Rangt af Netflix að halda því fram að Baby Reindeer væri „sönn saga“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. september 2024 06:44 Fiona Harvey og Jessica Gunning í hlutverki Mörthu Scott. Dómari í Kaliforníu hefur komist að þeirri niðurstöðu að það hefði verið rangt af Netflix að halda því fram að þættirnir Baby Reindeer væru „sönn saga“ í upphafi þáttarins. Þá segir hann framleiðendurna ekki hafa gert neina tilraun til að kanna sannleiksgildi handritsins né fela það hvaða manneskju sögupersónan Martha Scott væri byggð á. Umrædd manneskja, Fiona Harvey, höfðaði mál á hendur Netflix og höfundi og aðalleikara Baby Reindeer, Richard Gadd, vegna ýmissa brota sem hún taldi sig hafa mátt þola þegar aðdáendur þáttanna grófu það upp að hún væri Martha, konan sem ofsótti Gadd í fjölda ára. Þættirnir byggja á upplifun Gadd en víkja frá staðreyndum að ýmsu leiti. Dómarinn Gary Klausner sagði að ákvörðun Netflix um að staðhæfa að um „sanna sögu“ væri að ræða hefði haft það í för með sér að áhorfendur teldu það sem gerðist í þáttunum einnig hafa gerst í raunveruleikanum. Þrátt fyrir að meint framganga Harvey í garð Gadd hefði verið skammarleg hefðu þættirnir hins vegar sýnt Mörthu í enn verra ljósi. Þannig væri til að mynda munur á káfi og kynferðisárás og áminning frá lögreglu vegna áreitis ekki það sama að vera ákærð og fangelsuð. Gadd hefur sagt að Baby Reindeer og leikritið sem þættirnir byggja á hafa verið skáldaða útgáfu af upplifun hans og í júní greindi hann frá því í viðtali við Sunday Times að hann hefði haft efasemdir um að halda því fram í upphafi þáttanna að um væri að ræða „sanna sögu“. Það hefði hins vegar verið ákvörðun Netflix að halda því fram. Klausner sagði í ákvörðun sinni að framleiðendur hjá Netflix hefðu mátt vita að staðhæfingin væri röng og að áhorfendur myndu gera tilraunir til að finna hina raunverulegu Mörthu. Hann neitaði því beiðni Netflix um að vísa málinu alfarið frá dómi og sagði Harvey heimilt að halda því til streitu að krefjast bóta vegna þeirrar andlegu þjáningar sem hún hefði upplifað vegna þáttarins. Með því að gera Mörthu að dæmdum glæpamanni sem hefði ráðist á persónu Gadd á ofbeldisfullan hátt hefði verið ráðist á grófan hátt gegn æru Harvey. Hollywood Erlend sakamál Bandaríkin Dómsmál Netflix Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Sjá meira
Þá segir hann framleiðendurna ekki hafa gert neina tilraun til að kanna sannleiksgildi handritsins né fela það hvaða manneskju sögupersónan Martha Scott væri byggð á. Umrædd manneskja, Fiona Harvey, höfðaði mál á hendur Netflix og höfundi og aðalleikara Baby Reindeer, Richard Gadd, vegna ýmissa brota sem hún taldi sig hafa mátt þola þegar aðdáendur þáttanna grófu það upp að hún væri Martha, konan sem ofsótti Gadd í fjölda ára. Þættirnir byggja á upplifun Gadd en víkja frá staðreyndum að ýmsu leiti. Dómarinn Gary Klausner sagði að ákvörðun Netflix um að staðhæfa að um „sanna sögu“ væri að ræða hefði haft það í för með sér að áhorfendur teldu það sem gerðist í þáttunum einnig hafa gerst í raunveruleikanum. Þrátt fyrir að meint framganga Harvey í garð Gadd hefði verið skammarleg hefðu þættirnir hins vegar sýnt Mörthu í enn verra ljósi. Þannig væri til að mynda munur á káfi og kynferðisárás og áminning frá lögreglu vegna áreitis ekki það sama að vera ákærð og fangelsuð. Gadd hefur sagt að Baby Reindeer og leikritið sem þættirnir byggja á hafa verið skáldaða útgáfu af upplifun hans og í júní greindi hann frá því í viðtali við Sunday Times að hann hefði haft efasemdir um að halda því fram í upphafi þáttanna að um væri að ræða „sanna sögu“. Það hefði hins vegar verið ákvörðun Netflix að halda því fram. Klausner sagði í ákvörðun sinni að framleiðendur hjá Netflix hefðu mátt vita að staðhæfingin væri röng og að áhorfendur myndu gera tilraunir til að finna hina raunverulegu Mörthu. Hann neitaði því beiðni Netflix um að vísa málinu alfarið frá dómi og sagði Harvey heimilt að halda því til streitu að krefjast bóta vegna þeirrar andlegu þjáningar sem hún hefði upplifað vegna þáttarins. Með því að gera Mörthu að dæmdum glæpamanni sem hefði ráðist á persónu Gadd á ofbeldisfullan hátt hefði verið ráðist á grófan hátt gegn æru Harvey.
Hollywood Erlend sakamál Bandaríkin Dómsmál Netflix Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Sjá meira