Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar 24. nóvember 2025 15:03 Á Landspítalanum mætast daglega hundruð starfsmanna hvaðanæva úr heiminum. Það er ótvíræður styrkur fyrir okkur öll – án þeirra væri heilbrigðiskerfið okkar hreinlega ekki starfhæft. Því fylgja þó einnig áskoranir, einkum þegar kemur að samskiptum. Samskipti eru oft viðkvæmur hluti starfsins á spítalanum og tungumálakunnátta getur skipt sköpum. Hún hefur bein áhrif á líf og heilsu sjúklinga. Íslenskukunnátta snýst því ekki aðeins um skilning, heldur einnig um öryggi og fagmennsku. Færni í íslensku skiptir máli í klínísku starfi, í öruggu flæði upplýsinga og í faglegu mati – en ekki síður til að geta sýnt samkennd, átt samtal við aðstandendur og stutt fólk í erfiðum aðstæðum. Íslenskan og öryggi á sjúkrahúsi Reynsla mín af því að skipuleggja íslenskunám á vinnustöðum hefur varpað ljósi á hversu skipulagður stuðningur við tungumálanám skiptir miklu máli. Vinnustaðir sem leggja metnað í að styðja skipulega við slíkt nám ná frekar árangri og ávinningurinn er margvíslegur. Mikilvægt er að skapa lærdómssamfélag sem nær til alls vinnustaðarins – bæði þeirra sem stunda námið og hinna sem kunna tungumálið. Mestu skiptir að skapa starfsumhverfi sem byggir á virðingu og hvetur starfsfólkið áfram í starfi. Færni í íslensku getur skipt sköpum fyrir inngildingu, faglega hæfni og jafnrétti á vinnustöðum. Auk þess bætir aukin samskiptafærni þjónustu og starfsánægju. Þessar staðreyndir birtast skýrt í því starfi sem við höfum unnið með Landspítalanum á síðustu árum. Árið 2018 hófu Landspítalinn og Mímir-símenntun samstarf um markvisst íslenskunám fyrir starfsfólk spítalans og frá þeim tíma hafa rúmlega 1.500 manns sótt slíkt nám. Það hefur verið sönn gleði að sjá sjálfstraust og samskiptafærni starfsfólks aukast – en ekki síst hafa tengsl milli fólks, sem starfar saman við krefjandi aðstæður, eflst til muna. Á þessum tíma höfum við öll lært mikið – bæði stjórnendur og starfsfólk spítalans, kennarar og skipuleggjendur námsins. Lengst af fóru námskeiðin fram í húsnæði Mímis, sem skapaði áskoranir fyrir nemendur. Því var ákveðið að flytja kennsluna inn á Landspítalann og við það umbreyttist verkefnið. Námið varð aðgengilegra og kennslan varð áþreifanlegur hluti af menningu vinnustaðarins. Það skiptir líka máli að vinnustaðurinn sendi skýr skilaboð um að tungumálakennsla sé ekki aukaatriði, heldur hluti af faglegri þróun. Því hefur Landspítalinn sett sér það metnaðarfulla markmið að nýtt starfsfólk nái B2-stigi í íslensku innan tveggja ára frá ráðningu. Til að gera það raunhæft fer kennslan fram í húsnæði spítalans, á vinnutíma og vaktaplön eru aðlöguð eftir föngum. Þarna er verið að styðja starfsfólkið á raunverulegan hátt – sem skilar sér í meiri gæðum og öryggi á vinnustaðnum og auknum lífsgæðum fyrir fólkið sjálft. Lykill að betra samfélagi Reynslan sýnir að markviss stuðningur við tungumálakunnáttu starfsfólks skilar sér margfalt til baka. Efling íslenskunnar auðveldar samvinnu, dregur úr hættu á misskilningi og styrkir getu starfsfólks til að veita góða þjónustu. Þá er ótalinn ávinningurinn fyrir einstaklinginn og samfélagið allt, þegar fólki með ólíkan bakgrunn gefst færi á að taka virkan þátt í samfélaginu. Landspítalinn hefur sýnt að vinnustaðurinn sjálfur getur verið kjörinn staður til að efla íslensku á forsendum starfsfólks og að slík nálgun er til þess fallin að efla bæði fagmennsku og þjónustu í heilbrigðiskerfinu. Það er von mín að fleiri vinnuveitendur taki jafn virkan þátt í að styðja starfsfólk sitt til íslenskunáms. Saman eflum við og styrkjum stöðu íslenskrar tungu til framtíðar. Höfundur er verkefnastjóri í íslensku hjá Mími-símenntun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Á Landspítalanum mætast daglega hundruð starfsmanna hvaðanæva úr heiminum. Það er ótvíræður styrkur fyrir okkur öll – án þeirra væri heilbrigðiskerfið okkar hreinlega ekki starfhæft. Því fylgja þó einnig áskoranir, einkum þegar kemur að samskiptum. Samskipti eru oft viðkvæmur hluti starfsins á spítalanum og tungumálakunnátta getur skipt sköpum. Hún hefur bein áhrif á líf og heilsu sjúklinga. Íslenskukunnátta snýst því ekki aðeins um skilning, heldur einnig um öryggi og fagmennsku. Færni í íslensku skiptir máli í klínísku starfi, í öruggu flæði upplýsinga og í faglegu mati – en ekki síður til að geta sýnt samkennd, átt samtal við aðstandendur og stutt fólk í erfiðum aðstæðum. Íslenskan og öryggi á sjúkrahúsi Reynsla mín af því að skipuleggja íslenskunám á vinnustöðum hefur varpað ljósi á hversu skipulagður stuðningur við tungumálanám skiptir miklu máli. Vinnustaðir sem leggja metnað í að styðja skipulega við slíkt nám ná frekar árangri og ávinningurinn er margvíslegur. Mikilvægt er að skapa lærdómssamfélag sem nær til alls vinnustaðarins – bæði þeirra sem stunda námið og hinna sem kunna tungumálið. Mestu skiptir að skapa starfsumhverfi sem byggir á virðingu og hvetur starfsfólkið áfram í starfi. Færni í íslensku getur skipt sköpum fyrir inngildingu, faglega hæfni og jafnrétti á vinnustöðum. Auk þess bætir aukin samskiptafærni þjónustu og starfsánægju. Þessar staðreyndir birtast skýrt í því starfi sem við höfum unnið með Landspítalanum á síðustu árum. Árið 2018 hófu Landspítalinn og Mímir-símenntun samstarf um markvisst íslenskunám fyrir starfsfólk spítalans og frá þeim tíma hafa rúmlega 1.500 manns sótt slíkt nám. Það hefur verið sönn gleði að sjá sjálfstraust og samskiptafærni starfsfólks aukast – en ekki síst hafa tengsl milli fólks, sem starfar saman við krefjandi aðstæður, eflst til muna. Á þessum tíma höfum við öll lært mikið – bæði stjórnendur og starfsfólk spítalans, kennarar og skipuleggjendur námsins. Lengst af fóru námskeiðin fram í húsnæði Mímis, sem skapaði áskoranir fyrir nemendur. Því var ákveðið að flytja kennsluna inn á Landspítalann og við það umbreyttist verkefnið. Námið varð aðgengilegra og kennslan varð áþreifanlegur hluti af menningu vinnustaðarins. Það skiptir líka máli að vinnustaðurinn sendi skýr skilaboð um að tungumálakennsla sé ekki aukaatriði, heldur hluti af faglegri þróun. Því hefur Landspítalinn sett sér það metnaðarfulla markmið að nýtt starfsfólk nái B2-stigi í íslensku innan tveggja ára frá ráðningu. Til að gera það raunhæft fer kennslan fram í húsnæði spítalans, á vinnutíma og vaktaplön eru aðlöguð eftir föngum. Þarna er verið að styðja starfsfólkið á raunverulegan hátt – sem skilar sér í meiri gæðum og öryggi á vinnustaðnum og auknum lífsgæðum fyrir fólkið sjálft. Lykill að betra samfélagi Reynslan sýnir að markviss stuðningur við tungumálakunnáttu starfsfólks skilar sér margfalt til baka. Efling íslenskunnar auðveldar samvinnu, dregur úr hættu á misskilningi og styrkir getu starfsfólks til að veita góða þjónustu. Þá er ótalinn ávinningurinn fyrir einstaklinginn og samfélagið allt, þegar fólki með ólíkan bakgrunn gefst færi á að taka virkan þátt í samfélaginu. Landspítalinn hefur sýnt að vinnustaðurinn sjálfur getur verið kjörinn staður til að efla íslensku á forsendum starfsfólks og að slík nálgun er til þess fallin að efla bæði fagmennsku og þjónustu í heilbrigðiskerfinu. Það er von mín að fleiri vinnuveitendur taki jafn virkan þátt í að styðja starfsfólk sitt til íslenskunáms. Saman eflum við og styrkjum stöðu íslenskrar tungu til framtíðar. Höfundur er verkefnastjóri í íslensku hjá Mími-símenntun.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun