Stuttur tími til að „komast í kjólinn fyrir jólin“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. október 2024 12:26 Inga Sæland og hennar fólk í Flokki fólksins fer í uppstillingu, enda ekki tími til neins annars að hennar mati. Vísir/Vilhelm Nú þegar stefnir í kosningar fyrir jól, keppast flokkarnir við að smíða lista til að tefla fram. Uppstilling þykir líkleg víða, og aðeins einn flokkur hefur þegar tekið ákvörðun um að fara í prófkjör. Formaður eins flokksins segir þá ekki hafa langan tíma til að „komast í kjólinn fyrir jólin“. Flest bendir til þess að kosningar verði 30. nóvember. Verði það raunin þurfa flokkarnir að vera búnir að leggja fram framboðslista sína mánuði fyrr, 30. október. Guðmundur Ari Sigurjónsson, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, segir að miðað við tímalínuna sem Bjarni leggur upp með sé líklegast að uppstilling verði niðurstaðan. „Og stefnir allt í að það verði þá uppstilling um allt land. Auðvitað er Halla núna að taka sér tíma til að íhuga, og endanlegur kjördagur liggur ekki fyrir. En miðað við þessar tímalínur, mánaðamótin nóvember/desember, þá er lítið annað í stöðunni heldur en uppstilling,“ segir Guðmundur. Guðmundur Ari Sigurjónsson er formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Flokkurinn hafi undirbúið ólíkar sviðsmyndir síðasta árið, og því verið búin undir þessa niðurstöðu. Forysta flokksins muni ekki hafa lokaorðið um uppstillingar, heldur uppstillingarnefndir valdar af kjördæmaráðum. „Umboðið kemur frá öllum aðildarfélögunum á tilteknu svæði sem skipa nefndir, og svo er það uppstillingarnefnd sem hefur valdið.“ Ekki ákveðið enn hjá Viðreisn og Miðflokki Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, segir að í ljósi hins knappa tímaramma sem lagt er upp með verði farið í uppstillingu. Kjördæmafélög flokksins munu funda í kvöld og taka lokaákvörðun. Formaður Viðreisnar segir allar vélar í sínum flokki farnar af stað. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Vísir/Sigurjón „Landshlutaráðin eru að hittast á miðvikudag og fimmtudag. Þá verður tekin ákvörðun um prófkjör eða uppstillingu. Það er allt farið á fleygiferð af stað innan flokksins, og þetta er bara stuð og stemmari,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Hvað gera stjórnarflokkarnir? Sunna Valgerðardóttir, starfsmaður Vinstri grænna, segir að kjördæmisráð fundi í kvöld og taki lokaákvörðun. Þó sé ljóst að tíminn sé naumur og því uppstilling líklegasta niðurstaðan. Annað ráðuneyti Bjarna Benediktssonar tók til starfa í vor, eftir að Katrín Jakobsdóttir lét af embætti forsætisráðherra og fór í forsetaframboð.Vísir/Vilhelm Samkvæmt heimildum fréttastofu funda kjördæmasambönd Framsóknarflokksins þá í vikunni og um helgina, og því ætti framkvæmdin hjá flokknum að öllum líkindum að vera orðin skýr um eða eftir helgi. Kjördæmaráð sjálfstæðisflokksins ákveður hvort farið verði í uppstillingu eða ekki. „Í kjólinn fyrir jólin“ Píratar hafa þegar boðað prófkjör á næstu vikum. Flokkur fólksins fer hins vegar í uppstillingu. Það staðfestir Inga Sæland, formaður í samtali við fréttastofu. Hún segir að listarnir muni liggja fyrir að tveimur vikum liðnum, en flokkurinn muni nýta þær tvær vikur. „Við ætlum að gera það. Þetta er ekki mikill tími sem flokkarnir hafa til að komast í kjólinn fyrir jólin,“ segir Inga kímin. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Flokkur Ingu stillir upp á lista, og líklegast er að flokkur Sigmundar Geri það líka.Vísir/Vilhelm Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Viðreisn Miðflokkurinn Píratar Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Forseti fundar með formönnum Í hádegisfréttum fjöllum við um fundahöld dagsins sem hófust á Bessastöðum í morgun þar sem Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fór fram á þingrof. 14. október 2024 11:32 Pallborðið: Hvað segir stjórnarandstaðan um útspil Bjarna? Bergþór Ólason, Jóhann Páll Jóhannsson, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir verða gestir Pallborðsins í dag, þar sem til umræðu verður tilkynning Bjarna Benediktssonar í gær. 14. október 2024 12:24 Óvissa í efnahagslífinu og erfitt að sjá að verðbólga hjaðni nú Deildarforseti Háskólans á Bifröst segir stjórnarslitin skapa óvissu í efnahagslífinu og erfitt sé að sjá að verðbólga haldi áfram að hjaðna í núverandi ástandi. Hún telur að atvinnulíf muni halda að sér höndum þar til það fer að róast. Nú vilji menn bæði vera í axlaböndum og með belti. 14. október 2024 11:56 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Fleiri fréttir Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Sjá meira
Flest bendir til þess að kosningar verði 30. nóvember. Verði það raunin þurfa flokkarnir að vera búnir að leggja fram framboðslista sína mánuði fyrr, 30. október. Guðmundur Ari Sigurjónsson, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, segir að miðað við tímalínuna sem Bjarni leggur upp með sé líklegast að uppstilling verði niðurstaðan. „Og stefnir allt í að það verði þá uppstilling um allt land. Auðvitað er Halla núna að taka sér tíma til að íhuga, og endanlegur kjördagur liggur ekki fyrir. En miðað við þessar tímalínur, mánaðamótin nóvember/desember, þá er lítið annað í stöðunni heldur en uppstilling,“ segir Guðmundur. Guðmundur Ari Sigurjónsson er formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Flokkurinn hafi undirbúið ólíkar sviðsmyndir síðasta árið, og því verið búin undir þessa niðurstöðu. Forysta flokksins muni ekki hafa lokaorðið um uppstillingar, heldur uppstillingarnefndir valdar af kjördæmaráðum. „Umboðið kemur frá öllum aðildarfélögunum á tilteknu svæði sem skipa nefndir, og svo er það uppstillingarnefnd sem hefur valdið.“ Ekki ákveðið enn hjá Viðreisn og Miðflokki Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, segir að í ljósi hins knappa tímaramma sem lagt er upp með verði farið í uppstillingu. Kjördæmafélög flokksins munu funda í kvöld og taka lokaákvörðun. Formaður Viðreisnar segir allar vélar í sínum flokki farnar af stað. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Vísir/Sigurjón „Landshlutaráðin eru að hittast á miðvikudag og fimmtudag. Þá verður tekin ákvörðun um prófkjör eða uppstillingu. Það er allt farið á fleygiferð af stað innan flokksins, og þetta er bara stuð og stemmari,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Hvað gera stjórnarflokkarnir? Sunna Valgerðardóttir, starfsmaður Vinstri grænna, segir að kjördæmisráð fundi í kvöld og taki lokaákvörðun. Þó sé ljóst að tíminn sé naumur og því uppstilling líklegasta niðurstaðan. Annað ráðuneyti Bjarna Benediktssonar tók til starfa í vor, eftir að Katrín Jakobsdóttir lét af embætti forsætisráðherra og fór í forsetaframboð.Vísir/Vilhelm Samkvæmt heimildum fréttastofu funda kjördæmasambönd Framsóknarflokksins þá í vikunni og um helgina, og því ætti framkvæmdin hjá flokknum að öllum líkindum að vera orðin skýr um eða eftir helgi. Kjördæmaráð sjálfstæðisflokksins ákveður hvort farið verði í uppstillingu eða ekki. „Í kjólinn fyrir jólin“ Píratar hafa þegar boðað prófkjör á næstu vikum. Flokkur fólksins fer hins vegar í uppstillingu. Það staðfestir Inga Sæland, formaður í samtali við fréttastofu. Hún segir að listarnir muni liggja fyrir að tveimur vikum liðnum, en flokkurinn muni nýta þær tvær vikur. „Við ætlum að gera það. Þetta er ekki mikill tími sem flokkarnir hafa til að komast í kjólinn fyrir jólin,“ segir Inga kímin. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Flokkur Ingu stillir upp á lista, og líklegast er að flokkur Sigmundar Geri það líka.Vísir/Vilhelm
Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Viðreisn Miðflokkurinn Píratar Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Forseti fundar með formönnum Í hádegisfréttum fjöllum við um fundahöld dagsins sem hófust á Bessastöðum í morgun þar sem Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fór fram á þingrof. 14. október 2024 11:32 Pallborðið: Hvað segir stjórnarandstaðan um útspil Bjarna? Bergþór Ólason, Jóhann Páll Jóhannsson, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir verða gestir Pallborðsins í dag, þar sem til umræðu verður tilkynning Bjarna Benediktssonar í gær. 14. október 2024 12:24 Óvissa í efnahagslífinu og erfitt að sjá að verðbólga hjaðni nú Deildarforseti Háskólans á Bifröst segir stjórnarslitin skapa óvissu í efnahagslífinu og erfitt sé að sjá að verðbólga haldi áfram að hjaðna í núverandi ástandi. Hún telur að atvinnulíf muni halda að sér höndum þar til það fer að róast. Nú vilji menn bæði vera í axlaböndum og með belti. 14. október 2024 11:56 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Fleiri fréttir Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Sjá meira
Forseti fundar með formönnum Í hádegisfréttum fjöllum við um fundahöld dagsins sem hófust á Bessastöðum í morgun þar sem Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fór fram á þingrof. 14. október 2024 11:32
Pallborðið: Hvað segir stjórnarandstaðan um útspil Bjarna? Bergþór Ólason, Jóhann Páll Jóhannsson, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir verða gestir Pallborðsins í dag, þar sem til umræðu verður tilkynning Bjarna Benediktssonar í gær. 14. október 2024 12:24
Óvissa í efnahagslífinu og erfitt að sjá að verðbólga hjaðni nú Deildarforseti Háskólans á Bifröst segir stjórnarslitin skapa óvissu í efnahagslífinu og erfitt sé að sjá að verðbólga haldi áfram að hjaðna í núverandi ástandi. Hún telur að atvinnulíf muni halda að sér höndum þar til það fer að róast. Nú vilji menn bæði vera í axlaböndum og með belti. 14. október 2024 11:56