Gerðu andlitsmynd af stærstu pöddu jarðsögunnar Kjartan Kjartansson skrifar 10. október 2024 15:54 Teikning af forsögulegu þúsundfætlutegundinni arthropleura. Hún gat orðið allt að tveggja og hálfs metra löng og fimmtíu kíló að þyngd. AP/Mickaël Lhéritier, Jean Vannier, Alexandra Giupponi Vísindamönnum hefur í fyrsta skipti tekist að endurskapa haus stærstu pöddu sem verið hefur uppi á jörðinni. Þúsundfætlan, sem gat orðið vel á þriðja metra að lengd, hefur verið þekkt lengi en fræðimenn hafa fram að þessu aðeins getað getið sér til um hvernig haus hennar leit út. Forsögulega paddan var af ætt liðdýra, þeirri sömu og krabbar og köngulær, og er sögð hafa líkst marg- og þúsundfætlum samtímans. Þær lifðu fyrir um þrjú hundruð milljónum ára þegar styrkur súrefnis í lofthjúpi jarðar var meiri en hann er nú. Sumar þeirra gátu orðið allt að tveir og hálfur metri að lengd og um fimmtíu kíló að þyngd. Steingervingarnir sem dýrin skildu eftir sig eru hauslausar skeljar frá því að dýrin höfðu hamskipti. Því hafa vísindamenn ekki haft góða mynd af því hvernig haus þeirra leit út. Nú hefur hópi þeirra tekist að endurgera hausinn með því að taka sneiðmyndir af steingervingum af smærri þúsundfætlum sömu gerðar sem fundust í kolajarðvegi í Frakklandi á níunda áratug síðustu aldar. Hausinn reyndist kringlóttur með tveimur stuttum bjöllulaga fálmurum og tveimur augum sem stóðu út eins og á krabba. Munurinn var smágerður og lagaður að því að vinna á laufum og trjáberki samkvæmt grein um rannsóknina sem birtist í vísindaritinu Science Advances. „Við uppgötvuðum að hún hafði búk þúsundfætlu en haus margfætlu,“ segir Mickael Lheritier, fornlíffræðingur við Claude Bernard Lyon-háskóla í Frakklandi, og einn höfunda greinarinnar. Tegundin er talin stærsta liðdýrategund í sögu jarðarinnar en ekki er þó útilokað að tegund risavaxinna sæsporðdreka hafi verið örlítið stærri, að sögn AP-fréttastofunnar. Dýr Vísindi Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Sjá meira
Forsögulega paddan var af ætt liðdýra, þeirri sömu og krabbar og köngulær, og er sögð hafa líkst marg- og þúsundfætlum samtímans. Þær lifðu fyrir um þrjú hundruð milljónum ára þegar styrkur súrefnis í lofthjúpi jarðar var meiri en hann er nú. Sumar þeirra gátu orðið allt að tveir og hálfur metri að lengd og um fimmtíu kíló að þyngd. Steingervingarnir sem dýrin skildu eftir sig eru hauslausar skeljar frá því að dýrin höfðu hamskipti. Því hafa vísindamenn ekki haft góða mynd af því hvernig haus þeirra leit út. Nú hefur hópi þeirra tekist að endurgera hausinn með því að taka sneiðmyndir af steingervingum af smærri þúsundfætlum sömu gerðar sem fundust í kolajarðvegi í Frakklandi á níunda áratug síðustu aldar. Hausinn reyndist kringlóttur með tveimur stuttum bjöllulaga fálmurum og tveimur augum sem stóðu út eins og á krabba. Munurinn var smágerður og lagaður að því að vinna á laufum og trjáberki samkvæmt grein um rannsóknina sem birtist í vísindaritinu Science Advances. „Við uppgötvuðum að hún hafði búk þúsundfætlu en haus margfætlu,“ segir Mickael Lheritier, fornlíffræðingur við Claude Bernard Lyon-háskóla í Frakklandi, og einn höfunda greinarinnar. Tegundin er talin stærsta liðdýrategund í sögu jarðarinnar en ekki er þó útilokað að tegund risavaxinna sæsporðdreka hafi verið örlítið stærri, að sögn AP-fréttastofunnar.
Dýr Vísindi Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Sjá meira