Snúum hjólunum áfram Andrés Ingi Jónsson skrifar 20. september 2024 08:01 Á sama tíma og ríkisstjórninni gengur sífellt verr að ná árangri í loftslagsmálum kemur á óvart að annað árið í röð þurfi að berjast fyrir stuðningi við hóp fólks sem hefur tekið sér mikilvægt hlutverk í þágu grænni og betri framtíðar. Fjármálaráðherra kom fram með það í vikunni að niðurfelling á virðisaukaskatti af reiðhjólum eigi að hætta um áramótin. Þetta voru kaldar kveðjur í Evrópsku samgönguvikunni, þegar hefði farið betur á því að ríkisstjórnin teiknaði upp leiðir til að auka stuðning við hjólreiðafólk og annað fólk sem notar virka samgöngumáta. Stuðningur sem virkar Það fer varla fram hjá neinum að undanfarin ár hefur átt sér stað hjólabylting. Þúsundir hafa byrjað að nota reiðhjól og rafmagnsreiðhjól til að koma sér á milli staða. Hluti af hvatanum eru réttar ákvarðanir sem hið opinbera hefur tekið — sveitarfélögin sem undanfarin ár hafa skipulagt og byggt þétt net hjólastíga og ríkið með því að fella niður hluta virðisaukaskatts af hjólum. Með réttu ætti ríkisstjórnin að þakka hjólreiðafólkinu sinn þátt í þeim árangri sem náðst hefur í loftslagsmálum á Íslandi á síðustu árum. Með því að nota hjól í stað fólksbíls nýtur fólk ekki bara heilsubótar og ferska loftsins, heldur dregur líka úr álagi á samgöngukerfið, minnkar mengun og dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ívilnanir fyrir kaup á reiðhjólum og rafmagnshjólum skila augljósum árangri. Þær hafa verið mjög áhrifarík hvatning fyrir mörg til að velja umhverfisvænni ferðamáta, og því stórundarlegt að stjórnvöld skuli ekki vilja halda slíkum hvötum gangandi. Sparað þar sem síst skyldi Þegar hugmyndir um að fella niður stuðninginn voru ræddar í fyrra fauk í umhverfisráðherra. „Það er ekki bannað að spara í ríkisrekstri …“ sagði ráðherrann sem virtist vera metnaðarfyllri fyrir því að skera niður á fjárlögum en að skera niður í losun. Sem betur fer hafði þingið vit fyrir ráðherraliðinu í fyrra og framlengdi hjólastuðninginn um eitt ár. „Ríkissjóður verður auðvitað líka að fá tekjur,“ sagði fjármálaráðherra um þetta í vikunni, eins og væri um gríðarlegt tekjutap að ræða. Upphæðirnar eru bara alls ekki stórar á skala ríkisfjármála. Á þessu ári er reiknað með að 550 milljónir króna fara í ívilnun fyrir kaup á hjólum, en til samanburðar er tvöföld sú upphæð eyrnamerkt niðurgreiðslu á losun flugfélaga á næsta ári. Þessi mismunur sýnir skort á metnaði í loftslagsmálum og undirstrikar hvernig ríkisstjórnin forgangsraðar fyrirtækjum frekar en einstaklingum hvenær sem hún getur. Hjálpum fólki að hjálpa samfélaginu Nú, meira en nokkru sinni fyrr, þurfum við að taka ákvarðanir sem byggja á framtíðarsýn í loftslagsmálum, sjálfbærni, og umfram allt - umhverfisvernd. Með því að styðja við fólkið sem nýtir sér umhverfisvænni ferðamáta getum við saman skapað samfélag sem virðir og verndar náttúruna, fyrir okkur og komandi kynslóðir. Framundan er barátta fyrir því að ríkið standi áfram við bakið á fólkinu sem er tilbúið til að taka virkan þátt í að breyta samfélaginu í þágu loftslagsins. Það gerum við ekki bara með innantómum orðum heldur með raunverulegum lagabreytingum. Við Píratar munum beita okkur fyrir því að hjólabyltingin haldi áfram að vaxa, eins og við gerðum með góðum árangri í fyrra. Því við vitum að þannig styðjum við grænna og skemmtilegra samfélag. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Píratar Rekstur hins opinbera Alþingi Efnahagsmál Loftslagsmál Mest lesið Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Halldór 01.03.2025 Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Skoðun Skoðun Hrós getur skipt sköpum Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson skrifar Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson skrifar Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar Skoðun Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar Skoðun Halldór 01.03.2025 skrifar Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Sjá meira
Á sama tíma og ríkisstjórninni gengur sífellt verr að ná árangri í loftslagsmálum kemur á óvart að annað árið í röð þurfi að berjast fyrir stuðningi við hóp fólks sem hefur tekið sér mikilvægt hlutverk í þágu grænni og betri framtíðar. Fjármálaráðherra kom fram með það í vikunni að niðurfelling á virðisaukaskatti af reiðhjólum eigi að hætta um áramótin. Þetta voru kaldar kveðjur í Evrópsku samgönguvikunni, þegar hefði farið betur á því að ríkisstjórnin teiknaði upp leiðir til að auka stuðning við hjólreiðafólk og annað fólk sem notar virka samgöngumáta. Stuðningur sem virkar Það fer varla fram hjá neinum að undanfarin ár hefur átt sér stað hjólabylting. Þúsundir hafa byrjað að nota reiðhjól og rafmagnsreiðhjól til að koma sér á milli staða. Hluti af hvatanum eru réttar ákvarðanir sem hið opinbera hefur tekið — sveitarfélögin sem undanfarin ár hafa skipulagt og byggt þétt net hjólastíga og ríkið með því að fella niður hluta virðisaukaskatts af hjólum. Með réttu ætti ríkisstjórnin að þakka hjólreiðafólkinu sinn þátt í þeim árangri sem náðst hefur í loftslagsmálum á Íslandi á síðustu árum. Með því að nota hjól í stað fólksbíls nýtur fólk ekki bara heilsubótar og ferska loftsins, heldur dregur líka úr álagi á samgöngukerfið, minnkar mengun og dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ívilnanir fyrir kaup á reiðhjólum og rafmagnshjólum skila augljósum árangri. Þær hafa verið mjög áhrifarík hvatning fyrir mörg til að velja umhverfisvænni ferðamáta, og því stórundarlegt að stjórnvöld skuli ekki vilja halda slíkum hvötum gangandi. Sparað þar sem síst skyldi Þegar hugmyndir um að fella niður stuðninginn voru ræddar í fyrra fauk í umhverfisráðherra. „Það er ekki bannað að spara í ríkisrekstri …“ sagði ráðherrann sem virtist vera metnaðarfyllri fyrir því að skera niður á fjárlögum en að skera niður í losun. Sem betur fer hafði þingið vit fyrir ráðherraliðinu í fyrra og framlengdi hjólastuðninginn um eitt ár. „Ríkissjóður verður auðvitað líka að fá tekjur,“ sagði fjármálaráðherra um þetta í vikunni, eins og væri um gríðarlegt tekjutap að ræða. Upphæðirnar eru bara alls ekki stórar á skala ríkisfjármála. Á þessu ári er reiknað með að 550 milljónir króna fara í ívilnun fyrir kaup á hjólum, en til samanburðar er tvöföld sú upphæð eyrnamerkt niðurgreiðslu á losun flugfélaga á næsta ári. Þessi mismunur sýnir skort á metnaði í loftslagsmálum og undirstrikar hvernig ríkisstjórnin forgangsraðar fyrirtækjum frekar en einstaklingum hvenær sem hún getur. Hjálpum fólki að hjálpa samfélaginu Nú, meira en nokkru sinni fyrr, þurfum við að taka ákvarðanir sem byggja á framtíðarsýn í loftslagsmálum, sjálfbærni, og umfram allt - umhverfisvernd. Með því að styðja við fólkið sem nýtir sér umhverfisvænni ferðamáta getum við saman skapað samfélag sem virðir og verndar náttúruna, fyrir okkur og komandi kynslóðir. Framundan er barátta fyrir því að ríkið standi áfram við bakið á fólkinu sem er tilbúið til að taka virkan þátt í að breyta samfélaginu í þágu loftslagsins. Það gerum við ekki bara með innantómum orðum heldur með raunverulegum lagabreytingum. Við Píratar munum beita okkur fyrir því að hjólabyltingin haldi áfram að vaxa, eins og við gerðum með góðum árangri í fyrra. Því við vitum að þannig styðjum við grænna og skemmtilegra samfélag. Höfundur er þingmaður Pírata.
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun
Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar
Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun
Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun