Ný könnun: Ómarktækur munur á Viðreisn og Sjálfstæðisflokknum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. október 2024 11:56 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Fylgi Samfylkingar, Pírata og Flokks fólksins minnkar milli mánaða á meðan Viðreisn bætir við sig töluverðu fylgi. Ómarktækur munur er á milli Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins. Vinstri græn hanga inni á þingi. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu sem mældi fylgi flokka eftir að tilkynnt var um slit ríkisstjórnarinnar síðastliðinn sunnudag. Samfylkingin mælist með 21,9% fylgi, Miðflokkur með 17,7% og Sjálfstæðisflokkurinn með 14,1%. Viðreisn mælist með 13,4% fylgi, Framsókn með 8,0% fylgi og Flokkur fólksins með 7,3% fylgi. Sósíalistaflokkurinn mælist með 5,2% eins og Píratar og Vinstri græn með 5,1%. Þá mælist Lýðræðisflokkur Arnars Þórs Jónssonar með 2,1% fylgi. Samkvæmt þessum fylgistölum fengi Samfylkingin 14 þingmenn kjörna, Miðflokkurinn 12 þingmenn, Sjálfstæðisflokkurinn 9, Viðreisn 9, Framsóknarflokkurinn 5, Flokkur fólksins 5 en Píratar, VG og Sósíalistaflokkurinn 3. Rétt er að taka fram að um einfalda hlutfallslega reikninga er að ræða. Til samanburðar fékk Sjálfstæðisflokkurinn 16 þingmenn í kosningunum 2021, Framsóknarflokkur 13 þingmenn, Vinstri græn 8 þingmenn, Samfylkingin 6, Flokkur fólksins 6, Píratar 6, Viðreisn 5 og og Miðflokkurinn 3. Tölurnar fyrir allan október Maskína mælir fylgi flokka í hverjum mánuði. Í gröfunum og línuritinu að ofan má sjá annars vegar fylgi flokkanna í uppsöfnuðum svörum við könnuninni yfir það sem liðið er af október og hins vegar þá daga eftir að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra tilkynnti að að hann hygðist slíta ríkisstjórnarsamstarfinu sunnudaginn 14. október. Tölurnar og vikmörk síðan ríkisstjórninni var slitið. Ef rýnt er í tölurnar fyrir október í heild sinni sést að Samfylkingin mælist með 22,8%, Miðflokkurinn með 17%, Viðreisn með 13,8%, Sjálfstæðisflokkurinn með 13,7%, Framsóknarflokkurinn með 7,0%, Píratar með 6,8%, Flokkur fólksins 6,6%, Sósíalistaflokkurinn 5,3%, Vinstri græn 4,5% og Lýðræðisflokkurinn með 2,4%. Helstu tíðindin þar hljóta að vera samanborið við tölurnar í september að fylgi Samfylkingarinnar minnkar um tvö prósentustig, Viðreisn styrkir sig um þrjú prósentustig, Flokkur fólksins tapar tveimur prósentustigum og Píratar og Framsóknarflokkurinn einu prósentustigi. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að Maskína endurskoðaði þingsæti flokkanna. Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Viðreisn Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Lýðræðisflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Fleiri fréttir Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu sem mældi fylgi flokka eftir að tilkynnt var um slit ríkisstjórnarinnar síðastliðinn sunnudag. Samfylkingin mælist með 21,9% fylgi, Miðflokkur með 17,7% og Sjálfstæðisflokkurinn með 14,1%. Viðreisn mælist með 13,4% fylgi, Framsókn með 8,0% fylgi og Flokkur fólksins með 7,3% fylgi. Sósíalistaflokkurinn mælist með 5,2% eins og Píratar og Vinstri græn með 5,1%. Þá mælist Lýðræðisflokkur Arnars Þórs Jónssonar með 2,1% fylgi. Samkvæmt þessum fylgistölum fengi Samfylkingin 14 þingmenn kjörna, Miðflokkurinn 12 þingmenn, Sjálfstæðisflokkurinn 9, Viðreisn 9, Framsóknarflokkurinn 5, Flokkur fólksins 5 en Píratar, VG og Sósíalistaflokkurinn 3. Rétt er að taka fram að um einfalda hlutfallslega reikninga er að ræða. Til samanburðar fékk Sjálfstæðisflokkurinn 16 þingmenn í kosningunum 2021, Framsóknarflokkur 13 þingmenn, Vinstri græn 8 þingmenn, Samfylkingin 6, Flokkur fólksins 6, Píratar 6, Viðreisn 5 og og Miðflokkurinn 3. Tölurnar fyrir allan október Maskína mælir fylgi flokka í hverjum mánuði. Í gröfunum og línuritinu að ofan má sjá annars vegar fylgi flokkanna í uppsöfnuðum svörum við könnuninni yfir það sem liðið er af október og hins vegar þá daga eftir að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra tilkynnti að að hann hygðist slíta ríkisstjórnarsamstarfinu sunnudaginn 14. október. Tölurnar og vikmörk síðan ríkisstjórninni var slitið. Ef rýnt er í tölurnar fyrir október í heild sinni sést að Samfylkingin mælist með 22,8%, Miðflokkurinn með 17%, Viðreisn með 13,8%, Sjálfstæðisflokkurinn með 13,7%, Framsóknarflokkurinn með 7,0%, Píratar með 6,8%, Flokkur fólksins 6,6%, Sósíalistaflokkurinn 5,3%, Vinstri græn 4,5% og Lýðræðisflokkurinn með 2,4%. Helstu tíðindin þar hljóta að vera samanborið við tölurnar í september að fylgi Samfylkingarinnar minnkar um tvö prósentustig, Viðreisn styrkir sig um þrjú prósentustig, Flokkur fólksins tapar tveimur prósentustigum og Píratar og Framsóknarflokkurinn einu prósentustigi. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að Maskína endurskoðaði þingsæti flokkanna.
Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Viðreisn Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Lýðræðisflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Fleiri fréttir Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Sjá meira