Dreifðu ösku látins félaga í auga Miltons Kjartan Kjartansson skrifar 11. október 2024 08:48 Áhöfn eftirlitsflugvélar NOAA safnaðist saman til þess að heiðra minningu Peters Dodge áður en ösku hans var varpað inn í auga fellibyljarins Miltons þriðjudaginn 8. október 2024. AP/Sim Aberson/NOAA Samstarfsmenn nýlega látins vísindamanns sem rannsakaði fellibylji dreifðu ösku hans úr flugvél í auga fellibyljarins Miltons innan við sólarhring áður en hann gekk á land í Flórída. Peter Dodge var ratsjársérfræðingur og rannsakandi hjá Haf- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna (NOAA) og sem slíkur flaug hann hundruð sinnum inn í auga fellibylja á 44 ára starfsferli. Hann lést í mars í fyrra, 72 ára að aldri. Til þess að heiðra minningu Dodge vörpuðu samstarfsmenn hans hjá NOAA ösku hans í pakka út úr flugvél sem var flogið inn í auga fellibyljarins Milton á þriðjudag. Í flugdagbók vélarinnar var vísað til flugferðarinnar sem 387. og síðustu ferðar Dodge. „Þetta er mjög hjartnæmt. Við vissum að það var markmið NOAA að láta verða af þessu,“ segir Shelley Dodge, systir Peters við AP-fréttastofuna. „Hann elskaði þennan hluta af starfinu. Þetta er ljúfsárt. Annars vegar er fellibylur á leiðinni og maður óskar fólki þess ekki. Hins vegar vildi ég virkilega að þetta gerðist,“ sagði Dodge en að minnsta kosti tíu fórust þegar Milton fór yfir Flórída. Kviknaði í hreyfli inni í fellibylnum Húgó Peter Dodge hlaut meðal annars verðlaun fyrir tæknibúnað sem var notaður til þess að rannsaka fellibylinn Katrínu sem olli gríðarlegri eyðileggingu og mannskaða í Lúisíana árið 2005. Þá var hann um borð í eftirlitsflugvél sem var flogið inn í fellibylinn Húgó árið 1989 og komst í hann krappann. Vélin lenti í mikilli ókyrrð og eldur kviknaði í einum af fjórum hreyflum hennar. Áhöfnin varpaði þungum mælitækjum frá borði og flugmaðurinn losaði sig við eldsneyti sem gerði vélinni kleift að halda áfram athugunum sínum. „Þau komust næstum ekki út úr auganu,“ segir Shelley Dodge um þá lífsreynslu bróður síns. Fellibylurinn Milton Bandaríkin Fréttir af flugi Andlát Vísindi Tengdar fréttir Tíu létust þegar Milton fór yfir Flórída Að minnsta kosti tíu létust þegar fellibylurinn Milton fór yfir Flórída í gær, þar af fimm í samfélagi fyrir eldri borgara í St. Lucie-sýslu, þar sem hvirfilbylur myndaðist áður en Milton gekk á land nærri Sarasota. 11. október 2024 07:05 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Peter Dodge var ratsjársérfræðingur og rannsakandi hjá Haf- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna (NOAA) og sem slíkur flaug hann hundruð sinnum inn í auga fellibylja á 44 ára starfsferli. Hann lést í mars í fyrra, 72 ára að aldri. Til þess að heiðra minningu Dodge vörpuðu samstarfsmenn hans hjá NOAA ösku hans í pakka út úr flugvél sem var flogið inn í auga fellibyljarins Milton á þriðjudag. Í flugdagbók vélarinnar var vísað til flugferðarinnar sem 387. og síðustu ferðar Dodge. „Þetta er mjög hjartnæmt. Við vissum að það var markmið NOAA að láta verða af þessu,“ segir Shelley Dodge, systir Peters við AP-fréttastofuna. „Hann elskaði þennan hluta af starfinu. Þetta er ljúfsárt. Annars vegar er fellibylur á leiðinni og maður óskar fólki þess ekki. Hins vegar vildi ég virkilega að þetta gerðist,“ sagði Dodge en að minnsta kosti tíu fórust þegar Milton fór yfir Flórída. Kviknaði í hreyfli inni í fellibylnum Húgó Peter Dodge hlaut meðal annars verðlaun fyrir tæknibúnað sem var notaður til þess að rannsaka fellibylinn Katrínu sem olli gríðarlegri eyðileggingu og mannskaða í Lúisíana árið 2005. Þá var hann um borð í eftirlitsflugvél sem var flogið inn í fellibylinn Húgó árið 1989 og komst í hann krappann. Vélin lenti í mikilli ókyrrð og eldur kviknaði í einum af fjórum hreyflum hennar. Áhöfnin varpaði þungum mælitækjum frá borði og flugmaðurinn losaði sig við eldsneyti sem gerði vélinni kleift að halda áfram athugunum sínum. „Þau komust næstum ekki út úr auganu,“ segir Shelley Dodge um þá lífsreynslu bróður síns.
Fellibylurinn Milton Bandaríkin Fréttir af flugi Andlát Vísindi Tengdar fréttir Tíu létust þegar Milton fór yfir Flórída Að minnsta kosti tíu létust þegar fellibylurinn Milton fór yfir Flórída í gær, þar af fimm í samfélagi fyrir eldri borgara í St. Lucie-sýslu, þar sem hvirfilbylur myndaðist áður en Milton gekk á land nærri Sarasota. 11. október 2024 07:05 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Tíu létust þegar Milton fór yfir Flórída Að minnsta kosti tíu létust þegar fellibylurinn Milton fór yfir Flórída í gær, þar af fimm í samfélagi fyrir eldri borgara í St. Lucie-sýslu, þar sem hvirfilbylur myndaðist áður en Milton gekk á land nærri Sarasota. 11. október 2024 07:05