Hvernig líður þér í dag? Hildur Vilhelmsdóttir skrifar 10. október 2024 15:32 Í dag, 10. október, er alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn. Í ár ber dagurinn heitið: "It is Time to Prioritize Mental Health in the Workplace" þar sem Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) beinir sjónum sínum að geðheilbrigði á vinnustöðum. Hún hvetur vinnustaði og stofnanir til að standa vörð um andlega heilsu starfsfólks síns. Fólk á vinnumarkaði ver meirihluta af vökutíma sínum í vinnu, eða að meðaltali um 168 klst. á mánuði á íslenskum vinnumarkaði. Því er mikilvægt að skoða hvaða áhrif vinnuumhverfið hefurá heilsu starfsfólks. Geta vinnustaðir gert eitthvað til að hlúa að starfsfólki sínu og stuðla að vellíðan þeirra? Vinnustaðir geta í raun gert fjölmargt til að stuðla að vellíðan starfsfólks, hvort sem um er að ræða líkamlega, andlega eða félagslega vellíðan. Mikilvægt er að huga að líðan starfsfólks heildrænt, þar sem ekki nægir að fjárfesta í besta stólnum ef á sama tíma er litið framhjá óæskilegri samskiptahegðun eða langvarandi álagi. Eru einhverjir þættir í starfsumhverfinu sem tæma orku starfsfólks og hafa neikvæð áhrif á vellíðan? Getum við mögulega hjálpast að við að bæta líðan starfsfólks með nærandi starfsumhverfi og hvað felst í nærandi starfsumhverfi? Starfsfólki, sem líður vel í vinnunni sýnir betri afköst, upplifir minni streitu, er ólíklegra til að upplifa einkenni kulnunar og tekur að jafnaði færri veikindadaga en það starfsfólk sem líður illa á vinnustaðnum, þá dregur vellíðan starfsfólks úr starfsmannaveltu Því er mikilvægt fyrir fyrirtæki að tryggja að starfsfólki þeirra líði vel og vellíðan starfsfólks ætti alltaf að vera forgangsmál stjórnenda. Á vinnustöðum er nauðsynlegt að vinna markvisst að því að tryggja jákvæð samskipti, öfluga samvinnu, skýra ferla og boðleiðir, styrkja stjórnun og skapa heilbrigða vinnustaðamenningu. Með því móti minnkum við líkur á árekstrum. Það er ekki síður mikilvægt að starfsfólk upplifi að það tilheyri, að skoðanir þeirra skipti máli og þau fái stuðning frá samstarfsfólki og stjórnendum. Heilbrigt vinnuumhverfi er sameiginlegt verkefni allra á vinnustaðnum. Sköpum í sameiningu umhverfi sem stuðlar að vellíðan starfsfólks, bæði í leik og starfi. Tökum eftir hvert öðru, bætt líðan starfsfólks byrjar hjá okkur sjálfum – öll höfum við áhrif. Höfundur er mannauðsráðgjafi hjá Attentus. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Streita og kulnun Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag, 10. október, er alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn. Í ár ber dagurinn heitið: "It is Time to Prioritize Mental Health in the Workplace" þar sem Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) beinir sjónum sínum að geðheilbrigði á vinnustöðum. Hún hvetur vinnustaði og stofnanir til að standa vörð um andlega heilsu starfsfólks síns. Fólk á vinnumarkaði ver meirihluta af vökutíma sínum í vinnu, eða að meðaltali um 168 klst. á mánuði á íslenskum vinnumarkaði. Því er mikilvægt að skoða hvaða áhrif vinnuumhverfið hefurá heilsu starfsfólks. Geta vinnustaðir gert eitthvað til að hlúa að starfsfólki sínu og stuðla að vellíðan þeirra? Vinnustaðir geta í raun gert fjölmargt til að stuðla að vellíðan starfsfólks, hvort sem um er að ræða líkamlega, andlega eða félagslega vellíðan. Mikilvægt er að huga að líðan starfsfólks heildrænt, þar sem ekki nægir að fjárfesta í besta stólnum ef á sama tíma er litið framhjá óæskilegri samskiptahegðun eða langvarandi álagi. Eru einhverjir þættir í starfsumhverfinu sem tæma orku starfsfólks og hafa neikvæð áhrif á vellíðan? Getum við mögulega hjálpast að við að bæta líðan starfsfólks með nærandi starfsumhverfi og hvað felst í nærandi starfsumhverfi? Starfsfólki, sem líður vel í vinnunni sýnir betri afköst, upplifir minni streitu, er ólíklegra til að upplifa einkenni kulnunar og tekur að jafnaði færri veikindadaga en það starfsfólk sem líður illa á vinnustaðnum, þá dregur vellíðan starfsfólks úr starfsmannaveltu Því er mikilvægt fyrir fyrirtæki að tryggja að starfsfólki þeirra líði vel og vellíðan starfsfólks ætti alltaf að vera forgangsmál stjórnenda. Á vinnustöðum er nauðsynlegt að vinna markvisst að því að tryggja jákvæð samskipti, öfluga samvinnu, skýra ferla og boðleiðir, styrkja stjórnun og skapa heilbrigða vinnustaðamenningu. Með því móti minnkum við líkur á árekstrum. Það er ekki síður mikilvægt að starfsfólk upplifi að það tilheyri, að skoðanir þeirra skipti máli og þau fái stuðning frá samstarfsfólki og stjórnendum. Heilbrigt vinnuumhverfi er sameiginlegt verkefni allra á vinnustaðnum. Sköpum í sameiningu umhverfi sem stuðlar að vellíðan starfsfólks, bæði í leik og starfi. Tökum eftir hvert öðru, bætt líðan starfsfólks byrjar hjá okkur sjálfum – öll höfum við áhrif. Höfundur er mannauðsráðgjafi hjá Attentus.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun