Ríkisstjórnin sameini það versta frá bæði vinstri og hægri Jakob Bjarnar skrifar 27. september 2024 12:33 Kristrún hér með Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra. Hún vandar ríkisstjórninni ekki kveðjurnar í nýrri grein á Vísi. vísir/vilhelm Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar ritar grein á Vísi þar sem hún segir meðal annars að ef störf standi ekki undir íslenskum kjörum þá eigi þau ekki erindi á íslenskum vinnumarkaði. Í grein sinni leggur Kristrún út af aðstæðum á vinnumarkaði í kjölfar fregna af vinnumansali og aðstöðu verkafólks. Hún segir ríkisstjórnina sameina það versta frá hvorum jaðri stjórnmálanna fyrir sig og hafi sofið á verðinum: „Þau hafa annars vegar staðið í vegi fyrir aukinni framleiðni og verðmætasköpun og hins vegar sofið á verðinum gagnvart félagslegum undirboðum og slæmri meðferð á launafólki.“ Verðmætasköpun verði að standa undir umsömdum launum Kristrún bendir á að verðmætasköpun í landinu verði að standa undir þeim kjörum sem samið er um í kjarasamningum og réttindi og aðstæður fólks verða að samræmast íslenskum lögum. Sú krafa gildir jafnt um Íslendinga og útlendinga sem hér vinna. Kristrún leggur meðal annars út af félagslegum undirboðum í grein sinni. „Stundum er látið eins og íslensk stjórnvöld geti ekkert gert til að hafa áhrif á fólksfjölgun og flutning fólks til Íslands vegna þess að við erum aðilar að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Það er alrangt,“ skrifar Kristrún. Félagsleg undirboð verði að stöðva Hún segir Ísland sjálfstætt ríki og þar setji landmenn sér sín eigin lög um um kjarasamninga, réttindi og aðstæður vinnandi fólks. Og taka eigi fast á félagslegum undirboðum. „Í öðru lagi hefur stefna stjórnvalda alltaf grundvallaráhrif á það hvers konar atvinnulíf byggist upp á Íslandi, og það getur ráðist jafnt af aðgerðum og aðgerðaleysi stjórnvalda. Skattkerfi og regluverk hefur mikið að segja. Í þriðja lagi skiptir máli að hagstjórnin ýti ekki undir hraðari og meiri fólksfjölgun en við stöndum undir.“ Og Kristrún vitnar máli sínu til stuðnings í nýtt rit Seðlabanka Íslands Fjármálastöðugleika 2024/2 þar sem segir: „Hagstjórn sem miðar að jafnvægi í þjóðarbúskapnum heldur aftur af fólksfjölgun. Ekki verður eingöngu stuðlað að jafnvægi á íbúðamarkaði á þenslutímum með auknu framboði, heldur einnig með því að tempra eftirspurn.” Alþingi Samfylkingin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Innflytjendamál Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira
Í grein sinni leggur Kristrún út af aðstæðum á vinnumarkaði í kjölfar fregna af vinnumansali og aðstöðu verkafólks. Hún segir ríkisstjórnina sameina það versta frá hvorum jaðri stjórnmálanna fyrir sig og hafi sofið á verðinum: „Þau hafa annars vegar staðið í vegi fyrir aukinni framleiðni og verðmætasköpun og hins vegar sofið á verðinum gagnvart félagslegum undirboðum og slæmri meðferð á launafólki.“ Verðmætasköpun verði að standa undir umsömdum launum Kristrún bendir á að verðmætasköpun í landinu verði að standa undir þeim kjörum sem samið er um í kjarasamningum og réttindi og aðstæður fólks verða að samræmast íslenskum lögum. Sú krafa gildir jafnt um Íslendinga og útlendinga sem hér vinna. Kristrún leggur meðal annars út af félagslegum undirboðum í grein sinni. „Stundum er látið eins og íslensk stjórnvöld geti ekkert gert til að hafa áhrif á fólksfjölgun og flutning fólks til Íslands vegna þess að við erum aðilar að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Það er alrangt,“ skrifar Kristrún. Félagsleg undirboð verði að stöðva Hún segir Ísland sjálfstætt ríki og þar setji landmenn sér sín eigin lög um um kjarasamninga, réttindi og aðstæður vinnandi fólks. Og taka eigi fast á félagslegum undirboðum. „Í öðru lagi hefur stefna stjórnvalda alltaf grundvallaráhrif á það hvers konar atvinnulíf byggist upp á Íslandi, og það getur ráðist jafnt af aðgerðum og aðgerðaleysi stjórnvalda. Skattkerfi og regluverk hefur mikið að segja. Í þriðja lagi skiptir máli að hagstjórnin ýti ekki undir hraðari og meiri fólksfjölgun en við stöndum undir.“ Og Kristrún vitnar máli sínu til stuðnings í nýtt rit Seðlabanka Íslands Fjármálastöðugleika 2024/2 þar sem segir: „Hagstjórn sem miðar að jafnvægi í þjóðarbúskapnum heldur aftur af fólksfjölgun. Ekki verður eingöngu stuðlað að jafnvægi á íbúðamarkaði á þenslutímum með auknu framboði, heldur einnig með því að tempra eftirspurn.”
Alþingi Samfylkingin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Innflytjendamál Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira