Reykjavík er þriðja hávaðamengaðasta flugvallaborg í Evrópu Kristján Vigfússon skrifar 17. október 2024 14:01 Árið 2014 var gefin út skýrsla af Umhverfisstofnun Evrópu (EEA) um hávaða frá flugumferð í Evrópu (EEA, 2014). Í þeirri skýrslu kemur fram að Reykjavík er í þriðja sæti yfir borgir í Evrópu þar sem íbúar verða fyrir mestri hávaðamengun frá flugi. Um var að ræða rannsókn á hljóð- og hávaðamengun vegna flugs í 66 borgum og bæjum með flugvelli í Evrópu. Nánast jöfn í fyrsta sæti eru borgirnar London, Reykjavík og Varna í Búlgaríu. Þessar þrjá borgir bera höfuð og herðar yfir aðrar borgir hvað hávaðamengun yfir L den > 55 dB varðar. Um 25% íbúa í Reykjavík urðu fyrir hávaðatruflunum yfir þessum mörkum en eingöngu um 0,1% íbúa Helskinki og Kaupmannahafnar. Frá árinu 2014 hafa ný hverfi verið byggð upp og þétting byggðar átt sér stað í hverfum nálægt vellinum. Höfuðborgarsvæðið hefur breyst hratt hvað hávaðamengun varðar síðustu ár meðal annars vegna mikillar aukningar á lendingum einkaþotna inn í miðri Reykjavík. En þar eru fyrst og remst á ferðinni auðmenn og forrréttinda fólk sem telur sjálfsagt að raska ró almennings á höfuðborgarsvæðinu fyrir sína eigin sérhagsmuni. Einkaþotur eru oft á tíðum í gangi á flughlaði Isavia án eftirlits niður í 50 m frá íbúðarhúsnæði í allt að 1.5 klst í senn og hávaðinn og eldsneytismengunin slík að börn og ungmenni geta ekki leikið sér á leikvöllum og útivistarsvæðum. Sýnt hefur verið fram á skaðleg áhrif umhverfishávaða á námshæfileika barna m.a vegna hávaðamengunar frá flugi (Hygge o.fl., 2002). Ennfremur hafa rannsóknir sýnt að áhrifin vegna hávaðamengunar frá flugvélum hafa skaðleg áhrif á bæði heilsu og vitsmunalega hæfileika barna (Stansfeld o.fl., 2005) en fjölmargir leikskólar og skólar eru staðsettir mjög nálægt vellinum og undir flugleiðum. Einkaþotur eru samkvæmt rannsóknum mest mengandi samgöngumáti samtímans (Sobieralski & Mumbower, 2020). Eigendur þessara einkaþotna borga engin gjöld fyrir hávaðamengun eða koltvísýringslosun sem þýðir með öðrum orðum að þeir sem hafa breiðustu bökin og fljúga um í einkaþotum axla enga ábyrgð á sinni eigin mengun og þeirri skerðingu á lífsgæðum sem þeir valda almenningi á höfuðborgarsvæðinu. Fram hefur komið og staðfest af Isavia að stæða gjöld fyrir einkaþotu á Reykjavíkurflugvelli í fimm daga (Cessna Citation M2) hafi verið 35.485 kr. árið 2022 á sama tíma og fimm daga stæða gjöld fyrir bíl voru 39.000 kr. í bílakjallara á Hafnartorgi. Rannsóknir hafa sýnt að hver farþegi í einkaþotu veldur tíu -til fimmtánfaldri koltvísýringsmengun á við farþega á áætlunarflugi. Sala á einkaþotum hefur tvöfaldast frá því fyrir Covid. Þessar einkaþotur eru nú með opið lendingarleyfi í miðri Reykjavíkurborg. Stjórnvöld ættu að sýna jákvætt frumkvæði og banna lendingar einkaþotna á Reykjavíkurflugvelli til að bæta hér lífsgæði og lýðheilsu almennings. Höfundur er einn af stofnendum Hljóðmarkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Kópavogur Fréttir af flugi Mest lesið Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Árið 2014 var gefin út skýrsla af Umhverfisstofnun Evrópu (EEA) um hávaða frá flugumferð í Evrópu (EEA, 2014). Í þeirri skýrslu kemur fram að Reykjavík er í þriðja sæti yfir borgir í Evrópu þar sem íbúar verða fyrir mestri hávaðamengun frá flugi. Um var að ræða rannsókn á hljóð- og hávaðamengun vegna flugs í 66 borgum og bæjum með flugvelli í Evrópu. Nánast jöfn í fyrsta sæti eru borgirnar London, Reykjavík og Varna í Búlgaríu. Þessar þrjá borgir bera höfuð og herðar yfir aðrar borgir hvað hávaðamengun yfir L den > 55 dB varðar. Um 25% íbúa í Reykjavík urðu fyrir hávaðatruflunum yfir þessum mörkum en eingöngu um 0,1% íbúa Helskinki og Kaupmannahafnar. Frá árinu 2014 hafa ný hverfi verið byggð upp og þétting byggðar átt sér stað í hverfum nálægt vellinum. Höfuðborgarsvæðið hefur breyst hratt hvað hávaðamengun varðar síðustu ár meðal annars vegna mikillar aukningar á lendingum einkaþotna inn í miðri Reykjavík. En þar eru fyrst og remst á ferðinni auðmenn og forrréttinda fólk sem telur sjálfsagt að raska ró almennings á höfuðborgarsvæðinu fyrir sína eigin sérhagsmuni. Einkaþotur eru oft á tíðum í gangi á flughlaði Isavia án eftirlits niður í 50 m frá íbúðarhúsnæði í allt að 1.5 klst í senn og hávaðinn og eldsneytismengunin slík að börn og ungmenni geta ekki leikið sér á leikvöllum og útivistarsvæðum. Sýnt hefur verið fram á skaðleg áhrif umhverfishávaða á námshæfileika barna m.a vegna hávaðamengunar frá flugi (Hygge o.fl., 2002). Ennfremur hafa rannsóknir sýnt að áhrifin vegna hávaðamengunar frá flugvélum hafa skaðleg áhrif á bæði heilsu og vitsmunalega hæfileika barna (Stansfeld o.fl., 2005) en fjölmargir leikskólar og skólar eru staðsettir mjög nálægt vellinum og undir flugleiðum. Einkaþotur eru samkvæmt rannsóknum mest mengandi samgöngumáti samtímans (Sobieralski & Mumbower, 2020). Eigendur þessara einkaþotna borga engin gjöld fyrir hávaðamengun eða koltvísýringslosun sem þýðir með öðrum orðum að þeir sem hafa breiðustu bökin og fljúga um í einkaþotum axla enga ábyrgð á sinni eigin mengun og þeirri skerðingu á lífsgæðum sem þeir valda almenningi á höfuðborgarsvæðinu. Fram hefur komið og staðfest af Isavia að stæða gjöld fyrir einkaþotu á Reykjavíkurflugvelli í fimm daga (Cessna Citation M2) hafi verið 35.485 kr. árið 2022 á sama tíma og fimm daga stæða gjöld fyrir bíl voru 39.000 kr. í bílakjallara á Hafnartorgi. Rannsóknir hafa sýnt að hver farþegi í einkaþotu veldur tíu -til fimmtánfaldri koltvísýringsmengun á við farþega á áætlunarflugi. Sala á einkaþotum hefur tvöfaldast frá því fyrir Covid. Þessar einkaþotur eru nú með opið lendingarleyfi í miðri Reykjavíkurborg. Stjórnvöld ættu að sýna jákvætt frumkvæði og banna lendingar einkaþotna á Reykjavíkurflugvelli til að bæta hér lífsgæði og lýðheilsu almennings. Höfundur er einn af stofnendum Hljóðmarkar.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun