Mælirinn fullur vegna vanvirðingar á slysstað Bjarki Sigurðsson skrifar 1. október 2024 19:18 Árni Friðleifsson er aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Bjarni Rannsókn lögreglu á banaslysi við Sæbraut á aðfaranótt sunnudags gengur vel. Varðstjóri hjá lögreglunni segir það vera síalgengara að almenningur reyni að komast inn fyrir lokanir á slysstöðum. Eftir helgina sé mælirinn fullur. Íslensk kona á fertugsaldri lést í slysinu. Hún var fótgangandi við gatnamót Sæbrautar, Kleppsmýrarvegar og Skeiðarvogs. Ökumaðurinn, sem var ungur karlmaður, er ekki talinn hafa verið undir áhrifum áfengis. Lögregla og Rannsóknarnefnd samgöngumála rannsaka slysið og gengur rannsókn vel að sögn lögreglu. Það sem af er ári hafa þrettán látið lífið í umferðinni sem er það mesta síðan árið 2018. Sjö af þessum þrettán létust í janúar, þar af fimm á fyrstu sautján dögum ársins. Á síðustu árum hefur lögregla einnig orðið vitni að breyttri hegðun vegfarenda þegar kemur að alvarlegum umferðarslysum segir Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Við þurfum að loka vettvangi þar sem hafa orðið umferðarslys eða aðrir atburðir. Fólk virðist bara vilja fara þangað inn. Forvitni eða jafnvel að taka myndir. Þetta höfum við fundið að er að aukast og keyrðu eiginlega um þverbak um helgina,“ segir Árni. Hann segir þetta óboðlega hegðun. „Þetta er bara mjög sorglegt að vera að vinna á vettvangi og þurfa að sitja undir því að almenningur sé að hreyta skít í lögreglumenn því þeir komast ekki leiðar sinnar í ákveðinn tíma,“ segir Árni. Dæmi eru um að slys hafi orðið vegna þess að fólk er að reyna að ná myndum af slysstað. „Þetta er orðið bara vandamál að halda fólki frá. Þetta er ósköp einfalt. Almenningur á ekkert erindi inn á vettvang þar sem hefur orðið alvarlegt umferðarslys,“ segir Árni. Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Samgöngur Samgönguslys Banaslys við Sæbraut Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
Íslensk kona á fertugsaldri lést í slysinu. Hún var fótgangandi við gatnamót Sæbrautar, Kleppsmýrarvegar og Skeiðarvogs. Ökumaðurinn, sem var ungur karlmaður, er ekki talinn hafa verið undir áhrifum áfengis. Lögregla og Rannsóknarnefnd samgöngumála rannsaka slysið og gengur rannsókn vel að sögn lögreglu. Það sem af er ári hafa þrettán látið lífið í umferðinni sem er það mesta síðan árið 2018. Sjö af þessum þrettán létust í janúar, þar af fimm á fyrstu sautján dögum ársins. Á síðustu árum hefur lögregla einnig orðið vitni að breyttri hegðun vegfarenda þegar kemur að alvarlegum umferðarslysum segir Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Við þurfum að loka vettvangi þar sem hafa orðið umferðarslys eða aðrir atburðir. Fólk virðist bara vilja fara þangað inn. Forvitni eða jafnvel að taka myndir. Þetta höfum við fundið að er að aukast og keyrðu eiginlega um þverbak um helgina,“ segir Árni. Hann segir þetta óboðlega hegðun. „Þetta er bara mjög sorglegt að vera að vinna á vettvangi og þurfa að sitja undir því að almenningur sé að hreyta skít í lögreglumenn því þeir komast ekki leiðar sinnar í ákveðinn tíma,“ segir Árni. Dæmi eru um að slys hafi orðið vegna þess að fólk er að reyna að ná myndum af slysstað. „Þetta er orðið bara vandamál að halda fólki frá. Þetta er ósköp einfalt. Almenningur á ekkert erindi inn á vettvang þar sem hefur orðið alvarlegt umferðarslys,“ segir Árni.
Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Samgöngur Samgönguslys Banaslys við Sæbraut Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira