Þeir borga sem nota! Tómas Kristjánsson skrifar 18. september 2024 08:02 Fá orð fá jafnoft að hljóma í jarmi sjálfstæðismanna um hinn digra tekjustofn sem ökutækjaeigendur geta verið. Sögustund. Frá 2018 hafa engir skattar tengdir notkun ökutækja verið eyrnamerktir vegakerfinu. Ekki einu sinni hið margumtalaða kílómetragjald sem tekur ekki tillit til þyngdar eða mengunar ökutækja, er rukkaður eftir ólöggiltum mæli og er auk þess rukkaður fyrir akstur á vegakerfi sem ríkið sér ekki um. Í það heila hörmulegt framtak þegar horft er til þess að útgjöld til vegamála hafa dregist saman sl. áratug, ef tekið er tillit til verðbólgu en á sama tíma hefur eyðsla ríkisins aukist um 100% og þar með skattpíning á almenning. Einfaldir útreikningar hafa líka sýnt okkur vaxandi uppbyggingarskuld á þjóðvegakerfinu í kjölfar áratugalangrar öfgaskattheimtu af notkun ökutækja, sem ekkert sýnir að skili sér í þjóðvegakerfið.Í nýlegri stjórnmálaályktun flokksráðsfundar sjálfstæðisflokksins, dagsett 1. september 2024, kemur fram að: „Gjöld af umferð til að fjármagna samgöngumannvirki skulu miðast við notkun, samhliða niðurfellingu vörugjalda af bifreiðum og eldsneyti“. Þetta er sama orðræða og mátti finna í frumvarpi þáverandi fjármálaráðherra sem varð að lögum um kílómetragjald og á vefsíðu sem ráðuneytið heldur úti vegna skattheimtunnar. Nú hefur þetta smitast inn í borgarstjórn Reykjavíkur því brotinn sjálfstæðisflokkur þar á bæ fann sig knúinn til að leggja fram bókun vegna samgöngusáttmála með sömu orðum, að því er virðist án þess að átta sig á að þessi gjöld, eða aðrir skattar af notkun ökutækja, hafa aldrei skilað sér til sveitarfélaga. Eftir sem áður er tískumáltæki flokksins í dag; „Þeir borga sem nota!“, sama orðræðuaðferð og þegar ótengd atriði eru skotin niður í skynsamri umræðu með orðunum „hugsið um börnin!“. Líkt of hin ofnotaða orðræðuaðferð þá er þetta bergmál úr valhöll farið að hljóma í fleiri og fleiri tilfellum þegar gerð er atlaga að tekjustofni flokksins sem ekki kann með peninga að fara. Höfundur er formaður Rafbílasambands Íslands og áhugamaður um umhverfismál og skynsama skatta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Bílar Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Fá orð fá jafnoft að hljóma í jarmi sjálfstæðismanna um hinn digra tekjustofn sem ökutækjaeigendur geta verið. Sögustund. Frá 2018 hafa engir skattar tengdir notkun ökutækja verið eyrnamerktir vegakerfinu. Ekki einu sinni hið margumtalaða kílómetragjald sem tekur ekki tillit til þyngdar eða mengunar ökutækja, er rukkaður eftir ólöggiltum mæli og er auk þess rukkaður fyrir akstur á vegakerfi sem ríkið sér ekki um. Í það heila hörmulegt framtak þegar horft er til þess að útgjöld til vegamála hafa dregist saman sl. áratug, ef tekið er tillit til verðbólgu en á sama tíma hefur eyðsla ríkisins aukist um 100% og þar með skattpíning á almenning. Einfaldir útreikningar hafa líka sýnt okkur vaxandi uppbyggingarskuld á þjóðvegakerfinu í kjölfar áratugalangrar öfgaskattheimtu af notkun ökutækja, sem ekkert sýnir að skili sér í þjóðvegakerfið.Í nýlegri stjórnmálaályktun flokksráðsfundar sjálfstæðisflokksins, dagsett 1. september 2024, kemur fram að: „Gjöld af umferð til að fjármagna samgöngumannvirki skulu miðast við notkun, samhliða niðurfellingu vörugjalda af bifreiðum og eldsneyti“. Þetta er sama orðræða og mátti finna í frumvarpi þáverandi fjármálaráðherra sem varð að lögum um kílómetragjald og á vefsíðu sem ráðuneytið heldur úti vegna skattheimtunnar. Nú hefur þetta smitast inn í borgarstjórn Reykjavíkur því brotinn sjálfstæðisflokkur þar á bæ fann sig knúinn til að leggja fram bókun vegna samgöngusáttmála með sömu orðum, að því er virðist án þess að átta sig á að þessi gjöld, eða aðrir skattar af notkun ökutækja, hafa aldrei skilað sér til sveitarfélaga. Eftir sem áður er tískumáltæki flokksins í dag; „Þeir borga sem nota!“, sama orðræðuaðferð og þegar ótengd atriði eru skotin niður í skynsamri umræðu með orðunum „hugsið um börnin!“. Líkt of hin ofnotaða orðræðuaðferð þá er þetta bergmál úr valhöll farið að hljóma í fleiri og fleiri tilfellum þegar gerð er atlaga að tekjustofni flokksins sem ekki kann með peninga að fara. Höfundur er formaður Rafbílasambands Íslands og áhugamaður um umhverfismál og skynsama skatta.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar