Stuttur tími til að „komast í kjólinn fyrir jólin“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. október 2024 12:26 Inga Sæland og hennar fólk í Flokki fólksins fer í uppstillingu, enda ekki tími til neins annars að hennar mati. Vísir/Vilhelm Nú þegar stefnir í kosningar fyrir jól, keppast flokkarnir við að smíða lista til að tefla fram. Uppstilling þykir líkleg víða, og aðeins einn flokkur hefur þegar tekið ákvörðun um að fara í prófkjör. Formaður eins flokksins segir þá ekki hafa langan tíma til að „komast í kjólinn fyrir jólin“. Flest bendir til þess að kosningar verði 30. nóvember. Verði það raunin þurfa flokkarnir að vera búnir að leggja fram framboðslista sína mánuði fyrr, 30. október. Guðmundur Ari Sigurjónsson, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, segir að miðað við tímalínuna sem Bjarni leggur upp með sé líklegast að uppstilling verði niðurstaðan. „Og stefnir allt í að það verði þá uppstilling um allt land. Auðvitað er Halla núna að taka sér tíma til að íhuga, og endanlegur kjördagur liggur ekki fyrir. En miðað við þessar tímalínur, mánaðamótin nóvember/desember, þá er lítið annað í stöðunni heldur en uppstilling,“ segir Guðmundur. Guðmundur Ari Sigurjónsson er formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Flokkurinn hafi undirbúið ólíkar sviðsmyndir síðasta árið, og því verið búin undir þessa niðurstöðu. Forysta flokksins muni ekki hafa lokaorðið um uppstillingar, heldur uppstillingarnefndir valdar af kjördæmaráðum. „Umboðið kemur frá öllum aðildarfélögunum á tilteknu svæði sem skipa nefndir, og svo er það uppstillingarnefnd sem hefur valdið.“ Ekki ákveðið enn hjá Viðreisn og Miðflokki Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, segir að í ljósi hins knappa tímaramma sem lagt er upp með verði farið í uppstillingu. Kjördæmafélög flokksins munu funda í kvöld og taka lokaákvörðun. Formaður Viðreisnar segir allar vélar í sínum flokki farnar af stað. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Vísir/Sigurjón „Landshlutaráðin eru að hittast á miðvikudag og fimmtudag. Þá verður tekin ákvörðun um prófkjör eða uppstillingu. Það er allt farið á fleygiferð af stað innan flokksins, og þetta er bara stuð og stemmari,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Hvað gera stjórnarflokkarnir? Sunna Valgerðardóttir, starfsmaður Vinstri grænna, segir að kjördæmisráð fundi í kvöld og taki lokaákvörðun. Þó sé ljóst að tíminn sé naumur og því uppstilling líklegasta niðurstaðan. Annað ráðuneyti Bjarna Benediktssonar tók til starfa í vor, eftir að Katrín Jakobsdóttir lét af embætti forsætisráðherra og fór í forsetaframboð.Vísir/Vilhelm Samkvæmt heimildum fréttastofu funda kjördæmasambönd Framsóknarflokksins þá í vikunni og um helgina, og því ætti framkvæmdin hjá flokknum að öllum líkindum að vera orðin skýr um eða eftir helgi. Kjördæmaráð sjálfstæðisflokksins ákveður hvort farið verði í uppstillingu eða ekki. „Í kjólinn fyrir jólin“ Píratar hafa þegar boðað prófkjör á næstu vikum. Flokkur fólksins fer hins vegar í uppstillingu. Það staðfestir Inga Sæland, formaður í samtali við fréttastofu. Hún segir að listarnir muni liggja fyrir að tveimur vikum liðnum, en flokkurinn muni nýta þær tvær vikur. „Við ætlum að gera það. Þetta er ekki mikill tími sem flokkarnir hafa til að komast í kjólinn fyrir jólin,“ segir Inga kímin. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Flokkur Ingu stillir upp á lista, og líklegast er að flokkur Sigmundar Geri það líka.Vísir/Vilhelm Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Viðreisn Miðflokkurinn Píratar Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Forseti fundar með formönnum Í hádegisfréttum fjöllum við um fundahöld dagsins sem hófust á Bessastöðum í morgun þar sem Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fór fram á þingrof. 14. október 2024 11:32 Pallborðið: Hvað segir stjórnarandstaðan um útspil Bjarna? Bergþór Ólason, Jóhann Páll Jóhannsson, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir verða gestir Pallborðsins í dag, þar sem til umræðu verður tilkynning Bjarna Benediktssonar í gær. 14. október 2024 12:24 Óvissa í efnahagslífinu og erfitt að sjá að verðbólga hjaðni nú Deildarforseti Háskólans á Bifröst segir stjórnarslitin skapa óvissu í efnahagslífinu og erfitt sé að sjá að verðbólga haldi áfram að hjaðna í núverandi ástandi. Hún telur að atvinnulíf muni halda að sér höndum þar til það fer að róast. Nú vilji menn bæði vera í axlaböndum og með belti. 14. október 2024 11:56 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Flest bendir til þess að kosningar verði 30. nóvember. Verði það raunin þurfa flokkarnir að vera búnir að leggja fram framboðslista sína mánuði fyrr, 30. október. Guðmundur Ari Sigurjónsson, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, segir að miðað við tímalínuna sem Bjarni leggur upp með sé líklegast að uppstilling verði niðurstaðan. „Og stefnir allt í að það verði þá uppstilling um allt land. Auðvitað er Halla núna að taka sér tíma til að íhuga, og endanlegur kjördagur liggur ekki fyrir. En miðað við þessar tímalínur, mánaðamótin nóvember/desember, þá er lítið annað í stöðunni heldur en uppstilling,“ segir Guðmundur. Guðmundur Ari Sigurjónsson er formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Flokkurinn hafi undirbúið ólíkar sviðsmyndir síðasta árið, og því verið búin undir þessa niðurstöðu. Forysta flokksins muni ekki hafa lokaorðið um uppstillingar, heldur uppstillingarnefndir valdar af kjördæmaráðum. „Umboðið kemur frá öllum aðildarfélögunum á tilteknu svæði sem skipa nefndir, og svo er það uppstillingarnefnd sem hefur valdið.“ Ekki ákveðið enn hjá Viðreisn og Miðflokki Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, segir að í ljósi hins knappa tímaramma sem lagt er upp með verði farið í uppstillingu. Kjördæmafélög flokksins munu funda í kvöld og taka lokaákvörðun. Formaður Viðreisnar segir allar vélar í sínum flokki farnar af stað. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Vísir/Sigurjón „Landshlutaráðin eru að hittast á miðvikudag og fimmtudag. Þá verður tekin ákvörðun um prófkjör eða uppstillingu. Það er allt farið á fleygiferð af stað innan flokksins, og þetta er bara stuð og stemmari,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Hvað gera stjórnarflokkarnir? Sunna Valgerðardóttir, starfsmaður Vinstri grænna, segir að kjördæmisráð fundi í kvöld og taki lokaákvörðun. Þó sé ljóst að tíminn sé naumur og því uppstilling líklegasta niðurstaðan. Annað ráðuneyti Bjarna Benediktssonar tók til starfa í vor, eftir að Katrín Jakobsdóttir lét af embætti forsætisráðherra og fór í forsetaframboð.Vísir/Vilhelm Samkvæmt heimildum fréttastofu funda kjördæmasambönd Framsóknarflokksins þá í vikunni og um helgina, og því ætti framkvæmdin hjá flokknum að öllum líkindum að vera orðin skýr um eða eftir helgi. Kjördæmaráð sjálfstæðisflokksins ákveður hvort farið verði í uppstillingu eða ekki. „Í kjólinn fyrir jólin“ Píratar hafa þegar boðað prófkjör á næstu vikum. Flokkur fólksins fer hins vegar í uppstillingu. Það staðfestir Inga Sæland, formaður í samtali við fréttastofu. Hún segir að listarnir muni liggja fyrir að tveimur vikum liðnum, en flokkurinn muni nýta þær tvær vikur. „Við ætlum að gera það. Þetta er ekki mikill tími sem flokkarnir hafa til að komast í kjólinn fyrir jólin,“ segir Inga kímin. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Flokkur Ingu stillir upp á lista, og líklegast er að flokkur Sigmundar Geri það líka.Vísir/Vilhelm
Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Viðreisn Miðflokkurinn Píratar Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Forseti fundar með formönnum Í hádegisfréttum fjöllum við um fundahöld dagsins sem hófust á Bessastöðum í morgun þar sem Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fór fram á þingrof. 14. október 2024 11:32 Pallborðið: Hvað segir stjórnarandstaðan um útspil Bjarna? Bergþór Ólason, Jóhann Páll Jóhannsson, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir verða gestir Pallborðsins í dag, þar sem til umræðu verður tilkynning Bjarna Benediktssonar í gær. 14. október 2024 12:24 Óvissa í efnahagslífinu og erfitt að sjá að verðbólga hjaðni nú Deildarforseti Háskólans á Bifröst segir stjórnarslitin skapa óvissu í efnahagslífinu og erfitt sé að sjá að verðbólga haldi áfram að hjaðna í núverandi ástandi. Hún telur að atvinnulíf muni halda að sér höndum þar til það fer að róast. Nú vilji menn bæði vera í axlaböndum og með belti. 14. október 2024 11:56 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Forseti fundar með formönnum Í hádegisfréttum fjöllum við um fundahöld dagsins sem hófust á Bessastöðum í morgun þar sem Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fór fram á þingrof. 14. október 2024 11:32
Pallborðið: Hvað segir stjórnarandstaðan um útspil Bjarna? Bergþór Ólason, Jóhann Páll Jóhannsson, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir verða gestir Pallborðsins í dag, þar sem til umræðu verður tilkynning Bjarna Benediktssonar í gær. 14. október 2024 12:24
Óvissa í efnahagslífinu og erfitt að sjá að verðbólga hjaðni nú Deildarforseti Háskólans á Bifröst segir stjórnarslitin skapa óvissu í efnahagslífinu og erfitt sé að sjá að verðbólga haldi áfram að hjaðna í núverandi ástandi. Hún telur að atvinnulíf muni halda að sér höndum þar til það fer að róast. Nú vilji menn bæði vera í axlaböndum og með belti. 14. október 2024 11:56
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent