Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar 24. nóvember 2025 07:03 Skattagleði ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur er komin á það stig að hún beinlínis hamlar þátttöku barna í íþróttum. Þetta er afleiðing stefnu sem byggir á misskilningi, rangfærslum og þeirri hættulegu hugmynd að hægt sé að skattleggja sig út úr öllum vandamálum. Það hefur alltaf verið staðreynd að neytendur borga allar álögur – ekki fyrirtækin. Þrátt fyrir síendurtekin og mótsagnakennd skilaboð ríkisstjórnarinnar mun kostnaðurinn af nýju kílómetragjöldunum og hækkuðum vörugjöldum á vélknúin ökutæki enda á fólkinu í landinu. Einn hópur sem lítið hefur verið rætt um í þessari umræðu er börn sem stunda íþróttir. Ferðakostnaður er þegar einn stærsti útgjaldaliður barna- og unglingastarfs, sérstaklega á landsbyggðinni þar sem vegalengdir eru miklar. Fjölmörg lið og foreldrar treysta á bílaleigubíla til að komast í keppnir og mót og nú á að leggja hækkanir á þessa þjónustu sem nema tugum prósenta með einu pennastriki, bæði með kílómetragjaldi og hærri vörugjöldum. Þetta er algjört skeytingarleysi hjá ríkisstjórninni. Atlaga að ungu fólki í mótorsporti Í mótorsporti ungs fólks, sem hefur vaxið hratt síðustu misseri, er ríkisstjórnin að ráðast sérstaklega harkalega fram. Þar á að leggja allt að 40% vörugjöld á keppnistæki ef undanþágur verða felldar niður. Afleiðingin er augljós: færri börn fá tækifæri, ójöfnuður eykst og öryggi tækja versnar þar sem endurnýjun dregst saman. Þessi skattlagning mun vafalaust hafa mjög slæm áhrif á greinina í heild sinni, sem hefur vaxið gífurlega síðustu árin, og er því miður augljóst að efnaminni foreldrar munu síður geta leyft börnunum sínum að taka þátt. Þessi skattlagning er bein atlaga að börnum, dregur úr íþróttaiðkun og hefur í för með sér að öryggi tækja sem börn nota versnar. Þetta tel ég – og fjölmargir foreldrar sem ég hef rætt við – algjörlega óásættanlegt. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur virðist ekki gera sér grein fyrir því að hærri vörugjöld draga úr endurnýjun öku- og keppnistækja almennt. Það þýðir eldri og óöruggari tæki á vegum landsins, sem er slæm þróun bæði fyrir börn og fullorðna. En þetta er bara toppurinn á ísjakanum. Boðaðar skattahækkanir ríkisstjórnarinnar munu bitna á landsbyggðinni, veikja samkeppnishæfni fyrirtækja, fæla ferðamenn frá, þrengja rekstur heimila og bæta við flækjustigi sem mun þenja út báknið enn frekar. Það er ótrúlegt að sjá ríkisstjórn, sem annars talar fyrir jöfnuði, leggja fram áform sem valda meiri mismunun og skerða tækifæri barna um allt land. Sjálfstæðisflokkurinn hafnar þessum áformum alfarið og segir NEI við auknum álögum á fólk og fyrirtæki í landinu. Við viljum hjálpa ríkisstjórninni að læknast af skattsýkinni og bjóðum upp á ábyrgari leið: að fara betur með opinbert fé, draga úr sóun og stækka kökuna fyrir alla í stað þess að þrengja líf fjölskyldna með sífelldum skattahækkunum. Höfundur er þingmaður og ritari Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Mest lesið Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Sjá meira
Skattagleði ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur er komin á það stig að hún beinlínis hamlar þátttöku barna í íþróttum. Þetta er afleiðing stefnu sem byggir á misskilningi, rangfærslum og þeirri hættulegu hugmynd að hægt sé að skattleggja sig út úr öllum vandamálum. Það hefur alltaf verið staðreynd að neytendur borga allar álögur – ekki fyrirtækin. Þrátt fyrir síendurtekin og mótsagnakennd skilaboð ríkisstjórnarinnar mun kostnaðurinn af nýju kílómetragjöldunum og hækkuðum vörugjöldum á vélknúin ökutæki enda á fólkinu í landinu. Einn hópur sem lítið hefur verið rætt um í þessari umræðu er börn sem stunda íþróttir. Ferðakostnaður er þegar einn stærsti útgjaldaliður barna- og unglingastarfs, sérstaklega á landsbyggðinni þar sem vegalengdir eru miklar. Fjölmörg lið og foreldrar treysta á bílaleigubíla til að komast í keppnir og mót og nú á að leggja hækkanir á þessa þjónustu sem nema tugum prósenta með einu pennastriki, bæði með kílómetragjaldi og hærri vörugjöldum. Þetta er algjört skeytingarleysi hjá ríkisstjórninni. Atlaga að ungu fólki í mótorsporti Í mótorsporti ungs fólks, sem hefur vaxið hratt síðustu misseri, er ríkisstjórnin að ráðast sérstaklega harkalega fram. Þar á að leggja allt að 40% vörugjöld á keppnistæki ef undanþágur verða felldar niður. Afleiðingin er augljós: færri börn fá tækifæri, ójöfnuður eykst og öryggi tækja versnar þar sem endurnýjun dregst saman. Þessi skattlagning mun vafalaust hafa mjög slæm áhrif á greinina í heild sinni, sem hefur vaxið gífurlega síðustu árin, og er því miður augljóst að efnaminni foreldrar munu síður geta leyft börnunum sínum að taka þátt. Þessi skattlagning er bein atlaga að börnum, dregur úr íþróttaiðkun og hefur í för með sér að öryggi tækja sem börn nota versnar. Þetta tel ég – og fjölmargir foreldrar sem ég hef rætt við – algjörlega óásættanlegt. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur virðist ekki gera sér grein fyrir því að hærri vörugjöld draga úr endurnýjun öku- og keppnistækja almennt. Það þýðir eldri og óöruggari tæki á vegum landsins, sem er slæm þróun bæði fyrir börn og fullorðna. En þetta er bara toppurinn á ísjakanum. Boðaðar skattahækkanir ríkisstjórnarinnar munu bitna á landsbyggðinni, veikja samkeppnishæfni fyrirtækja, fæla ferðamenn frá, þrengja rekstur heimila og bæta við flækjustigi sem mun þenja út báknið enn frekar. Það er ótrúlegt að sjá ríkisstjórn, sem annars talar fyrir jöfnuði, leggja fram áform sem valda meiri mismunun og skerða tækifæri barna um allt land. Sjálfstæðisflokkurinn hafnar þessum áformum alfarið og segir NEI við auknum álögum á fólk og fyrirtæki í landinu. Við viljum hjálpa ríkisstjórninni að læknast af skattsýkinni og bjóðum upp á ábyrgari leið: að fara betur með opinbert fé, draga úr sóun og stækka kökuna fyrir alla í stað þess að þrengja líf fjölskyldna með sífelldum skattahækkunum. Höfundur er þingmaður og ritari Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar