi til að taka ákvörðun um eigin framtíð, líf og líkama?“ Hægt að heimfæra greinargerðina um þungunarrof yfir á dánaraðstoð Ef við heimfærum 2. kafla greinargerðarinnar með frumvarpinu um þungunarrof yfir á löggjöf um dánaraðstoð, með því að skipta út orðinu þungunarrof fyrir dánaraðstoð og konur fyrir einstaklinga, myndi greinargerðin í stórum dráttum hljóða svona: Mikilvægt væri að Ísland sýndi umheiminum að einstaklingar hér á landi nytu virðingar, ákvörðun þeirra um að fá að deyja á eigin forsendum væri virt sem og sjálfsforræði þeirra og þeir studdir með faglegri fræðslu og ráðgjöf sem byggist á gagnreyndri þekkingu. Er þetta í takt við þróun á sviði mannréttinda sem hefur verið í þá átt að auka sjálfsforræði einstaklingsins. Má í því samhengi nefna fjölmarga alþjóðlega samninga og þróun í dómaframkvæmd á sviði þeirra, svo sem mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjónanna, mannréttindasáttmála Evrópu, samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, samning Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gegn konum, samning Evrópuráðsins um vernd mannréttinda og mannlegrar reisnar með hliðsjón af starfsemi á sviði líffræði og læknisfræði: samningur um mannréttindi og líflæknisfræði. Þá er í 3. gr. mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna kveðið á um að allir eigi rétt til lífs, frelsis og mannhelgi… Nefndin var einhuga um nauðsyn þess setja lög sem heimila dánaraðstoð með það fyrir augum að tryggja og undirstrika réttinn til sjálfsforræðis einstaklinga yfir líkama sínum og rétt hvers einstaklings til þess að taka ákvörðun um eigin dauða. Þessi sjónarmið leggja grunninn að markmiði frumvarpsins um að tryggja að sjálfsforræði einstaklinga sé virt með öruggum aðgangi að heilbrigðisþjónustu fyrir þá einstaklinga sem óska eftir dánaraðstoð. Hér má sjá að bæði þungunarrof og dánaraðstoð byggja á siðferðisviðmiðum sem viðurkenna sjálfstæði og grundvallarrétt hvers einstaklings til að ráða yfir eigin lífi og líkama. Með setningu laga um dánaraðstoð yrði tryggður réttur allra til að taka sjálfstæðar ákvarðanir um eigin líkama og líf, óháð kyni. Hver á að taka ákvörðun um okkar hinstu stund? Það má ekki gleymast að í þeim löndum þar sem dánaraðstoð hefur verið lögleidd eru strangar lagalegar kröfur sem einstaklingar þurfa að uppfylla. Þeir sem fá dánaraðstoð eru oft með mjög langt genginn sjúkdóm, eiga enga von um bata og upplifa óbærilegar þjáningar. Ákvörðunin um dánaraðstoð er auk þess tekin af einstaklingnum sjálfum, sem þarf að vera hæfur til að taka slíka ákvörðun. Sterk rök þurfa að liggja fyrir til að segja að réttur einstaklings til að sækja sjálfviljugur um dánarstoð sé ekki jafn mikils metinn og réttur kvenna til þungunarrofs. Í báðum tilfellum snýst málið um sjálfsforræði, virðingu fyrir persónulegum ákvörðunum og rétt til að ráða yfir eigin líkama og lífi. Höfundar eru stjórnarmenn í Lífsvirðingu, sem berst fyrir löggjöf um dánaraðstoð á Íslandi.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun