Vance með yfirhöndina í kurteisum kappræðum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. október 2024 07:36 Varaforsetaefnin voru kurteis og hófstillt í svörum sínum. AP/Matt Rourke Varaforsetaefnin J.D. Vance og Tim Walz mættust í kappræðum í New York í gær, sem stjórnmálaskýrendur virðast sammála um að hafi verið óvenju kurteisar og fremur óspennandi. Walz virtist óöruggur framan af og er Vance almennt talinn hafa staðið sig örlítið betur en hann varði stórum hluta kappræðanna í að verja Donald Trump og reyna að setja stefnumál framboðsins í samhengi. Vance talaði um fjölskyldu sína, eiginkonu sína og börn, og uppvaxtarár sín; fátækt og móður í neyslu. Þá freistaði hann þess að endurtúlka ár Trump í Hvíta húsinu og sagði hann meðal annars hafa „bjargað“ Obamacare, þegar hið rétta er að forsetinn gerði ítrekaðar tilraunir til að grafa undan lögunum. Kamala Harris var skotspónn Vance, sem sagði varaforsetann hefðu betur nýtt tíma sinn í embætti til að knýja fram breytingar. Óöld í innflytjendamálum, verðbólga og jafnvel eiturlyfjafaraldurinn væru henni að kenna. "I've been extremely open about how I was wrong about Donald Trump," JD Vance says, when asked why Americans should trust Vance to give Donald Trump the advice he needs to hear. pic.twitter.com/rbiJ9ALekd— NBC News (@NBCNews) October 2, 2024 Vandræðalegasta augnablikið fyrir Vance var ef til vill þegar Walz spurði hann hvort Trump hefði tapað forsetakosningunum 2020. Vance svaraði hvorki nei né já en sagði Demókrata hina raunverulegu ógn við lýðræðið. Walz varð heldur vandræðalegur þegar hann var spurður út í fullyrðingar þess efnis að hann hefði verið í Hong Kong 4. júní 1989, þegar fjöldamorðið á Torgi hins himneska friðar átti sér stað. Á dögunum var uppljóstrað að hann var heima í Nebraska í júní og fór ekki til Hong Kong fyrr en í ágúst. Gekkst hann við því að vera stundum „kjánaprik“ og að hafa farið rangt með. Walz var sterkastur þegar kom að heilbrigðismálum og ekki síst þungunarrofi og sagði gríðarlega mikilvægt að standa vörð um rétt kvenna til að velja. Þegar Vance talaði um að aðgengi að þungunarrofi ætti að vera á forræði ríkjanna, vísaði Walz til þess hvernig konur hefðu dáið eða borið skaða af lögum í sínu ríki. „Staðreyndin er þessi; hvernig getum við sem þjóð sagt að líf þitt og réttur, grundvallar réttur á borð við það að stjórna eigin líkama, eigi að ákvarðast af landafræði?“ sagði Walz. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Sjá meira
Walz virtist óöruggur framan af og er Vance almennt talinn hafa staðið sig örlítið betur en hann varði stórum hluta kappræðanna í að verja Donald Trump og reyna að setja stefnumál framboðsins í samhengi. Vance talaði um fjölskyldu sína, eiginkonu sína og börn, og uppvaxtarár sín; fátækt og móður í neyslu. Þá freistaði hann þess að endurtúlka ár Trump í Hvíta húsinu og sagði hann meðal annars hafa „bjargað“ Obamacare, þegar hið rétta er að forsetinn gerði ítrekaðar tilraunir til að grafa undan lögunum. Kamala Harris var skotspónn Vance, sem sagði varaforsetann hefðu betur nýtt tíma sinn í embætti til að knýja fram breytingar. Óöld í innflytjendamálum, verðbólga og jafnvel eiturlyfjafaraldurinn væru henni að kenna. "I've been extremely open about how I was wrong about Donald Trump," JD Vance says, when asked why Americans should trust Vance to give Donald Trump the advice he needs to hear. pic.twitter.com/rbiJ9ALekd— NBC News (@NBCNews) October 2, 2024 Vandræðalegasta augnablikið fyrir Vance var ef til vill þegar Walz spurði hann hvort Trump hefði tapað forsetakosningunum 2020. Vance svaraði hvorki nei né já en sagði Demókrata hina raunverulegu ógn við lýðræðið. Walz varð heldur vandræðalegur þegar hann var spurður út í fullyrðingar þess efnis að hann hefði verið í Hong Kong 4. júní 1989, þegar fjöldamorðið á Torgi hins himneska friðar átti sér stað. Á dögunum var uppljóstrað að hann var heima í Nebraska í júní og fór ekki til Hong Kong fyrr en í ágúst. Gekkst hann við því að vera stundum „kjánaprik“ og að hafa farið rangt með. Walz var sterkastur þegar kom að heilbrigðismálum og ekki síst þungunarrofi og sagði gríðarlega mikilvægt að standa vörð um rétt kvenna til að velja. Þegar Vance talaði um að aðgengi að þungunarrofi ætti að vera á forræði ríkjanna, vísaði Walz til þess hvernig konur hefðu dáið eða borið skaða af lögum í sínu ríki. „Staðreyndin er þessi; hvernig getum við sem þjóð sagt að líf þitt og réttur, grundvallar réttur á borð við það að stjórna eigin líkama, eigi að ákvarðast af landafræði?“ sagði Walz.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Sjá meira