Lífeyrisþeginn hefði átt að láta reyna á skerðinguna fyrr Árni Sæberg skrifar 15. október 2024 11:53 Hæstiréttur kvað upp dóm í málinu í gær. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur sýknað Tryggingastofnun ríkisins af kröfum lífeyrisþega og Öryrkjabandalags Íslands um afturvirka leiðréttingu á bótum, sem höfðu verið ólöglega skertar. Hæstiréttur taldi lífeyrisþegann og bandalagið hafa búið yfir nægum upplýsingum um kröfur sínar til að láta á þær reyna fyrir dómstólum fyrr. Málið varðaði uppgjör á bótum Tryggingastofnunar til handa lífeyrisþega, sem felldi stofnunina fyrir Hæstarétti árið 2022. Málið þá snerist um hvort TR hefði verið heimilt, á árunum 2011 til 2015, að reikna greiðslur til viðkomandi einstaklings, á sérstakri uppbót á lífeyri vegna framfærslu, í samræmi við lög um félagslega aðstoð, í samræmi við búsetu hér á landi. Lífeyrisþeginn hafði unnið málin bæði í héraði og Landsrétti áður en fullnaðarsigur vannst í Hæstarétti. Í dómi Hæstaréttar nú segir að TR hafi leiðrétt greiðslur sérstakrar uppbótar á lífeyri fjögur ár aftur í tímann eða frá 1. maí 2018 og talið eldri kröfur fyrndar. Vildu leiðréttingu fyrir sex ár til Í málinu hafi lífeyrisþeginn krafist greiðslu uppbótar fyrir tímabilið 1. maí 2012 til 1. maí 2018 og Öryrkjabandalagið krafist greiðslna vegna félagsmanna sinna fyrir tímabilið 1. janúar 2012 til 1. maí 2018. Lífeyrisþeginn og bandalagið hafi talið viðbótarfrest samkvæmt ákvæði laga um fyrningu kröfuréttinda eiga við um kröfur sem svöruðu til skerðingar bótanna á fyrrgreindu tímabili þar sem þau hefði skort nauðsynlega vitneskju um kröfur sínar fram að uppkvaðningu dóms Hæstaréttar. Í ákvæðinu segir að hafi kröfuhafi ekki haft uppi kröfu sökum þess að hann skorti nauðsynlega vitneskju um kröfuna eða skuldarann fyrnist þá krafa hans aldrei fyrr en einu ári eftir þann dag þegar kröfuhafi fékk eða bar að afla sér slíkrar vitneskju. Réttaróvissan dugði ekki til Í dóminum segir að Öryrkjabandalagið hefði haft nægar upplýsingar um ætlaðar kröfur sínar til að láta reyna á þær með höfðun dómsmáls sem hefði rofið fyrningu þeirra. Í ljósi aðdraganda málsins hafi Hæstiréttur talið að sú réttaróvissa sem var fyrir hendi gæti ekki haft þau áhrif að skort hafi nauðsynlega vitneskju um ætlaðar kröfur þannig að fyrning þeirra tæki ekki að líða eftir ákvæðinu sem vísað var til. Þá hafi Hæstiréttur talið að bandalaginu hefði mátt vera þetta ljóst vegna undanfarandi hagsmunagæslu fyrir lífeyrisþega og jafnframt að sömu upplýsingar hefðu verið nægjanlega aðgengilegar öðrum lífeyrisþegum, þar á meðal lífeyrisþegann sem höfðaði málið, svo þeim hefði verið kleift að grípa til ráðstafana til að slíta fyrningu krafna sinna. Af þeirri ástæðu hafi Tryggingastofnun verið sýknuð af kröfum lífeyrisþegans og Öryrkjabandalagsins. Dómsmál Tryggingar Eldri borgarar Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Sjá meira
Málið varðaði uppgjör á bótum Tryggingastofnunar til handa lífeyrisþega, sem felldi stofnunina fyrir Hæstarétti árið 2022. Málið þá snerist um hvort TR hefði verið heimilt, á árunum 2011 til 2015, að reikna greiðslur til viðkomandi einstaklings, á sérstakri uppbót á lífeyri vegna framfærslu, í samræmi við lög um félagslega aðstoð, í samræmi við búsetu hér á landi. Lífeyrisþeginn hafði unnið málin bæði í héraði og Landsrétti áður en fullnaðarsigur vannst í Hæstarétti. Í dómi Hæstaréttar nú segir að TR hafi leiðrétt greiðslur sérstakrar uppbótar á lífeyri fjögur ár aftur í tímann eða frá 1. maí 2018 og talið eldri kröfur fyrndar. Vildu leiðréttingu fyrir sex ár til Í málinu hafi lífeyrisþeginn krafist greiðslu uppbótar fyrir tímabilið 1. maí 2012 til 1. maí 2018 og Öryrkjabandalagið krafist greiðslna vegna félagsmanna sinna fyrir tímabilið 1. janúar 2012 til 1. maí 2018. Lífeyrisþeginn og bandalagið hafi talið viðbótarfrest samkvæmt ákvæði laga um fyrningu kröfuréttinda eiga við um kröfur sem svöruðu til skerðingar bótanna á fyrrgreindu tímabili þar sem þau hefði skort nauðsynlega vitneskju um kröfur sínar fram að uppkvaðningu dóms Hæstaréttar. Í ákvæðinu segir að hafi kröfuhafi ekki haft uppi kröfu sökum þess að hann skorti nauðsynlega vitneskju um kröfuna eða skuldarann fyrnist þá krafa hans aldrei fyrr en einu ári eftir þann dag þegar kröfuhafi fékk eða bar að afla sér slíkrar vitneskju. Réttaróvissan dugði ekki til Í dóminum segir að Öryrkjabandalagið hefði haft nægar upplýsingar um ætlaðar kröfur sínar til að láta reyna á þær með höfðun dómsmáls sem hefði rofið fyrningu þeirra. Í ljósi aðdraganda málsins hafi Hæstiréttur talið að sú réttaróvissa sem var fyrir hendi gæti ekki haft þau áhrif að skort hafi nauðsynlega vitneskju um ætlaðar kröfur þannig að fyrning þeirra tæki ekki að líða eftir ákvæðinu sem vísað var til. Þá hafi Hæstiréttur talið að bandalaginu hefði mátt vera þetta ljóst vegna undanfarandi hagsmunagæslu fyrir lífeyrisþega og jafnframt að sömu upplýsingar hefðu verið nægjanlega aðgengilegar öðrum lífeyrisþegum, þar á meðal lífeyrisþegann sem höfðaði málið, svo þeim hefði verið kleift að grípa til ráðstafana til að slíta fyrningu krafna sinna. Af þeirri ástæðu hafi Tryggingastofnun verið sýknuð af kröfum lífeyrisþegans og Öryrkjabandalagsins.
Dómsmál Tryggingar Eldri borgarar Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Sjá meira