Mælirinn fullur vegna vanvirðingar á slysstað Bjarki Sigurðsson skrifar 1. október 2024 19:18 Árni Friðleifsson er aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Bjarni Rannsókn lögreglu á banaslysi við Sæbraut á aðfaranótt sunnudags gengur vel. Varðstjóri hjá lögreglunni segir það vera síalgengara að almenningur reyni að komast inn fyrir lokanir á slysstöðum. Eftir helgina sé mælirinn fullur. Íslensk kona á fertugsaldri lést í slysinu. Hún var fótgangandi við gatnamót Sæbrautar, Kleppsmýrarvegar og Skeiðarvogs. Ökumaðurinn, sem var ungur karlmaður, er ekki talinn hafa verið undir áhrifum áfengis. Lögregla og Rannsóknarnefnd samgöngumála rannsaka slysið og gengur rannsókn vel að sögn lögreglu. Það sem af er ári hafa þrettán látið lífið í umferðinni sem er það mesta síðan árið 2018. Sjö af þessum þrettán létust í janúar, þar af fimm á fyrstu sautján dögum ársins. Á síðustu árum hefur lögregla einnig orðið vitni að breyttri hegðun vegfarenda þegar kemur að alvarlegum umferðarslysum segir Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Við þurfum að loka vettvangi þar sem hafa orðið umferðarslys eða aðrir atburðir. Fólk virðist bara vilja fara þangað inn. Forvitni eða jafnvel að taka myndir. Þetta höfum við fundið að er að aukast og keyrðu eiginlega um þverbak um helgina,“ segir Árni. Hann segir þetta óboðlega hegðun. „Þetta er bara mjög sorglegt að vera að vinna á vettvangi og þurfa að sitja undir því að almenningur sé að hreyta skít í lögreglumenn því þeir komast ekki leiðar sinnar í ákveðinn tíma,“ segir Árni. Dæmi eru um að slys hafi orðið vegna þess að fólk er að reyna að ná myndum af slysstað. „Þetta er orðið bara vandamál að halda fólki frá. Þetta er ósköp einfalt. Almenningur á ekkert erindi inn á vettvang þar sem hefur orðið alvarlegt umferðarslys,“ segir Árni. Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Samgöngur Samgönguslys Banaslys við Sæbraut Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Íslensk kona á fertugsaldri lést í slysinu. Hún var fótgangandi við gatnamót Sæbrautar, Kleppsmýrarvegar og Skeiðarvogs. Ökumaðurinn, sem var ungur karlmaður, er ekki talinn hafa verið undir áhrifum áfengis. Lögregla og Rannsóknarnefnd samgöngumála rannsaka slysið og gengur rannsókn vel að sögn lögreglu. Það sem af er ári hafa þrettán látið lífið í umferðinni sem er það mesta síðan árið 2018. Sjö af þessum þrettán létust í janúar, þar af fimm á fyrstu sautján dögum ársins. Á síðustu árum hefur lögregla einnig orðið vitni að breyttri hegðun vegfarenda þegar kemur að alvarlegum umferðarslysum segir Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Við þurfum að loka vettvangi þar sem hafa orðið umferðarslys eða aðrir atburðir. Fólk virðist bara vilja fara þangað inn. Forvitni eða jafnvel að taka myndir. Þetta höfum við fundið að er að aukast og keyrðu eiginlega um þverbak um helgina,“ segir Árni. Hann segir þetta óboðlega hegðun. „Þetta er bara mjög sorglegt að vera að vinna á vettvangi og þurfa að sitja undir því að almenningur sé að hreyta skít í lögreglumenn því þeir komast ekki leiðar sinnar í ákveðinn tíma,“ segir Árni. Dæmi eru um að slys hafi orðið vegna þess að fólk er að reyna að ná myndum af slysstað. „Þetta er orðið bara vandamál að halda fólki frá. Þetta er ósköp einfalt. Almenningur á ekkert erindi inn á vettvang þar sem hefur orðið alvarlegt umferðarslys,“ segir Árni.
Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Samgöngur Samgönguslys Banaslys við Sæbraut Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira