Dreifðu ösku látins félaga í auga Miltons Kjartan Kjartansson skrifar 11. október 2024 08:48 Áhöfn eftirlitsflugvélar NOAA safnaðist saman til þess að heiðra minningu Peters Dodge áður en ösku hans var varpað inn í auga fellibyljarins Miltons þriðjudaginn 8. október 2024. AP/Sim Aberson/NOAA Samstarfsmenn nýlega látins vísindamanns sem rannsakaði fellibylji dreifðu ösku hans úr flugvél í auga fellibyljarins Miltons innan við sólarhring áður en hann gekk á land í Flórída. Peter Dodge var ratsjársérfræðingur og rannsakandi hjá Haf- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna (NOAA) og sem slíkur flaug hann hundruð sinnum inn í auga fellibylja á 44 ára starfsferli. Hann lést í mars í fyrra, 72 ára að aldri. Til þess að heiðra minningu Dodge vörpuðu samstarfsmenn hans hjá NOAA ösku hans í pakka út úr flugvél sem var flogið inn í auga fellibyljarins Milton á þriðjudag. Í flugdagbók vélarinnar var vísað til flugferðarinnar sem 387. og síðustu ferðar Dodge. „Þetta er mjög hjartnæmt. Við vissum að það var markmið NOAA að láta verða af þessu,“ segir Shelley Dodge, systir Peters við AP-fréttastofuna. „Hann elskaði þennan hluta af starfinu. Þetta er ljúfsárt. Annars vegar er fellibylur á leiðinni og maður óskar fólki þess ekki. Hins vegar vildi ég virkilega að þetta gerðist,“ sagði Dodge en að minnsta kosti tíu fórust þegar Milton fór yfir Flórída. Kviknaði í hreyfli inni í fellibylnum Húgó Peter Dodge hlaut meðal annars verðlaun fyrir tæknibúnað sem var notaður til þess að rannsaka fellibylinn Katrínu sem olli gríðarlegri eyðileggingu og mannskaða í Lúisíana árið 2005. Þá var hann um borð í eftirlitsflugvél sem var flogið inn í fellibylinn Húgó árið 1989 og komst í hann krappann. Vélin lenti í mikilli ókyrrð og eldur kviknaði í einum af fjórum hreyflum hennar. Áhöfnin varpaði þungum mælitækjum frá borði og flugmaðurinn losaði sig við eldsneyti sem gerði vélinni kleift að halda áfram athugunum sínum. „Þau komust næstum ekki út úr auganu,“ segir Shelley Dodge um þá lífsreynslu bróður síns. Fellibylurinn Milton Bandaríkin Fréttir af flugi Andlát Vísindi Tengdar fréttir Tíu létust þegar Milton fór yfir Flórída Að minnsta kosti tíu létust þegar fellibylurinn Milton fór yfir Flórída í gær, þar af fimm í samfélagi fyrir eldri borgara í St. Lucie-sýslu, þar sem hvirfilbylur myndaðist áður en Milton gekk á land nærri Sarasota. 11. október 2024 07:05 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Peter Dodge var ratsjársérfræðingur og rannsakandi hjá Haf- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna (NOAA) og sem slíkur flaug hann hundruð sinnum inn í auga fellibylja á 44 ára starfsferli. Hann lést í mars í fyrra, 72 ára að aldri. Til þess að heiðra minningu Dodge vörpuðu samstarfsmenn hans hjá NOAA ösku hans í pakka út úr flugvél sem var flogið inn í auga fellibyljarins Milton á þriðjudag. Í flugdagbók vélarinnar var vísað til flugferðarinnar sem 387. og síðustu ferðar Dodge. „Þetta er mjög hjartnæmt. Við vissum að það var markmið NOAA að láta verða af þessu,“ segir Shelley Dodge, systir Peters við AP-fréttastofuna. „Hann elskaði þennan hluta af starfinu. Þetta er ljúfsárt. Annars vegar er fellibylur á leiðinni og maður óskar fólki þess ekki. Hins vegar vildi ég virkilega að þetta gerðist,“ sagði Dodge en að minnsta kosti tíu fórust þegar Milton fór yfir Flórída. Kviknaði í hreyfli inni í fellibylnum Húgó Peter Dodge hlaut meðal annars verðlaun fyrir tæknibúnað sem var notaður til þess að rannsaka fellibylinn Katrínu sem olli gríðarlegri eyðileggingu og mannskaða í Lúisíana árið 2005. Þá var hann um borð í eftirlitsflugvél sem var flogið inn í fellibylinn Húgó árið 1989 og komst í hann krappann. Vélin lenti í mikilli ókyrrð og eldur kviknaði í einum af fjórum hreyflum hennar. Áhöfnin varpaði þungum mælitækjum frá borði og flugmaðurinn losaði sig við eldsneyti sem gerði vélinni kleift að halda áfram athugunum sínum. „Þau komust næstum ekki út úr auganu,“ segir Shelley Dodge um þá lífsreynslu bróður síns.
Fellibylurinn Milton Bandaríkin Fréttir af flugi Andlát Vísindi Tengdar fréttir Tíu létust þegar Milton fór yfir Flórída Að minnsta kosti tíu létust þegar fellibylurinn Milton fór yfir Flórída í gær, þar af fimm í samfélagi fyrir eldri borgara í St. Lucie-sýslu, þar sem hvirfilbylur myndaðist áður en Milton gekk á land nærri Sarasota. 11. október 2024 07:05 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Tíu létust þegar Milton fór yfir Flórída Að minnsta kosti tíu létust þegar fellibylurinn Milton fór yfir Flórída í gær, þar af fimm í samfélagi fyrir eldri borgara í St. Lucie-sýslu, þar sem hvirfilbylur myndaðist áður en Milton gekk á land nærri Sarasota. 11. október 2024 07:05