Lífeyrisþeginn hefði átt að láta reyna á skerðinguna fyrr Árni Sæberg skrifar 15. október 2024 11:53 Hæstiréttur kvað upp dóm í málinu í gær. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur sýknað Tryggingastofnun ríkisins af kröfum lífeyrisþega og Öryrkjabandalags Íslands um afturvirka leiðréttingu á bótum, sem höfðu verið ólöglega skertar. Hæstiréttur taldi lífeyrisþegann og bandalagið hafa búið yfir nægum upplýsingum um kröfur sínar til að láta á þær reyna fyrir dómstólum fyrr. Málið varðaði uppgjör á bótum Tryggingastofnunar til handa lífeyrisþega, sem felldi stofnunina fyrir Hæstarétti árið 2022. Málið þá snerist um hvort TR hefði verið heimilt, á árunum 2011 til 2015, að reikna greiðslur til viðkomandi einstaklings, á sérstakri uppbót á lífeyri vegna framfærslu, í samræmi við lög um félagslega aðstoð, í samræmi við búsetu hér á landi. Lífeyrisþeginn hafði unnið málin bæði í héraði og Landsrétti áður en fullnaðarsigur vannst í Hæstarétti. Í dómi Hæstaréttar nú segir að TR hafi leiðrétt greiðslur sérstakrar uppbótar á lífeyri fjögur ár aftur í tímann eða frá 1. maí 2018 og talið eldri kröfur fyrndar. Vildu leiðréttingu fyrir sex ár til Í málinu hafi lífeyrisþeginn krafist greiðslu uppbótar fyrir tímabilið 1. maí 2012 til 1. maí 2018 og Öryrkjabandalagið krafist greiðslna vegna félagsmanna sinna fyrir tímabilið 1. janúar 2012 til 1. maí 2018. Lífeyrisþeginn og bandalagið hafi talið viðbótarfrest samkvæmt ákvæði laga um fyrningu kröfuréttinda eiga við um kröfur sem svöruðu til skerðingar bótanna á fyrrgreindu tímabili þar sem þau hefði skort nauðsynlega vitneskju um kröfur sínar fram að uppkvaðningu dóms Hæstaréttar. Í ákvæðinu segir að hafi kröfuhafi ekki haft uppi kröfu sökum þess að hann skorti nauðsynlega vitneskju um kröfuna eða skuldarann fyrnist þá krafa hans aldrei fyrr en einu ári eftir þann dag þegar kröfuhafi fékk eða bar að afla sér slíkrar vitneskju. Réttaróvissan dugði ekki til Í dóminum segir að Öryrkjabandalagið hefði haft nægar upplýsingar um ætlaðar kröfur sínar til að láta reyna á þær með höfðun dómsmáls sem hefði rofið fyrningu þeirra. Í ljósi aðdraganda málsins hafi Hæstiréttur talið að sú réttaróvissa sem var fyrir hendi gæti ekki haft þau áhrif að skort hafi nauðsynlega vitneskju um ætlaðar kröfur þannig að fyrning þeirra tæki ekki að líða eftir ákvæðinu sem vísað var til. Þá hafi Hæstiréttur talið að bandalaginu hefði mátt vera þetta ljóst vegna undanfarandi hagsmunagæslu fyrir lífeyrisþega og jafnframt að sömu upplýsingar hefðu verið nægjanlega aðgengilegar öðrum lífeyrisþegum, þar á meðal lífeyrisþegann sem höfðaði málið, svo þeim hefði verið kleift að grípa til ráðstafana til að slíta fyrningu krafna sinna. Af þeirri ástæðu hafi Tryggingastofnun verið sýknuð af kröfum lífeyrisþegans og Öryrkjabandalagsins. Dómsmál Tryggingar Eldri borgarar Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira
Málið varðaði uppgjör á bótum Tryggingastofnunar til handa lífeyrisþega, sem felldi stofnunina fyrir Hæstarétti árið 2022. Málið þá snerist um hvort TR hefði verið heimilt, á árunum 2011 til 2015, að reikna greiðslur til viðkomandi einstaklings, á sérstakri uppbót á lífeyri vegna framfærslu, í samræmi við lög um félagslega aðstoð, í samræmi við búsetu hér á landi. Lífeyrisþeginn hafði unnið málin bæði í héraði og Landsrétti áður en fullnaðarsigur vannst í Hæstarétti. Í dómi Hæstaréttar nú segir að TR hafi leiðrétt greiðslur sérstakrar uppbótar á lífeyri fjögur ár aftur í tímann eða frá 1. maí 2018 og talið eldri kröfur fyrndar. Vildu leiðréttingu fyrir sex ár til Í málinu hafi lífeyrisþeginn krafist greiðslu uppbótar fyrir tímabilið 1. maí 2012 til 1. maí 2018 og Öryrkjabandalagið krafist greiðslna vegna félagsmanna sinna fyrir tímabilið 1. janúar 2012 til 1. maí 2018. Lífeyrisþeginn og bandalagið hafi talið viðbótarfrest samkvæmt ákvæði laga um fyrningu kröfuréttinda eiga við um kröfur sem svöruðu til skerðingar bótanna á fyrrgreindu tímabili þar sem þau hefði skort nauðsynlega vitneskju um kröfur sínar fram að uppkvaðningu dóms Hæstaréttar. Í ákvæðinu segir að hafi kröfuhafi ekki haft uppi kröfu sökum þess að hann skorti nauðsynlega vitneskju um kröfuna eða skuldarann fyrnist þá krafa hans aldrei fyrr en einu ári eftir þann dag þegar kröfuhafi fékk eða bar að afla sér slíkrar vitneskju. Réttaróvissan dugði ekki til Í dóminum segir að Öryrkjabandalagið hefði haft nægar upplýsingar um ætlaðar kröfur sínar til að láta reyna á þær með höfðun dómsmáls sem hefði rofið fyrningu þeirra. Í ljósi aðdraganda málsins hafi Hæstiréttur talið að sú réttaróvissa sem var fyrir hendi gæti ekki haft þau áhrif að skort hafi nauðsynlega vitneskju um ætlaðar kröfur þannig að fyrning þeirra tæki ekki að líða eftir ákvæðinu sem vísað var til. Þá hafi Hæstiréttur talið að bandalaginu hefði mátt vera þetta ljóst vegna undanfarandi hagsmunagæslu fyrir lífeyrisþega og jafnframt að sömu upplýsingar hefðu verið nægjanlega aðgengilegar öðrum lífeyrisþegum, þar á meðal lífeyrisþegann sem höfðaði málið, svo þeim hefði verið kleift að grípa til ráðstafana til að slíta fyrningu krafna sinna. Af þeirri ástæðu hafi Tryggingastofnun verið sýknuð af kröfum lífeyrisþegans og Öryrkjabandalagsins.
Dómsmál Tryggingar Eldri borgarar Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira