Tárvot Ásta sátt í hjarta sínu með ákvörðunina Aron Guðmundsson skrifar 7. október 2024 19:49 Ásta Eir lokaði knattspyrnuferlinum með því að fara fyrir liði Breiðabliks sem um nýliðna helgi tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í hreinum úrslitaleik gegn Val á Hlíðarenda. Leik sem sló aðsóknarmet í efstu deild kvenna. Vísir/Einar Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði nýkrýndra Íslandsmeistara Breiðabliks í fótbolta, hefur ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna eftir frábæran feril og aðeins 31 árs að aldri. Hún er sátt í hjarta sínu með ákvörðunina og er þakklát fyrir tímana hjá uppeldisfélaginu. Bæði þá góðu, en einnig þá erfiðu og krefjandi. Eftir að hafa landað sjálfum Íslandsmeistaratitlinum með Breiðabliki um nýliðna helgi, þeim þriðja á ferlinum, greindi Ásta Eir frá því í gær að skórnir væru komnir á hilluna. Ákvörðun sem á sér sinn aðdraganda en Ásta fór fyrst að íhuga möguleg endalok á ferlinum fyrir tímabilið. „Ég er mjög sátt með þessa ákvörðun,“ segir Ásta Eir í viðtali við íþróttadeild Stöðvar 2. „Auðvitað fékk þetta handrit fullkomin endalok eins og ég hafði séð fyrir mér. Sem gerir þetta enn betra. Ég er mjög sátt í hjartanu eftir þetta allt saman.“ Klippa: Tilfinningarík kveðjustund fyrir Ástu: „Sátt í hjarta mínu“ Ásta Eir hefur allan sinn feril á Íslandi spilað með uppeldisfélaginu og gengið í gegnum góða tíma en einnig krefjandi tíma þjakaða af erfiðum meiðslum. Leikirnir í efstu deild urðu alls 176 talsins og þá á Ásta 278 mótsleiki skráða fyrir Breiðablik. Hún er aðeins 31 árs sem telst ekki hár aldur fyrir knattspyrnukonu og frá fyrsta leiknum í efstu deild árið 2009 hefur mikið vatn runnið til sjávar. Þrefaldur Íslandsmeistari. Þrefaldur bikarmeistari. Hluti af fyrsta íslenska liðinu sem fer í riðlakeppni í Evrópu. Þetta afrekarðu allt með uppeldisfélagi þínu. Þú hlýtur að líta stolt yfir farinn veg? „Já. Vá þegar að þú segir þetta svona,“ svarar tárvot Ásta Eir er hún hugsar til tímans sem hún hefur varið sem leikmaður Breiðabliks. „Ótrúlega stolt. Stolt að hafa klárað þetta á yfirstandandi tímabili sem og að hafa upplifað þetta allt með Breiðabliki. Breiðablik er mitt lið. Það hefur aldrei hvarflað að mér að spila fyrir annað lið á Íslandi. Ég er uppalin hér og hefur alltaf liðið vel hérna. Ég er ánægð og stolt af sjálfri mér fyrir að hafa alltaf haldið áfram.“ Ásta Eir lyfti skildinum fræga á loft eftir að Breiðablik hafði tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn. Blikakonur höfðu betur eftir spennuþrungna titilbaráttu við Val. Þriðji Íslandsmeistaratitill Ástu á ferlinum.Vísir/Diego „Þegar að ég var yngri. Á þeim tíma sem ég var að hefja meistaraflokksferilinn. Þá var markmiðið aldrei að fara út í einhverja atvinnumennsku. Mér fannst bara fyrst og fremst ótrúlega gaman í fótbolta. Ég vildi bara vera í liði. Hafa gaman og berjast á æfingum. Auðvitað vil ég alltaf vinna en svo er bara einhver ákveðin seigla sem fer af stað. Ég er líka þakklát fyrir alla þessa erfiðu tíma. Þeir móta mann þvílíkt mikið. Ég gæti ekki verið ánægðari og er mjög stolt af félaginu sem og sjálfri mér. Þakklát fyrir félagið og allt fólkið sem kemur að því. Mjög sátt.“ Viðtalið við Ástu Eir í heild sinni verður hægt að sjá hér á Vísi í fyrramálið. Besta deild kvenna Breiðablik Íslenski boltinn Fótbolti Kópavogur Tengdar fréttir Fyrirliði Íslandsmeistaranna hætt Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði nýkrýndra Íslandsmeistara Breiðabliks, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. 6. október 2024 15:53 „Áfram Breiðablik, það er það eina sem ég veit núna“ „Guð minn góður, þetta var mjög stressandi. Við héldum áhorfendum á tánum, þetta var tæpur leikur en ég er svo ánægð með að hafa haldið út“ sagði Íslands- og Lengjudeildarmeistarinn Samantha Smith, leikmaður Breiðabliks á láni frá FHL. 5. október 2024 20:31 „Agla María hélt liðsfund eftir þann leik og hvatti liðið áfram“ Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks og Íslandsmeistari, var að vonum kampakátur eftir leik á Hlíðarenda og þakkaði Öglu Maríu Albertsdóttur kærlega fyrir að peppa liðið aftur í gang eftir tap í bikarúrslitaleiknum fyrr á tímabilinu. 5. október 2024 18:43 Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-0 | Breiðablik Íslandsmeistari eftir spennutrylli Breiðablik er Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu eftir 0-0 jafntefli gegn Val í hreinum úrslitaleik á N1-vellinum að Hlíðarenda. Þrátt fyrir þunga sókn Valskvenna undir lok leiksins náðu þær ekki inn markinu sem þær þurftu og Blikar því Íslandsmeistarar í nítjánda sinn. 5. október 2024 18:16 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Mourinho strax kominn með nýtt starf Fótbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Eftir að hafa landað sjálfum Íslandsmeistaratitlinum með Breiðabliki um nýliðna helgi, þeim þriðja á ferlinum, greindi Ásta Eir frá því í gær að skórnir væru komnir á hilluna. Ákvörðun sem á sér sinn aðdraganda en Ásta fór fyrst að íhuga möguleg endalok á ferlinum fyrir tímabilið. „Ég er mjög sátt með þessa ákvörðun,“ segir Ásta Eir í viðtali við íþróttadeild Stöðvar 2. „Auðvitað fékk þetta handrit fullkomin endalok eins og ég hafði séð fyrir mér. Sem gerir þetta enn betra. Ég er mjög sátt í hjartanu eftir þetta allt saman.“ Klippa: Tilfinningarík kveðjustund fyrir Ástu: „Sátt í hjarta mínu“ Ásta Eir hefur allan sinn feril á Íslandi spilað með uppeldisfélaginu og gengið í gegnum góða tíma en einnig krefjandi tíma þjakaða af erfiðum meiðslum. Leikirnir í efstu deild urðu alls 176 talsins og þá á Ásta 278 mótsleiki skráða fyrir Breiðablik. Hún er aðeins 31 árs sem telst ekki hár aldur fyrir knattspyrnukonu og frá fyrsta leiknum í efstu deild árið 2009 hefur mikið vatn runnið til sjávar. Þrefaldur Íslandsmeistari. Þrefaldur bikarmeistari. Hluti af fyrsta íslenska liðinu sem fer í riðlakeppni í Evrópu. Þetta afrekarðu allt með uppeldisfélagi þínu. Þú hlýtur að líta stolt yfir farinn veg? „Já. Vá þegar að þú segir þetta svona,“ svarar tárvot Ásta Eir er hún hugsar til tímans sem hún hefur varið sem leikmaður Breiðabliks. „Ótrúlega stolt. Stolt að hafa klárað þetta á yfirstandandi tímabili sem og að hafa upplifað þetta allt með Breiðabliki. Breiðablik er mitt lið. Það hefur aldrei hvarflað að mér að spila fyrir annað lið á Íslandi. Ég er uppalin hér og hefur alltaf liðið vel hérna. Ég er ánægð og stolt af sjálfri mér fyrir að hafa alltaf haldið áfram.“ Ásta Eir lyfti skildinum fræga á loft eftir að Breiðablik hafði tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn. Blikakonur höfðu betur eftir spennuþrungna titilbaráttu við Val. Þriðji Íslandsmeistaratitill Ástu á ferlinum.Vísir/Diego „Þegar að ég var yngri. Á þeim tíma sem ég var að hefja meistaraflokksferilinn. Þá var markmiðið aldrei að fara út í einhverja atvinnumennsku. Mér fannst bara fyrst og fremst ótrúlega gaman í fótbolta. Ég vildi bara vera í liði. Hafa gaman og berjast á æfingum. Auðvitað vil ég alltaf vinna en svo er bara einhver ákveðin seigla sem fer af stað. Ég er líka þakklát fyrir alla þessa erfiðu tíma. Þeir móta mann þvílíkt mikið. Ég gæti ekki verið ánægðari og er mjög stolt af félaginu sem og sjálfri mér. Þakklát fyrir félagið og allt fólkið sem kemur að því. Mjög sátt.“ Viðtalið við Ástu Eir í heild sinni verður hægt að sjá hér á Vísi í fyrramálið.
Besta deild kvenna Breiðablik Íslenski boltinn Fótbolti Kópavogur Tengdar fréttir Fyrirliði Íslandsmeistaranna hætt Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði nýkrýndra Íslandsmeistara Breiðabliks, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. 6. október 2024 15:53 „Áfram Breiðablik, það er það eina sem ég veit núna“ „Guð minn góður, þetta var mjög stressandi. Við héldum áhorfendum á tánum, þetta var tæpur leikur en ég er svo ánægð með að hafa haldið út“ sagði Íslands- og Lengjudeildarmeistarinn Samantha Smith, leikmaður Breiðabliks á láni frá FHL. 5. október 2024 20:31 „Agla María hélt liðsfund eftir þann leik og hvatti liðið áfram“ Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks og Íslandsmeistari, var að vonum kampakátur eftir leik á Hlíðarenda og þakkaði Öglu Maríu Albertsdóttur kærlega fyrir að peppa liðið aftur í gang eftir tap í bikarúrslitaleiknum fyrr á tímabilinu. 5. október 2024 18:43 Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-0 | Breiðablik Íslandsmeistari eftir spennutrylli Breiðablik er Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu eftir 0-0 jafntefli gegn Val í hreinum úrslitaleik á N1-vellinum að Hlíðarenda. Þrátt fyrir þunga sókn Valskvenna undir lok leiksins náðu þær ekki inn markinu sem þær þurftu og Blikar því Íslandsmeistarar í nítjánda sinn. 5. október 2024 18:16 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Mourinho strax kominn með nýtt starf Fótbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Fyrirliði Íslandsmeistaranna hætt Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði nýkrýndra Íslandsmeistara Breiðabliks, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. 6. október 2024 15:53
„Áfram Breiðablik, það er það eina sem ég veit núna“ „Guð minn góður, þetta var mjög stressandi. Við héldum áhorfendum á tánum, þetta var tæpur leikur en ég er svo ánægð með að hafa haldið út“ sagði Íslands- og Lengjudeildarmeistarinn Samantha Smith, leikmaður Breiðabliks á láni frá FHL. 5. október 2024 20:31
„Agla María hélt liðsfund eftir þann leik og hvatti liðið áfram“ Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks og Íslandsmeistari, var að vonum kampakátur eftir leik á Hlíðarenda og þakkaði Öglu Maríu Albertsdóttur kærlega fyrir að peppa liðið aftur í gang eftir tap í bikarúrslitaleiknum fyrr á tímabilinu. 5. október 2024 18:43
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-0 | Breiðablik Íslandsmeistari eftir spennutrylli Breiðablik er Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu eftir 0-0 jafntefli gegn Val í hreinum úrslitaleik á N1-vellinum að Hlíðarenda. Þrátt fyrir þunga sókn Valskvenna undir lok leiksins náðu þær ekki inn markinu sem þær þurftu og Blikar því Íslandsmeistarar í nítjánda sinn. 5. október 2024 18:16
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann