Hnífjafnt á landsvísu en Harris með forskot í Pennsylvaníu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. september 2024 12:44 Harris þykir hafa staðið sig mun betur í kappræðunum en Trump. Hann hefur neitað að mæta henni í annað sinn. Getty/Win McNamee Kamala Harris og Donald Trump mældust með jafn mikinn stuðning á landsvísu í nýrri skoðanakönnun New York Times, Philadelphia Inquirer og Siena College. Harris virðist þó enn nokkuð betur í Pennsylvaníu, einu helsta og mikilvægasta barátturíkinu, þar sem hún mælist með 50 prósent stuðning en Trump með 46 prósent. Staðan í Pennsylvaníu er óbreytt frá því í síðustu könnun sömu aðila en þá mældist Trump með tveggja prósentu forskot á landsvísu. Bæði mælast með 47 prósent á landsvísu. Könnunin var gerð eftir kappræður forsetaefnanna og þótti svarendum Harris standa sig töluvert betur en Trump. Alls sögðust 67 prósent telja Harris hafa staðið sig vel en aðeins 40 prósent þótti Trump hafa plummað sig. Um það bil 29 prósent sögðu að Harris hefði ekki staðið sig vel og 56 prósent að Trump hefði mátt gera betur. Samkvæmt könnuninni virðist Harris vera að ná til kjósenda sem hneigjast til þess að kjósa Demókrata; kvenna, svartra og yngri kjósenda. Það vekur þó athygli að almennt séð þykir fleirum Harris of frjálslynd en þykja Trump of íhaldssamur. Þá þykir kjósendum enn að þeir viti ekki nógu mikið um Harris en væntingar stóðu til þess að hún myndi nota kappræðurnar til að kynna sig betur sem persónu. Harris hefur meðal annars verið sökuð um að skipta um skoðun eftir því hvernig pólitískir vindar blása og kjósendur vilja skýringar. Þess ber að geta að könnunin var framkvæmd áður en maður var handtekinn grunaður um að hafa ætlað að ráða Trump bana á golfvelli í Flórída. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Kamala Harris Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Fleiri fréttir „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Sjá meira
Harris virðist þó enn nokkuð betur í Pennsylvaníu, einu helsta og mikilvægasta barátturíkinu, þar sem hún mælist með 50 prósent stuðning en Trump með 46 prósent. Staðan í Pennsylvaníu er óbreytt frá því í síðustu könnun sömu aðila en þá mældist Trump með tveggja prósentu forskot á landsvísu. Bæði mælast með 47 prósent á landsvísu. Könnunin var gerð eftir kappræður forsetaefnanna og þótti svarendum Harris standa sig töluvert betur en Trump. Alls sögðust 67 prósent telja Harris hafa staðið sig vel en aðeins 40 prósent þótti Trump hafa plummað sig. Um það bil 29 prósent sögðu að Harris hefði ekki staðið sig vel og 56 prósent að Trump hefði mátt gera betur. Samkvæmt könnuninni virðist Harris vera að ná til kjósenda sem hneigjast til þess að kjósa Demókrata; kvenna, svartra og yngri kjósenda. Það vekur þó athygli að almennt séð þykir fleirum Harris of frjálslynd en þykja Trump of íhaldssamur. Þá þykir kjósendum enn að þeir viti ekki nógu mikið um Harris en væntingar stóðu til þess að hún myndi nota kappræðurnar til að kynna sig betur sem persónu. Harris hefur meðal annars verið sökuð um að skipta um skoðun eftir því hvernig pólitískir vindar blása og kjósendur vilja skýringar. Þess ber að geta að könnunin var framkvæmd áður en maður var handtekinn grunaður um að hafa ætlað að ráða Trump bana á golfvelli í Flórída.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Kamala Harris Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Fleiri fréttir „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Sjá meira