Selenskíj heimsótti lykilríki og þakkaði fyrir vopnin Kjartan Kjartansson skrifar 23. september 2024 10:47 Selenskíj (f.m.) í Skotfæraverksmiðju Bandaríkjahers í Scranton í Pennsylvaníu sunnudaginn 22. september 2024. AP/Bandaríkjaher Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, þakkaði starfsmönnum vopnaverksmiðju í Pennsylvaníu fyrir skotfæri sem þeir framleiða fyrir Úkraínuher í heimsókn í gær. Pennsylvanía gæti ráðið úrslitum um hver verður næsti forseti Bandaríkjanna. Skotfæraverksmiðjan í Scranton í Pennsylvaníu er ein fárra sem eftir eru í Bandaríkjunum sem framleiða 155 millímetra sprengikúlur fyrir stórskotalið. Bandaríkjastjórn hefur sent Úkraínumönnum meira en þrjár milljónir slíkra kúlna frá því að innrás Rússa hófst fyrir meira en tveimur og hálfu ári. Sprengjukúlurnar fyrir stórskotalið sem eru framleiddar í Scranton. Úkraínumenn fóru í gegnum sex til átta þúsund slíkar kúlur á dag á tímabili í stríðinu.AP/Ted Shaffrey Selenskíj, sem er staddur í Bandaríkjunum vegna allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna, heimsótti verksmiðjuna í gær. Matt Cartwright, fulltrúadeildarþingmaður demókrata, sem fylgdi Selenskíj segir skilaboð úkraínska forsetans þar hafa verið einföld: „Þakka ykkur fyrir, og við þurfum á meiru að halda.“ „Það er á stöðum sem þessum þar sem maður finnur sannarlega til þess að lýðræðisríki geti haldið velli. Þökk sé fólki sem þessu, í Úkraínu, í Bandaríkjunum og öllum bandalagsríkjunum, sem vinna þrotlaust að því að tryggja að mannslíf séu varin,“ skrifaði Selenskíj síðar á samfélagsmiðlinum X. Scranton, Pennsylvania. I visited a plant that manufactures 155 mm artillery shells. Now, for our warriors who are defending not only our country, not only Ukraine, the plant will be ramping up production.I began my visit to the United States by expressing my gratitude to all… pic.twitter.com/OXnvqHclkM— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) September 22, 2024 AP-fréttastofan segir að Úkraínumenn hafi skotið svo mörgum sprengikúlum á tímabili og byrjað var að ganga verulega á birgðir Bandaríkjamanna sem óttuðust að þær dygðu ekki Bandaríkjaher í neyð. Því var gripið til aðgerða til þess að auka framleiðsluna og ræsa gamlar verksmiðjur. Það skapar störf á stöðum eins og Scranton. Nokkrir heimamenn af austurevrópskum uppuna fögnuðu Selenskíj með úkraínskum fánum fyrir utan verksmiðjuna.AP/Laurence Kesterson Heimsókn Selenskíj vekur ekki síst athygli vegna þess hversu mikilvæg Pennsylvaníu er í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í nóvember. Úrslitin þar gætu hæglega ráðið því hvort þeirra Kamölu Harris eða Donald Trump verður forseti. Afar mjótt er á munum á milli þeirra í Pennsylvaníu en Harris mælist með naumt forskot. Stjórn Joes Biden, þar sem Harris er varaforseti, hefur stutt einarðlega við bakið á Úkraínumönnum í vörn þeirra gegn innrás Rússa. Trump og Repúblikanaflokkurinn hefur aftur á móti ítrekað lýst yfir efasemdum um áframhaldandi stuðning við stjórn Selenskíj. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Kæra Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Sjá meira
Skotfæraverksmiðjan í Scranton í Pennsylvaníu er ein fárra sem eftir eru í Bandaríkjunum sem framleiða 155 millímetra sprengikúlur fyrir stórskotalið. Bandaríkjastjórn hefur sent Úkraínumönnum meira en þrjár milljónir slíkra kúlna frá því að innrás Rússa hófst fyrir meira en tveimur og hálfu ári. Sprengjukúlurnar fyrir stórskotalið sem eru framleiddar í Scranton. Úkraínumenn fóru í gegnum sex til átta þúsund slíkar kúlur á dag á tímabili í stríðinu.AP/Ted Shaffrey Selenskíj, sem er staddur í Bandaríkjunum vegna allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna, heimsótti verksmiðjuna í gær. Matt Cartwright, fulltrúadeildarþingmaður demókrata, sem fylgdi Selenskíj segir skilaboð úkraínska forsetans þar hafa verið einföld: „Þakka ykkur fyrir, og við þurfum á meiru að halda.“ „Það er á stöðum sem þessum þar sem maður finnur sannarlega til þess að lýðræðisríki geti haldið velli. Þökk sé fólki sem þessu, í Úkraínu, í Bandaríkjunum og öllum bandalagsríkjunum, sem vinna þrotlaust að því að tryggja að mannslíf séu varin,“ skrifaði Selenskíj síðar á samfélagsmiðlinum X. Scranton, Pennsylvania. I visited a plant that manufactures 155 mm artillery shells. Now, for our warriors who are defending not only our country, not only Ukraine, the plant will be ramping up production.I began my visit to the United States by expressing my gratitude to all… pic.twitter.com/OXnvqHclkM— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) September 22, 2024 AP-fréttastofan segir að Úkraínumenn hafi skotið svo mörgum sprengikúlum á tímabili og byrjað var að ganga verulega á birgðir Bandaríkjamanna sem óttuðust að þær dygðu ekki Bandaríkjaher í neyð. Því var gripið til aðgerða til þess að auka framleiðsluna og ræsa gamlar verksmiðjur. Það skapar störf á stöðum eins og Scranton. Nokkrir heimamenn af austurevrópskum uppuna fögnuðu Selenskíj með úkraínskum fánum fyrir utan verksmiðjuna.AP/Laurence Kesterson Heimsókn Selenskíj vekur ekki síst athygli vegna þess hversu mikilvæg Pennsylvaníu er í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í nóvember. Úrslitin þar gætu hæglega ráðið því hvort þeirra Kamölu Harris eða Donald Trump verður forseti. Afar mjótt er á munum á milli þeirra í Pennsylvaníu en Harris mælist með naumt forskot. Stjórn Joes Biden, þar sem Harris er varaforseti, hefur stutt einarðlega við bakið á Úkraínumönnum í vörn þeirra gegn innrás Rússa. Trump og Repúblikanaflokkurinn hefur aftur á móti ítrekað lýst yfir efasemdum um áframhaldandi stuðning við stjórn Selenskíj.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Kæra Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Sjá meira