Sömu rök og styðja rétt kvenna til þungunarrofs eiga við um dánaraðstoð Ingrid Kuhlman og Steinar Harðarson skrifa 28. október 2024 08:02 Árið 2019 tók Alþingi mikilvægt skref í átt að auknum réttindum kvenna með samþykkt nýrra laga um þungunarrof, lög nr. 43/2019. Lögin, sem staðfesta sjálfsákvörðunarrétt kvenna yfir eigin líkama, voru að áliti margra veruleg réttarbót. Í greinargerð og rökstuðningi með lögunum voru færð sterk rök fyrir mikilvægi þess að viðurkenna og vernda sjálfsákvörðunarrétt kvenna. Í umsögnum um frumvarpið sem bárust í gegnum samráðsgátt má sjá jákvæð viðbrögð heilbrigðisstofnana. Embætti landlæknis lýsti sem dæmi yfir stuðningi við lögin og taldi þau vera mikilvægt skref í átt að auknu sjálfsforræði kvenna. Þá kom fram i umsögn Landspítala að engin kona tæki ákvörðun um að enda meðgöngu á bilinu 18–22 vikur án vandlegrar íhugunar að teknu tilliti til allra aðstæðna. Konum væri best treystandi til að taka slíka ákvörðun um eigin framtíð, líf og líkama. Í dag myndu fáir andmæla þeim sjálfsákvörðunarrétti sem konur öðluðust með lögunum frá 2019. En ættu ekki sömu rök, sem samfélagið hefur almennt fallist á, að eiga við um dánaraðstoð? Er ekki rétt að líta á dánaraðstoð sem „mikilvægt skref í átt að auknu sjálfsforræði einstaklinga“? Og er ekki ljóst að „enginn einstaklingur tæki ákvörðun um að binda enda á eigið líf án vandlegrar íhugunar að teknu tilliti til allra aðstæðna? Honum væri best treystandi til að taka ákvörðun um eigin framtíð, líf og líkama?“ Hægt að heimfæra greinargerðina um þungunarrof yfir á dánaraðstoð Ef við heimfærum 2. kafla greinargerðarinnar með frumvarpinu um þungunarrof yfir á löggjöf um dánaraðstoð, með því að skipta út orðinu þungunarrof fyrir dánaraðstoð og konur fyrir einstaklinga, myndi greinargerðin í stórum dráttum hljóða svona: Mikilvægt væri að Ísland sýndi umheiminum að einstaklingar hér á landi nytu virðingar, ákvörðun þeirra um að fá að deyja á eigin forsendum væri virt sem og sjálfsforræði þeirra og þeir studdir með faglegri fræðslu og ráðgjöf sem byggist á gagnreyndri þekkingu. Er þetta í takt við þróun á sviði mannréttinda sem hefur verið í þá átt að auka sjálfsforræði einstaklingsins. Má í því samhengi nefna fjölmarga alþjóðlega samninga og þróun í dómaframkvæmd á sviði þeirra, svo sem mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjónanna, mannréttindasáttmála Evrópu, samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, samning Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gegn konum, samning Evrópuráðsins um vernd mannréttinda og mannlegrar reisnar með hliðsjón af starfsemi á sviði líffræði og læknisfræði: samningur um mannréttindi og líflæknisfræði. Þá er í 3. gr. mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna kveðið á um að allir eigi rétt til lífs, frelsis og mannhelgi… Nefndin var einhuga um nauðsyn þess setja lög sem heimila dánaraðstoð með það fyrir augum að tryggja og undirstrika réttinn til sjálfsforræðis einstaklinga yfir líkama sínum og rétt hvers einstaklings til þess að taka ákvörðun um eigin dauða. Þessi sjónarmið leggja grunninn að markmiði frumvarpsins um að tryggja að sjálfsforræði einstaklinga sé virt með öruggum aðgangi að heilbrigðisþjónustu fyrir þá einstaklinga sem óska eftir dánaraðstoð. Hér má sjá að bæði þungunarrof og dánaraðstoð byggja á siðferðisviðmiðum sem viðurkenna sjálfstæði og grundvallarrétt hvers einstaklings til að ráða yfir eigin lífi og líkama. Með setningu laga um dánaraðstoð yrði tryggður réttur allra til að taka sjálfstæðar ákvarðanir um eigin líkama og líf, óháð kyni. Hver á að taka ákvörðun um okkar hinstu stund? Það má ekki gleymast að í þeim löndum þar sem dánaraðstoð hefur verið lögleidd eru strangar lagalegar kröfur sem einstaklingar þurfa að uppfylla. Þeir sem fá dánaraðstoð eru oft með mjög langt genginn sjúkdóm, eiga enga von um bata og upplifa óbærilegar þjáningar. Ákvörðunin um dánaraðstoð er auk þess tekin af einstaklingnum sjálfum, sem þarf að vera hæfur til að taka slíka ákvörðun. Sterk rök þurfa að liggja fyrir til að segja að réttur einstaklings til að sækja sjálfviljugur um dánarstoð sé ekki jafn mikils metinn og réttur kvenna til þungunarrofs. Í báðum tilfellum snýst málið um sjálfsforræði, virðingu fyrir persónulegum ákvörðunum og rétt til að ráða yfir eigin líkama og lífi. Höfundar eru stjórnarmenn í Lífsvirðingu, sem berst fyrir löggjöf um dánaraðstoð á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Árið 2019 tók Alþingi mikilvægt skref í átt að auknum réttindum kvenna með samþykkt nýrra laga um þungunarrof, lög nr. 43/2019. Lögin, sem staðfesta sjálfsákvörðunarrétt kvenna yfir eigin líkama, voru að áliti margra veruleg réttarbót. Í greinargerð og rökstuðningi með lögunum voru færð sterk rök fyrir mikilvægi þess að viðurkenna og vernda sjálfsákvörðunarrétt kvenna. Í umsögnum um frumvarpið sem bárust í gegnum samráðsgátt má sjá jákvæð viðbrögð heilbrigðisstofnana. Embætti landlæknis lýsti sem dæmi yfir stuðningi við lögin og taldi þau vera mikilvægt skref í átt að auknu sjálfsforræði kvenna. Þá kom fram i umsögn Landspítala að engin kona tæki ákvörðun um að enda meðgöngu á bilinu 18–22 vikur án vandlegrar íhugunar að teknu tilliti til allra aðstæðna. Konum væri best treystandi til að taka slíka ákvörðun um eigin framtíð, líf og líkama. Í dag myndu fáir andmæla þeim sjálfsákvörðunarrétti sem konur öðluðust með lögunum frá 2019. En ættu ekki sömu rök, sem samfélagið hefur almennt fallist á, að eiga við um dánaraðstoð? Er ekki rétt að líta á dánaraðstoð sem „mikilvægt skref í átt að auknu sjálfsforræði einstaklinga“? Og er ekki ljóst að „enginn einstaklingur tæki ákvörðun um að binda enda á eigið líf án vandlegrar íhugunar að teknu tilliti til allra aðstæðna? Honum væri best treystandi til að taka ákvörðun um eigin framtíð, líf og líkama?“ Hægt að heimfæra greinargerðina um þungunarrof yfir á dánaraðstoð Ef við heimfærum 2. kafla greinargerðarinnar með frumvarpinu um þungunarrof yfir á löggjöf um dánaraðstoð, með því að skipta út orðinu þungunarrof fyrir dánaraðstoð og konur fyrir einstaklinga, myndi greinargerðin í stórum dráttum hljóða svona: Mikilvægt væri að Ísland sýndi umheiminum að einstaklingar hér á landi nytu virðingar, ákvörðun þeirra um að fá að deyja á eigin forsendum væri virt sem og sjálfsforræði þeirra og þeir studdir með faglegri fræðslu og ráðgjöf sem byggist á gagnreyndri þekkingu. Er þetta í takt við þróun á sviði mannréttinda sem hefur verið í þá átt að auka sjálfsforræði einstaklingsins. Má í því samhengi nefna fjölmarga alþjóðlega samninga og þróun í dómaframkvæmd á sviði þeirra, svo sem mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjónanna, mannréttindasáttmála Evrópu, samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, samning Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gegn konum, samning Evrópuráðsins um vernd mannréttinda og mannlegrar reisnar með hliðsjón af starfsemi á sviði líffræði og læknisfræði: samningur um mannréttindi og líflæknisfræði. Þá er í 3. gr. mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna kveðið á um að allir eigi rétt til lífs, frelsis og mannhelgi… Nefndin var einhuga um nauðsyn þess setja lög sem heimila dánaraðstoð með það fyrir augum að tryggja og undirstrika réttinn til sjálfsforræðis einstaklinga yfir líkama sínum og rétt hvers einstaklings til þess að taka ákvörðun um eigin dauða. Þessi sjónarmið leggja grunninn að markmiði frumvarpsins um að tryggja að sjálfsforræði einstaklinga sé virt með öruggum aðgangi að heilbrigðisþjónustu fyrir þá einstaklinga sem óska eftir dánaraðstoð. Hér má sjá að bæði þungunarrof og dánaraðstoð byggja á siðferðisviðmiðum sem viðurkenna sjálfstæði og grundvallarrétt hvers einstaklings til að ráða yfir eigin lífi og líkama. Með setningu laga um dánaraðstoð yrði tryggður réttur allra til að taka sjálfstæðar ákvarðanir um eigin líkama og líf, óháð kyni. Hver á að taka ákvörðun um okkar hinstu stund? Það má ekki gleymast að í þeim löndum þar sem dánaraðstoð hefur verið lögleidd eru strangar lagalegar kröfur sem einstaklingar þurfa að uppfylla. Þeir sem fá dánaraðstoð eru oft með mjög langt genginn sjúkdóm, eiga enga von um bata og upplifa óbærilegar þjáningar. Ákvörðunin um dánaraðstoð er auk þess tekin af einstaklingnum sjálfum, sem þarf að vera hæfur til að taka slíka ákvörðun. Sterk rök þurfa að liggja fyrir til að segja að réttur einstaklings til að sækja sjálfviljugur um dánarstoð sé ekki jafn mikils metinn og réttur kvenna til þungunarrofs. Í báðum tilfellum snýst málið um sjálfsforræði, virðingu fyrir persónulegum ákvörðunum og rétt til að ráða yfir eigin líkama og lífi. Höfundar eru stjórnarmenn í Lífsvirðingu, sem berst fyrir löggjöf um dánaraðstoð á Íslandi.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun