Gerðu andlitsmynd af stærstu pöddu jarðsögunnar Kjartan Kjartansson skrifar 10. október 2024 15:54 Teikning af forsögulegu þúsundfætlutegundinni arthropleura. Hún gat orðið allt að tveggja og hálfs metra löng og fimmtíu kíló að þyngd. AP/Mickaël Lhéritier, Jean Vannier, Alexandra Giupponi Vísindamönnum hefur í fyrsta skipti tekist að endurskapa haus stærstu pöddu sem verið hefur uppi á jörðinni. Þúsundfætlan, sem gat orðið vel á þriðja metra að lengd, hefur verið þekkt lengi en fræðimenn hafa fram að þessu aðeins getað getið sér til um hvernig haus hennar leit út. Forsögulega paddan var af ætt liðdýra, þeirri sömu og krabbar og köngulær, og er sögð hafa líkst marg- og þúsundfætlum samtímans. Þær lifðu fyrir um þrjú hundruð milljónum ára þegar styrkur súrefnis í lofthjúpi jarðar var meiri en hann er nú. Sumar þeirra gátu orðið allt að tveir og hálfur metri að lengd og um fimmtíu kíló að þyngd. Steingervingarnir sem dýrin skildu eftir sig eru hauslausar skeljar frá því að dýrin höfðu hamskipti. Því hafa vísindamenn ekki haft góða mynd af því hvernig haus þeirra leit út. Nú hefur hópi þeirra tekist að endurgera hausinn með því að taka sneiðmyndir af steingervingum af smærri þúsundfætlum sömu gerðar sem fundust í kolajarðvegi í Frakklandi á níunda áratug síðustu aldar. Hausinn reyndist kringlóttur með tveimur stuttum bjöllulaga fálmurum og tveimur augum sem stóðu út eins og á krabba. Munurinn var smágerður og lagaður að því að vinna á laufum og trjáberki samkvæmt grein um rannsóknina sem birtist í vísindaritinu Science Advances. „Við uppgötvuðum að hún hafði búk þúsundfætlu en haus margfætlu,“ segir Mickael Lheritier, fornlíffræðingur við Claude Bernard Lyon-háskóla í Frakklandi, og einn höfunda greinarinnar. Tegundin er talin stærsta liðdýrategund í sögu jarðarinnar en ekki er þó útilokað að tegund risavaxinna sæsporðdreka hafi verið örlítið stærri, að sögn AP-fréttastofunnar. Dýr Vísindi Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Forsögulega paddan var af ætt liðdýra, þeirri sömu og krabbar og köngulær, og er sögð hafa líkst marg- og þúsundfætlum samtímans. Þær lifðu fyrir um þrjú hundruð milljónum ára þegar styrkur súrefnis í lofthjúpi jarðar var meiri en hann er nú. Sumar þeirra gátu orðið allt að tveir og hálfur metri að lengd og um fimmtíu kíló að þyngd. Steingervingarnir sem dýrin skildu eftir sig eru hauslausar skeljar frá því að dýrin höfðu hamskipti. Því hafa vísindamenn ekki haft góða mynd af því hvernig haus þeirra leit út. Nú hefur hópi þeirra tekist að endurgera hausinn með því að taka sneiðmyndir af steingervingum af smærri þúsundfætlum sömu gerðar sem fundust í kolajarðvegi í Frakklandi á níunda áratug síðustu aldar. Hausinn reyndist kringlóttur með tveimur stuttum bjöllulaga fálmurum og tveimur augum sem stóðu út eins og á krabba. Munurinn var smágerður og lagaður að því að vinna á laufum og trjáberki samkvæmt grein um rannsóknina sem birtist í vísindaritinu Science Advances. „Við uppgötvuðum að hún hafði búk þúsundfætlu en haus margfætlu,“ segir Mickael Lheritier, fornlíffræðingur við Claude Bernard Lyon-háskóla í Frakklandi, og einn höfunda greinarinnar. Tegundin er talin stærsta liðdýrategund í sögu jarðarinnar en ekki er þó útilokað að tegund risavaxinna sæsporðdreka hafi verið örlítið stærri, að sögn AP-fréttastofunnar.
Dýr Vísindi Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira